Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 29 Á jólunum er gleði og gaman, oft sungið og vonandi hefur svo verið á flestum heimilum á Íslandi. Öll reynum við að gera áætlun um hvernig við verj- um tímanum í kringum jól og ára- mót með fjölskyldu, ættingjum og vinum. Náttúruöflin, sem und- anfarin ár hafa farið mildum hönd- um um landsmenn, settu þó ferðir og mannfagnaði úr skorðum og minntu okkur á að Ísland er enn á sínum stað á Norðurhvelinu. Þensla og framkvæmdir Þrátt fyrir þá auknu nýtingu vatns- og hitaorku sem nú er unnið að vegna stóriðjuverkefna, verðum við eftir sem áður háð náttúrufari við nýtingu sjávar og sveita. Þensl- an í þjóðfélaginu sem fylgir fram- kvæmdum og vexti stóriðju í áliðn- aði, tengist mest framkvæmdum á Austurlandi. Þá má einnig minna á að miklar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar á háhitasvæðum Suðvest- urhornsins á næstu árum til að afla orku fyrir Norðurál. Afleiðingar þess virðast ætla að bitna harkaleg- ar á landsbyggðinni en áætlanir gerðu ráð fyrir og viðurkennt er af ríkisstjórn og ráðgjöfum hennar. Hátt gengi íslensku krónunnar raskar mjög afkomu og starfsskil- yrðum sjávarútvegs og annarra út- flutningsgreina. Hækkun vaxta, verðbólga og aukin þensla sem nú vex einnig vegna aukinnar einka- neyslu sem drifin er áfram með miklum lánveitingum banka og lánastofnana, veldur nú mikilli skuldasöfnun heimila, eyðslu og auknum viðskiptahalla. Vandi útflutningsgreina Þessi veruleiki, sem nú virðist blasa við, veldur útflutningsgreinum sem eru burðarás í sjávarbyggðum og fólki sem þar býr miklum vanda. Sú þensla sem áður var nefnd í framkvæmdum, aukinni atvinnu og mikilli hækkun fasteignaverðs, sést lítt víða á landsbyggðinni sem nú verður fyrir hinum svokölluðu ruðningsáhrifum stóriðjufram- kvæmda. Hagvöxturinn sem ríkisstjórnin boðar er ekki allra í landi hér og vandséð að landsbyggðin þoli þá gengis- og vaxtastefnu sem núna er til langs tíma. Fyrirsvarsmenn sam- keppnisiðnaðar og sjávarútvegs vara við slökum starfsskilyrðum. Viðvaranir þeirra ber að taka alvar- lega ella gæti orðið atvinnubrestur í byggðum sem byggja allt sitt á hefðbundnum útflutningi. Fiskveiðar og leiguliðar Margar sjávarbyggðir standa veikt vegna þess að kvótakerfið með frjálsu framsali fiskveiðiréttinda hefur fært burtu fiskveiðiréttinn, sem útgerðin ein og sér fær að selja hvert sem er. Ríkisstjórnin vann það ,,afrek“ á þessu ári að svíkja öll sín loforð um að smábátar væru ut- an kvótakerfis og að sérstaklega yrði varinn fiskveiði- og atvinnu- réttur minni sjávarbyggða og fólks sem þar býr. Öll handverk ráðherra ganga í þá veru að fjölga fiskteg- undum sem eru kvótabundnar og gera þá sem veiðarnar stunda að leiguliðum ,,rétthafanna“. Ekkert er litið til þess að sjávarhiti við landið hefur mikið breyst og hlýnað í fjörð- um og flóum. Hlýsjór og líffræði Einstaka ,,fræðimenn“, m.a. við Háskóla Íslands, sem verið hafa ráðgjafar útgerðarsamtaka og stjórnvalda, gera því skóna að hlý- sjórinn verði bara til góðs fyrir veið- ar og vinnslu. Við slíkri spá ber að vara vegna þess að okkar verðmæt- asta fisktegund, þorskurinn, er vel syndur og sækir í kaldan sjó á fæðutíma sem er 2⁄3 til ¾ hlutar árs- ins. Þegar þorskurinn leitar til Austur-Grænlands í