Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 31
S
amfylkingin er þakklát
landsmönnum fyrir
þann öfluga meðbyr
sem þeir veittu jafn-
aðarmönnum á liðnu ári.
Hún hefur fest sig í sessi sem öfl-
ugt mótvægi við Sjálfstæðisflokk-
inn og tekið forystu um mótun
ferskra stjórnmálahugmynda á
mörgum sviðum. Má þar nefna
áherslu Samfylkingarinnar á beint
lýðræði og breytingar á stjórn-
arskrá, jöfnun lífsskilyrða, og nán-
ari tengsl við Evrópusambandið.
Ársins 2004 verður í sögu Sam-
fylkingarinnar minnst sem mik-
ilvægs mótunarárs. Við fluttum í
nýjar höfuðstöðvar við Hallveig-
arstíg 1 í Reykjavík sem duga
stórum og vaxandi flokki næstu
áratugina. Fjárhagsleg staða
flokksins er orðin góð. Mikill
kraftur er í hugmyndavinnu sem
mun nýtast fyrir kosningar jafnt
til sveitarstjórna og Alþingis.
Fylgi flokksins hefur verið jafnt
og traust og liggur á því bili sem
Göran Person, forsætisráðherra
Svíþjóðar, taldi í Viðeyjarheim-
sókninni í sumar að væri sögulegt
fylgi jafnaðarmanna í Evrópu síð-
ustu 20 árin. Flokkur okkar er
burðarstoð í öflugri stjórnarand-
stöðu sem mánuðum saman hefur
mælst með meira fylgi en rík-
isstjórnin. Samfylkingin hefur því
bæði stærð, sjálfstraust og metnað
til að leiða næstu ríkisstjórn.
Skapandi útrás og
öflug smáfyrirtæki
Hluti af nýrri stefnumótun Sam-
fylkingarinnar á liðnu ári birtist í
aukinni áherslu á frelsi í atvinnu-
lífi og viðskiptum. Viðskiptafrelsi
er undirstaða velmegunar. Þróun-
araðstoð á ekki síst að felast í
opnun markaða. Í stíl við þessa
áherslu er það fagnaðarefni
hversu mikill þróttur birtist í út-
rás íslenskra fyrirtækja á liðnu
ári. Velgengni fjármálafyrirtækja
vekur heimsathygli. Útrás lyfja-
iðnaðarins er ævintýri líkust.
Sama gegnir um landnám fyr-
irtækja í sjávarútvegi og mat-
vælaiðnaði í Evrópu. Flugrekstur,
sem ég skilgreini sem íslenskan
þekkingariðnað, breiðir vængi sína
ört um allar heimsálfurnar í frum-
herjaanda hinna gömlu Loftleiða-
manna. Á næstu árum viljum við í
Samfylkingunni auðvelda útrás
fyrirtækja með því að afnema við-
skiptahindranir og ósýnilega
regluverksmúra sem hindra sam-
skipti á viðskiptasviði við umheim-
inn.
Því miður hafa seigustu dráttar-
klárar hagkerfisins, litlu og með-
alstóru fyrirtækin, hins vegar
gleymst. Atvinnustefna næstu ára
– atvinnustefna Samfylkingar í
ríkisstjórn – verður að taka mið af
mikilvægi þeirra. Viðreisn lands-
byggðarinnar mun ekki síst byggj-
ast á því að bæta starfsskilyrði
smáfyrirtækja og einyrkja, meðal
annars með því að ráðast gegn
áhrifum flutningsskatta rík-
isstjórnarinnar sem hafa haft
ótrúlega óheillavænleg áhrif á at-
vinnulíf á landsbyggðinni. Sam-
fylkingin lítur á sig sem sérstakan
málsvara smáfyrirtækja og ein-
yrkja.
Nýting mannauðsins
og menntaátak
Atvinnulíf smáþjóðar verður
ekki öflugt ef við sóum mann-
auðnum. Íslenskar konur eru að
verða betur menntaðar en karlar.
