Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 4
ÍSLENSK æska notar tímann á haustin vel til að æfa sig í fótbolta. Sjötti flokkur Fram var á æfingu á Fram- vellinum í ágætis veðri og létu krakkarnir dagatalið, sem segir að fyrsti vetrardagur sé upprunninn, ekki Æft af kappi hjá Fram Morgunblaðið/Árni Torfason hafa áhrif á sig heldur spörkuðu og sprikluðu af mikilli elju. Inn á milli tók liðið sér þó hvíld, ræddi málin og leiktíðina framundan. Það gaf sér líka tíma til að líta í myndavél ljósmyndara Morgunblaðsins. 4 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Magnús Einars- son, eiginmaður Sæunnar, játað að hafa orðið henni að bana. Að sögn Friðriks hringdi hann örskömmu síðar í nokkra vandamenn og vini og greindi þeim frá því sem gerst hafði. Einn þeirra tilkynnti lögreglu um málið áður en Magnús hringdi þang- að sjálfur. Að sögn Friðriks eru engar vís- bendingar um að Magnús hafi verið ölvaður eða undir annarlegum áhrif- um. AÐ SÖGN lögreglunnar í Kópavogi staðfesta bráðabirgðaniðurstöður krufningar það sem áður hefur kom- ið fram um dánarorsök Sæunnar Pálsdóttur, sem ráðinn var bani í Hamraborg aðfaranótt mánudags, þ.e. að eiginmaður hennar hafi þrengt svo að öndunarvegi að það hafi leitt til köfnunar. Vettvangsrannsókn í íbúð þeirra mun væntanlega ljúka á morgun en þangað til verður íbúð þeirra innsigl- uð, að sögn Friðriks Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar Vettvangsrann- sókn lýkur í dag DAVÍÐ Oddsson utanríkisráð- herra mun eiga fund með Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, 16. nóvember þar sem varnarsam- starfið og fram- tíð þess verður rætt. Þetta kom fram í svari utanrík- isráðherra við fyrirspurn Böðvars Jónssonar varaþingmanns á Al- þingi í gær. Varnarmálin í höndum utanríkisráðherranna Í samtali við Morgunblaðið sagði utanríkisráðherra að á fundi hans og Georg Bush Bandaríkjaforseta í júlí hefði Bandaríkjaforseti ákvarð- að að málið færðist frá skrifstofu hans til utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Það hefði verið á borði forsetans og forsætisráðherra Ís- lands en færðist nú á borð utanrík- isráðherranna á nýjan leik. „Ég bind vonir við að það meginviðhorf sem mér fannst ríkjandi á fundi mínum með Bush verði ráðandi fyr- ir þessar viðræður og að við getum að minnsta kosti komist verulega áleiðis við að draga úr þeirri óvissu sem verið hefur í Keflavík. Það er nú þannig að óvissa og öryggi fara ekki vel saman,“ segir Davíð. Utanríkisráðherra segir Powell hafa haft samband við sig í síma ekki alls fyrir löngu. „Ég sagði frá því opinberlega og sagðist vera reiðubúinn að hitta hann þegar ég væri kominn með nægjanlegan kraft og styrk til þess. Ég tel mig vera að öðlast hann núna þannig að ég vil ekki draga það að hitta hann að máli og er mjög ánægður með að hann skyldi bregðast hratt við ábend- ingu um að ég væri nú tilbúinn til að hitta hann. Fundurinn var strax ákveðinn 16. þessa mánað- ar, árdegis.“ Davíð segir að hann muni leggja áherslu á það í viðræðum sínum við Powell að tryggja að lágmarks- varnir séu fyrir hendi í landinu og óvissunni gagnvart framtíðinni verði þar með eytt, þ.e.a.s. menn ræði um stöðuna til lengri tíma en ekki skamms tíma. Hugsanlegt að úrslit kosninganna hafi áhrif Aðspurður hvort það muni hafi áhrif á viðræðurnar um varnarmál- in ef John Kerry sigrar Bush í for- setakosningunum segir Davíð að ekki sé hægt að útiloka slíkt. „En auðvitað vonar maður að milli stjórnvalda tveggja ríkja haldi það meginviðhorf sem hefur skinið í gegn þótt ekki hafi neitt verið undirritað eða handsalað í