fæðuleit verður hann veiddur af þeim sem þar hafa veiðirétt, hvort sem um stóran eða smáan þorsk verður að ræða. Græn- lendingar munu ekki láta þorskinn éta upp rækjuna á sínum slóðum fái þeir því ráðið og ekki heldur óska eftir okkar ráðgjöf. Með hlýsjó norðan við landið og innfjarða breytist margt um framtíðarnýtingu fisks. Aldrei, síð- an undirritaður fór að fylgjast með náttúrufari, hefur verið meiri ástæða til að auka haf- og fiskrann- sóknir. Til þess eigum við góð haf- rannsóknaskip en við verðum einnig að ýta undir og efla sjálfstæðar rannsóknir vísinda og sjómanna með auknu samstarfi án þess að allri þekkingarleit í hafi sé miðstýrt af Hafrannsóknastofnun. Viðburðir ársins Heimastjórnarafmælið var svið- sett, enda 100 ár nægt tilefni. Held- ur urðu þau hátíðahöld til leiðinda okkar ráðherrum sem lögðu þær leiðir allar og vart verður framhjá því litið að ekki var forseta Íslands ætlaður staður né stund í þeim gjörðum. Enda sýndu athafnir allar, m.a. ríkisráðsfundur, að ráðherrum fannst boðun hans best ef forseti væri víðsfjarri. Voru þá snör hand- tök öll og svo snöfurmannlega unnin að varla dugði ný tækni veraldar til þess að forseta Íslands væri mögu- leg setan á þeim fundi. Mun þetta vera eitt af skipulagðari verkum ríkisstjórnar. Þessi verk um heima- stjórnarlætin ollu þó þjóðinni litlum skaða. Fjölmiðlafárið sem ríkisstjórnin hóf með fyrstu útgáfu af ,,fullkomnu lagafrumvarpi“ varð hins vegar til nokkurs skaða, enda upplag málsins og eftirfylgja öll á þann veg að stór- deilum olli. Hinu ,,fullkomna laga- frumvarpi“ varð síðan að marg- breyta og batnaði það í hvert sinn að sögn höfunda, formanna stjórn- arflokkanna. Lög voru samþykkt í 5. útgáfu fullkomleikans sem urðu þess valdandi að forseti neitaði að fara af landinu í brúðkaup. Þótti forsætisráðherra það undarlegt í meira lagi að missa af slíku brúð- kaupi. Dró nú til þess að forseti byggði á stjórnarskránni og neitaði undirskrift og vísaði málinu til þjóð- arinnar. Það þótti stjórnarliðum, einkum forsætis- og utanrík- isráðherra, slík undur og stórmerki að rétt væri að kalla Alþingi saman og stöðva þennan feril málsins. Var það gert á 60 ára afmælisdegi und- irritaðs og er merkur minnisvarði um þann ágæta dag. Allt var gleypt til baka af sömu þingmönnum og áður samþykktu og hafði í ferlinu tekist að eyða nokkrum tugum milljóna króna í ekki neitt. Að öðru leyti sleppum við sennilega skað- laust frá þessu máli ef frá er talinn starfstími sem ef til vill gat nýst til betri verka. Þetta var nú frekar á léttum nót- um enda munu sagnfræðingar síðar furða sig á málafylgju ríkisstjórnar í heimastjórnar- og fjölmiðlamál- unum. Hinir staðföstu En sama verður ekki sagt um mál sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu að samþykkja og fylgja í trássi við meirihluta þjóðar og án þingvilja, því þar var ákvörðunin ekki rædd, þ.e. Íraks- stríðið. Þeir tóku þessa ákvörðun austur í Prag, að Ísland sem aldrei vildi fara með ófriði á hendur öðr- um þjóðum né eiga beinan þátt í hernaðaraðgerðum, skyldi styðja innrásina í Írak. Áratuga frið- arstefna Íslendinga var aflögð án samráðs sem lögbundið er við utan- ríkismálanefnd Alþingis. Og ráð- herrar eru nú orðnir tví- og þrísaga um málsmeðferð alla og jafnvel upplýst að í