Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 24

Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÞEGAR landbúnaðarráðherra lét þau orð falla á samkomu í kjördæmi sínu fyrr á árinu, að það væri mönnum hagkvæmara að hafa góðar hægðir til baksins en vit í hausnum, héldu menn að hann færi með gamanmál. Eftir síðasta upplok hans í alþingi um jarðabrask í landbúnaði leikur grunur á að hann hafi verið að tala í alvöru um eigin hagi. Greinarhöfundur hef- ir ekki þrek til að vitna mikið í manninn, þar sem hann fer með him- inskautum í rembu- ræðum sínum og hefir eftir „konu bak við eldavélina“ sem lík- ir landi voru við „ilmvatn ævintýra“. Eða að „kýr keppi ekki við það að sofa út á sunnudögum“. Þess vegna er „Ölf- usið of nærri þéttbýlinu og stórborg- inni“ svo gluggað sé í framhjáhlaupi í frásögn Morgunblaðsins 22.10. sl. af umræðunni í alþingi deginum áður. Ráðherrann dró ekki af sér í lýs- ingum á uppgangi í sveitum landsins. Hjá bændum væri allt blúndulagt. „Búgreinarnar fjárfesta og bændurnir byggja upp, stækka og styrkja bú sín.“ Hvað ætli sauðfjárbændur í landinu segi um þessa messu? Er kannski að því komið að þeir rifji upp fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkur hefir haft með höndum aðal forsjá hagsmuna- mála þeirra í hartnær heila öld? Ætli yrði ekki öðruvísi ilmur af þeirri upp- rifjun en angan af ævintýrum, sem leikur um nasir landbúnaðarráðherr- ans sem „finnur til í stormum samtíð- arinnar“. Efni umræðunnar í alþingi var raunar sú staðreynd að hið nýja auð- vald Íslands hefir hafið atrennu að uppkaupum á bújörðum landsins. Vald peninganna er að ná heljartökum á auðlindum þjóðarinnar til lands og sjávar undir stjórn og fyrir forgöngu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þjóðinni er lífs- nauðsyn að gera sér grein fyrir að for- ingjar þessara flokka þjóna í einu og öllu undir auðvaldið. Enda stendur ekki á málgögnum ríkisbubb- anna, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, að taka undir með auðvaldinu og þjónum þess. Þeir, sem sporna vilja við yfirgangi auðsins, eru taldir fara með „forneskjutaut á Al- þingi“ segir í Frétta- blaðinu. Morgunblaðið hefir ekkert við þessa þróun að athuga. Blaðinu dettur helzt í hug að rétt kynni að vera „að setja þak á það hlutfall framleiðslukvóta, sem ein- staklingar eða félög megi kaupa. Rétt eins og í sjávarútveginum þar sem þak var sett á kvótaeign einstakra fyr- irtækja“. Þá vita menn það. Auðvaldinu er eignuð sjávarauðlindin, þótt lög segi annað. Blaðið lætur þess ógetið að þakið í sjávarútveginum er ekki ris- hærra en svo, að 13 – þrettán – fyr- irtæki geta náð til sín öllum fiskikvót- anum. Auk þess predika þeir sem öllu ráða í skjóli auðs, að það þak verði fljótlega rifið af svo halda megi áfram að hagræða. Og arðræningjarnir mæna með von- arglýju í augum til þess tíma er þeir nái öllum undirtökum í auði fasta- landsins líka. Þar er eftir miklu að slægjast: Jarðhita, jarðefnum og lax- veiðiám. Þá verður kátt í hárri höll þegar þeir fara að selja aðgang að Mý- vatni og Þingvallavatni. Og Guðni Ágústsson fær embætti kúarektors í stórfjósi ríkisbubba. Kúarektor ríkisbubba Sverrir Hermannsson fjallar um landbúnaðarmál ’Guðni Ágústsson færembætti kúarektors í stórfjósi ríkisbubba.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Í MORGUNBLAÐINU í síðustu viku var grein þess efnis að Annie yrði sett upp hér á landi í fyrsta skipti. Það er einfaldlega ekki rétt því það var sett upp árið 2002 í Frumleikhúsinu í Keflavík, af Jazz- dansskóla Emilíu sem hefur starfað í Reykjanesbæ í 13 ár. Voru bæði leikari, söngkennari ásamt dans- kennurum ráðnir til skólans vegna þessa verkefnis. Allir textar voru þýddir yfir á íslensku. Umfjöllun átti sér stað bæði í bæjarblöðum, Morg- unblaðinu ásamt því að atriði var sýnt í sjónvarpinu. Annie var sýnt fyrir fullu húsi á öllum sýningum. Vegna allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn og þeirra sem tóku þátt í þessari uppfærslu Jazzdansskóla Emilíu, þætti mér vænt um að þessu yrði komið á framfæri. Með fyrirfram þökk. EMILÍA DRÖFN JÓNSDÓTTIR, Faxabraut 64, 230 