Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GERT var ráð fyrir því í gær að allt
að 125 milljónir manna myndu greiða
atkvæði í forsetakosningunum í
Bandaríkjun-
um í gær, hlut-
fallslega mun
fleiri en í kosn-
ingum síðustu
áratugina.
Víða voru langar biðraðir við kjör-
staði þegar í gærmorgun og milljónir
manna hafa greitt utan kjörstaða síð-
ustu vikurnar, að sögn AP-fréttastof-
unnar. Einnig hafa óvenju margir
sem ekki hafa fyrr tekið þátt í kosn-
ingum látið setja sig á kjörskrá. Alls
höfðu um 156 milljónir manna kosn-
ingarétt að þessu sinni.
Auk þess að kjósa um forsetaemb-
ættið eru allir 435 þingmenn fulltrúa-
deildarinnar í kjöri, einnig 34 af alls
100 öldungadeildarþingmönnum og
11 ríkisstjórar. Þjóðaratkvæða-
greiðsla er einnig víða um ýmis sér-
mál. Um milljón sjálfboðaliða úr
hvorum flokki kepptist í gær við að
hvetja fólk til að fara á kjörstað. Og
ekki verða George W. Bush forseti og
John Kerry, frambjóðandi demó-
krata, heldur sakaðir um sinnuleysi.
Hinn fyrrnefndi greiddi atkvæði í
Crawford-þorpi í Texas í gærmorgun
að sögn fréttavefjar BBC en hélt síð-
an til Washington með viðkomu í Ohio
þar sem hann braut gamla hefð.
„Þetta eru sögulegir tímar. Öryggi og
hagsæld Bandaríkjanna í framtíðinni
eru á kjörseðlinum,“ sagði Bush á
fundi í Albuquerque í Nýju Mexíkó á
mánudagskvöld.
Forsetaefni vestra hafa lengi
sleppt því að reka áróður á sjálfum
kjördeginum en nú ákvað Bush að svo
mikið væri í húfi að rétt væri að eggja
stuðningsmenn sína í Ohio á loka-
sprettinum með því að sýna sig þar á
kjördag. Ríkið er eitt af hinum mik-
ilvægu „óvissuríkjum“, kannanir hafa
m.a. gefið til kynna að munurinn á
Bush og Kerry í Ohio, Flórída og
Pennsylvaníu sé afar lítill. Þessi ríki
eru öll með marga kjörmenn og geta
því ráðið úrslitum en alls þarf 270
kjörmenn til að vinna. Og í þeim eins
og í flestum sambandsríkjunum 50
fær sá sem hlýtur flest atkvæðin alla
kjörmennina.
Kerry að fram á síðustu stundu
John Kerry hélt mikinn fund í
Cleveland í Ohio á mánudagskvöld.
„Látið orkuna frá þessum stað fleyta
ykkur áfram, fáið fólk til að mæta á
kjörstað og hjálpa til við að breyta
stefnunni,“ sagði hann. Kerry braut
eins og Bush hefðina í gær, hann fór
til La Crosse í Wisconsin-ríki þar sem
kannanir hafa sýnt að baráttan sé
hörð. Tók Kerry þar þátt í starfi
stuðningsmanna sem hvöttu almenn-
ing til að láta skrá sig á kjörskrá og
fara síðan að kjósa. En síðan hugðist
hann fara til heimaríkis síns,
Massachusetts, og greiða atkvæði í
Boston. Um kvöldið ætlaði Kerry að
halda nokkra fréttamannafundi, eink-
um með það að markmiði að höfða til
kjósenda í ákveðnum óvissuríkjum.
Óttast er að til langvarandi deilna
og málaferla geti komið eins og árið
2000, einkum ef litlu munar. Ekki síst
óttast menn að til vandræða geti
komið þar sem notaðir eru snertiskjá-
ir á kjörstöðum, eins og í Flórída og
mörgum öðrum ríkjum. Komi upp
vafi er ekki hægt að endurtelja vegna
þess að ekki er um neinn pappír að
ræða. Herskari lögfræðinga bíður nú
reiðubúinn í bækistöðvum beggja
flokka og þykir víst að þeir sem tapi
muni einskis svífast til að reyna að
bera brigður á niðurstöðurnar.
Demókratar hafa verið afar dug-
legir við að fá fólk sem ekki hefur áð-
ur neytt atkvæðisréttar síns til að láta
setja sig á kjörskrá. En repúblikanar
fullyrða að í mörgum tilfellum hafi
verið beitt brögðum og fólk sem ekki
eigi að hafa atkvæðisrétt hafi fengið
að skrá sig, þ.á m. erlent verkafólk.
Hafi einnig verið beitt hreinræktuð-
um fölsunum, fólk með atkvæðisrétt
búið til á pappírnum.
