Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 19 DAGLEGT LÍF KRISTILEGUR LESTUR OG RAÐGJÖF Lestur símleiðis Sr. Lenny afhjúpar allt Are you unhappy with your marriage, separeted from loved ones, problems with luck, marriage, examinations, job, immigration, evil spirit or any other problems? Leading Spiritual Medium and Psychic Healer from Trinidad who has helped thousands of people all over the world. In the past 20 years help and advise you with the combination of Psychic and Occult Art 001 888 807 4698 - 001 561 248 9974 Sr. Lenny Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Ný sending af glæsilegum samkvæmiskj ólum í öllum stærðu m. Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- skrifstofuvélin sem uppfyllir ýtrustu kröfur nútímans NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is María Sjöfn Dupuis Dav-íðsdóttir lauk nýlegatveggja ára masters-námi í hönnun frá Domus Academy í Mílanó eftir að hafa lokið fjögurra ára BA-námi í listhönnun í Madríd á Spáni. „Námið heitir iðnhönnun en ég nefni það listhönnun sem ég er að fást við,“ segir María Sjöfn. „Það er betri skilgreining á því sem ég er að vinna við, svona á jaðri iðn- og listhönnunar eins og verkin bera með sér. Ég hef mjög gaman af að leika mér á þessum jaðri og ætlaði alltaf að fara inn á þessa braut lista og hönnunar. Var reyndar að hugsa um að fara í arkitektúr en í list- hönnun gat ég sameinað þetta allt.“ María Sjöfn tók þátt í sýningum á vegum skólanna á meðan hún var við nám og í sumar tók hún þátt í stórri heimssýningu á hönnun í Mílanó, þar sem ungum hönnuðum var boðið að sýna húsgögn. „Sýn- ingarsvæðið sem eingöngu var ætl- að völdum ungum hönnuðum var á stærð við Laugardalshöllina,“ seg- ir hún. „Þarna sýndi ég sófa, „sessalon“, eða réttara sagt „sniglasessalon“ sem má teygja og móta að vild og „rolllongue“-bekk, sem má rugga. Við vorum fjórar vinkonur saman með sýningarbás en hver með sína hönnunina og var okkar getið í umfjöllun í tveimur ítölskum tímaritum í kjölfar sýn- ingarinnar, þar á meðal í tímarit- inu Interne.“ Listaverk úr ull María Sjöfn var einnig í hópi níu ungra hönnuða, víðsvegar að úr heiminum, sem fengnir voru til að hanna húsgagn sem kæmist fyrir í kassa. „Ég var beðin að hafa það eitt- hvað íslenskt og ákvað að taka fyr- ir ullina og reyna að nálgast hana á þrívíðan hátt,“ segir hún. „Ég þæfði hana og bjó til hálfgert lista- verk, langan orm með þæfðum öngum, sem hægt er að sitja á eða vefja um hálsinn. Verkið hefur ver- ið á sýningu í New York sem styrkt var af tískufyrirtækinu Diesel og haldin í Diesel Skylab, galleríi í eigu fyrirtækisns. Ég vinn hjá VA-arkitektum og hef gert á sumrin með námi og þeir styrktu mig til fararinnar. Þetta verk fékk einnig umfjöllun í blöð- um í New York.“ Snigla- og rólonbekkirnir sem María Sjöfn hannaði fyrir sýn- inguna í Mílano eru framleiddir eftir pöntun hjá Bólstraranum og Sóló-húsgögnum, sem framleiddu frumgerðina, en þessa stundina eru þeir til sölu í galleríi í Róm.  HÖNNUN | Húsgögn sem vakið hafa athygli bæði í Mílanó og New York Stóll sem vefja má um hálsinn www.mariadupuis.com www.city-magazine.com Bekkur: Ruggandi bekkur. Morgunblaðið/Kristinn Lopi: Stóll úr þæfðum lopa sem móta má að vild. Sófi: Snail- longe, sófi sem móta má að vild. Nýstárlegt: María Sjöfn Dupuis Davíðs- dóttir, með ullina um hálsinn. Morgunblaðið/Kristinn Ég þæfði ullina og bjó til langan orm með þæfð- um öngum, sem hægt er að sitja á eða vefja um hálsinn MENNTUN foreldra hefur áhrif á löngun barnanna til frekara náms, að því er sænsk könnun meðal ungs fólks á aldrinum 15–25 ára gefur til kynna. Könnunin er gerð á hverju ári og er þar spurt um áhuga og gildismat unga fólksins, fjölmiðla og auglýsingar, nám, áfengisneyslu og fleira. Fjögur þúsund manns tóku þátt í könnun- inni í ár. Í Dagens Nyheter kemur fram að fjöldi þeirra sem eiga háskóla- menntaða foreldra og ætla sjálfir í háskólanám er tvöfaldur á við þá sem eiga foreldra sem ekki eiga háskólamenntun að baki. Rúmt 41% þeirra sem eiga báða foreldra háskólamenntaða, ætla sjálf í frek- ara nám eftir menntaskóla en 22% þeirra sem eiga foreldra sem ekki eru háskólamenntaðir. Fyrri hóp- urinn nefnir ástæður eins og: „Ég fæ frekar áhugavert starf“ eða „Það er gaman að upplifa háskóla- lífið“. Seinni hópurinn ætlar í frekara nám af ástæðum eins og: „Ég get fengið hærri laun…“ eða „Það er erfitt að fá vinnu og þá get ég al- veg eins haldið áfram námi…“ 80% telja að þau eigi erfiðara með að fá vinnu ef þau halda ekki áfram námi eftir menntaskóla. Menntun foreldra örvar börnin til náms  KÖNNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.