Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 35
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Slökkviliðsmenn við störf.
KVIKMYNDIN Ladder 49 með
þeim Joaquin Phoenix og John
Travolta verður forsýnd í kvöld kl.
19.30 í Sambíóunum Álfabakka og
mun allur ágóði renna til styrktar
Geðhjálp.
Það eru Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins, Bylgjan og Sambíóin
sem standa fyrir sýningunni. Þá
mun Slökkviliðið mæta á svæðið með
tæki og tól og verða með ýmsar
uppákomur, en Ladder 49 fjallar um
hið einstaka starf slökkviliðsmanna.
Styrktarsýning á Ladder 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 35
DAGBÓK MENNING
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠K106
♥D107 S/Enginn
♦984
♣ÁKG4
Vestur Austur
♠D43 ♠9752
♥Á985 ♥KG42
♦D6 ♦G107
♣10652 ♣97
Suður
♠ÁG8
♥63
♦ÁK532
♣D83
Ítalinn Giorgio Duboin er óhræddur
við að gefa líkindafræðinni langt nef þeg-
ar hann þarf að finna drottningar í við-
kvæmum stöðum. Í því tilfelli treystir
hann algerlega á eigin lyktarskyn. Spilið
að ofan er úr síðustu umferðinni í 16 liða
úrslitum ÓL. Þrjú grönd er eðlilegur
samningur í NS, sem byggist á því að
finna drottninguna í spaða. Í leik Ítala og
Bandaríkjamanna kom út hjarta á báðum
borðum og vörnin tók þar strax fjóra
slagi. Vestur spilaði svo hlutlaust laufi í
fimmta slag.
Bandaríkjamaðurinn Weinstein tók
ÁK í tígli og síðan alla laufslagina. Aust-
ur henti tveimur spöðum, svo það var
sannað í lokastöðunni að hann hefði byrj-
að með 4–5 spaða, en vestur 2–3. Og
Weinstein lét íferðina í spaðann mótast
af því – hann tók á kónginn og svínaði
gosanum. En var óheppinn og fór einn
niður.
Greinarhöfundur horfði á Duboin spila
þetta spil á Bridgebase.com og í sömu
þriggja spila endastöðu tók hann á spaða-
ás og svínaði fyrir drottninguna í vestur.
Hvers vegna veit enginn nema hann, en
það væri gaman að þekkja leyndarmálið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
TEXTI þessarar bókar er hvorki
langur né seinlesinn en efni hennar,
og þó enn frekar hugmyndin að baki
henni, er nýstár-
leg og að vissu
leyti dapurleg.
Bókarhöfundur,
Sigurður Gylfi
Magnússon sagn-
fræðingur, hefur
um árabil lagt sig
eftir einsögu-
rannsóknum, en
svo er nefnt það
svið sagnvísinda,
þar sem fræði-
menn hyggja einkum að hinu smáa,
einstaklingum, „smáum atburðum
eða þáttum í lífi þeirra og umhverfi“.
Efni þessarar bókar er auðvelt að
tengja áhuga- og rannsóknarsviði
Sigurðar. Hann birtir hér myndir af
fólki, fátæku fólki, flökkurum og
„skrýtnu“ fólki, fólki sem á einhvern
hátt var öðru vísi en fjöldinn, ann-
aðhvort í útliti eða hegðun. Margt af
þessu fólki myndi nú á dögum kall-
ast utangarðsmenn, en þó ekki allir.
Myndunum í bókinni hafði afi Sig-
urðar, Helgi Magnússon járnsmiður
og kaupmaður í Reykjavík, safnað.
Þær eru birtar hér í upphaflegri
stærð og við allar semur Sigurður
stuttan texta. Sumir textanna hafa
að geyma beinar upplýsingar um
mynd og myndefni, aðrir eru meira í
ætt við hugleiðingar, sumir nánast
eins og stutt ljóð. Myndirnar eru
höfuðefni bókarinnar og í þær verð-
ur lesandinn að rýna vilji hann skilja
það sem höfundur er að segja.
Margur freistast vafalaust til þess
að tengja efni þessarar bókar rann-
sóknarsviði höfundar og það hygg ég
að sé honum sjálfum að meinalausu.
