Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á NÆSTU dögum mun sam-
viska okkar kennara og annarra
þurfa að svara ýmsum spurn-
ingum. Við kennarar þurfum að
svara spurningum sem munu
hljóða svona: Getum við sent
börnin aftur heim með því að
leggja niður kennslu á ný? Er
ekki nóg komið? Er
miðlunartillaga rík-
issáttasemjara ekki
ágæt kjarabót til
kennara?
Mitt svar er: Sem
kennara er mér gróf-
lega misboðið með
þessari miðl-
unartillögu. Þeir sem
munu samþykkja
hana ættu að spyrja
sig hver hafi verið
tilgangurinn með
verkfallinu. Var það
ekki til þess að sækja
leiðréttingu á launum? Þessi
miðlunartillaga er móðgun ásamt
því að vera hreint og beint grín.
Fyrst og fremst er hún það léleg
að hún heldur með naumindum í
verðlagsþróun í landinu. Í henni
eru hækkanir í prósentutölum
sem eru nú þegar inni í okkar
launum eins og launaflokkar úr
potti skólastjóra. Peningar sem
nú þegar eru hjá okkur, er það
allt í einu orðin hækkun? Einnig
er sett inn að fyrsta hækkun
skuli taka gildi frá 1. október!
Kennarar vaknið ! Við vorum ekki
í vinnu í október, við erum ekki
að fá neinar kjarabætur greiddar
afturvirkt. Að lokum rúsínan í
pylsuendanum, þá er prósentu-
hækkun í samningum sem tekur
gildi eftir að samningurinn er út-
runninn. Hvers konar vinnubrögð
eru þetta á miðlunartillögu?
Ef við samþykkjum þessa miðl-
unartillögu þurfum við að hafa
það á samvisku okkar að við og
komandi kynslóðir kennara munu
ávallt vera undirmálsstærð í
launakjörum. Við munum ekki
fara í verkfall aftur eftir þrjú ár,
eða er það eitthvað sem við vilj-
um? Erum við ekki búin að
skerða laun okkar nóg með þessu
verkfalli? Þurfum við virkilega að
fara aftur í sex vikna verkfall til
þess að kaupmáttur launa okkar
rýrni ekki í næstu samningum?
Þær blikur virðast vera á lofti
að hæstvirtur menntamálaráð-
herra ætli að afnema verkfallsrétt
kennara og koma í veg fyrir að
við getum mótmælt kjörum okk-
ar. Ég spyr, hvar stöndum við
þá?
Hvar er samviska samninga-
nefndar okkar, af hverju tóku
þeir ekki afstöðu gegn þessari til-
lögu? Með því að fá börnin aftur
út í skólana, mun al-
menningsálitið snúast
gegn okkur. Þá verð-
ur reynt að höfða til
samvisku okkar um
það að vera ekki að
níðast á þeim sem
eiga það ekki skilið.
Börnum þessa lands.
Hafið því hugfast
kennarar, að við er-
um líka foreldrar. Við
viljum fá og eigum
rétt á menntun fyrir
okkar börn.
Hverjir eru það svo
sem ættu að vera að svara þess-
um samviskuspurningum? Af
hverju þurfti að grípa til verk-
falls? Af hverju var ekki strax
farið að vinna í samningamálum
kennara þegar samningur þeirra
rann út í vor? Var þetta ávallt
stefna sveitarfélaga og ríkis? Var
virkilega enginn vilji til að semja?
Það er okkar fólk sem við höfum
kosið til starfa bæði í sveit-
arstjórnir og ríkisstjórn sem þarf
að svara þessu. Ljóst er að meira
fjármagn þarf að koma frá ríkinu.
Sveitarfélögin virðast ekki vilja
semja og ætla að nota okkur sem
blóraböggul til að fá meira fjár-
magn inn í hítina. Víst er að sum
sveitarfélög hafa ekki það fjár-
magn sem til þarf til að standa
undir rekstri skólanna, og þau
ættu þá sannarlega að fá meiri
peninga. Annaðhvort frá ríkinu
eða Jöfnunarsjóði. Á meðan eru
sum sveitarfélög sem eiga nægan
pening í ýmiss konar óþarfa. En
eru svo í samkrulli um það að
segjast ekki eiga peninga til að
setja út í grunnskólana. Hvaða
þvæla er í gangi? Þegar almenn-
ingur þarf að spara þá byrjar
hann á því að sleppa óþarfanum,
er það ekki? Á þessum sex vikum
sem við höfum verið í verkfalli
hafa sveitarfélögin sparað stórfé
og geta núna boðið þessa „launa-
hækkun“ án þess að finna fyrir
því. Forsvarsmenn sveitarfélag-
anna hafa reynt að lengja þetta
sem allra mest til að spara pening
til að eiga fyrir auknum „út-
gjöldum“ en jafnframt eru þau að
bíða eftir útspili ríkisins sem
virðist ekki ætla að setja neitt
meira inn í grunnskólana.