Hví kastar þá atvinnulífið á glæ
kröftum og hugarafli kvenna þeg-
ar kemur að stjórnun fyrirtækja
og stefnumótun í stjórnum og ráð-
um? Langtímaatvinnuleysi, brott-
fall fólks með takmarkaða örorku
af vinnumarkaði vegna skorts á
endurhæfingu, alltof hátt brottfall
úr framhaldsskólum, takmörkun
að námi jafnt í framhaldsskólum
sem háskóla, að ónefndri innleið-
ingu skólagjalda eru allt dæmi um
sóun á mannauðinum. Þarna eru
alvarlega vandamál sem þarf að
leysa.
Útrás stórfyrirtækja og vel-
gengni smáfyrirtækja heimafyrir
byggist á menntun. Eitt af stór-
verkefnum okkar Íslendinga á
næstu árum er að ná saman um
átak um stóraukin gæði mennt-
unar allt frá leikskóla upp í fram-
haldsnám á háskólastigi. Metn-
aðarleysi stjórnvalda á því sviði
birtist hins vegar í stefnuleysi
varðandi háskólastigið, skorti á
list- og verknámi og uppgerð-
argleði yfir mælingum á getu
grunnskólabarna í alþjóðlegum
samanburði sem sannarlega var
ekki tilefni til að berja sér á
brjóst.
Fersk sýn á
betra lýðræði
Fjölmiðlastríðið fyrri hluta árs-
ins birti nakinn valdhroka sem í
huga þjóðarinnar er orðið að vöru-
merki ríkisstjórnarinnar. Í barátt-
unni gegn fjölmiðlalögunum veitti
Samfylkingin einbeitta forystu.
Forseti lýðveldisins stóð með þjóð-
inni og sýndi einurð og kjark þeg-
ar hann nýtti í fyrsta sinn ákvæði
stjórnarskrárinnar um að vísa
frumvarpi til þjóðarinnar. Nið-
urstaðan varð sú að ríkisstjórnin
lagði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu
og felldi á hæpnum forsendum ný-
samþykkt lög úr gildi til að kom-
ast hjá dómi þjóðarinnar. Átökin
um lýðræðismál á alþingi sýndu að
sameinuð stjórnarandstaða með
vel undirbúinn málflutning hefur í
fullu tré við ríkisstjórnina. Í kjöl-
farið er samstaða um að ráðast í
endurbætur á stjórnarskránni.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
hefur lagt fram ferska sýn á betra
lýðræði, þar á meðal breytingar á
stjórnarskrá. Hæst ber áhersluna
á beint lýðræði með skýru ákvæði
um þjóðaratkvæði, landið verði
gert að einu kjördæmi, þjóðareign
á sameiginlegum auðlindum, lög
verði sett um fjárreiður flokkanna,
betur verði gengið frá aðskilnaði
framkvæmdavalds og löggjafans
til dæmis með því að ráðherrar
gegni ekki samtímis þingmennsku,
minnihluti Alþingis geti krafist
rannsóknarnefnda, breytt skipan
hæstaréttardómara, aukinn upp-
lýsingaréttur einstaklingsins og
bætt mannréttindi. Á næsta ári
munu þingmenn Samfylking-
arinnar leggja fram frumvarp um
að í kosningum fái kjósendur ekki
aðeins að velja flokk heldur líka
tækifæri til að velja einstaklinga
og raða þeim í sæti. Slíkt fyr-
irkomulag eykur rétt kjósenda og
gerir prófkjör óþörf.
Jöfnun lífskjara
er brýnt verkefni
Á næsta ári munu pólitísk átök
snúast um jöfnun lífskjara. Þrátt
fyrir velsæld dreifast verðmæti
samfélagsins í vaxandi mæli ójafnt
milli þegnanna. Um 18–20 þúsund
Íslendingar hafa tekjur sem eru
undir því sem stjórnvöld skil-
greina sjálf sem lágmarks-
framfærslu. Ríkisstjórnin ber sér
á brjóst vegna mikils kaupmátt-
arauka en veit þó að tíu þúsund
aldraðir landar okkar hafa sl. 10
ár ekki fengið nema fimmtung af
þeim aukna kaupmætti sem felst í
meðaltölum stjórnvalda. Fólk með
110 þúsund krónur á mánuði
greiðir nú fimm- til sjöfalt hærra
hlutfall af tekjum sínum í skatta
en þegar jafnaðarmenn sátu síðast
í ríkisstjórn árið 1995.
