Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 41

Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 41 MINNINGAR KRISTINN GUÐ- JÓNSSON ✝ Kristinn Guðjónsson fæddist íSandgerði 9. nóvember 1915 og ólst þar upp í Endagerði. Hann lést 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Ingi- mundardóttir og Guðjón Jónsson. Bræður Kristins eru Ármann sem býr í Sandgerði og Guðjón sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kristinn giftist á Útskálum 31.12. 1953 Jóhönnu Vilmundar- dóttur, f. 18. október 1909, d. 30. september 1998. Dóttir Jóhönnu er Ragnheiður Magnúsdóttir, eig- inmaður hennar var Haukur Morthens, d. 1992. Synir þeirra eru Ómar, Heimir og Haukur sem Kristinn gekk í afa stað. Kristinn var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 22. desem- ber í kyrrþey að ósk hins látna. Ég kynntist Kidda fyrst árið 1951, þegar hann var á síld með Hrönnina og á síldarplaninu á Siglufirði hófust kynni hans og móður minnar. Kannski hef ég ekki strax í upp- hafi verið sátt við samband mömmu við Kidda, því ég hafði jú ein átt hana í 20 ár. En það leið ekki langur tími þar til Kiddi tryggði okkar góða lífstíðar- samband með orðunum „ef þú þarfn- ast einhvern tíma aðstoðar, þá komdu til mín“. Drengjunum mínum reyndist hann hinn besti afi og voru þeir mik- ið í Sandgerði hjá ömmu og afa og alltaf velkomnir þangað. Hinsta kveðja Ragnheiður Magnúsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hinsta kveðja, Heimir, Þóra Kristín og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA MARÍA FRIÐBERGSSON, Máshólum 10, áður Laugarnesvegi 104, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Alice Gestsdóttir, Björn Jónsson, Agnes Gestsdóttir, Karen Gestsdóttir, Rafn Vigfússon, Vilborg Gestsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Kristrún Gestsdóttir, Ingi B. Jónasson, Ómar F. Dabney Ingveldur Gísladóttir, María Vala Friðbergs, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæri, GÍSLI JÚLÍUSSON verkfræðingur, Akraseli 17, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 29. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FJÓLU KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Naustum 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til Friðriks Yngvasonar læknis og alls hans starfsfólks á lyfjadeild FSA, Heimahlynningar og Friðriks Páls Jónssonar læknis. Davíð Jónsson, Pétur Kristjánsson, Anna Lilja Filipsdóttir, Valdimar Davíðsson, Þorgerður Bergvinsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Axel Örn Rafnsson, Randí Ólafsdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ALMUT ALFONSSON, fædd Andresen, Brúnalandi 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 29. desember sl. Þorvarður Alfonsson, Ingunn Þorvarðardóttir, Örn Guðmundsson, Þorvarður og Lárus Örn, Auður Björg Þorvarðardóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Alma Björg og Víglundur Ottó, Sigurður Ottó Þorvarðarson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR STEFÁNSSON, Engihjalla 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 30. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Soffía M. Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Helgi Björn Kristinsson, Sigurjón Ólafsson, Arna Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 34, Kópavogi, lést að morgni fimmtudagsins 30. desember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Eiríkur Þorgrímsson, Kristján Eiríksson, Bergþóra Annasdóttir, Gunnar Már Eiríksson, Guðlaug K. Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkæru eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Sörlaskjóli 78, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Björn Þ. Þórðarson, Þórunn B. Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurður H. Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Bryndís Anna Björnsdóttir, Edda Björnsdóttir, Jakob Þór Pétursson, Páll Björnsson, Lilja Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki, sem sýndi okkur hlýju, samhug og stuðning við andlát og jarðarför okkar elskaða sonar, bróður, mágs og frænda, GÍSLA FRIÐRIKS ÞÓRISSONAR læknis, Sóltúni 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Kvennakór Reykjavíkur, stjórnanda hans, Sigrúnu Þorgeirsdóttur og félögum úr Vox feminae fyrir fagran söng við útförina. Helga Sigurjónsdóttir, Þórir Gíslason, Brynjólfur Þórisson, Herdís Þórisdóttir, Ingvi Kristján Guttormsson, Guttormur Arnar Ingvason, Eva Írena Ingvadóttir, Áki Elí Ingvason, Hilmir Már Ingvason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.