Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
um hætt að undrast öryggið og
óbrigðult minnið sem gerði honum
kleift að flytja af fullkomnu öryggi
löng og hrynþung ljóð í hálfrökkrinu.
Hvert eitt skipti var tilhlökkunarefni
og stundum þurfti Árni að láta vita
þegar við vorum orðin aðeins of að-
gangshörð að biðja um eitt ljóð enn.
Þá var söngrödd Árna falleg og eng-
inn söng sænska ,,glunta“ af jafn
strákslegri gleði og hann. Án efa
hljómar rödd hans enn í hugum okk-
ar margra, með fjölbreyttum blæ-
brigðum og kímni sem rímaði vel við
brosið í augunum, sem alltaf var
skammt undan. Hreppsbúar allir
fengu einnig að njóta ljóðaflutnings
Árna, bæði á bókmenntakvöldum
Dægradvalar og á þorrablótum til
margra ára, þegar Árni fór jafnan
með Þorraþræl við mikinn fögnuð
áheyrenda.
Þau Árni og Guðný voru meðal
fyrstu íbúa Blátúns, fluttust hingað
fyrir liðlega 20 árum. Þótt þau væru
eldri í árum talið en flest okkar hinna
hafa þau alltaf verið ung í augum
okkar. Fátt var gert í götunni án
þess að þau tækju þátt og án efa eiga
þau ríkan þátt í því hve samstilltir
íbúarnir í götunni hafa verið. Árni
var snöggur til orða og athafna, á
hlýlegan hátt, sem er sérstakur
galdur. Hann var mikill húmoristi og
heitur hugsjónamaður og í skapgerð
hans bjuggu þessir eðlisþættir að því
er virtist í sátt og samlyndi. Hug-
sjónirnar gáfu húmornum aukna
dýpt og kímnigáfan var honum góð-
ur liðstyrkur við að koma hugsjónum
sínum á framfæri. Hann var sívak-
andi fyrir umhverfi sínu fram á síð-
ustu stundir og kunni þá list flestum
öðrum fremur að lifa lífinu lifandi.
Árni var gæfumaður í lífi og starfi,
ekki vegna þess að honum hafi verið
hlíft við erfiðleikum, heldur vegna
þess að hann kunni að takast á við
það sem að höndum bar. Heilsufarið
var honum oft erfitt síðustu árin, en
hann var ekki að flíka því. Árni naut
þeirrar sérstöku gæfu að lífsföru-
nauturinn, Guðný, leyfði honum að
blómstra án þess að nokkurn tíma
glataðist það jafnræði sem var með
þeim tveimur. Hann átti stóra og
góða fjölskyldu sem var samhent og
traust við hlið hans til hinstu stund-
ar.
Við nágrannarnir í Blátúni kveðj-
um Árna með miklum söknuði og
hugurinn er hjá Guðnýju vinkonu
okkar og fjölskyldu hans allri.
Grannarnir í Blátúni.
Við Árni Björnsson höfðum sést
við og við á málþingum og öðrum
menningarviðburðum en ég kynntist
honum þegar ég tók við hann viða-
mikið viðtal í helgarblað Þjóðviljans í
maí 1989. Einstaka sinnum er bæði
lærdómsríkt og örvandi að vera
blaðamaður, og þetta viðtal var besta
dæmið um slíkt í mínu lífi. Árni sýndi
blaðasnápnum virðingu og óvenju-
legt örlæti, honum tókst í raun og
veru að gefa í skyn að hann fagnaði
þessu tækifæri til að kynna hug-
myndir sínar um tilgang og takmörk
lýtalækninga, ást á íslenskum menn-
ingararfi og áhyggjur af samtíma-
stjórnmálum. Ég var algerlega hug-
fangin af gáfum hans – og ekki síður
glæsileika og fágaðri og tilgerðar-
lausri framkomunni.
Árni var meðal fremstu lækna á
sínu sviði, kunnur um víða veröld
meðal sérfræðinga í lýtalækningum
fyrir rannsóknir sínar meðal annars
á fólki með klofinn góm og vör. En
hann var líka mikill unnandi hinna
fögru lista sem hann sagði að fengju
hann til að gleyma sínu erfiða starfi.
Hann las gríðarlega mikið, hafði
einkum gaman af að ræða miðalda-
bókmenntir Íslendinga og hafði þá
sannfæringu að án Íslendingasagna
værum við ekki til sem þjóð. Ljóð las
hann af ástríðu og starf sitt gerði
hann líka að listgrein, enda má segja
að góður lýtalæknir sé eins konar
myndlistarmaður.