Hvað er meiri einsaga en einmitt
augnablikið þegar ljósmynd er tek-
in? En myndirnar sýna ekki aðeins
einstaklinga – oft umkomulítið fólk,
sem var snöggur blettur á samfélag-
inu. Þær bregða einnig upp svip-
mynd(um) af horfinni tíð – veröld
sem var. Eða er þetta annars veröld
sem var? Við þurfum ekki að ganga
lengi um götur Reykjavíkur nú-
tímans til þess að hitta fyrir fólk,
sem er alveg jafn umkomulaust og
illa á sig komið og margir þeirra er
prýða myndirnar í þessari bók. Það
er ekki klætt í sams konar tötra, en
neyð þess er engu minni, stundum
sárari. Að þessu leyti er bókin
Snöggir blettir aldarspegill okkar
tíma engu síður en fyrri tíðar. Hún
er einföld að ytri gerð en innihald
hennar og boðskapur er í senn fal-
legt og nöturlegt.
BÆKUR
Sagnfræði
Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon.
Útgefandi: Miðstöð einsögurannsókna í
Reykjavíkurakademíunni og Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, Reykjavík 2004.
141 bls., myndir.
Snöggir blettir
Jón Þ. Þór
Sigurður Gylfi
Magnússon
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Farið í Hagkaup
Skeifunni kl. 10, kaffi og vínarbrauð í
boði Hagkaupa, postulín kl. 10 og 13.
Bókaormarnir kl. 13.30, hjúkrunarfr.
kl. 11.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, heilsugæsla kl.
9.30–11.30, smíði, útskurður kl. 13–
16.30, spil kl. 13.30, keila kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, almenn handavinna, glerlist,
bridge, vist.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–
10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14–16 samverustund, kl. 14.30–15
bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 15–
15.45 kaffi.
FEBÁ Álftanesi | Opið hús í Hauks-
húsum kl. 13–16. Myndlistarnámskeið,
framhald. Spilað og spjallað, kaffi.
Félag eldri borgara Reykjavík | Sam-
félagið í nærmynd kl. 11, þáttur um
málefni eldri borgara á RÚV. Síðdeg-
isdans kl. 14–16, húsið opnað kl.
13.30, Guðmundur Haukur. Kaffi og
rjómaterta. Söngfélag FEB kóræfing
kl. 17.
Félagsstarf aldraðra Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11,
glerskurður kl. 13, postulínsmálun kl.
16. Í Garðabergi er handavinnuhorn
og bridge kl. 13. Opið hús í Holtsbúð
kl. 13.
Gerðuberg | Kl.10.30 dans, frá hádegi
spilasalur opinn, leiðs. í vinnustofum
fellur niður v. ferðar. Sími. 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn hand-
av., bútasaumur, útskurður, hár-
greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11,
banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13,
bridge, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–15, jóga kl. 9–12, samverustund
kl. 10.30–11.30, myndlist kl. 15–18,
bingó kl. 14, böðun fyrir hádegi. Fót-
snyrting–hársnyrting, kl. 9–16.30.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf.
Listasmiðja, postulínsmálun kl. 9–16.
Avon-kynning kl. 11–14. Hárgreiðslu-
stofa 568-3139. Fótaaðgerðarstofa
897-9801. Molasopi, hádegisverður
og síðdegiskaffi. Bókmenntaklúbbur
kl. 20–21.30. Híbýli vindanna.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun
pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, kl. 13 bankaþjónusta, kl.
14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Fótaað-
gerðastofan er opin mið. og mán. frá
kl. 9.
Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband
og hárgreiðsla kl. 9, helgistund með
sr. Sigurði Pálssyni, kl. 10, handmennt
kl. 10–16, fótsnyrting kl. 9.30, kór kl.
13.
Þórðarsveigur 3 | Opið hús, handverk
kl. 13.30–16.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl.
10–12. – Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur)
kl. 15.30–16.30. Námskeið – Tíð-
argjörð, bæn og íhugun kl. 18–18.50.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Tónlist, hugvekja, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur málsverður. Kirkju-
prakkarar (7–9 ára) kl. 16.30 og TTT
(10–12 ára) kl. 17.30. Æskulýðsfélag
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf aldraðra frá kl.
13. Spil, föndur og handavinna. Kaffi kl.
15. Fróðleikur og skemmtiefni.
Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl
17.15–18 á neðri hæð. digraneskirkja.is
Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10 til
12. Fyrirlestur mánaðarlega.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið
er upp á léttan hádegisverð á vægu
verði að lokinni stundinni. Prestar
safnaðarins þjóna fyrir altari, org-
elleikari Hörður Bragason. Æskulýðs-
félag í Engjask. kl. 20 fyrir 8. bekk.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8
árdegis. Hugleiðing og altarisganga.