Í fjölmiðlunum koma fram
„gosar“ sem skortir athygli. Þeir
eru með staðhæfingar um að
hægt sé að borga upphæð sem
nemi 300.000–315.000 í laun til
kennara. Í staðinn eigi kennarar
loksins að fara að vinna eins og
annað fólk þ.e. 8–5 . Vita þessir
herrar ekki hver vinnurammi
kennara er samkvæmt síðustu
kjarasamningum við sveit-
arfélögin. Mín reynsla er sú að
meirihluti kennara vinnur vel út
fyrir þennan vinnuramma í skól-
anum ásamt mikilli vinnu sem
þeir vinna heima. Þeir segjast
eiga peninginn og því ætti ekki að
vera neitt mál að verða við okkar
kröfum. Kröfurnar voru nú ein-
göngu 250.000- í byrjunarlaun í
lok samningstímans. Þetta verfall
hlýtur því að vera byggt á mis-
skilningi!
Hvers konar þjóð og stjórn-
völdum er sama um menntun
barna sinna. Eigum við ekki bara
að hætta að standa í því að fá há-
skólamenntaða kennara sem vilja
fá alltof há laun fyrir kennsluna.
Fáum þess í stað ódýrt vinnuafl
frá öðrum þjóðum til að „passa“
börnin líkt og Spaugstofumenn
gripu til í sínum þætti sl. laug-
ardag.
Með þessum lokaorðum hvet ég
kennara í landinu til að standa
saman og láta ekki bjóða sér því-
líka vitleysu sem þessi miðl-
unartillaga er. Höldum áfram að
berjast fyrir bættum kjörum með
enn meiri samhug og samstöðu.
Virðingarfyllst !
Samviskuspurningar!
Steindór Gunnarsson spyr
kennara samviskuspurninga ’Fáum þess í stað ódýrtvinnuafl frá öðrum þjóð-
um til að „passa“ börnin
líkt og Spaugstofumenn
gripu til í sínum þætti sl.
laugardag.‘
Steindór Gunnarsson
Höfundur er grunnskóla-
kennari við Njarðvíkurskóla.
Í FRÉTTUM mátti lesa og
heyra „hér hvílir Jóna Jóns“ og
var tengingin við heimilisofbeldi.
Jón Jónsson er mjög oft notað sem
nafn þegar draga þarf eitthvað
fram í dagsljósið, skýra hluti eða
koma einhverju á framfæri „al-
menningi til heilla“. Sá sem þessar
línur ritar ber hið ágæta nafn Jón
en fyrir einhverja Guðsmildi hét
faðir minn Sigurður. Þegar und-
irritaður var að alast upp þá var
haft á orði að sá sem bæri nafnið
Jón og ætti Jón að föður gæti allt
eins heitið „Hundur Hundsson“.
Þegar ég Jón Sigurðsson sé þessa
tengingu við mitt ágæta nafn við
heimilisofbeldi, já eða hvað sem er,
efast ég lítillega. Hvers vegna
þessi tenging við Jón eða Jónu?
Beitið ekki okkur sem berum þetta
fallega nafn fyrir ykkur þegar í
harðbakkann slær. Ofbeldi í hvaða
mynd sem hún birtist á aldrei rétt
á sér. Jónur og Jónar, sameinumst
gegn misnotkun okkar fallega
nafns, stöndum saman gegn of-
beldi en sameinumst í því að finna
sökudólginn og gefa honum nafn.
Jón Sigurðsson
Hér hvílir ábyrgð
– ekki Jóna Jóns
Höfundur er héraðsráðunautur á
Blönduósi.
ÖLDUM saman var meginhluti
jarða í eigu fárra stóreignamanna,
kóngsins og biskupsstólanna.