Keflavík. Annie Frá Emilíu Dröfn Jónsdóttur: LOKUN sláturhússins í Búðardal vegna þess að húsakynni sláturhúss- ins hafa ekki náð að uppfylla í einu og öllu kröfur reglugerðar um matvælaöryggi hafa verið til umfjöll- unar í fréttum að und- anförnu. Málið er þó miklu stærra en svo að það snúist eingöngu um matvælaöryggi og byggðamál í Búðardal. Málið snýst nefnilega einnig um brot land- búnaðarráðherra Guðna Ágústssonar á íslensku stjórn- arskránni þ.e. ákvæði um atvinnufrelsi og brot á jafnræðisreglum um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Hvað svo sem öllum lagabókstöfum líður brýtur ýmislegt í máls- meðferðinni einfaldlega gegn almennu siðferði sem venjulegt fólk vill viðhafa í samskiptum sín á milli. Málavextir eru einfaldlega þeir að kvartanir hafa borist frá rekstrarað- ilum sláturhússins í Búðardal þess efnis að húsinu sé ætlað að uppfylla reglugerð nr. 461/2003 að öllu leyti á meðan önnur sláturhús sem hafa starfsleyfi þurfa ekki að uppfylla reglugerðina nema að hluta til. Það sem bendir sterklega til að kvart- anirnar byggjast á styrkum stoðum er að þingmönnum Norðvesturkjör- dæmisins hefur verið sýnt fram á að önnur sláturhús sem fá að starfa hafa sömu ágalla og gerðar voru at- hugasemdir við í sláturhúsinu í Búð- ardal sem var meinað að starfa. Það sem endanlega sannfærir mig um að landbúnaðarráðherra hafi óhreint mjöl í pokahorninu er að hann vill meina þeim sem telja sig órétti beitta að fá aðgang að eftirlitsskýrslum slát- urhúsa í landinu. Auðvit- að hefði það verið kapps- mál hjá ráðherra sem væri sakaður um að hafa rangt við að veita að- gang að öllum skýrslum sem geta hrakið ásak- anir um að ekki hafi ver- ið gætt jafnræðis við veitingu starfsleyfa. Nei, ráðherra hefur greini- lega einhverju að leyna og vill fela slóðina. Lengi er vitað að land- búnaðarráðherra hefur stefnt að því að fækka sláturhúsum í landinu og virðist hann trúa því að ríkishagræðing muni skila bændum einhverri hagræðingu. Ég hef enga trú á að ríkishag- ræðingin muni skila bændum nokkru heldur þvert á móti verði til óhagræðis enda hefur afurðaverð til bænda lækkað, því mið- ur. Alvarlegt er að Guðni Ágústsson misbeitir reglum sem varða öryggi matvæla til þess að ná fram pólitísku markmiði um fækkun sláturhúsa. Bæði eru reglur hér strangari en í Evrópusambandslöndunum og ekki gætt jafnræðis þegar þeim er fram- fylgt. Allar líkur eru til þess að neyt- endur muni líða fyrir stefnu landbún- aðarráðherra í hærra verði á lambakjöti. Guðni reynir að fela slóðina Sigurjón Þórðarson fjallar um lokun sláturhússins í Búðardal Sigurjón Þórðarson ’Alvarlegt er aðGuðni Ágústs- son misbeitir reglum sem varða öryggi matvæla.‘ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. V etur konungur var genginn í garð og enn var verkfall í grunnskólum lands- ins. Ungur maður á uppleið, hann Ölvir Blámann, markaðsstjóri Íslensku bjórgerð- arinnar hf., vaknaði einn mánu- dagsmorguninn, timbraður eftir ævintýri helgarinnar. Hann var enn að reyna að púsla minning- arbrotum saman eftir laug- ardagskvöldið, þegar hann ofur- ölvi sletti ærlega úr klaufunum með vinnufélögunum á „súlu- stað“. Dagsverkin biðu á heimilinu í Vesturbænum og í vinnunni. Hann er kvæntur Sigríði Blá- mann og eiga þau tvö börn, 2 ára telpu og 10 ára dreng. Að loknum morgunverði tók Sigríður þá litlu í leik- skólann og Ölvir skutlaði drengn- um til ömmu sinnar, sem bjargaði fjölskyldunni í verkfalli fram að hádegi. Hann þurfti að vera mættur á fund á lítilli auglýs- ingastofu á Akranesi klukkan tíu og ók því greitt, aðeins yfir hundraðið. „Lögreglan sést ekki lengur í Kollafirðinum,“ hugsaði Ölvir með sér og lét nýja Benz- jeppann vinna fyrir rekstrarleig- unni. Á leiðinni upp á Skaga af- greiddi hann nokkur mál með gemsann í eyrunum. Enn hafði hann trassað að fá sér hand- frjálsan búnað. Beltin þó spennt. Á Skaganum var gengið frá auglýsingum á nýjum bjór, sem fara átti í herferðir í fjölmiðlum og á flettiskiltum. „Munið svo að setja léttölsmerkinguna einhvers staðar í hornið, svo við verðum ekki hankaðir,“ sagði Ölvir, um leið og hann þaut út og af stað í