Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 300. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Stóll til að
vefja um háls
Húsgagnahönnuður sem vekur athygli
í Mílanó og New York | Daglegt líf
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Nýr og enn þá betri Focus Betur búinn undir vetrar-
akstur Íþróttir | Chelsea komið áfram, Grikkir náðu jöfnu á
Highbury Gylfi æfir hjá Cardiff
JARÐVÍSINDAMENN telja ljóst að miðað við þróun elds-
umbrotanna í Vatnajökli í gær sé gosið í Grímsvötnum, sem
hófst í fyrrakvöld, mjög kraftmikið og stærra en árið 1998
þegar þessi virkasta eldstöð Íslands gaus síðast. Gosmökk-
urinn hefur verið biksvartur eins og sést hér að ofan en jafn-
framt sveiflukenndur. Í fyrrinótt náði hann í 13 km hæð, fór
niður í um 8 km í gærmorgun en náði fyrri hæðum síðdegis.
Telja vísindamenn að gosið nú muni vekja mikla alþjóðlega
athygli meðal starfsbræðra sinna. 6/12/Miðopna
Kraftmikið gos og stærra en árið 1998
Morgunblaðið/RAX
SPÁR sem birtar höfðu verið í
Bandaríkjunum laust fyrir klukkan
eitt í nótt að íslenskum tíma þóttu
benda til þess að mjótt yrði á mun-
unum í forsetakosningunum vestra.
Útlit var fyrir mestu kjörsókn í rúm-
lega 30 ár og þvert á venju héldu
báðir frambjóðendur kosningabar-
áttu sinni áfram fram eftir degi.
Bandarískar sjónvarpsstöðvar
birtu fyrstu kosningaspár skömmu
eftir að kjörstöðum hafði verið lokað
í átta ríkjum í austurhluta Banda-
ríkjanna. Samkvæmt þeim hafði
George W. Bush forseti fengið at-
kvæði 39 kjörmanna en áskorandinn
John F. Kerry, frambjóðandi Demó-
krataflokksins 3 atkvæði.
Spár þessar eru gerðar á grund-
velli svonefndra „útgöngukannana“
sem framkvæmdar eru á kjörstöðum
á þann veg að kjósendur eru spurðir
hvaða frambjóðanda þeir hafi stutt.
Hvert af 50 ríkjum Bandaríkjanna
ræður yfir ákveðnum fjölda kjör-
manna í samræmi við íbúafjölda.
Kjörmenn eru alls 538 og duga því
270 til sigurs í forsetakjöri í Banda-
ríkjunum.
Samkvæmt fyrstu tölum hafði
Bush forseti unnið Indiana, Ken-
tucky, Vestur-Virginíu og Georgíu.
Því var spáð að Kerry hefði unnið
Vermont. Allar voru spár þessar í
samræmi við skoðanakannanir og
komu úrslitin því ekki á óvart.
Óstaðfestar fregnir hermdu að út-
göngukannanir sem gerðar voru í
nokkrum lykilríkjum bentu til þess
að John Kerry gæti gert sér vonir
um sigur í Pennsylvaníu og Wiscons-
in og jafnvel í Ohio og Flórída.
Reyndust fregnir þessar réttar
þóttu sigurlíkur hans hafa vaxið
verulega í kosningunum. Hermt var
að bjartsýni ríkti í herbúðum
Kerrys, ekki síst sökum þess hve
kjörsókn virtist góð.
Sérfróðir höfðu sagt að vera kynni
að kosningarnar reyndust álíka tví-
sýnar og þær sem fram fóru fyrir
fjórum árum. Þeim lyktaði á þann
veg að George W. Bush var úrskurð-
aður sigurvegari eftir flókna laga-
þrætu sem stóð yfir í fimm vikur.
Sjálfur sagði Bush í gær að hann
væri vongóður um sigur og kvaðst
vænta þess að skýr úrslit myndu fást
í kosningunum.
John Kerry kvaðst þess fullviss að
sér hefði tekist að sannfæra banda-
rísku þjóðina um nauðsyn þess að
breytingar yrðu gerðar. Líkt og for-
setinn sagðist hann vænta þess að
skýr úrslit fengjust í kosningunum
og ítrekaði nauðsyn þess að skráðir
kjósendur nýttu sér atkvæðisrétt-
inn.
Þátttaka í kosningunum var mjög
góð og víða virtist stefna í að met
yrðu slegin. Var það í samræmi við
spár sérfræðinga. Í Bandaríkjunum
er sú speki viðtekin að góð þátttaka í
kosningum komi fremur demókröt-
um til góða. Þess var vænst að 118 til
121 milljón manna myndi nýta sér
atkvæðisréttinn að þessu sinni. Sú
þátttaka myndi jafngilda um 60%
kjörsókn og reynast hin mesta frá
því í kosningunum árið 1968 þegar
Richard Nixon var kjörinn forseti
Bandaríkjanna.
Fyrstu tölur í bandarísku kosningunum að mestu í samræmi við kannanir
Mikil kjörsókn eykur
vonir um skýr úrslit
Reuters
Íbúar Miami-Dade-sýslu í Flórída í
biðröð eftir því að fá að kjósa.
John Kerry sagður
sigurstranglegur
í nokkrum
lykilríkjum
Biðraðir/14
GENGI hlutabréfa á Wall Street
seig nokkuð rétt fyrir lokun mark-
aða í gærkvöldi eftir að frétt hafði
birst á netsíðunni www.drudgere-
port.com um klukkan 20.30 að ís-
lenskum tíma um að fyrstu út-
gönguspár sýndu sterka stöðu
demókratans Johns Kerrys.
Haft var eftir Peter Boock, sér-
fræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu
Miller Tabak, að „eins konar skelf-
ing“ hefði gripið um sig meðal
verðbréfasala þegar heyrðist af
fréttinni á vefsíðu Matts Drudges.
Mátu verðbréfasalar stöðuna þann-
ig að sterk staða Kerrys þýddi að
mjótt yrði á munum, sem aftur
þýddi að meiri hætta væri fyrir vik-
ið á að það drægist á langinn að
lýsa yfir hver væri sigurvegari.
Slíkt þýddi óvissuástand, sem aftur
skýrði titringinn á markaðnum.
Titringur á
Wall Street
New York. AFP.