Frumkvöðlar sjálf-
stæðisbaráttunnar á
nítjándu öld töldu
brýnt fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar og fram-
farir í landbúnaði að
bændur ættu jarð-
irnar, sjálfseign-
arbóndinn var í lyk-
ilhlutverki. „Það var
leiðin út úr torfkof-
unum.“
Með svokölluðum
ábúðarlögum hefur
þessari stefnu verið
fylgt eftir þannig að
þeir sem höfðu jarðirnar á leigu
fengu lífstíðarábúðarrétt, sem
setti þá nánast að fullu upp að
hlið sjálfseignarbóndans. Fjöl-
skyldubúin voru grunneining í
landbúnaði. Þetta hefur reynst
þjóðinni farsælt og um þessa
stefnu hefur ríkt sátt til þessa.
Stuðningur hins opinbera við
landbúnað hefur annars vegar
miðast við að bæta náttúruleg
gæði landsins til framtíðar og hins
vegar að tryggja neytendum holla
og góða vöru á hagstæðu verði.
Með dreifðri búsetu skapast
forsendur fyrir því að gæði lands-
ins séu vernduð og nýtt á sjálf-
bæran hátt. Þessi stefna krefst
búsetumynsturs þar sem bænd-
urnir, landeigendurnir, sitja jarð-
irnar og mynda samfélag þar sem
hver styður annan.
Ekki aðeins hin nátt-
úrulegu gæði eru
auðlind heldur einnig
samfélagið og gerð
þess.
Sérlög um land-
búnað þurfa fyrst og
fremst að lúta að
hagsmunum byggð-
anna og varanleika
náttúruauðlindanna
ásamt framleiðslu
gæðavöru og þjón-
ustu. Hlutur löggjaf-
ans er að skapa þeim
sem vilja búa í sveit og stunda þar
sinn atvinnuveg fullnægjandi
starfsumgjörð. Réttur þeirra á að
hafa algjöran forgang og fyrir þá
eiga samtök bænda að berjast.
Þar eiga að fara saman hagsmunir
bændanna og þjóðarinnar til
skemmri og lengri tíma. Búvöru-
samningar ríkisins við bændur
hafa byggt á því að þessari grunn-
hugsun sé fylgt þannig að fram-
leiðslurétturinn sé ávallt í höndum
þeirra sem búa á jörðunum.
Síðastliðið vor voru gerðar
veigamiklar breytingar á jarðalög-
um og ábúðarlögum. Sumar voru
eðlilegar, en aðrar stuðluðu því
miður að því að veikja stöðu
sjálfseignarbóndans og fjöl-
skyldubúsins sem gunneiningar. Í
stað þess að skerpa forkaupsrétt
sveitarfélaga að jörðum var hann
afnuminn. Í stað þess að skil-
greina samfélagslegar kvaðir á
landeigendur var frjálsræði í ráð-
stöfun og meðferð lands aukið.
Réttur ábúenda á leigujörðum var
skertur verulega. Innlausn-
arréttur ábúanda gagnvart sam-
eigendum var afnuminn. Aðkoma
sveitarfélaganna að meðferð og
ráðstöfun lands til landbún-
aðarnota er skert verulega þvert
á meginmarkmið laganna.
Þessar breytingar voru flaust-
urslega unnar og flestar at-
hugasemdir samtaka bænda og
sveitarfélaga að engu hafðar.
Frekar hefði þurft að skýra og
styrkja samfélagskvaðir á þá sem
fara með forsjá lands og búvöru-
framleiðslu.
Nágrannaþjóðir okkar á Norð-
urlöndum leggja áherslu á að
verslun með land og landgæði hafi
sérstöðu. Öfugt við okkur eru í
löggjöf þeirra gerðar ákveðnar og
skilgreindar kröfur til landeig-
enda um búsetuskyldu og meðferð
auðlindarinnar.
„Inn í torfkofann“
Og nú vakna menn upp við vond-
an draum. Fjársterkir ein-
staklingar, félög og fyrirtæki
kaupa nú upp í stórum stíl fram-
leiðsluheimildir og bújarðir, jafn-
vel í fullum rekstri. Sjálfseign-
arbóndinn, fjölskyldubúið, er ekki
lengur grunneining, heldur rétt-
litlir leiguliðar stóreignamanna.
Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæð-
isflokksins, ræðir þetta í leiðara
sínum 23.okt.sl. og finnst þetta
góð þróun. Öðruvísi mér áður brá.