Svigrúmið til skattalækkunar
átti því að nota til að brúa bilið, en
ekki breikka það. Meira að segja
breski Íhaldsflokkurinn setur það
í forgang. Íslenska ríkisstjórnin
ákvað hins vegar að nýta skatta-
svigrúmið þannig að þeir efna-
meiri fá mest, þeir sem minnst
hafa fá minnst, og þeir sem lang-
verst eru staddir fá ekkert.
Bankastjórinn fær 25 sinnum
meira í vasann vegna skattalækk-
ana en konan sem ræstir skrifstof-
una hans. Framsóknarflokkurinn
beit svo höfuðið af skömminni með
því að stöðva lækkun matarskatts-
ins um helming.
Mörgum hefur fundist aðdáun-
arvert einkenni á íslensku sam-
félagi hve stéttamunur er lítill. Ís-
lenska samfélagið skar sig frá
öðrum vegna þessa. En nú er
annað uppi. Frjálshyggjan, sem
víðast hvar var búið að kasta á
öskuhauga sögunnar, veður uppi
hér á landi og hanneskan var
leidd til valda með hjálp Fram-
sóknarflokksins. Hinn nýi siður er
að eyðileggja stéttleysi íslensks
samfélags. Það á að stefna skatt-
heimtu niðurfyrir þau mörk sem
duga til að halda uppi mennta- og
heilbrigðiskerfi án aðgangshindr-
ana og kreddan er sú, að í staðinn
eigi fólk að hafa meira handanna
á milli svo það geti sjálft greitt
skólagjöld barnanna og heilbrigð-
isþjónustu fjölskyldunnar. Þetta
kerfi, sem er óheft frjálshyggja,
er ávísun á samfélag þar sem
stórir hópar lifa á bónbjörgum og
njóta ekki sömu þjónustu og tæki-
færa til sömu lífsgæða og hinir.
Samfylkingin vill ekki þannig
samfélag. Hún mun áfram berjast
fyrir jöfnun lífskjara.
Írak og Asía
Kæru samlandar, ég veit að þið
deilið langflest sárindum mínum
vegna Íraksmálsins. Hundrað
þúsund saklausir borgarar hafa
nú fallið að mati breska lækna-
ritsins Lancet. Ekkert kallar þá
aftur til lífsins. En ljúkum ekki
árinu án þess að styðja framtak
Þjóðarhreyfingarinnar um auglýs-
ingu í New York Times þar sem
andstöðu við innrásina er lýst.
Það er í anda íslensks skoð-
anafrelsis og lýðræðis.
Um þessi áramót er hugur okk-
ar líka bundinn hamförunum í As-
íu. Þær hafa krafist skelfilegra
mannfórna og valdið ómældri
eyðileggingu og þjáningum. Við
biðjum þeim blessunar sem eiga
um sárt að binda af þeirra völd-
um. Það er skylda okkar, almenn-
ings og stjórnvalda, að styðja af
stórhug það hjálpar- og uppbygg-
ingarstarf sem þar er fyrir hönd-
um.
Ég óska landsmönnum öllum
árs og friðar.
Betra lýðræði og jöfnun lífskjara
Morgunblaðið/Kristinn
Á næsta ári munu pólitísk átök snúast um jöfnun lífskjara. Þrátt fyrir velsæld dreifast verðmæti samfélagsins í
vaxandi mæli ójafnt milli þegnanna. Um 18–20 þúsund Íslendingar hafa tekjur sem eru undir því sem stjórnvöld
skilgreina sjálf sem lágmarksframfærslu, segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar
! "# !
$%
&
&
#
'
(
& &
&
" &
) !
!
*
+
,
&
- *
+
.
,
/$%%% &
0
.
, *
1
2# %1 $$ 3#*1 444& & *
*
1 ) ! 1
* ! 1 $55
3#*1 1 444