Einfaldur morgunverður. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10–12. Kven-
félagið heldur fund 4. nóv. kl. 20. Gest-
ur fundarins verður Elín Ebba Ás-
mundsdóttir iðjuþjálfi sem talar um
geðrækt, harmonikkuleikur og sr. Sig-
urður Pálsson flytur hugvekju.
Háteigskirkja | Foreldramorgnar
fimmtudaga. Kl. 10.30 ræðir Herdís
Storgard um „Slys og öryggi“.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn í
Hjallakirkju kl. 10–12. 3. nóvember
verður fræðsla um brjóstagjöf.
Kapella Fríkirkjunnar í Reykjavík |
Bæna og kyrrðarstund kl. 12.15. Heitt á
könnunni og létt meðlæti á eftir.
Kristniboðssalurinn | Samk. kl. 20.
„Vitnisburður“. Sálmur 40, Friðrik
Hilmarsson, Lofgjörðarsamk.
Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð
kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30. Starf
eldri borgara kl. 13–16.
Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu-
morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn
Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30. Kirkju-
prakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 16.15 TTT
(5.–7. bekkur). Kl. 19 Fermingar–Alfa.
Kl. 20.30 Unglingakvöld.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Fæði ungbarna. Hólmfríður Þorgeirs-
dóttir, matvæla- og næringarfræð-
ingur, Lýðheilsustöð. Fyrirbænamessa
kl. 12.15. Dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Opið hús kl. 13. Ferð höfuðstöðvar ÍE. 7
ára starf kl. 14.30. Kóræfing kl. 19.
Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld
aldraðra og öryrkja í Ytri-Njarðvík-
urkirkju á fimmtudagskv. kl. 20.
VIÐHORF mannanna til orðsins
listar hefur löngum verið misjafnt og
sumum finnst
ekkert fyndið
ýmislegt það, sem
aðrir veltast af
hlátri yfir. „Ertu
að lesa helv. rugl-
ið úr honum
Flosa?“ spurði
hálærður kollega
minn sem kom að
mér þar sem ég
sat með nýjustu
bók Flosa Ólafssonar og skemmti
mér konunglega. Þar sem viðkom-
andi kollega er ekki þekktur að
skopskyni og tilheyrir aukinheldur
sumum þeim hópum fólks, sem ekki
eru beinlínis hafnir til skýjanna í
þessari bók, lét ég mér nægja að
kinka kolli og varð svo ekki af frek-
ari samræðum.
En ég var sem sagt að lesa bókina
Heilagur sannleikur, og hafði mikið
gaman af. Sannleikurinn er að vísu
ekki alltaf heilagri en svo að ég efast
um að höfundurinn trúi honum sjálf-
ur, a.m.k. ekki alltaf. Sjálfum er hon-
um ekkert heilagt og umfjöllun hans
um ýmis þau málefni, sem hann tek-
ur fyrir, myndu margir kalla ein-
strengingslega og meinlega, en hún
er oft á tíðum drepfyndin. Stundum
segir hann eitt og annað, sem margir
aðrir vildu sjálfsagt gjarnan sagt
hafa, og ekki vantar hugmynda-
flugið.
Vafalaust eru þeir margir, karlar
jafnt sem konur, sem helst vildu af-
greiða þessa bók sem „bull“ eða
„spuna“, í besta falli sem eins konar
brandarabók. Slík afgreiðsla er þó
að mínu mati of ódýr. Því skal alls
ekki neitað að Flosa hættir til að
bulla, á köflum fullmikið, en hann
spinnur frásögnina skemmtilega og
ekki er einn einasti leiðinlegur kafli í
bókinni. Þeir eru þó misskemmti-
legir og stundum verður vaðallinn
ansi mikill. Flosi gerir sér sérstakt
far um að hæðast að ýmsu því sem
margir taka mjög alvarlega og beitir
einföldum rökum til að „sanna“, að
ýmis „vandamál“ nútímans eru lítið
annað en tilbúningur þeirra sem við
þau fást og að mörg þeirra voru
leyst fyrir löngu, án þess að verða
„vandamál“. Þá voru þau bara kölluð
eitthvað annað.
Ekki get ég verið sammála höf-
undi í öllum greinum, en bókin er
skemmtileg aflestrar og þeir sem
ekki hafa gaman af henni hljóta að
vera haldnir „skopskynsröskun“.
BÆKUR
Hugleiðingar
eftir Flosa Ólafsson
Skrudda, Reykjavík 2004. 63 bls.
Heilagur sannleikur
Jón Þ. Þór
Flosi Ólafsson