Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSBÚAR eru samir við sig;
þeir setja upp mjög metnaðarfullar
sýningar ár eftir ár og reglulega
eru leiksýningar fyrir börn eða
með börnum. Nú er það söngleik-
urinn Bugsý Malone þar sem leik-
arar, söngvarar og hljóðfæraleik-
arar eru allir ellefu til sextán ára.
Hvorki meira né minna en sjötíu
krakkar taka þátt í uppfærslunni
sem er stór og glæsileg og tónlistin
er ákaflega vel flutt.
Söngleikurinn fjallar í stuttu
máli um misjafnlega einfalda bófa,
töffara, dansara, söngvara og lög-
reglu á gamansaman hátt. Róm-
antíkin svífur yfir, sérstaklega hjá
aðalpersónunni Bugsý og saklausu
sveitastúlkunni Blúsí. Allt er á sín-
um stað; heimska löggan, heimski
mafíuforinginn og menn hans, tæl-
andi borgarkvendið og margir
fleiri sem passa inn í undirheima-
lífið í bandarískri borg á kreppuár-
unum. Spyrja má hvers vegna
þessi söngleikur er jafn vinsæll og
raunin er, sérstaklega þar sem
boðskapurinn, ef boðskap skyldi
kalla, er gamaldags og sönglögin
eru mörg erfið í flutningi. Svarið
er í raun einfalt: Tónlistin er
skemmtileg, verkið er fyndið í
bland við rómantík og spennu og
síðast en ekki síst er gaman fyrir
krakka að leika leikrit þar sem
hægt er að fara í byssu- og bófa-
leik. Hættan er alltaf sú aðþegar
börn leika fullorðna, að ekki sé tal-
að um stelpur að leika fáklæddar
dansmeyjar og tælandi konur, þá
fari þeir fullorðnu yfir strikið og
þvingi kynferðislegu útliti og leik
upp á börnin. Guðjón Sigvaldason
leikstjóri fellur aldrei í þá gryfju.
Það þarf styrka stjórn og næmt
auga til að stjórna svona stórum
hópi fólks á leiksviði, hvort sem um
er að ræða börn eða fullorðna.
Guðjón hefur fundið leið til að þess
að allir gætu verið með. Hann hef-
ur búið til fjöldann allan af
skemmtilegum hópatriðum þar
sem allir njóta sín vel, ekki síst í
flottum dansatriðum og í stílfærð-
um byssuatriðunum. Það er ein-
staklega vel til fundið að fara alla
leið í því að láta bófaflokkinn vera
kvennaflokk. Flestir leika nokkur
hlutverk en oft eru litlu hlutverkin
mjög vel unnin eins og til dæmis
hlutverk barstúlkunnar með
tyggjóið og tuskuna og litli guttinn
í fátækrahópnum. Fátæklingahóp-
urinn sem flestir leikaranna léku
er skemmtilegur og gaman að sjá
hve leikstjórinn er hugrakkur að
hvíla í svo löngu og vandmeðförnu
hópatriði. Á frumsýningu gætti
hiks í innkomum og ljósastjórnun
en slíkt slípast vafalaust þegar á
líður þar sem allar skiptingar eru
greinilega vel skipulagðar.
Sýningin á Bugsý Malone er
prýðileg skemmtun þar sem vand-
að er til hvers verks og krakkarnir
leika, syngja og dansa af hjartans
lyst. Uppeldisgildi leiksýningar af
þessu tagi er gríðarlegt og ástæða
til að hvetja Héraðsbúa til að fjöl-
menna og hvetja þannig börnin sín.
LEIKLIST
Leikfélag Fjótsdalshéraðs
Höfundur: Alan Parker. Leikstjóri og þýð-
andi: Guðjón Sigvaldason. Tónlistarstjóri:
Freyja Kristjánsdóttir. Frumsýning í Vala-
skjálf 16. október.
Bugsý Malone
Hrund Ólafsdóttir
JÓHANNES Geir lét eftir sig mik-
inn fjölda málverka er hann lést á
síðasta ári. Hann var ekki síst af-
kastamikill á síðari árum sínum en
sagði m.a. í viðtali að veikindi sín
hefðu orðið til þess að hann jók af-
köstin. Þannig verður manni við
þegar maður áttar sig á því að lífið
er ekki endalaust.
Jóhannes var frá Sauðárkróki en
nam við Myndlista- og handíðaskól-
ann hér heima og síðan í Kaup-
mannahöfn. Hann átti ekki auðvelt
uppdráttar í myndlistinni á þeim
tíma þegar abstraktið var allsráð-
andi en gekk betur síðar. Myndir
hans eru allflestar landslagsmyndir
og flestar auðþekkjanlegar vegna
sérstakrar og djarfrar litanotkunar.
Það er suðræn sveifla í litum hans,
bleikum, appelsínugulum og græn-
bláum og efast ég þó ekki um að lit-
irnir séu í samræmi við íslensk
birtubrigði sem jafnan koma á
óvart.
Nú má sjá um þrjátíu málverk og
minni verk eftir Jóhannes í Galleríi
Fold, eingöngu myndir sem sýna
hesta. Það er svo sem gott og gilt
og hestar hafa án efa verið Jóhann-
esi, Skagfirðingnum hugleiknir.
Hann er líka frásagnarmálari og
segir oft sögur í verkum sínum og
hestarnir tilvaldir til þess. Það er
þó birtan og litavalið sem er mest
spennandi í málverkum hans og for-
vitnilegt að skoða hvernig honum
tekst að sýna íslenskan vetur með
fjólubláu, bleiku og gulu, undir
grænbláum himni. Hér er ekki
drungi dimmra skammdegisdaga á
ferð, heldur fær hrein litaástríða út-
rás.