þeim efnum ennþá. Það má svo sem segja að það sé kannski öruggara ef núverandi forseti heldur velli. Ef það kemur nýr maður þarf hann auðvitað sinn tíma til þess að móta nýja stefnu og þá kemur vænt- anlega nýr utanríkisráðherra, nýr varnarmálaráðherra o.s.frv. Eins og bandaríska kerfið er þurfa allir að ganga í gegnum nýja maskínu, eiginlega, þannig að þá gæti það að minnsta kosti dregist. En ég þori ekki að öðru leyti að spá,“ segir ut- anríkisráðherra. Davíð Oddsson Colin Powell Davíð fer til fundar við Colin Powell Munu ræða varnarsamstarfið og framtíð þess að sögn ráðherra 21 ÁRS karlmaður sem framdi vopn- að rán í söluturni við Holtsgötu í Reykjavík í mars árið 2002 var í hér- aðsdómi dæmdur í 10 mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Málið upplýst- ist er hann gaf sig fram við afgreiðslukonuna sem var við störf þegar ránið var framið. Að sögn konunnar réðust menn- irnir inn í söluturninn með miklum látum, báðir með grímu fyrir andlit- inu. Hún hefði óskað eftir því að fara út en annar þeirra hefði þá tekið ut- an um hana og brugðið hnífi að hálsi hennar. Síðan hefði hann keyrt hana út í vegg og niður í gólf. Samverka- maður hans hrifsaði síðan 57.000 krónur úr peningakassa auk greiðslukortakvittana fyrir 16.000 kr. Aðspurð fyrir dómi sagðist konan þó ekki muna eftir því að hafa séð manninn halda hnífnum að hálsi hennar. Hún kvaðst þó hafa skynjað að maðurinn væri með hníf en hún ekki þorað að hreyfa höfuðið vegna ótta. Leituðu að sjoppu til að ræna Maðurinn játaði ránið en sagðist hvorki hafa borið hnífinn upp að hálsi konunnar né ýtt henni upp að vegg eða niður á gólf. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessu tímabili og umrætt kvöld hefði hann ekið um Vesturbæinn ásamt félaga sínum til að leita að sjoppu til að ræna. Þegar hann var hættur vímuefnaneyslu og kominn í meðferð hefði hann farið að leiða hugann til hennar og loks farið til hennar að biðjast afsökunar. Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ósannað að maðurinn hafi borið hnífinn upp að hálsi konunnar og ýtt henni niður. Sannað þótti að hann hefði framið ránið. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess að hann var 18 ára þegar brotið var framið og að málið upplýstist eftir að hann gaf sig fram. Þá hefði hann bætt ráð sitt að undanförnu, farið í vímuefnameðferð og verið í vinnu í um eitt ár. Þótti hæfilegt að dæma hann í 10 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára og að auki að greiða sakarkostnað, endurgreiða ránsfenginn og greiða afgreiðslu- konunni 200.000 kr. í miskabætur. Arnfríður Einarsdóttir kvað upp dóminn en Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari flutti málið og Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. til varnar. Ræninginn gaf sig fram við af- greiðslukonuna SÓLSKINSSTUNDIR voru umfram meðallag í Reykjavík í október en undir meðallagi á Akureyri. Þar var úrkoma 50% umfram meðaltal en úrkoman var í minna lagi í Reykjavík. Tíð var nokkuð um- hleypingasöm í október, m.a. gerði tvö snörp norðanáhlaup. Í báðum tilvikum urðu skaðar á landi. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstof- unnar um tíðarfar í október. Meðalhiti í Reykjavík var 4,3 stig og er það 0,1 stigi neðan meðallags og kaldasti október frá 1998. Á Ak- ureyri var meðalhitinn 3,3 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 110 og er það 27 stundum umfram meðallag. Á Akureyri var sólarlítið, þar mældust sólskins- stundirnar 36 og er það 16 stundum minna en í meðalári. Sól fyrir sunnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.