Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES
!" #
$ #
$ %
&
! ' '
$ $(
"
)* "
( "+
! $
,$(
" - !.
Njarðvík | Fimm félagar í Sjálf-
stæðisfélaginu Njarðvíkingi voru
heiðraðir í 50 ára afmælishófi fé-
lagsins sl. föstudag. Fjórir heið-
ursfélaganna hafa gegnt for-
mennsku í Njarðvíkingi, þeir
Ásbjörn Guðmundsson, Kristbjörn
Albertsson, Guðjón Ómar Hauksson
og Ingólfur Bárðarson, núverandi
formaður. Þá var eiginkona Ing-
ólfs, Halldóra Jóna Guðmunds-
dóttir, heiðruð en hún hefur verið
umsjónarmaður félagsheimilis
Njarðvíkings á undanförnum árum.
Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur
er með elstu sjálfstæðisfélögum
landsins en það var stofnað í kjölfar
stórsigurs sjálfstæðismanna í sveit-
arstjórnarkosningunum árið 1954.
Sjálfstæðismenn í Njarðvík fengu
þá 3 fulltrúa kjörna af 5 og aðeins
munaði einu atkvæði að þeir kæmu
fjórða manninum að. „Þannig var
að kommúnistar héldu kosn-
ingaskrifstofu sinni opinni fram yf-
ir miðnætti og kaus þá piltur sem
átti afmæli daginn eftir kjördag.
Vegna mistaka kjörnefndar var at-
kvæðið tekið gilt og þar með misst-
um við fjórða manninn,“ sagði Áki
Gränz, gjaldkeri Njarðvíkings til 33
ára, í afmælisblaði félagsins og um-
mælin vöktu mikla kátínu í afmæl-
ishófinu í meðförum Árna Sigfús-
sonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar,
sem stýrði veisluhöldum.
Að öllu gamni slepptu þá hefur
Njarðvíkingur komið miklu til leið-
ar á þeim 50 árum sem það hefur
starfað. Geir Haarde fjár-
málaráðherra sem var sérstakur
gestur nefndi í ræðu sinni að félag-
ið hafi alla tíð verið mjög öflugt.
Geir nefndi einnig að það væri
mjög sérstakt hversu félagið hefði
starfað lengi í ljósi þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri ekki nema
75 ára gamall.
50 ára afmælishóf Njarðvíkings
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Afmælishóf Áki Gränz í hópi afmælisgesta. F.v. Geir Haarde fjármála-
ráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir, Ingólfur Bárðarson, núverandi formað-
ur Njarðvíkings, Árni Ingi Stefánsson og Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Fimm félagar heiðraðirVesturlandsvegur | Húsasmiðjanáformar að opna nýja verslun við
Vínlandsleið 1 (við Vesturlands-
veg) næsta vor sem jafnframt
verður stærsta byggingarvöru-
verslun landsins undir einu þaki,
að sögn forsvarsmanna fyrirtæk-
isins.
Verslunarvara og timbur
„Þarna verðum við bæði með
verslunarvöru og timbur, allt undir
einu þaki og það sem meira er –
þetta er í fyrsta sinn sem öll vara
er innanhúss,“ segir Ólafur Þór
Júlíusson, framkvæmdastjóri
þungavörusviðs Húsasmiðjunnar.
Verslunin verður í stálgrind-
arhúsi, á einni hæð og er gólfflötur
hennar 7.300 fermetrar. Jarðvinna
er langt á veg komin og er vinna
við bygginguna sjálfa rétt að hefj-
ast. Jarðvinna er í höndum Heimis
og Þorgeirs ehf. en aðalverktaki
hússins er ÞG-verktakar. Í versl-
uninni munu starfa um 35–40
manns sem verður sú nítjánda í
verður verslun Húsasmiðjunnar í
Grafarvogi lokað og munu allir
starfsmenn hennar flytjast yfir í
nýju verslunina, að sögn Ólafs
Þórs. Þá verður Blómaval með
verslun í húsinu en Blómaval er í
100% eigu Húsasmiðjunnar.
Fleiri fyrirtæki opna
á sömu slóðum
Verslun og þjónusta er óðum að
rísa á sömu slóðum og Húsasmiðj-
an opnar verslun. Verslun Nóatúns
er gegnt nýju Húsasmiðjunni og
þá er áformað að opna þar einnig
skemmtistaðinn Gullhamra.
Að sögn Ólafs Þórs eru for-
svarsmenn Húsasmiðjunnar bjart-
sýnir á rekstur stórrar bygging-
arvöruverslunar á þessum slóðum
enda mikil uppbygging í Grafar-
holti og fram undan mikil upp-
bygging í Úlfarsfelli.
„Síðan er borgin að tengjast
Mosfellsbænum þannig að við lít-
um mjög björtum augum á þetta
nýja svæði,“ segir hann.
röðinni undir merkjum Húsasmiðj-
unnar. Samhliða opnuninni í vor
Stærsta byggingarvöruverslun landsins undir einu þaki
„Lítum björtum augum
á þetta nýja svæði“
7.300 fermetrar á einni hæð. Svona lítur byggingin út samkvæmt teikningu.
Kristján Ágústsson, starfsmaður í
timbursölu, tók skóflustunguna.
Árni Hauksson forstjóri og Hall-
björn Karlsson, framkvæmdastjóri
verslunarsviðs, fylgjast með.