Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 39

Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 39
framhaldsskólanámi frá ráðuneyt- inu. Sagði hún sveitarfélögin hafa átt fulltrúa í fjármálahóp vegna málsins. „Það breytir engu,“ segir Birgir Björn „Við sem samningsaðilar, okk- ur er tjáð það við kjarasamnings- borðið af fulltrúa Kennarasambands- ins, að þarna sé verið að gera breytingar sem hafi áhrif á okkar störf og ég hef skilið það þannig eftir að það samtal átti sér stað að það sé meining menntamálaráðuneytisins að þetta hafi engin áhrif.[...] Ef það er rétt að það sé verið að flytja verk- efni til grunnskólans þá væntanlega hefur það áhrif og þá hafa kennarar eitthvað til síns máls. Ef það er ekki verið að flytja verkefni til grunnskól- ans hefur þetta engin áhrif og þá væntanlega hefur Þorgerður Katrín eitthvað til síns máls. En ég hef ekki farið í gegnum neina kynningu á þessu og veit ekki hvaða áhrif þessar breytingar gætu haft fyrir sveitar- félögin.“ Hann segir að væntanlega muni þetta sýna sig í þeim frumvörpum sem fram munu koma um styttingu framhaldsskólans á þinginu í vetur. Hugsanlegar breytingar í skólum Ekki kynntar samninganefndum BIRGIR Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaganna, segir að nefndinni hafi ekki verið kynntar breytingar sem hugsanlega fælust í auknum verkefnum grunnskólanna vegna styttingar framhaldsskólans. Hann segir fulltrúa kennara hafa bent á hugsanlegar breytingar á samningafundi vegna kjaraviðræðna kennara. „Ég sagði að ég væri hissa á að samninganefndinni hefði ekki verið kynnt neitt um þessi mál fyrr en að formaður grunnskólakennara vakti athygli okkar á þessu á samninga- fundi með þeirri fullyrðingu að þetta hefði áhrif á það sem við værum að tala um [í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga],“ segir Birgir Björn, „þar sem verið væri að færa verkefni af framhaldsskólastigi yfir á grunn- skólastigið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist í Morgunblaðinu sl. föstudag undrast þau ummæli Birgis Björns að sveit- arfélögin hafi ekki fengið upplýsing- ar um störf nefndar um styttingu á MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 39 FRÉTTIR NÚ geta allir Vildarklúbbsfélagar Icelandair safnað punktum á öllum þjónustustöðvum Olís, hvort sem greitt er með korti eða peningum. Þeir sem greiða með korti eða pen- ingum geta nú framvísað Sagakorti Icelandair til að fá Vildarpunkta hjá Olís. Þeir sem greiða með Vildarkorti Icelandair og Olískorti Olís safna Vildarpunktum hjá Olís eins og áð- ur. „Allir viðskiptavinir Olís fá tvö- falda punkta í Vildarklúbbi Ice- landair til 1. nóvember. Þeir sem nota Sagakortið sitt á næstu Olís- stöð eiga einnig möguleika á glæsi- legum vinningum. Þeir fara í lukkupott í hvert skipti sem þeir nota Sagakortið. Vinningshafar eru dregnir út vikulega í fjórar vikur,“ segir í frétt frá Olís. Vildarpunktar hjá Olís óháð greiðslumiðli PRESTSVÍGSLA verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag. Þá vígir biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Sigríði Mundu Jónsdóttur guðfræðing til embættis sóknarprests í Ólafsfjarðarpresta- kalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Séra Hannes Örn Blandon, pró- fastur, lýsir vígslu. Vígsluvottar eru: Ólafur Skúlason biskup, séra Sigríð- ur Guðmarsdóttir, séra Elínborg Gísladóttir, séra Hulda Hrönn Helgadóttir og séra Kristján Búa- son. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir alt- ari. Athöfnin hefst klukkan 14.00 og er öllum opin. Prestsvígsla í Dómkirkjunni LÍKNAR- og vinafélagið BERGMÁL verður með Opið hús fyrir krabba- meinssjúka, langveika, blinda og sjónskerta sunnudaginn 10. okt. nk. í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 16, Reykjavík, 2. hæð. Dagskrá hefst kl. 16.00. Ávarp flytur Guðrún Krist- ín Þorsteinsdóttir djákni, en aðrir gestir verða Jóhanna Valsdóttir, Bjartur Logi Guðnason og Félag harmonikkuunnenda á Suð- urnesjum. Fjöldasöngur verður í umsjá valinna karla eða/og kvenna. Veislustjóri verður Þóranna Þór- arinsdóttir. Bergmál með Opið hús LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu og afstungu á bifreiðastæði milli Háskóla Íslands og Sæmundargötu þann 6. október milli kl. 9 og 11. Ekið var utan í hægri hlið rauðrar VW Polo fólks- bifreiðar (MD-585) og skemmdist hún mjög mikið. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Í DAG, laugardaginn 9. október, kl. 14 verður kveikt á nýjum umferð- arljósum á gatnamótum Bústaða- vegar og nýrri tengibraut á Vatns- mýrarvegi. Þangað til verða gul blikkandi ljós. Ökumenn eru beðnir að sýna aðgát og tillitssemi á meðan. Ný umferðarljós Heiðursdoktor félagsvísindadeildar Í fyrirsögn með frétt um Shirin Ebadi, núverandi handhafa friðar- verðlauna Nóbels, í Morgunblaðinu í gær gætti þess misskilnings að hún væri fyrsti heiðursdoktor Háskólans á Akureyri. Þetta er ekki rétt. Shirin Ebadi verður gerð að fyrsta heiðurs- doktor Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri hinn 6. nóv- ember nk. eins og raunar kemur fram í fréttinni. LEIÐRÉTT ENN seytla inn lokatölur úr laxveiði- ánum þó flestar hafi nú borist og birst. Ein sú nýjasta er frá Langa- dalsá við Djúp, þar sem 326 laxar veiddust. Hjá Lax-á, sem leigir ána, fengust þær fregnir að um metveiði væri að ræða. Áin var dauf lengi framan af, en seint í ágúst rigndi loks og lax fór að taka ákaft. Hvert hollið af öðru mokveiddi og þessi varð loka- talan. Góð tala … Lax-á er ennfremur með Gljúfurá í Húnaþingi á leigu, það er fremur vatnslítil á sem rennur í Hópið, skammt frá ósi Víðidalsár. Hjá Lax-á fengust þær upplýsingar að 119 laxar hefðu veiðst á tvær stangir, það væri helmingi meiri veiði en í fyrra og með því besta sem veiðst hefði í ánni á einu sumri. Talsverð sjóbleikjuveiði var Annað met í safnið Morgunblaðið/Einar Falur Það haustar, en enn eru menn að fá ’ann. Myndin er austan úr Hreppum. einnig í ánni neðanverðri, það er því óhætt að segja að líflegt hafi verið á bökkum árinnar í sumar. Veiðimenn, sem voru í klakveiði nú fyrir skemmstu, veiddu vel, m.a. tvo laxa sem voru grálúsugir, þannig að enn er að ganga lax úr sjó. … og önnur mjög góð Þá er komin lokatala úr Flóku í Borgarfirði, 523 laxar veiddust þar sem mun vera þriðja besta veiði sem skráð hefur verið úr ánni. Þetta er þriggja stanga veiði og heldur Flóka kyndli Borgarfjarðar á lofti ásamt Langá og Reykjadalsá, en stórárnar voru venju fremur daufar, sérstak- lega þó Norðurá og Þverá/Kjarrá. Var um kennt þurrkum og vatnsleysi. Að ljúka í Ytri-Rangá Síðustu laxveiðiánni verður lokað nú um helgina, nánar tiltekið Ytri- Rangá á morgun. Í lok vikunnar var tala veiddra laxa úr ánni alveg um 3.000, sem er að sjálfsögðu metveiði í ánni eins og komið hefur fram. Fregnir herma að enn séu menn að tína upp einn og einn lúsugan. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Dagur frímerkisins Á ÞESSU ári er öld liðin síðan Frakkar reistu spítala á Fáskrúðs- firði en árlega voru um 5000 fransk- ir sjómenn á skútum við Íslands- strendur þegar þeir voru flestir. Af þessu tilefni gefur Íslandspóstur út frímerki föstudaginn 8. október. Jafnframt kemur út smáörk í tilefni af Degi frímerkisins sem er 9. októ- ber og fyrstu frímerkin í röðinni „skordýr á Íslandi“ Skordýr á Íslandi Tryggvi T. Tryggvason hannaði frímerkið um franska spítalann en Svíinn Martin Morck sá um stál- stungu. Frímerkið er prentað í stál- stungu og offset (Intaglio). Fyrsta frímerkjaröðin með skor- dýrum á Íslandi kom einnig út 8. október. Verðgildin eru tvö: 50 og 70 kr. Myndefnin eru járnsmiður og húshumla. Arnar Snorrason (EnnEmm) hannaði frímerkið en Oddur Sig- urðsson tók myndirnar. Í tilefni af Degi frímerkisins 9. október gefur Íslandspóstur að venju út smáörk. Verðgildið er 250 kr. Myndefnið er Brúarhlöð í Bisk- upstungum. Brúarhlöð eru þröngt og grunnt gljúfur, sem Hvítá renn- ur um sunnan Tungufells í Hruna- mannahreppi. Tryggvi T. Tryggvason hannaði smáörkina. UNNIÐ hefur verið að endurbótum á aðkomu, merkingum og göngustígum í Vinaskógi, í Kárastaðalandi á Þingvöllum, en markmiðið er að gera heimsóknir í þennan reit sem ánægju- legastar. Pokasjóður verslunarinnar hefur stutt verkefnið. Nýlega gróðursettu nokkrir af þeim sem stutt hafa verkefnið fjórar fallegar birkiplöntur í skóginum. Þetta voru stjórnarmenn Pokasjóðs, þeir Bjarni Finnsson, fyrir hönd Kaupmannasamtaka Ís- lands, Jóhannes Jónsson frá Baugi, Höskuldur Jónsson frá ÁTVR og Sigurður Á. Sigurðs- son frá samtökum samvinnuverslana og Kaupási. Þá var afhjúpaður skjöldur, helgaður Pokasjóði, á nýrri stuðla- bergssúlu. Pokasjóður hefur verið einn öflugasti stuðningsaðili skóg- ræktarfélaganna á Íslandi og lagt 54 milljónir króna til margra brýnna verkefna á vegum þeirra frá því hann tók til starfa árið 1995. Gróðursettu plöntur í Vinaskógi Morgunblaðið/Sverrir Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um He fur þú ef ni á a ð b íða til m or gu ns ? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 UM 30 milljónir króna söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins, Göng- um til góðs, til aðstoðar stríðshrjáð- um börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag. Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harð- vítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæf- ingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kring- umstæður sem þau búa við. Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal lands- manna, segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var verndari söfnunarinnar. Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakk- ir. Gengið til góðs Þrjátíu milljónir söfnuðust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.