Svo mikil er harkan og tortryggnin
að repúblikanar kröfðust þess að fá
að senda þúsundir manna á kjörstaði í
Ohio til að fylgjast með og kanna
hvort kjósendur væru löglegir. Fór
svo að alríkisdómari heimilaði slíkt
eftirlit á síðustu stundu en fréttir í
gærdag hermdu að til úlfúðar hefði
komið vegna málsins. Demókratar
sökuðu repúblikana um að ætla að
nota eftirlitsmenn á kjörstöðum í
Ohio til að hræða suma kjósendur,
ekki síst blökkumenn, frá því að
kjósa.
Farsímar rugla spárnar
Kannanir á landsvísu síðustu dag-
ana hafa gefið til kynna að keppinaut-
arnir tveir séu með nánast sama fylgi,
munurinn er innan skekkjumarka.
Einnig gefa þær til kynna að aðeins
3–4% líklegra kjósenda hafi ekki gert
upp hug sinn, muni gera það fyrst í
kjörklefanum. En bent er á að millj-
ónir ungra kjósenda séu nú ekki með
fastlínusíma, aðeins farsíma, og þetta
fólk og skoðanir þess komi því að
jafnaði ekki fram í úrtakinu sem not-
að sé, sagði í grein AFP-fréttastof-
unnar.
Einnig er óvíst hvernig nýir kjós-
endur, sem nú eru óvenju margir,
muni verja atkvæði sínu og jafnvel
hvort þeir muni yfirleitt mæta á kjör-
stað. Þess bera að gæta að þriðjudag-
urinn var venjulegur vinnudagur og
dæmi eru um að fólk heykist á því að
taka sér frí úr vinnu til að kjósa.
Þessi atriði og fleiri hafa gert að
verkum að flestir sérfræðingar í
kosningaspám hafa veigrað sér við að
segja fyrir um úrslitin. Sumir hafa
jafnvel gerst svo djarfir að segja að
ekkert sé að marka niðurstöður kann-
ana; svo geti vel farið að annaðhvort
Bush eða Kerry vinni öruggan sigur.
AP
George W. Bush ræðir við kjósanda í síma. Hann kom í gær við á kosn-
ingaskrifstofu repúblikana í Columbus í Ohio á leiðinni til Washington.
AP
John Kerry heilsar upp á stuðningsmenn sína á flugvellinum í borginni La Crosse í Wisconsin í gærmorgun.
Biðraðir
við marga
kjörstaði
Bush og Kerry börðust áfram á kjördag
’Demókratar sökuðurepúblikana um að ætla
að nota eftirlitsmenn á
kjörstöðum í Ohio til að
hræða suma kjósendur,
ekki síst blökkumenn,
frá því að kjósa.‘
TVÖ lítil þorp í New Hampshire
njóta ávallt þess heiðurs að þaðan
koma fyrstu tölurnar í forsetakosn-
ingunum og það löngu áður en
kosningum er lokið vestast í land-
inu.
Að venju höfðu repúblikanar sig-
ur að þessu sinni í Dixville Notch,
George W. Bush hlaut í gær 19 at-
kvæði en keppinautur hans, John
Kerry, var með sjö atkvæði. Sigur
Bush var þó talsvert minni en árið
2000. Hann sigraði naumlega í hinu
þorpinu, Hart’s Location, fékk 16
atkvæði en Kerry 14, neyt-
endafrömuðurinn Ralph Nader
fékk eitt atkvæði.
Síðustu tölur berast ávallt frá
vestasta hluta landsins vegna tíma-
munarins. Er kosið var árið 2000
var enn verið að greiða atkvæði í
Kaliforníu og var gagnrýnt að spár
sjónvarpsstöðvanna hefðu haft bein
áhrif. Þegar ein þeirra var of fljót á
sér og spáði Al Gore sigri munu ein-
hverjir hafa hætt við að fara á kjör-
stað, a.m.k. fullyrtu repúblikanar
það.
Margir töldu að sjónvarpsstöðv-
arnar myndu sýna mikla varkárni í
spám sínum á talningarnótt að
þessu sinni vegna þess hve litlu
munaði í mörgum ríkjum fyrir fjór-
um árum.
Yfirburðir Bush í Dixville Notch
RÆNINGJAR Margaret Hass-
an, yfirmanns deildar alþjóð-
legu hjálparsamtakanna CARE
í Írak, hóta nú að framselja hana
innan tveggja sólarhringa hópi
sem tengist al-Qaeda-samtök-
unum ef breska stjórnin dragi
ekki herlið sitt frá landinu.
