Morgunblaðið - 31.12.2004, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
áætlun, en samanlagður kostnaður
við bygginguna er 1.130 milljónir
króna. Reiknað er með að laugin
verði mikið notuð til æfinga og
keppni hjá sundfélögum borg-
arinnar, auk þess sem hún verður
notuð fyrir skólasund og ung-
barnasund. Almenningur mun þó
einnig fá aðgang að lauginni, en
Kristinn segir þó að hún verði ekki
opin allan daginn fyrir almenning
líkt og útilaugin.
Anna segir að laugin komi til með
að verða sannkallaður þjóð-
arleikvangur Íslendinga í sundi, og
segir að ýtt verði á ríkið að koma
með einhverjum hætti að starfsem-
inni, eins og gert hefur verið með
þjóðarleikvanga fyrir aðrar íþrótta-
greinar.
Laugardalur | Ný 50 metra innilaug
sem verður hluti af Laugardalslaug
verður vígð sunnudaginn 2. janúar,
og voru starfsmenn að leggja loka-
hönd á ýmislegt smálegt í sundlaug-
arbyggingunni þegar litið var í
heimsókn í gær.
Laugin verður fyrsta 50 metra
sundlaugin hér á landi sem verður
lögleg fyrir allar tegundir sundmóta,
þó að fjöldi áhorfenda sem komast í
stúku uppfylli reyndar ekki lág-
markið fyrir Ólympíuleika, segir
Kristinn J. Gíslason, deildarstjóri
íþrótta og tómstunda hjá Fast-
eignastofu Reykjavíkur.
Laugin er mjög tæknilega full-
komin og er tækjabúnaður allur
sambærilegur við það besta sem
gerist í heiminum. Laugin sjálf er
51,5 metra löng og 25 metra breið,
og má skipta henni upp í tvær laugar
með færanlegri brú, eða nota hana
sem eina 50 metra laug. Það býður
t.d. upp á þann möguleika að vera
með stutta 10 metra laug fyrir ung-
barnasund, og er auk þess hægt að
hækka 10 metra hluta af botninum í
öðrum enda laugarinnar sérstaklega
fyrir það hlutverk, og jafnvel hafa
laugina heitari þar fyrir ungbörnin.
Laugin er sambyggð bæði gömlu
Laugardalslauginni, sem og líkams-
ræktarstöð World Class í Laugum,
og verður inngangurinn í nýju laug-
ina og gömlu útilaugina á sama stað,
og notaðir sömu búningsklefar.
Þetta fyrirkomulag gerir nýju sund-
laugarbygginguna mun ódýrari í
byggingu og rekstri, því ekki þarf að
búa til nýja búnings- og sturtuklefa,
auk þess sem starfsmannaaðstaða
verður öll í gömlu sundlaugarbygg-
ingunni, segir Kristinn.
Þjóðarleikvangur í sundi
Anna Kristinsdóttir, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkurborgar, segir að tekist hafi að
halda framkvæmdum á fjárhags-
Ný 50 metra innilaug í Laugardal verður vígð um helgina
Sambærileg við það besta
Morgunblaðið/Kristinn
Flókin kerfi Stefán Kjartansson, forstöðumaður Laugardalslaugar (t.h.),
ræðir við Jón Fjölni Hjartar verkfræðing um tölvukerfi laugarinnar.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
LAGÐUR var hornsteinn að endur-
reistri Glerárvirkjun við athöfn í
húsakynnum Norðurorku í gær, en
það var Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra sem það gerði. Ekki
þótti fært að hafa þessa táknrænu
athöfn við stífluna sjálfa, en stærðar
grjót sem hornsteinninn var lagður í
mun síðar verða flutt á sinn stað, í
endurreist stöðvarhús í Glerárgili.
Þegar hefur verið hafist handa
við að endurreisa Glerárvirkjun sem
er eins og nafnið gefur til kynna í
Glerá. Iðnaðarráðherra rakti í
ávarpi sínu sögu virkjunarinnar í
Glerá, en hún var starfrækt á ár-
unum 1922 til 1960 og sá Akureyr-
ingum fyrir rafmagni. Á þessu ári,
2004, er liðin ein öld frá því Thor-
vald Krabbe landverkfræðingur var
fenginn til að koma með tillögur að
rafveitu á Akureyri og var málið til
umfjöllunar í bæjarstjórn, þótti
raunar nokkuð dýrt að stífla Glerá
eða um 1700 kýrverð.
Valgerður kvaðst fagna því að
Norðurorka stæði nú fyrir því að
endurreisa virkjunina í Glerá, sem í
í hálfan annan áratug hefði verið
stærsta virkjunin hér á landi. Þá
taldi hún virkjunina hafa menning-
arsögulegt gildi, þangað gæti fólk
komið og fræðst um hvernig raf-
magnsframleiðsla færi fram. Af
þessu tilefni afhenti ráðherra for-
svarsmönnum fyrirtækisins nýtt
virkjanaleyfi fyrir Glerárvirkjun í
samræmi við ný raforkulög.