borgina á ný. Nú varð hann að gera hlé á vinnu sinni eftir hádeg- ið, til að kenna bekk sonar síns stærðfræði, en foreldrarnir höfðu skipt kennslunni heima við á milli sín í verkfallinu. Stærðfræði er Ölvi sem opin bók, enda spreng- lærður viðskiptafræðingur. Á leiðinni til ömmu kom Ölvir við á bensínstöð, tankurinn tóm- ur, og við kassann greip hann með sér nýjasta eintakið af Hustler, skömmustulegur á svip. Þegar þriggja tíma stærð- fræðikennslu heima í stofu lauk þurfti Ölvir að fara aftur í vinn- una að ljúka nokkrum málum, m.a. að fylgja eftir nýju auglýs- ingunum og panta birtingar og umfjöllun. Sigríður var komin heim með þá litlu og tók við heim- ilishaldinu. Þau ákváðu að sleppa drengnum út að leika sér með fé- lögunum. Ölvir kom ekki heim fyrr en hálfníu um kvöldið, drengurinn var enn úti við. „Sigga, eigum við ekki að sækja strákinn inn?“ kall- aði Ölvir úr forstofunni. „Hann hlýtur að fara að skila sér,“ var svarað úr eldhúsinu, og um níu- leytið kom guttinn svo loks heim. Ölvir var þá lagstur í sófann að horfa á enska boltann. Bolton og Birmingham voru að keppa, en Ölvir var búinn að draga hljóðið niður, hann þolir ekki ensku þul- ina og saknar lýsinga Arnars Björns og félaga. Þegar bjór- auglýsingar birtust hækkaði hann þó aftur hljóðið, enda þarf hann að fylgjast með keppinaut- unum. Þegar börnin voru komin í rúmið enduðu hjónakornin kvöld- ið með því að horfa saman á „eina bláa“ í sjónvarpinu, svona til að slaka á eftir amstur dagsins. Lýkur hér þá degi í lífi Ölvis Blámann og fjölskyldu. Hvað skyldi nú vera það fyrsta sem ykkur dettur í hug, eftir að hafa lesið þessa dæmisögu um ósköp venjulegan Íslending nú- tímans? Kannski myndi einhver segja að Ölvir Blámann væri kyn- lífsfíkill og karlremba en hvað skyldi hann hafa brotið mörg lög þennan dag, eða nýtt sér mögu- leg lögbrot annarra? Mér reiknast svo til að í átta eða níu tilvikum hafi lög verið brotin eða þau verið á mörkum hins löglega. En Ölvir komst upp með þetta allt saman, sem og aðr- ir í kringum hann. Förum aðeins yfir erilinn hjá Ölvi, blessuðum. Samkvæmt 21. gr. áfengislaga nr.75/1998 skal hver sá sem sök- um ölvunar veldur óspektum og hneyksli á almannafæri sæta ábyrgð. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er bannað að auglýsa áfengi hvers konar. Samkvæmt 37. gr. umferð- arlaga nr.50/1987 er bannað að aka á meira en 90 km hraða á klst. á bundnu slitlagi í dreifbýli. Samkvæmt 47. gr. sömu laga er ökumanni vélknúins ökutækis óheimilt að nota farsíma við akst- ur án handfrjáls búnaðar. Samkvæmt 18. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna nr. 94/1986 er óheimilt að ganga í störf kennara í verkfalli. Samkvæmt 92. gr. barnavernd- arlaga nr. 80/2002 mega börn yngri en 12 ára ekki vera á al- mannafæri eftir kl. 20 frá hausti til vors, nema í fylgd fullorðinna. Samkvæmt 94. gr. sömu laga skulu foreldrar og forráðamenn barna sjá til þess að þau hlíti ákvæðum um útivistartíma. Þeim ber einnig að vernda börn gegn klámefni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang barna að því. Samkvæmt 8. gr. útvarpslaga nr.53/2000 skal sjónvarpsstöð láta fylgja endursögn eða kynn- ingu á íslensku á beinum útsend- ingum erlendis frá. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940 er bannað að selja eða dreifa klám- ritum og klámmyndum. Þó að hér séu vissulega tekin ýkt dæmi í lífi ímyndaðs ein- staklings þá könnumst við eflaust við að hafa einhvern tímann gert hið sama og komist upp með það. Ekki skal fullyrt hvort þetta sé ástæða virðingar- og agaleysis í þjóðfélaginu, sem allir tala um sem vaxandi vanda, en til hvers eru sett lög ef ekki er farið eftir þeim? Annaðhvort er að breyta lögunum eða herða refsingar og eftirlit með gildandi lögum. Á meðan ekkert er gert halda Ölvir Blámann og hans líkir upp- teknum hætti, allsgáðir sem ölv- aðir, alla daga vikunnar. Dagur í lífi Ölvis Kannski myndi einhver segja að Ölvir Blámann væri kynlífsfíkill og karl- remba en hvað skyldi hann hafa brotið mörg lög þennan dag, eða nýtt sér möguleg lögbrot annarra? VIÐHORF Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.