Kom þetta fram á myndbandi
sem arabíska sjónvarpsstöðin
Al-Jazeera birti í gær. Stöðin
birti myndbandið án hljóðs og
sagðist ekki vilja birta það allt
vegna „ástands gíslsins“.
Hassan er 59 ára gömul,
breskur og íraskur borgari.
Hún er írsk að uppruna en gift
Íraka og hefur búið í landinu í
þrjá áratugi. Henni var rænt í
Bagdad í liðnum mánuði en ekki
er vitað hverjir voru þar að
verki. Hópurinn hótaði í gær að
láta hana í hendur samtökum
Jórdanans Abu Musabs
al-Zarqawis sem tengist al-
Qaeda.
Hóta að
framselja
Hassan
Bagdad. AP, AFP.
HOLLENSKI kvikmyndagerðar-
maðurinn Theo van Gogh, sem gerði
nýlega umdeilda mynd um íslam, var
skotinn og stunginn til bana í Amst-
erdam í gær. Morðinginn, 26 ára mað-
ur, var handtekinn eftir að hafa særst
í skotbardaga við lögreglumenn.
Mynd van Gogh, „Auðmýkt“, sem
fjallaði um íslam og konur, vakti
mikla gremju meðal múslíma í Hol-
landi þegar hún var sýnd í sjónvarpi í
ágúst. Myndin fjallar um konu sem
var neydd til að giftast manni er beitti
hana ofbeldi. Ættingi hennar nauðg-
aði henni og var henni síðan refsað
grimmilega. Í myndinni var konan
stundum í gegnsærri skikkju og í einu
atriðanna sáust vers úr Kóraninum
sem máluð voru á líkama hennar.
Handrit myndarinnar skrifaði hol-
lenska þingkonan Ayaan Hirsi Ali,
sem fæddist í Sómalíu. Hún afneitaði
íslamskri trú sinni og hefur oft gagn-
rýnt múslíma í Hollandi fyrir að halda
í íslamskar hefðir og samlagast ekki
hollenska samfélaginu.
Eftir að myndin var sýnd bárust
van Gogh og Ali morðhótanir og lög-
reglan gerði ráðstafanir til að vernda
þau. Lögreglumenn voru á verði við
heimili van Goghs fyrstu dagana eftir
að myndin var sýnd en öryggisgæsl-
unni var hætt vegna þess að ekki
komu fram skýrar vísbendingar um
að reynt yrði að ráða hann af dögum,
að sögn hollenskra yfirvalda í gær.
Líkt við morðið á Fortuyn
Van Gogh var á reiðhjóli á götu í
Amsterdam þegar ráðist var á hann.
Lögreglan sagði að hann hefði verið
skotinn og stunginn til bana. Árásar-
maðurinn skildi eftir miða á líkinu en
ekki var skýrt frá því hvað stóð á hon-
um.
Lögreglan sagði að maðurinn sem
var handtekinn hefði verið með rík-
isborgararétt í Hollandi og Marokkó.
Hann særðist á fæti í skotbardaga við
lögreglumenn þegar hann reyndi að
flýja. Hann var fluttur á sjúkrahús
áður en hann var yfirheyrður. Lög-
reglumaður særðist einnig í skotbar-
daganum.
Hollenskir stjórnmálamenn for-
dæmdu morðið og líktu því við morðið
á hollenska stjórnmálamanninum
Pim Fortuyn sem var skotinn til bana
skömmu fyrir kosningar í maí 2002.
Báðir voru þeir mjög umdeildir vegna
skoðana sinna, Fortuyn vegna þess að
hann barðist fyrir því að straumur
innflytjenda, einkum frá Marokkó og
Tyrklandi, yrði stöðvaður.
Jan Peter Balkenende, forsætis-
ráðherra Hollands, lýsti van Gogh
sem „málsvara málfrelsisins“. „Van
Gogh var maður sem leyndi ekki
skoðunum sínum og eignaðist þess
vegna óvini. Það væri óviðunandi ef
skoðanaágreiningur leiddi til þessa
grimmilega morðs.“ Samtök Mar-
okkómanna fordæmdu morðið og
sögðu það líklegt til að skaða hol-
lenska múslíma.
Van Gogh var 47 ára og sagður son-
arsonarsonur Theos, bróður hol-
lenska listmálarans Vincents van
Goghs. Auk kvikmyndagerðarinnar
hafði Theo van Gogh skrifað greinar
um íslam sem birtar voru í hollenska
dagblaðinu Metro og á vefsetri hans.
Hann lauk nýlega við kvikmynd um
morðið á Fortuyn.
Reuters
Theo van Gogh
Umdeildur kvikmynda-
gerðarmaður myrtur
Mynd hans um
íslam og konur
vakti reiði músl-
íma í Hollandi
Amsterdam. AFP, AP.