Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HEILDARAFLI skipa Samherja hf. á árinu 2004 nam um 103 þúsund tonnum. Uppsjávarafli (síld, loðna og kolmunni) nam samtals um 74 þúsund tonnum og botnfiskafli á heimamiðum var samanlagt um 23.200 tonn á árinu. Heildarverðmæti landaðs afla á árinu 2004 nemur ríflega 5 milljörðum. Þorskafli á heimamiðum nam alls um 11.500 tonnum. Af þessum þorsk- afla var ríflega 8.000 tonnum landað ferskum til vinnslu í starfsstöðvum fé- lagsins á Dalvík og Stöðvarfirði. Síld- arafli á heimamiðum nam samtals um 16 þúsund tonnum og voru 98% aflans unnin um borð í Vilhelm Þorsteins- syni EA og Baldvini Þorsteinssyni EA. Loðnuafli var samtals um 31 þús- und tonn, en sjófryst voru rúm 10 þúsund tonn á loðnuvertíðinni síðast- liðinn vetur. Skip félagsins veiddu samtals rúm 5 þúsund tonn af úthafskarfa. Þá voru veidd tæp 20 þúsund tonn af norsk- íslenskri síld, 7 þúsund tonn af kol- munna og 1.500 tonn af þorski í Bar- entshafi. Afli og aflaverðmæti Afli Björgúlfs á árinu nam samtals um 5 þúsund tonnum og var verðmæti aflans um 500 milljónir króna. Út- haldsdagar voru 284 og afli á úthalds- dag því ríflega 17,5 tonn. Verðmæti á úthaldsdag nam um 1,7 milljónum króna. Skipið var frá veiðum í um fimm vikur á árinu vegna viðhalds. Afli Björgvins EA á árinu 2004 nam um 5.100 tonnum, að verðmæti ríflega 530 milljónir króna. Úthaldsdagar Björgvins voru 279 og afli á úthalds- dag því um 18,2 tonn og verðmæti á úthaldsdag um 1,9 milljónir. Skipið var frá veiðum í um fjórar vikur á árinu vegna viðhalds. Hluta úr árinu var skipið gert út á frystingu og ísfisk samhliða og síðustu mánuði eingöngu á ísfisk. 9.300 tonn. Stór hluti loðnuaflans, eða um 60%, var frystur um borð. Verð- mæti heildaraflans nam samtals 760 milljónum (fob/cif) og voru úthalds- dagar alls 274. Afli Vilhelms Þorsteinssonar EA nam samtals um 51 þúsund tonnum á árinu 2004. Verðmæti aflans nam alls um 1.550 milljónum (cif-verðmæti) og voru úthaldsdagar skipsins 336. Afli á úthaldsdag nam því ríflega 151 tonni, að verðmæti um 4,6 milljónum króna. Samtals veiddust 13.200 tonn af ís- lenskri síld og 19.200 tonn af norsk- íslenskri síld, en alls voru um 16.500 tonn af síldarflökum unnin um borð í skipinu. Þá veiddust rúmlega 15.200 tonn af loðnu og voru um 32% aflans fryst um borð. Einnig veiddust 2.500 tonn af kolmunna og um 500 tonn af karfa og grálúðu. Oddeyrin EA veiddi 7.000 tonn af loðnu, að verðmæti 50 milljónir króna og Akrabergið var 1.800 tonn, að verðmæti 220 milljónir. Afli Akureyrar EA á árinu 2004 nam samtals rúmum 5.600 tonnum og var verðmæti aflans um 610 milljónir. Úthaldsdagar ársins voru 307 og afli á úthaldsdag því um 18,3 tonn. Verð- mæti á úthaldsdag var nálægt tveim- ur milljónum króna. Skipið var aðal- lega gert út á ísfisk á árinu en var hluta ársins á frystingu. Afli frystitogarans Víðis nam á árinu 2004 samtals 7.100 tonnum. Verðmæti aflans nam alls um 810 milljónum króna (cif). Úthaldsdagar ársins voru 307 og var afli á úthalds- dag því rétt um 23 tonn. Verðmæti á úthaldsdag var rúmar 2,6 milljónir. Afli á úthaldsdag var um 23 tonn og verðmæti á úthaldsdag um 2,5 millj- ónir. Afli Baldvins Þorsteinssonar EA nam á árinu 2004 rúmum 20 þúsund tonnum, þar af var bolfiskur, karfi og grálúða um 1.600 tonn, úthafskarfi um 2.200 tonn, síld um 3.200 tonn, kol- munni um 4.200 tonn og loðna um Skip Samherja fiskuðu fyrir 5 milljarða króna Morgunblaðið/Kristján Aflasæld Vilhelm Þorsteinsson skilaði mestum verðmætum á land af skip- um Samherja og líklega er Vilhelm með mest aflaverðmæti allra skipa, þrátt fyrir að veiða nær eingöngu uppsjávarfisk. Alls var Vilhelm með 51.000 tonn að verðmæti 1.550 milljónir króna. ÚR VERINU                   &'( )!* +(  )!* +! , %$ & + )%  -% % .+ % /% % -%  0  0 '  1 ,* 1*%   23 , 2!! , %$ 4!   ! -%  !  *,% 5$ 673% 8% . !% /9:%,7!%% ;<3 , 2- 2!= 2!!%  2 !  353$ >%  >5% % ?%%! % 67! @2:  !"#$ % &!!    A5,, /% 9 -%  >:: $&'() BCAD 29 ($(                 @           @  @    @ @ @ @ + 5%  5 ($(  @ @ @   @ @ @ @  @  @ @ @ @ @ @ @ @   @ @ @ @ @ E FG E @ FG E  FG E  FG @ @ E  FG E FG E @ FG E  FG E @  FG @ E @ FG E FG E @ FG @ @ E FG @ E @FG @ E FG E FG E  FG @ E  FG @ @ E FG E FG @ @ @ @ @  (* % > 9   .!* 2  $ $ $ $  $ $ $ $ $ $ $ $ $  $ @ $ $ $   $ $ $  $ $ $ $ $ $ $  @ $$ @ $ $ $  @ @ @ @              @ @                               @                ?* 9 "#$ $ &> $ H &3!!% ,   (*    @        @ @    @ @ @ @ &> $@ I( ! 3 %   ! 3!, &> $@ 25     ,  5 ! 3 ! % &> $@ 53!! !% ( J = .!*"% +#%% 3$  %% &> $@ 2,7% =% 3 ! "5 !% ( + )%  3$    =  !%  %% + )%  3$ SÓLON R. Sigurðsson, annar tveggja forstjóra KB banka, lætur af störfum hjá KB banka nú um áramótin. Sólon hefur starfað í 43 ár í bankageiranum. Hann byrjaði tæplega tvítugur að aldri hjá Lands- banka Íslands þar sem hann starfaði í 21 ár, síðast sem útibússtjóri á Snæfellsnesi. Árið 1983 hóf hann störf sem forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Búnaðarbanka Íslands og varð um leið aðstoð- arbankastjóri bankans. Því starfi gegndi hann í sjö ár. Árið 1990 varð Sólon bankastjóri Búnaðarbank- ans. Við sameiningu Búnaðarbankans og Kaup- þings í maí 2003 varð Sólon annar af tveimur bankastjórum KB banka. „Ég er mjög sáttur við að hætta núna,“ segir Sólon á þessum tímamótum. „Ég setti mér það markmið þegar ég varð bankastjóri að hætta eftir 15 ár. Að því er nú komið.“ Morgunblaðið/Jim Smart Kveður Sólon R. Sigurðsson, fráfarandi banka- stjóri KB banka, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, kveðjast innilega í kveðju- hófi með starfsmönnum bankans sem haldið var Sóloni til heiðurs í gær. Sólon R. Sig- urðsson lætur af störfum ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI með hlutabréf voru mikil í gærdag, sem var síðasti viðskipta- dagur ársins 2004. Velta hlutabréfa nam alls 10,6 milljörðum króna í 605 viðskiptum. Mest viðskipti voru með hlutabréf í KB banka fyrir 2,1 milljarð króna og SH fyrir 2 milljarða. Auk þess námu viðskipti með hlutabréf í Íslands- banka, Hraðfrystistöð Þórshafnar, SÍF og Landsbanka Íslands í kringum 1,2 milljörðum króna í hverju félagi fyrir sig. Verð hlutabréfa í Hraðfrystistöð Þórshafnar hækkaði mest, um 41,5%, Þormóður rammi – Sæberg hækkaði um 6,3% og Trygginga- miðstöðin um 5,2%. Mest verðlækk- un varð á hlutabréfum í Granda, um 3,1%. Þá lækkaði Össur um 2,6% og Og Vodafone um 2,4%. Lítil breyting varð á úrvalsvísitölu fimmtán veltumestu fyrirtækja í Kauphöllinni en hún hækkaði um 0,24% í gær og er nú 3.360 stig. Gengi krónunnar lækkaði í miklum viðskiptum í gær um 0,1% í 113 stig. Mjög mikil velta var á millibanka- markaði með gjaldeyri eða 12 millj- arðar króna. Gengi dollars fór í 61,3 krónur, samkvæmt Íslandsbanka. 10,6 milljarða hlutabréfaviðskipti VERÐMÆTI tuttugu hluta stofnfjár í SPRON hefur aukist úr 700 þúsund krónum í 5,6 milljónir síðan í júní 2002. Þetta kom fram í máli Péturs H. Blöndal fráfarandi stjórnarformanns í SPRON á fundi stofnfjáreigenda í gær. Er hér um áttföldun á verðmæti bréfanna að ræða miðað við uppreikn- að stofnverð. Pétur sagði verkefninu sem lagt var upp með nú lokið, þ.e. að nú gætu stofnfjáreigendur, sem það vildu, selt stofnfé sitt á viðunandi verði. Upplýsti hann á fundinum að sjálfur hefði hann selt stofn- bréf sín í SPRON. Tæplega 60% stofnfjár í sparisjóðnum hafa ver- ið seld fyrir um 2,2 milljarða króna síðan mark- aður hófst með stofnbréf í lok september. Hvatti Pétur stofnfjáreigendur í öðrum sparisjóðum til að sameinast um viðlíka breytingar á samþykkt- um og að kjósa sér hliðholla stjórn. Hið sama ættu „eigendur“ mjólkurbúa, kaupfélaga, bændahalla o.s.frv. að gera. Pétur sagði að rekstur íslenskra fjármálastofn- ana mætti vera betri. „Hagnaður þeirra er ekki kominn frá rekstri, hann myndast aðallega af gengishagnaði. Það er svo sem ágætt að skila miklum hagnaði en reksturinn verður að standa undir sér. Þessu verður bankakerfið að breyta,“ sagði hann. Fráfarandi stjórn SPRON sagði Pétur að hefði einbeitt sér að því að bæta hag stofnfjáreigenda og ný stjórn mundi væntanlega snúa sér að rekstri og stöðu sparisjóðanna almennt. Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa Hildur Petersen, formaður, Erlendur Hjaltason, Ari Bergmann Einarsson, Gunnar Gíslason og Ás- geir Baldurs. Jafnframt var samþykkt að heimila rafræna skráningu á stofnfjárbréfum í SPRON og veðsetningu stofnfjár. Áttföldun á verði stofn- fjárbréfa í SPRON Morgunblaðið/Þorkell Hreint borð Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, sagði nýja stjórn taka við góðu búi þar sem stefndi í metafkomu SPRON á þessu ári, auk þess sem rekstur SPRON hefði verið stöðugur og stigvaxandi á síðustu árum. „Vissulega hefur mikið gengið á á sl. tveimur og hálfu ári en ég hef trú á að nú séu allir sáttir og stjórnin komi að hreinu borði. Nýrrar stjórnar bíður það heillandi verkefni að vinna að uppbyggingu SPRON í ná- inni framtíð,“ sagði Hildur á fundinum í gær. ; K 2LM    %& & F F >2A N&O   ' & %& F F C&C 10O  & %& F F . O ;   %& %& F F BCAO NP 8%   ' %& (& F F

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.