Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Síða 12
MWWWlWWWWWWWMWWWWWWWWWIWWWWWWiWtWWWWtWW**1
TUNGUTAK
í PISTLI sínum í AlþýðublaS-
inu þann 20. janúar sl. segir
Hannes á horninu frá því, að
hann hafi þá nýverið hlýtt á
samræður nokkurra unglinga,
sem sátu rétt hjá honum. Þótti
honum nú kynlega bregða, því
að hann skildi fátt eitt af því,
sem unglingarnir sögðu. Fór
hann því að óttast, að hann
væri að verða heyrnarsljór. Þó
hægðist honum, þegar einhver
kunningi hans hafði sömu sögu
að segja. Hann hafði verið með
þremur unglingum í bíl • og
skildi treglega það, sem þeir
sögðu.
Ég get fullvissað Hannes og
kunningja hans um það, að
heyrn þeirra er áreiðanlega í
bezta lagi hvað þetta snertir.
Það er iskyggilega mikill fjöldi
unglinga, sem talar svo illa,
ógreinilega og þvoglulega, að
venjulegu fólki gengur illa að
skilja það. Það tæplar á orðun-
um, sleppir úr atkvæðum eða
slengir saman orðum. Og þetta
ágerist stöðugt. Ég hef fengizt
við unglingakennslu að meira
og minna leyti nokkra áratugi
og kennt nær því eingöngu ís-
lenzku. Ég ætti þvi að vita
nokkurn veginn hvað ég syng í
þessum efnum. Ég tel það sitt
mesta mein tungu vorrar i dag,
hversu mjög almennu tálmáli
hnignar.
Það er eins tun máiið og sjtík
dómana — þegar fundið er
læknislyf við einum sjúkdómi,
færist kannski annar í aukana.
Svo er hér. Hljóövillan gamla
og flámælgin er að mestu horf-
in. Hún heyrist varla hjá unga
fólkinu. Ef hún heyrist einhvers
staðar, þá er það hjá fólki, sem
komið er á og yfir miðjan ald-
ur. Hér ber að þakka skólun-
um, sem unnið hafa stórvirki á
þessu sviði — lika útvarpið. En
nú kemur ógreinilegur fram-
burður og óskýr talandi í stað-
inn, og er engu betri.
En hver er þá undirrót þess-
arar öfugþróunar? Hvar er or-
sakanna að leita? Ég svara af-
dráttarlaust: Heimilin og skól-
arnir bera höfuðsökina Sök
skólanna er þó að mínum dómi
drjúgum þyngri, þvi að mörg
heimilin vita ekki, sökum fá-
vízku og menntunarskorts, hvað
þau eiga að gera. En þá eru
það skólarnir, þeir ættu þó að
vita, hvað þeim ber að gera í
þessum efnrnn. En þeir gera
það bara ekki, og skal að því
vikja síðar í þessurn pístii.
Á mörgum heimilum er full-
orðna fólkið furðu hirðulaust
um að segja börnunum til um
réttan framburð og rétt mál.
Til þess þarf ekki alltaf mikinn
skólalærdóm eða þekkingu.
Aldrei er svo, að fullvaxinn
maður hafi ekki, að öllu eðli-
legu .víðtækari þekkingu en
barn. Vingjarnlegar bending-
ar, bornar fram með hógVæ'rð
og þolinmæði eru oft bezti skól
inn í móðurmálinu. Auk þess
eru fjölskylduböndin lausari
nú en áður og heimilislífið los-
aralegra. Feðurnir vinna und-
antekningarlítið utan heimilis,
mæðumar stundum líka. Börn-
in umgangast fullorðna fólkið-
mun minna nú en fyrr á árum.
Þnu eru í skólum og úti við
mestan hluta dagsins, stund-
um á götunni langtímum sam-
an. Og hinn óvandaði fram-
burður, sem við erum að minn-
ast á, er ósvikið götumál, ef til
vill byrjun á hliðstæðri múg-
mállýzku þeim, sem rótfestar
eru í mörgum milljónaborgum
erlendis, sbr cockney-ensku
(þið munið eftir Elisu í My Fair
Lady) .... Og fáir eru svo
heppnir nú á dögum að nema
tært alþýðumál af vörum marg-
fróðrar ömmu, eins og Halldór
Kiljan .... Þvi miður bregðast
mörg heimili skyldu sinni í því
að leitast við af fremsta megni
að gera börn sín sæmilega tal-
andi. Þar brestur líka oft á
skilninginn á því, hve mikið
gildi það gefur lífinu að geta
talizt siðmenntaður maður. Það
verður að koma þeirri sann-
færingu inn í alla, í hvaða þjóð-
félagsstétt sem þeir eru, að sú
manneskja getur ekki talizt sið-
fáguð, sem ekki talar fallega,
og að sá maður er sannkallað-
ur slordóni, sem misþyrmir
móðurmáli sínu, enda þótt hann
kunni að vera fínt klæddur, aki
í lúxusbil og éti þorramat á
Naustinu .... Og sérhver sóma
kær móðir
I
# §§$
. rií: '
ætti að setja
markið svo
hátt, að börn
hennar geti
sxðar á ævinni
tekið undir með
Einari Ben. er
hann yrkir til
móður sinnar:
XWWWWWWWWWWWWmWWlMÍWIWWWIWWWWMM WWWWWW** ****
92 auNNUÞAGSBLAP v A