Nú þegar Árni kveður missi ég
ekki bara vin heldur áhugasaman
áskrifanda. Hann var spenntur fyrir
Tímariti Máls og menningar sem
hann hafði verið áskrifandi að öll sín
fullorðinsár, hafði ákveðnar skoðanir
á efni þess og lét í sér heyra bæði til
lofs og lasts. Hann heillaðist af ljóði
Hannesar Péturssonar, „Efri dög-
um“, í öðru hefti ársins og las fyrir
mig ljóðræna hugleiðingu sína út frá
því í síma. Með nokkrum eftirgangs-
munum fékk ég að birta það í haust-
heftinu og tek mér það bessaleyfi að
endurbirta það hér til að leyfa fleiri
vinum hans og aðdáendum að njóta
þess – um leið og ég kveð með sökn-
uði þennan einstaka mann. Þó að allt
hverfi að endingu og gleymist mun
hann ekki gleymast þeim sem
þekktu hann.
Hvað gagnar oss
sem erum að kveðja
viskan
sem við sugum
úr sjóði andans
eða verðmætin
sem við söfnuðum
í sveita langra vinnudaga.
Við hverfum og gleymumst
og allt safnið
hverfur og gleymist
í tímans endalausu rás.
Sálir okkar og líkamir
blandast moldinni
sem er lokaathvarfið.
Grasið á gröfunum
vex jafnt upp af
líkama fávitans og spekingsins
öreigans og auðkýfingsins
og fer allt jafnvel í maga
kanínanna í kirkjugarðinum.
Silja Aðalsteinsdóttir.
Ég kynntist Árna samsveitunga
og kollega fyrst um miðjan 7. áratug-
inn þá ungur læknanemi á hand-
læknisdeild Landspítlans. Hann var
lærður skurðlæknir og lýtalæknir
frá Svíþjóð og Skotlandi. Okkur
unga fólkinu í starfsnámi þótti hann
sýna lagni og öguð vinnubrögð, einn-
ig vilja til fræðslu. Ég starfaði síðar
sem sérfræðingur á svæfingadeild
Landspítalans með honum. Þar var
mest um að ræða svæfingar eða
deyfingar við lýtaaðgerðir af ýmsum
toga. Mér eru minnisstæðastar hol-
gómaaðgerðir á nýfæddum en þar
var Árni frumkvöðull og framúr-
skarandi fær. Árni starfaði með mér
á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði árin
1976–1993. Segja má að hann hafi
verið farsæll og vel liðinn af sjúkling-
um sínum.
Þrátt fyrir mikla vinnu gaf Árni
sér tíma til að sinna ýmsum fé-
lagsmálum. Þar má nefna umfangs-
mikil störf fyrir Landspítalann og
læknasamtökin, en ætla ég ekki að
fjalla neitt um það. Ég ætla hinsveg-
ar að geta dálítið um þátt Árna í póli-
tísku vafstri á Álftanesi sem ég þekki
nokkuð til.
Árni og fjölskylda fluttust á Álfta-
nesið í nýbyggt hús árið 1980. Þau
vildu vafalaust komast á rólegri stað
og umhverfisvænni. 1982 var sjálf-
kjörið í hreppsnefnd. Margir í
hreppnum töldu það ekki hollt fyrir
sveitarfélagið til lengdar og var
ákveðið 1986 að stofna félag, Hags-
munasamtök Bessastaðahrepps og
bjóða fram lista sama ár sem var
þverpólitískur. Árni var einn af
stofnendunum og var áberandi á list-
anum sem fékk við kosningarnar 2
menn kjörna af 5 og flest atkvæðin.
Árni starfaði talsvert fyrir listann og
sagðist hafa gaman af. Var hann
meðal annars í sýslunefnd 1990–
1993. Var honum sérstaklega um-
hugað um umhverfisvernd og vildi
verja það sveitasamfélag sem enn
var eftir eins og kostur var.
Árni var drengur góður og leitað-
ist við að leysa vandamál fólks og þá
á skynsamlegan hátt. Slíkir menn
eru vinsælir og eftirsóttir til verka.
Við Ingibjörg vottum Guðnýju
Bjarnar og fjölskyldu samúð við frá-
falls vinar.
Auðunn Kl. Sveinbjörnsson.
Árið 1998 mætti Árni Björnsson á
stofnfund félags ásamt fleirum sem
vildu andmæla lagafrumvarpi um
gagnagrunn á heilbrigðissviði. Árni
lagði til að félagið skyldi heita Mann-
vernd. Þannig leit hann á málið, það
snerist um mannvernd. Hann lét þó
ekki nægja að leggja samtökunum til
nafn heldur tók hann virkan þátt í
starfinu til dauðadags. Hann mætti á
síðasta fund fyrir rúmum mánuði, og
var baráttuviljinn mikill.
Nú gæti einhver sem þekkti ekki
Árna haldið að ungir róttækir menn
hefðu afvegaleitt gamla manninn.
Svo var ekki, heldur hélt hann okkur
hinum við efnið og útskýrði fyrir
okkur hvers vegna mannréttindi
þola enga málamiðlun. Þetta skýrði
hann líka í greinum sínum, sem er að
finna á www.mannvernd.is.
