Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANNA SOFFÍA REYNIS ✝ Anna Soffía Ein-arsdóttir Reynis fæddist á Akureyri 30. janúar 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 16. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Reynis og Arnþrúður Reynis. Systkini Önnu Soffíu eru Jósef, Gunnlaug, látin, og Arnhildur. Anna Soffía giftist Benedikt Jónssyni frá Húsavík, þau skildu. Börn þeirra eru Einar, Herdís og Leifur. Útför Önnu Soffíu var gerð frá Fossvogskapellu 22. desember. hafði ég þekkt hana í vel á tuttugasta og þriðja ár. Náði ég að kynnast henni náið, enda fyrstu tvö árin inni á gafli hjá henni á Barónsstígnum og síð- an, eftir að ég hóf bú- skap með dóttur henn- ar Herdísi, bjuggum við lengst af í þannig nábýli að hvor átti sína íbúð í sama húsi. Sam- gangurinn þar af leið- andi gríðarlegur og einhverjum kynni að detta í hug að slíkt gæti tekið á. En það var ekki í þessu tilviki. Ég ætla ekki að hafa þessi orð mörg. En segi þó: Ég kveð Önnu Soffíu með söknuði og það gerum við öll í Þingholtsstræti 35, því hún var góð kona og hlý og vildi allt fyrir Tengdamóðir mín, Anna Soffía Reynis, lést eftir erfið veikindi hinn 16. desember síðastliðinn. Þar með alla gera. Ef hún vildi gera meira en hún gat, þá olli það henni hugar- angri. Sama hver átti í hlut. Hún var sterk kona, staðföst með afbrigðum og kröfuhörð, í góðum skilningi, með ríka og á stundum sérstaka kímnigáfu, og óhætt er að segja að hún hafi iðulega farið sínar eigin leiðir. Þegar ég lít um öxl þá ber ekki skugga á næstum 23 ára viðkynn- ingu við Önnu Soffíu. Smámál skipta ekki máli í stóra samhenginu. Tók hún mér varlega í byrjun, enda sam- band hennar og Herdísar náið. En hún tók mér samt og var eins við mig og aðra sem stóðu henni næst. Ég er henni þakklátur fyrir það. Guðmundur Guðjónsson. Elskuleg systir mín er farin og söknuðurinn er mikill. En heilsan var farin og nú líður henni betur. Ég mun minnast Sossu minnar fyrst og fremst fyrir hlýju hennar, góðsemi og hjálpsemi. Hún var einstaklega góð við foreldra okkar og Ömmu litlu. Hún var alltaf veik fyrir því að rétta fram hjálparhönd ef hún fékk til þess færi. Ég fór ekki varhluta af því, t.d. þegar ég kom til Íslands frá- skilin með tvö börn, 3 og 12 ára, eftir 17 ára dvöl í Danmörku. Það var erf- ið staða, en Sossa tók á móti mér og fylgdi mér í gegnum þá reynslu og reyndist mér ómetanlega. Þetta lýsti henni vel og dæmin voru mörg. Ég kveð þig elsku systir með kæru og innilegu þakklæti fyrir allt það liðna. Arnhildur Hólmfríður Reynis. Hún Sossa móðursystir mín hefur kvatt okkur hinsta sinni. Þó verður hún alltaf hjá okkur. Milli okkar var sterk taug sem ekki gat rofnað. Þó ég muni það ekki þá voru okk- ar fyrstu kynni þegar ég var aðeins eins árs. Atvik höguðu því þannig að ég þurfti að fara til afa minnar og ömmu á Húsavík um hávetur og var Sossa send að sækja mig, en ég var þá stödd í Keflavík. Það var mikið ferðalag sem Sossa lagði á sig, en á Húsavík var ég til fjögurra ára ald- urs og flutti þá aftur suður með afa og ömmu og Sossa flutti einnig suð- ur um líkt leyti. Öll þau mörgu ár sem gengin eru var Sossa mér nánast sem móðir. Sem dæmi, þá saumaði hún ekki kjól á Diddu dóttur sína nema að sauma einn á mig um leið. Og hún saumaði marga. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum sem eru til marks um hversu vel hún reyndist mér og síð- ar börnum mínum einnig. Það var ekki eitt, heldur allt. Alltaf var það jákvæðnin, glettnin og hárbeitt kímnigáfan sem mætti manni og aldrei kom maður að tómum kof- anum. Hún stóð föst við hlið mér í gegnum árin, deildi með mér í gleði og huggaði mig og hvatti í erfiðleik- um og sorg. Fyrir það er ég henni þakklát og mun ávalt minnast henn- ar með hlýhug, virðingu og ást. Við sjáumst síðar elsku Sossa mín. Arnþrúður Soffía Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÞORBJÖRG MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, Hverfisgötu 119, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 26. desember, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Hermann B. Hálfdánarson, Hálfdán K.J. Hermannsson, Erla E. Ellertsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Sigurður Örn Jónsson, Sigríður Oddný Guðjónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Hermann Páll Jónsson og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SOFFÍA REYNIS, lést á heimili sínu í Þingholtsstræti 35 í Reykja- vík fimmtudaginn 16. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til Heimahlynningar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR frá Þrasastöðum í Stíflu, síðast til heimilis á Ásvegi 15, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 3. janúar klukkan 13.30. Börnin. Eiginmaður minn, fósturfaðir og afi, EINAR JÓHANN OLGEIRSSON trésmiður, lést miðvikudaginn 29. desember. Jarðarförin fer fram frá Vestmannakirkju í Færeyjum laugardaginn 1. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Maren Bláhamar, börn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LOVÍSA JÚLÍUSDÓTTIR frá Hítarnesi, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 29. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 13.00. Guðrún Magnúsdóttir, Valþór Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Magnús Valþórsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigrún Valþórsdóttir, Valdimar Þorsteinsson, Eyrún Valþórsdóttir, Gestur Ákason, Margrét Rán, Bjarni Valur og Valþór Viggó. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN BJÖRNSSON sálfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi sunnudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. janúar kl. 11.00. Birna Pála Kristinsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Magnús Kristinsson, Cristína Antonía Luchoro og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og sonur, EINAR RÚNAR STEFÁNSSON vélfræðingur, lést á Sunnuhlíð í Kópavogi fimmtudaginn 30. desember. Stefanía Haraldsdóttir, Hildur Björk Einarsdóttir, Sigurjón Óttarsson, Ingibjörg Ösp Einarsdóttir, Hlífar Einarsson, Hildur Benediktsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU EINARSDÓTTUR, Reykjanesvegi 16, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Víðihlíðar í Grindavík og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Guttormur Arnar Jónsson, Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir, Haraldur Auðunsson, Harpa Guttormsdóttir, Orri Brandsson, Soffía Guttormsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Alma Björk Guttormsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Einar Ásbjörn Ólafsson og barnabörn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.