Bjarni Jónasson formaður stjórn-
ar Norðurorku sagði að tilgang-
urinn með því að endurreisa virkj-
unina væri þríþættur. Með því að
ráðast í endurbyggingu hennar nú
væri þess minnst að 100 ár eru liðin
frá rafvæðingu á Íslandi og þannig
stuðlaði fyrirtækið að minjavörslu
með framkvæmdunum, þá fengi
Norðurorka rafmagn inn á dreifi-
kerfi sitt, þó í litlum mæli væri, eða
um 220 W og loks myndi virkjunin
hafa fræðslugildi, hún myndi nýtast
við kennslu allt frá grunnskóla og
upp í háskóla.
Bjarni gat þess að Norðurorka
væri vaxandi fyrirtæki og þjón-
ustusvæði þess færi stækkandi.
Menn vildu fyrir alla muni skapa
öflugt orkufyrirtæki til mótvægis
við ámóta félög á suðvesturhorni
landsins. Í því skyni hefði verið rit-
að undir viljayfirlýsingu við hita-
veitu í Fjarðarbyggð um hugsanlegt
samstarf og samvinnu.
Við þetta tækifæri var undirrit-
aður samningur við Landsvirkjun
um kaup á orku, en hann nær til
kaupa á um 90 gW-stundum og er
til eins, þriggja, sjö og tólf ára.
Norðurorka notar rúmlega 104 gW
stundir af orku, en það sem á vantar
er keypt af Fallorku sem rekur
Djúpadalsvirkjun í Eyjafirði. „Við
höfum átt löng og góð samskipti og
ég vona að svo verði áfram,“ sagði
Óskar Árnason hjá Landsvirkjun
sem skrifaði undir samninginn fyrir
hönd fyrirtækisins. Franz Árnason
forstjóri Norðurorku kvaðst vænta
þess að samningurinn yrði báðum til
hagsbóta.
Hornsteinn lagður að
endurreistri Glerárvirkjun
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra leggur hornstein að end-
urbyggðri Glerárvirkjun í höfuð-
stöðvum Norðurorku á Akureyri.
Franz Árnason, forstjóri Norður-
orku, með „hólkinn“ sem hefur m.a.
að geyma sögu Norðurorku, eitt
eintak af Vikudegi og Akureyr-
arsíðu Morgunblaðsins í gær.
Íþróttamaður Hafnarfjarðar |
Þórey Edda Elísdóttir hefur verið
kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar
árið 2004, en hún
keppti m.a. á Ól-
ympíuleikunum í
Aþenu í sumar þar
sem hún varð í
fimmta sæti í
stangarstökki. Hún
varð einnig Ís-
landsmeistari með
FH í frjáls-
íþróttum, setti Norðurlandamet í
stangarstökki og er efst íslenskra
frjálsíþróttamanna á afrekaskrá
Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Kópavogur | Bein fjárframlög
Kópavogsbæjar til foreldra og
íþróttafélaga hækka um 100% á
næsta ári, og verður alls tæplega 44
milljónum króna veitt til málaflokks-
ins á árinu 2005.
„Þetta er jólagjöfin í ár til for-
eldra,“ sagði Gunnar I. Birgisson,
formaður bæjarráðs Kópavogs-
bæjar á fundi þar sem breyting-
arnar voru kynntar. Mest verður
hækkunin á niðurgreiðslum æfinga-
gjalda til foreldra barna á aldrinum
6-12 ára, og er gert ráð fyrir 20 millj-
óna króna aukaframlagi til foreldra.
Þeir foreldrar sem eiga barn á
aldrinum 6-12 ára verða styrktir
með 10 þúsund króna framlagi sem
rennur til niðurgreiðslu æfinga-
gjalda. Forsvarsmenn íþróttafélaga
í Kópavogi komu á fundinn, og lýstu
þeir allir yfir ánægju með þessar
breytingar. Íþróttafélögin fá einnig
aukin fjárframlög vegna iðkenda- og
starfsstyrkja vegna iðkenda á aldr-
inum 6-20 ára, en þeir styrkir eru
veittir án tillits til búsetu iðkenda.
Afreksstyrkir og aðrir styrkir til
íþrótta- og tómstundafélaga hækka
einnig. Varið verður 8,2 milljónum í
þessa styrki á árinu 2005, sem er
12% hækkun frá árinu 2004.
Gunnar segir að þetta ætti að
verða til þess að efla íþróttastarf í
bænum, og hjálpa foreldrum svo
þeir geti frekar leyft börnum sínum
að æfa íþróttir. Á næsta ári er stefnt
að því að ný íþróttamiðstöð í Sala-
hverfi verði tekin í notkun, og segir
Gunnar að innilaugin og líkams-
ræktarstöðin ættu að verða tilbúnar
í febrúar, og útilaug og íþróttahús
síðar á árinu. Hann reiknar með því
að miðstöðin verði vígð formlega í
september.
Auka útgjöld til
foreldra og félaga
Bestu skreytingarnar | Orku-
veita Reykjavíkur valdi bestu jóla-
skreytingarnar áhöfuðborgarsvæð-
inu og veitti viðurkenningar í gær.
Í ár hlutu viðurkenningar Elliheim-
ilið Grund í Reykjavík, Stekkjaflöt
16 í Garðabæ, Hjarðarland 4 í Mos-
fellsbæ, Málning hf. í Kópavogi,
Fornaströnd 5 á Seltjarnarnesi og
Grundarskóli á Akranesi.