„Eru íslenskir læknar hugrakkir
eða eru þeir tækifærissinnar og hug-
leysingar sem eru tilbúnir til að láta
undan hótunum yfirvalda og jafnvel
selja aldagömul gildi fyrir aðgang að
kjötkötlum gróðafyrirtækja?“ spurði
Árni í Læknablaðinu 1999. Hann
gerði sér grein fyrir því að barátt-
unni væri ekki lokið, því þrátt fyrir
sigur í Hæstarétti og úrskurð um
stjórnarskrárbrot „seilast menn
framá ystu nöf siðgæðis í von um
óvissan læknisfræðilegan ávinning
en kannske öruggan fjárhagslegan
ábata“. Þess vegna þurfum við menn
eins og Árna, sem hafa hugrekki til
að standa upp og kveðja sér hljóðs
þegar réttur borgara er fótum troð-
inn.
Það var ánægjulegt að fá tækifæri
til að vinna með Árna að mannrétt-
indamálum, því sem hann kallaði
mannvernd. Samstarfið var gefandi
fyrir alla sem unnu með honum, og
það var mér hvatning að sjá mann á
hans aldri berjast fyrir hagsmunum
annarra, á óeigingjarnan hátt, og
verja grunnréttindi sjúklinga. Þegar
ég upplifði þessa virðingu fyrir rétti
manna og staðfestu um grundvallar-
siðareglur vaknaði von um árangur,
og von um að hafa sjálfur brot af
þreki og hugsjón Árna þegar árin
líða. Fyrir þessa von er ég honum
þakklátur.
Fyrir hönd félaga í Mannvernd
sendi ég fjölskyldu Árna einlægar
samúðarkveðjur.
Pétur Hauksson.
Á sunnudegi geng ég framhjá húsi
Árna Björnssonar læknis á Álftanesi
á leið minni af fundi í Náttúru- og
fuglaverndarfélagi Álftaness sem
haldinn var í húsi í götunni hans. Á
fundinum var ákveðið að skrifa grein
til að vekja athygli á náttúruvernd-
armálum á Álftanesi. Nýverið hafði
verið kynnt fyrirhugað aðalskipulag
bæjarfélagsins þar sem ómetanleg
strand- og fuglasvæði voru lituð á
korti í hinum ógnvænlega fjólubláa
lit steinsteypunnar. Ég lít á dyrnar
hjá Árna og hugsa „Mikið væri gam-
an að eiga afrit af blaðagreinunum
sem hann Árni hefur skrifað um
náttúruvernd á Álftanesi“. Mér
finnst ekki viðeigandi að banka uppá
á hádegi á sunnudegi svo ég ákveð að
láta það bíða betri tíma. Ég veit ekki
að Árni Björnsson læknir er látinn –
hann hafði látist um nóttina.
Í gegnum árin hef ég sent Árna
fjölmörg þakkarkort í huganum, en
aldrei látið verða af því að skrifa eitt
einasta. Þegar móðir mín hringdi og
sagði mér frá andláti Árna fylltist ég
eitt augnablik sjálfsásökunum út af
vanefndum mínum. Svo áttaði ég
mig: Kort eða veisla, sama hversu
vel hefði verið vandað til – EKK-
ERT, nei ekkert gæti þakkað það
sem Árni Björnsson hefur gert fyrir
mig í lífinu. Í mörg ár var ég svo lán-
ÁRNI
BJÖRNSSON
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN HANNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Nýbýlavegi 46,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
morgni mánudagsins 1. nóvember.
Villy Pedersen,
Ólafur Pedersen, Ingibjörg Halldórsdóttir,
Ragnar Bogi Pedersen, Sólveig Sveinsdóttir,
Jóna Júlía Pedersen, Ólafur Ásgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
VILBORG HJALTESTED,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund mánu-
daginn 1. nóvember.
Walter Hjaltested
og fjölskyldur.
HJÖRDÍS FJÓLA KETILSDÓTTIR,
síðast til heimilis
á Vesturgötu 22,
Reykjavík,
lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili,
þriðjudaginn 26. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir frábæra umönnun
og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA ZOËGA,
lést á líknardeild Landakots þriðjudaginn
2. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Kristín Zoëga, Ágúst Geirsson,
Helgi Zoëga, Sheila Zoëga,
barnabörn og barnabarnabörn.
Konan mín,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Suðurgötu 8,
andaðist mánudaginn 1. nóvember.
Einar Bragi.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓHANNA ANTONSDÓTTIR
frá Skeiði,
Hlíðarvegi 45,
Siglufirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn
1. nóvember. Jarðsungið verður frá Siglufjarð-
arkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00.
Anton Sigurbjörnsson, Pálína Frímannsdóttir,
Bogi Sigurbjörnsson, Sigurhelga Stefánsdóttir,
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Birgir Haraldsson,
Kristrún Sigurbjörnsdóttir,
Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Stefánsson,
Jón Sigurbjörnsson, Björk Jónsdóttir,
Ásgrímur Sigurbjörnsson, Guðrún Sighvatsdóttir
og fjölskyldur.