þingflokki núverandi forsætisráðherra hafi málið aldrei verið rætt. Þær hörmungar sem ganga yfir írösku þjóðina og við berum að hluta ábyrgð á, eru hörmulegar og valda öllum sem sjá og heyra sorg í hjarta. Við eigum að segja okkur af lista þeirra viljugu og staðföstu. Ég styð að lýst verði yfir að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í mínu nafni og vona að sem flestir Íslendingar styðji þá yfirlýs- ingu. Frjálslyndi flokkurinn Starfsemi flokksins eflist á lands- vísu með aukinni þátttöku í stjórn- málastarfi á sveitarstjórnarvett- vangi, nú síðast með því að leggja lið sigursælum lista félagshyggju- fólks austur á Héraði. Við eigum fulltrúa Frjálslyndra í bæjarstjórn Ísafjarðar og á sl. ári voru stofnuð ný bæjarmálafélög Frjálslyndra á Húsavík og í Hafnarfirði, auk þess sem félög eru starfandi í Skagafirði og víðar. F-listinn á borgarstjórn- arfulltrúa í Reykjavík og hefur fengið áheyrnarfulltrúa í helstu nefndum borgarinnar. Ungt fólk, sem var á framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningar, á nú sæti í nefndum sem varamenn. Mynd- aður hefur verið vinnuhópur um borgarstjórnarmál sem hittist reglulega og ræðir borgarmálin. Ung frjálslynd, ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins, hefur starfað af fullum krafti og á aðalfundi þeirra í nóvember voru tvær ungar konur kjörnar til forystu, Kristín María Birgisdóttir háskólanemi var kjörin formaður og Ragnhildur Ragnarsdóttir tölvunarfræðingur varaformaður. Þær eru báðar 24 ára. Dagana 4.–5. mars nk. verður Landsþing flokksins haldið í Reykjavík, en það mótar stefnu flokksins bæði á almennum, breið- um grundvelli, jafnt sem í ein- stökum málaflokkum. Mismunun Sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur framfylgt frá kosningum í skatta- og velferðarmálum, hefur verið mjög í andstöðu við þær áherslur sem við í Frjálslynda flokknum höf- um viljað hafa. Í fyrstu fjárlögum, haustið 2003 voru auknar álögur á landsmenn um 3 milljarða króna, en skattar lækkaðir sérstaklega hjá þeim sem greitt höfðu hátekjuskatt. Nú í haust birtust skattalækkunará- formin í heild til þriggja ára og enn er lækkaður hátekjuskattur og felldur niður með öllu 2006. Jafn- framt er farin sú leið að lækka skattprósentu sem kemur best út fyrir þá sem hæst hafa launin. Þessi útfærsla er í algjörri andstöðu við þá jöfnunarleið sem við vildum fara: að hækka persónuafsláttinn og létta þannig skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin eða eru á elli- og ör- orkulífeyri. Undir þær áherslur Frjálslynda flokksins hafa bæði ASÍ og samtök aldraðra og öryrkja tekið sérstaklega. Enn á ný er síðan verið að auka gjaldtöku á þegna óháð tekjum, nú síðast í heilbrigðiskerf- inu. Breytinga er ekki að vænta meðan þessi ríkisstjórn heldur völd- um. Þess vegna verður að setja hana af, allt annað er ávísun á aukið misrétti og tekjumun þegnanna. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. Röskun afkomu og misskipting Morgunblaðið/Golli Hækkun vaxta, verðbólga og aukinn viðskiptahalli valda útflutningsgreinum, sem eru burðarás í sjávarbyggðum, og fólki sem þar býr, miklum vanda, segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Fasteignamarkaðarins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.