Fyrir þá sem þekkja til verka Jó-
hannesar mun þessi sýning ekki
segja mikið nýtt, en gaman er þó
t.d. að sjá minni myndir við hlið
stærri og áhugaverðari útfærslu,
sjá breytingar á litum og litaflötum.
Hér er um að ræða nýleg verk en
ég gæti líka ímyndað mér að það
væri gaman að sjá sýningu sem
birti áhorfandanum þróunina á ferli
Jóhannesar frá upphafi til enda, frá
leitandi ungum málara til manns
sem hafði fundið sinn farveg og sína
palettu.
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Gallerí Fold
Gallerí Fold er opið daglega 10–18, laug-
ard. 11–17 og sunnud. 14–17.
Málverk, Jóhannes Geir (1927–2003)
Morgunblaðið/Sverrir
Eitt verka Jóhannesar Geirs í Galleríi Fold, Á ferð.
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20
fös. 19. nóv. kl. 20 - sun. 21. nóv. kl. 20
ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
Lau. 6. nóv. kl. 14 - sun. 7. nóv. kl. 13 - lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14
lau. 20. nóv. kl. 14 - sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín
3. sýn. í kvöld mið 3/11 örfá sæti laus, 4. sýn. sun. 7/11 örfá sæti laus,
5. sýn. fim. 11/11 örfá sæti laus.
LISTIN AÐ DEYJA – Gestasýning frá Danmörku. Kristján Ingimarsson og Paolo Nani
Fim. 4/11 örfá sæti laus. Aðeins þessi eina sýning.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 5/11 örfá sæti laus, fös. 12/11 örfá sæti laus, lau. 20/11 nokkur sæti laus.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Lau. 6/11 uppselt, lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 uppselt,
fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 7/11 kl.14:00 örfá sæti laus, sun. 14/11 kl.14:00 nokkur sæti laus,
sun. 21/11 kl. 14:00.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov
Lau. 13/11 nokkur sæti laus, sun. 14/11 nokkur sæti laus, fös. 19/11.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 5/11 nokkur sæti laus, sun. 7/11 nokkur sæti laus, fös. 12/11 nokkur sæti laus.
LISTIN AÐ DEYJA
SÝNING Á HEIMSMÆLIKVARÐA!
CHICAGO
Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fi 4/11 kl 20, - UPPSELT
Su 7/11 kl 20,
Su 21/11 kl 20,
Su 28/11 kl 20
Aðeins þessar sýningar
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee
Fö 5/11 kl 20,
Su 14/11 kl 20,
Fö 19/11 kl 20,
Fö 26/11 kl 20,
Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 5/11 kl 20,
Su 14/11 kl 20,
Fö 19/11 kl 20,
Fö 26/11 kl 20
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER
Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson
Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800
Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Lau 6/11 kl 20,
Lau 13/11 kl 20,
Lau 20/11 kl 20,
Lau 27/11 kl 20
Síðustu sýningar
Í TAKT VIÐ LÍFIÐ - VERTU ÞÚ SJÁLFUR
Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness
í kvöld 3/11 Kl 20:30 - kr 1.200
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI og SÖGN ehf.
Fö 12/11 kl 20,
Su 14/11 kl 20,
Fö 19/11 kl 20
Su 21/11 kl 20,
Fö 26/11 kl 20,
15:15 TÓNLEIKAR
Caput/Vox Academica, Ný endurreisn.
Rómeó og Júlíu kórinn frá Dramaten í Stokkhólmi
Lau 6/11 kl 15:15
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 7/11 kl 14,
Su 14/11 kl 14,
Su 21/11 kl 14,
Su 28/11 kl 14
Su 5/12 kl 14
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
SCREENSAVER eftir Rami Be'er
4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort
5. syning fö 12/11 kl 20 - Blá kort
Su 21/11 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
☎ 552 3000
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
• Fimmtudag 4/11 kl 20 NOKKUR SÆTI LAUS
• Föstudag 12/11 kl 23
• Fimmtudag 25/11 kl 20
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
“EINSTÖK SÝNING
sem gengur upp að öllu leyti. Leikararnir fara á kostum” SS Rás 2
Nýdönsk
og Sinfó
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Nýdönsk ::: gömul og ný lög
Maurice Ravel ::: Bolero
Aram Katsjatúrjan ::: Maskerade svíta
Aram Katsjatúrjan ::: Spartakus
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
Útsetningar ::: Kjartan Valdimarsson og Samúel Jón Samúelsson
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖSTUDAGINN 5. NÓVEMBER KL. 19.30 LAUS SÆTI
LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19.30 UPPSELT
MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500
E‹A Á WWW.SINFONIA.IS
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter,
Fös. 5/11 kl. 20 7. kortas. UPPSELT
Fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning
Sun. 7/11 kl. 20 8. kortas. Örfá sæti laus
Síðustu sýningar á Akureyri
Ausa og Stólarnir
Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT
Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus
Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus
Mán 15/11 kl 20 UPPSELT
Þri 16/11 kl 20 UPPSELT
Mið 17/11 kl 20 UPPSELT
Fim 18/11 kl 20 UPPSELT
Gjafakort
góð gjöf
Lau . 06 .11 20 .00 T ILBOÐ MBL.
Sun . 07 .11 20 .00 T ILBOÐ MBL.
F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 13 .11 20 .00 LAUS SÆTI
„Hár ið er rosa lega krö f tug og
orkumik i l sýn ing sem sner t i mig“
-K ja r tan Ragnarsson , le iks t jó r i -