Í Ríkisútvarpinu 14. okt. sl. er
haft eftir Ólöfu Hallgrímsdóttur,
formanni félags kúabænda í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, að það sé aft-
urhvarf til fortíðar að bændur
verði leiguliðar auðmanna. Ein-
mitt í nágrenni hennar og í Eyja-
firði er hart sótt að samfélaginu
með uppkaupum bújarða. Er talið
að skipt geti nú þegar tugum
jarða í höndum sama lögaðila.
Vissulega hafa áður verið keyptar
jarðir sem fallið hafa úr ábúð. En
það hafa gjarnan verið jað-
arbyggðir og ekki um raðuppkaup
að ræða.
Beingreiðslum til bænda var
ætlað að tryggja búsetu, dreifða
byggð og heilnæma framleiðslu.
Fari fram sem horfir verða bein-
greiðslurnar notaðar til hins
gagnstæða, til að fjármagna
skipulögð uppkaup á bújörðum.
Forsendur núgildandi búvöru-
samninga bæði í mjólk og sauð-
fjárafurðum hljóta að vera í upp-
námi. Verð á framleiðsluheim-
ildum, áskrift að greiðslum úr
ríkissjóði rýkur upp úr öll valdi,
er nú komið yfir 300 kr. á mjólk-
urlítrann. Greiðslumark í sauðfé
er á sömu leið. Bóndinn á engin
tök á að kaupa framleiðsluheim-
ildir þessu verði. Neytendur geta
ekki greitt þetta háa kvótaverð.
Framleiðsluöryggið dvín. Heilu
byggðarlögin standa agndofa og
varnarlaus gagnvart því sem er að
gerast.
„Ég mun ekkert gera“
„Ég mun ekkert gera sem stöðvar
þessa þróun,“ sagði landbún-
aðarráðherra við umræðuna á
þingi þegar rætt var um raðupp-
kaup á jörðum. Þá féllust þeir í
faðma Pétur H. Blöndal alþing-
ismaður og Guðni Ágústsson land-
búnaðaráðherra. Nýfrjálshyggjan
lofaði framgöngu ráðherrans.
Einhverntíma hefðu bændur
talið það hættumerki. Ég tel að
svo sé enn og að þessa óheillaþró-
un verði að stöðva.
Sjálfseignarbóndi eða réttlaus leiguliði
Jón Bjarnason skrifar
um uppkaup á jörðum ’Heilu byggðarlöginstanda agndofa og varn-
arlaus gagnvart því sem
er að gerast.‘
Jón Bjarnason
Höfundur er alþingismaður
í Norðvesturkjördæmi.
R-LISTNN hefur samþykkt um-
talsverða hækkun á
gjaldskrá í heima-
þjónustu og á gjald-
skrám fyrir fæði, veit-
ingar og akstur í
félagsstarfi. Þar með
ræðst R-listinn enn á
ný á garðinn þar sem
hann er lægstur en
ljóst að það eru fyrst
og fremst aldraðir og
öryrkjar sem verða
fyrir barðinu á þess-
um hækkunum.
Miklar hækkanir
Hér eru engar smá
hækkanir á ferðinni.
Hver unnin stund í
heimaþjónustu á dag-
vinnutíma hækkar úr
350 kr. í 500 kr. og
þrátt fyrir að gert sé
ráð fyrir að fjölga
þeim sem undanþegnir eru gjald-
skyldu munu langflestir verða fyrir
barðinu á þessari hækkun. Fæði,
veitingar og akstur í félagsstarfi
fyrir lífeyrisþega, atvinnulausa og
þá sem njóta fjárhagsaðstoðar
hækkar einnig töluvert. Aksturinn
mun hækka um 47% og kaffi-
meðlæti frá 21% til
50%.
Orðagjálfur
Félagsþjónustan hefur
verið rekin með halla
og er gert að skera
niður um rúmlega 42
milljónir á árinu 2005.
Til að stoppa upp í
fjárhagsrammann
ákveður R-listinn að
sækja það fé sem á
vantar að verulegum
hluta til aldraðra og
öryrkja. R-listinn reyn-
ir að réttlæta hækk-
unina með orðagjálfi
en það breytir ekki
þeirri staðreynd að hér
er um auknar álögur á
öryrkja og aldraða að
ræða enda ætlunin að
sækja til þeirra um 20
milljónir króna.
Auknar álögur á
aldraða og öryrkja
Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrif-
ar um gjaldskrárhækkanir
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
’R-listinn reyn-ir að réttlæta
hækkunina með
orðagjálfri.‘
Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði.