Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
STJÓRNVÖLD í Indónesíu skýrðu
frá því í gær að staðfest manntjón
þar í landi eftir jarðskjálftann og
flóðbylgjuna sl. sunnudag væri um
80.000. Langflestir fórust í Aceh-
héraði á norðvesturhluta Súmötru.
Þá hækkaði tala látinna í Sri Lanka í
gær og er nú um 29.000 en nærri
fimm þúsund manns er enn saknað.
Nærri 2.400 að minnsta kosti létu líf-
ið í suðurhluta Taílands og yfir sex
þúsund manns er saknað, liðlega
helmingur þeirra er úr röðum er-
lendra ferðamanna.
Alls var í gær vitað með vissu um
119.000 manns sem týndu lífi við
Indlandshaf auk þess sem mörg þús-
und manna er saknað. Mörg hundr-
uð þúsund slösuðust og allt að fimm
milljónir manna hafa misst heimili
sitt. Milljónir manna skortir brýn-
ustu nauðsynjar til að lifa af, að sögn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO, í gær.
Tala látinna í Indónesíu hækkaði
skyndilega þegar nýjar upplýsingar
bárust frá hafnarborginni Meulaboh
í vesturhluta Aceh en björgunar-
menn komust ekki til bæjarins fyrr
en í gærmorgun. Talið er að um
10.000 lík geti verið grafin í aur í
Meulaboh. Enn skolar líkum á land á
háflóði víða á ströndum Súmötru.
Neyð á Andaman og Nicobar
Að minnsta kosti 11 þúsund
manns fórust á Indlandi og þar er
enn margra þúsunda saknað. Óttast
menn að allt að 10.000 lík séu grafin í
leðju á Andaman-eyjum og Nicobar-
eyjum sem eru á Bengalflóa,
skammt frá skjálftamiðjunni, og
urðu illa úti á sunnudag.
Að sögn björgunarmanna verða
margir eyjarskeggjar að draga fram
lífið á safa úr kókoshnetum einvörð-
ungu. Bryggjur hafa víða horfið í
flóðinu og gerir það hjálparstarf enn
erfiðara en ella. Mohammed Yusef,
sextugur sjómaður á einni eynni,
Car Nicobar, sagði að 15 þorp á
strönd hennar hefðu eyðilagst. „Allt
er farið. Flest fólkið er flúið upp í
fjöllin og þorir ekki að koma aftur,“
sagði hann. Íbúarnir sögðu að til að
kóróna allt hefði fjöldi krókódíla bor-
ist með flóðinu inn í landið. Tugir eft-
irskjálfta hafa orðið á svæðinu og
eldgos á einni eyjunni í gær en ekki
mun hafa orðið neitt manntjón.
Öll dauðsföll af völdum hamfar-
anna í Indónesíu urðu á eynni Súm-
ötru sem er vestast í landinu. Mikill
skortur er á svæðinu og óttast er að
sjúkdómar kunni að breiðast þar út.
Rotnandi lík eru víða innan um brak
og hálffallin hús.
Birgðir af mikilvægum neysluvör-
um og eldsneyti eru á þrotum en víða
er erfitt að varpa hjálpargögnum úr
flugvélum til nauðstaddra vegna
kletta og fjallstinda sem umlykja
bæina. „Hér er hvergi mat að fá.
Okkur vantar hrísgrjón. Við þurfum
lyf. Ég hef ekki borðað neitt í tvo sól-
arhringa,“ sagði kona í borginni
Banda Aceh. Að sögn embættis-
manna er einnig skortur á hæfu
hjúkrunarfólki á svæðinu, margt af
því hefur farist, annað er vart starf-
hæft eftir að hafa misst ástvini sína.
Flugvellir eru ekki margir á þessum
slóðum og sums staðar hafa þeir sóp-
ast burt í flóðinu. Jafnvel sjúkrabif-
reiðum er skammtað bensín og lang-
ar raðir við bensínstöðvar.
Uppbygging hafin á Phuket
Í Taílandi fara nú fram mestu
björgunaraðgerðir í sögu landsins og
þegar er byrjað að byggja upp
mannvirki á ferðamannaeyjunni
Phuket. Björgunarmenn og réttar-
læknar keppa nú við tímann og
reyna að finna fólk sem kann að hafa
lifað af og bera kennsl á lík hinna
látnu sem rotna hratt og verða oft
óþekkjanleg. Víða er skýrt frá því að
íbúar á hörmungasvæðunum leggi
sig fram um að hjálpa nauðstöddum,
veiti þeim húsaskjól og deili með
þeim mat og vatni. „Ég heyrði að
þeir þyrftu hjálp og þess vegna kom
ég,“ sagði tvítugur Taílendingur,
Sangitan Senaphan, sem er nú sjálf-
boðaliði á sjúkrahúsi í Phuket.
Ljóst þykir nú að þúsundir vest-
rænna og annarra erlendra ferða-
manna hafi týnt lífi, margir þeirra í
Taílandi. Auk þúsunda Norður-
landabúa er enn saknað um 1.250
Austurríkismanna, rúmlega þúsund
Þjóðverja, 850 Svisslendinga, um
700 Ítala, 560 Frakka, 720 Nýsjá-
lendinga og um 400 Hong Kong-búa
auk hundraða manna frá öðrum
löndum. Því lengri tími sem líður án
þess að heyrist frá fólkinu þeim mun
meiri líkur eru taldar á að það sé lát-
ið.
„Ég heyrði
að þeir
þyrftu hjálp“
Margir íbúar á flóðasvæðunum
sýna náungakærleik í verki Allt að
fimm milljónir eru heimilislausar
Manntjónið langmest á Súmötru
Banda Aceh, Genf, Nýju Delhi, Colombo. AP, AFP. Reuters
Íbúi í Banda Aceh í Indónesíu á leið fram hjá líki eins fórnarlambs hamfaranna á sunnudag. Vaxandi skortur er á
ýmsum nauðsynjum í Aceh-héraði og mun sums staðar vera slegist um hreint vatn og mat.
!"#$
%$"
#
&
!
' ( ) '( *
+
,
&
&
*#("(+, -.'
.$ $ 9$ 9 !%%!
0
, E G
9 &% %@
5,%!
2
% !
!!
5 75,!%%
&% %@
5,
/0( Q
)9
,7%
% !
5,!
B;N/&;N
11
2JB /&;.&
2 B;NI;A2-&
2,
,
>&-/&;N
R
RR
0%%,7% (
%% 9 +%
3 &!!@&9! 09! 05%
>
%% B% % 3: (
% %%,7% &% %@
5,!
;7@
5,
STJÓRNVÖLD í Svíþjóð og Noregi hafa
ákveðið að morgundagurinn, nýársdagur,
skuli vera dagur þjóðarsorgar í löndunum
tveimur. Enn var óljóst í gær hversu margra
Svía er saknað á hamfarasvæðunum við Ind-
landshaf en forsætisráðherra Noregs staðfesti
að 430 norskra ríkisborgara væri leitað. Yf-
irvöld í Danmörku og Finnlandi segja að enn
sé yfir 400 Dana og um 260 Finna saknað á
flóðasvæðunum.
Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni fyrir að
hafa verið öldungis óviðbúin og hafa vanmetið
fjölda Svía á hamfarasvæðunum. Þá verður
Leila Freivalds utanríkisráðherra fyrir vax-
andi gagnrýni. Fullyrt var í gær í Aftonbladet
að 31 stund hefði liðið frá því að henni var gerð
grein fyrir harmleiknum þar til hún mætti til
starfa. Um kvöldið á sunnudeginum þegar um-
fang hamfaranna var að renna upp fyrir mönn-
um fór hún í leikhús, að sögn Aftonbladet.
Sjálf segist Freivalds hafa unnið heiman frá
sér og ávallt hafi verið unnt að ná í hana í síma.
Hugsanlegt að fleiri en
þúsund Svíar hafi týnt lífi
Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar,
sagði í gær hugsanlegt að meira en 1.000 Svíar
hefðu týnt lífi í náttúruhamförunum. Hann
staðfesti að nú væri vitað um 44 sænska rík-
isborgara sem farist hefðu. „Þessi tala mun
örugglega hækka,“ bætti hann við. Sagði ráð-
herrann að hundruð Svía kynnu að hafa týnt
lífi og í versta falli ræddi þar um „meira en
þúsund“ sænska borgara. Að sögn utanrík-
isráðuneytisins er um 2.500 Svía enn saknað.
Að sögn Aftonbladet gæti það tekið vikur og
jafnvel mánuði að bera kennsl á hina látnu. Í
frétt blaðsins í gær kom fram að DNA-sýni
hefðu verið tekin úr líkamsleifum sem fundist
hefðu í Taílandi og væri ætlunin að bera þau
sýni saman við önnur sem tekin yrðu úr ætt-
mennum þeirra sem saknað er.
Fánar verða dregnir í hálfa stöng á öllum
opinberum byggingum á morgun og sagði í yf-
irlýsingu frá Göran Persson, forsætisráðherra,
að stjórnvöld færu fram á að hið sama gerðu
landsmenn allir. „Þetta er líklega skelfilegasti
harmleikur vorra tíma og áhrifa hans í þjóðlífi
Svía mun lengi gæta,“ sagði Persson.
Vilja ekki fara heim á
meðan ástvinir eru ófundnir
Nokkuð hefur borið á því að Norðmenn sem
slösuðust í Taílandi neiti að halda heim og vilji
þess í stað halda áfram leit að sínum nánustu.
Dagblaðið VG greindi frá þessu í gær. Prest-
urinn Stein Vagen, sem er staddur á eyjunni
Phuket í Taílandi, segir að þar sé að finna slas-
aða Norðmenn og sjúka sem þurfi að komast
heim. Margir séu og í sýkingarhættu en þetta
fólk vilji ekki fara heim til Noregs á meðan
ættingja þeirra og vina sé enn saknað. Segir
presturinn þetta eðlileg sorgarviðbrögð.
„Við stöndum frammi fyrir óskiljanlegum
harmleik sem vex sífellt að umfangi,“ sagði
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Nor-
egs í gær. Hann kvaðst hafa rætt við hinn
sænska starfsbróður sinn en þjóðarsorg verð-
ur sömuleiðis í Noregi á nýársdag.
Í máli Bondevik kom fram að staðfest hefði
verið að 21 Norðmaður hefði týnt lífi í nátt-
úruhamförunum við Indlandshaf. 430 norskra
ríkisborgara væri saknað. Þar ræðir um fólk
sem vitað er að var á hamfarasvæðinu og ekk-
ert hefur spurst til. Norsk stjórnvöld upplýsa
að 5.730 Norðmenn hafi verið í Taílandi þegar
ósköpin riðu yfir.
Norski forsætisráðherrann vék og að þeirri
gagnrýni sem stjórnvöld hafa sætt vegna
meintra slælegra viðbragða við ástandinu.
Lagði hann áherslu á að norsk stjórnvöld
hefðu aldrei staðið frammi fyrir viðlíka verk-
efni. Hann kvaðst skilja afstöðu þeirra sem
gagnrýndu ríkisstjórnina eftir að hafa lent í
þvílíkum hörmungum og hafa orðið fyrir miklu
áfalli. Á þær raddir yrðu stjórnvöld að hlusta.
Yfir 400 Dana og 240 Finna enn saknað
Enn er um 240 finnskra ferðamanna saknað
í Taílandi og vonir um að þeir komi fram á lífi
fara dvínandi að sögn Hufvudstadsbladet. Á
miðvikudag komu fram 20 Finnar sem saknað
hafði verið í Taílandi. Tekist hefur að bera
kennsl á lík sjö danskra ríkisborgara. Að sögn
Jyllandsposten í gær er 419 Dana enn saknað
á flóðasvæðunum við Indlandshaf. Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerk-
ur, sagði í gær að tölurnar væru „skelfilegar“
en hann sagðist ekki treysta sér til að að áætla
hve margir Danir hefðu í reynd farist.
„Skelfilegasti harmleikur vorra tíma“
Þjóðarsorg á nýársdag í Svíþjóð og Noregi
Morgunblaðið/Sverrir
Sænskur hjálparbás hefur verið settur upp á Phuket-eyju í Taílandi vegna hamfaranna.
Göran Persson Kjell Magne Bondevik