Morgunblaðið - 31.12.2004, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.2004, Page 4
VIÐAR Janusson lét af störfum fyrir aldurs sakir eftir áratuga langt starf á Morgunblaðinu í gær, sjötugur að aldri. Viðar, sem lærði til prentara á sjötta áratugnum, hóf störf sem prentari hjá Morgunblaðinu í Að- alstrætinu árið 1967. Þar starfaði hann þar til prentsmiðjan flutti sig um set í Skeifuna snemma á átt- unda áratugnum og starfaði hann þar til ársins 1980. Frá 1980 til 1987 tók Viðar sér „langt mat- arhlé“, eins og hann orðar það sjálfur, frá Morgunblaðinu er hann hóf störf hjá öðru fyrirtæki. „Mér fannst allan tímann vanta spennuna sem fylgir blaða- prentun,“ segir Viðar varðandi þann tíma sem hann var fjarver- andi frá Morgunblaðinu. Viðar hóf svo störf á nýjan leik á Morgunblaðinu árið 1987, en þá hafði prentsmiðjan verið flutt í Kringluna 1. Hann hefur verið starfandi á blaðinu samfleytt frá þeim tíma, fyrst sem prentari og svo sem lagermaður frá árinu 1997. Viðar segir það hafa verið einna mest spennandi og skemmtilegast við þann tíma sem hann starfaði hjá Morgunblaðinu hve miklar tæknibreytingar hafi átt sér stað í tengslum við blaðaprentunina. „Maður byrjaði í Árbæjarsafni,“ segir Viðar hlæjandi og þá á hann við fyrstu prentvélina sem hann starfaði við í Aðalstrætinu, en sú vél hafði einungis þrjá takka að hans sögn. Síð- an þá hafi tækninni fleygt fram og það sé af sem áður var. Vélarnar í dag séu ekki samanburð- arhæfar við þær eldri. Viðar kveðst kveðja Morgunblaðið með góð- ar minningar í fartesk- inu. Þar hafi hann kynnst góðu fólki sem hann hafi notið þess að starfa með í gegnum tíð- ina. Aðspurður hvað taki nú við segist Viðar ætla að njóta þess að fara seinna á fætur með eig- inkonunni sem einnig hefur látið af störfum, auk þess að grúska í áhugamáli sínu sem sé prentvélar. En Viðar á nokkrar slíkar sjálfur. Morgunblaðið þakkar Viðari löng og farsæl störf við blaðið og sendir fjölskyldu hans hlýjar kveðjur. Lætur af störfum hjá Morgunblaðinu eftir áratuga starf Fyrsta prentvélin hafði bara þrjá takka Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðar Janusson hóf störf á blaðinu 1967. 4 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EIN deild í leikskólanum Sólhlíð verður lokuð í a.m.k. eina viku vegna elds sem kviknaði í neyðarútgangs- ljósi í skólanum snemma í gærmorg- un. Umtalsverðar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts en enginn varð fyrir meiðslum enda skólinn mann- laus. Í byrjun nóvember kviknaði eldur út frá samskonar ljósi í Borg- arholtsskóla, sem er framhaldsskóli í eigu ríkisins. Ljósið var innkallað af heildsala í október sl. og hafa rúm- lega 70 ljós skilað sér en um 30 ljós eru enn í notkun. Leikskólinn var lokaður í gær. El- ísabet Auðunsdóttir leikskólastjóri Sólhlíðar segir að eldurinn hafi kviknað á deild fyrir yngstu börnin en þar var pláss fyrir 18 börn. Á meðan deildin verður lokuð munu foreldrarnir gæta barnanna. Lamparnir sem um ræðir eru frá spænska framleiðandanum Daisa- lux. Á heimasíðu Löggildingarstofu segir að nokkrir brunar hafi orðið hér á landi af völdum lampa af þess- ari gerð. Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu tók þá til rann- sóknar og í kjölfarið tók framleið- andinn þá til einnig rannsóknar. Sú rannsókn leiddi í ljós að lampar sem framleiddir voru á árunum 1998 og 1999 gætu verið með gölluðum þétti sem valdið gæti bruna. Framleiðslu- númerin eru á bilinu 43.843-77.821. Lamparnir hafa verið innkallaðir og sér söluaðili þeirra hér landi, S. Guðjónsson, um að kalla þá inn. Sig- urjón Sigurðsson sölustjóri segir að öllum viðskiptavinum fyrirtækisins hafi verið sent fréttabréf í október þar sem innköllunin hafi verið aug- lýst auk þess sem hringt hafi verið í kaupendur. Rúmlega 70 lampar hafi skilað sér inn af þeim um 100 sem seldust en Sigurjón segir að talið sé að um helmingur lampanna sé gall- aður. Allur kostnaður við að skipta um lampana er greiddur af S. Guð- jónssyni sem fær kostnaðinn endur- greiddan af framleiðanda. Einar H. Skúlason tæknifræðing- ur hjá Fasteignastofu Reykjavíkur- borgar segir að upplýsingar um göll- uðu lampana hafi ekki borist til borgarinnar svo hann viti til. Vænt- anlega hafi seljandi haft samband við verktaka sem hafi séð um fram- kvæmdir við byggingar borgarinnar. Þessir verktakar hafi keypt lampana en ekki borgin. Einar segir að auð- vitað hefði verið betra að vita af þessum galla og það þurfi að tryggja að slíkar upplýsingar berist til réttra aðila. Eldur í leikskóla út frá gölluðu neyðarljósi Áður hafði kviknað í Borgarholtsskóla ÁRIÐ 2004 reyndist bæði hlýtt og hagstætt í veðurfarslegu tilliti, að mati Trausta Jónssonar veðurfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands. Hann hefur tekið saman bráðabirgða- yfirlit tíðarfars ársins 2004. Árið í ár reyndist um hálfu stigi kaldara en árið 2003, en var engu að síður fimmta til áttunda hlýjasta ár í flestum landshlutum frá upp- hafi mælinga. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 40–50 ár aftur í tímann til að finna jafn hlý ár. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar sem hiti er yfir meðallaginu 1961 til 1990, en á Akureyri hið sjötta, að því er fram kemur í yf- irlitinu. Sé meðalhiti síðustu fimm ára í Reykjavík reiknaður, kemur í ljós, að þetta er hlýjasta fimm ára tímabil sem vitað er um frá upphafi samfelldra mælinga. Hið sama á við um síðustu fjögur, þrjú og tvö árin tekin saman. Aðeins vantar 0,2°C upp á að síðustu tíu árin nái fyrra hlýjasta tíu ára tímabili hvað hita snertir. Meðaltal síðustu fimm ára á Akureyri er einnig hærra nú en vitað er um áður, en meðaltal ár- anna 1933 og 1934 er lítillega hærra en meðaltal 2003 og 2004 þar. Hitabylgjan í ágúst síðastliðnum þykir mjög óvenjuleg. Hennar gætti einkum um sunnan- og vest- anvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig hinn 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yf- ir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Á Egilsstaða- flugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig hinn 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Morgunblaðið/Árni Torfason Hitabylgjan í ágúst sl. líður landsmönnum sennilega seint úr minni. Naut- hólsvíkin var þéttsetin dag eftir dag og sólbrúnkan lét ekki á sér standa. Fimm óvenju hlý ár í röð SAMKVÆMT tilkynningu frá Heklu hf. til Kauphallarinnar hefur Tryggingamiðstöðin selt 33,3% eignarhlut sinn í Heklu. Kaupandi var Herðubreið ehf. sem fyrir var meirihlutaeigandi í félaginu. Kaup- verðið er ekki gefið upp en í tilkynn- ingu er tekið fram að TM hafi hagn- ast á viðskiptunum. Eftir þessi viðskipti er eignarhald Herðubreiðar í Heklu orðið um 90% að sögn Tryggva Jónssonar for- stjóra Heklu og eiganda Herðu- breiðar. Að hans sögn stendur enn- fremur til að kaupa þau 10% sem eftir eru. Viðræður séu hafnar við Skarðsheiði ehf. sem er í eigu Odda hf. og Straums fjárfestingarbanka hf. um kaup á hlut 10% hlut Skarðs- heiðar. Afkomuviðvörun TM Tryggingamiðstöðin hf. hefur gef- ið út afkomuviðvörun samkvæmt frétt á vefsetri Kauphallar Íslands. Ástæða þess er, auk sölunnar á Heklu, sala félagsins á 9,22% hlut í Straumi fjárfestingarbanka hf. í byrjun desember. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og fáist það er gert ráð fyrir að hagnaður TM á árinu verði um 2 milljarðar króna. Herðubreið kaupir 33,3% í Heklu Tryggingamiðstöðin selur en Herðubreið á nú 90% hlutafjár DRÖFN Þóris- dóttir tók við starfi markaðs- stjóra Eddu út- gáfu hf. í gær, en fráfarandi mark- aðsstjóri er Hrannar B. Arn- arsson. Dröfn hefur gegnt stöðu útgáfustjóra Vöku-Helgafells undanfarin misseri og mun hún halda því áfram meðfram starfi markaðsstjóra. „Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Dröfn í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur áður komið að markaðs- málum innan fyrirtækisins. Aðspurð hvort ekki verði erfitt að gegna stöð- um sem tvær manneskjur hafi áður gegnt, svarar Dröfn að tíminn muni leiða það í ljós. „Þessu er ráðstafað svona núna og við mun- um nota fyrstu mánuði ársins til að þróa þetta áfram.“ Dröfn segist horfa björtum augum til framtíðarinnar enda hafi allar áætlanir fyrir jólin staðist. Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu, segist ánægður með ráðningu Drafnar. „Ég stóð að ráðningu Drafnar sem útgáfustjóra Vöku- Helgafells. Hún hefur staðið vel und- ir þeim væntingum og treysti henni fyllilega til þessa starfs.“ Dröfn ráðin markaðsstjóri Eddu Hrannar B. Arnarsson Dröfn Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.