Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ákvarða, 8 lýk- ur, 9 slæmur, 10 kraftur, 11 land, 13 sló, 15 feiti, 18 él, 21 húsdýr, 22 þurfa- ling, 23 erfið, 24 frost- hörkurnar. Lóðrétt | 2 örskotsstund, 3 hreinan, 4 mannsnafn, 5 lítils báts, 6 heylaupur, 7 karldýr, 12 gagnleg, 14 for, 15 Ísland, 16 klamp- ana, 17 rifa, 18 alda, 19 sjúkdómur, 20 gagnmerk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hlass, 4 fimma, 7 líður, 8 gamms, 9 tel, 11 anna, 13 saur, 14 fæddi, 15 sómi, 17 fall, 20 orf, 22 getur, 23 ork- an, 24 regni, 25 korða. Lóðrétt | 1 helja, 2 arðan, 3 sárt, 4 fugl, 5 mamma, 6 ansar, 10 eldur, 12 afi, 13 Sif, 15 sægur, 16 mótin, 18 akkur, 19 lynda, 20 orri, 21 fork.  Gullbrúðkaup | Í dag, 31. desember, gamlársdag, eiga 50 ára hjúskap- arafmæli hjónin Guðný Jónsdóttir hús- móðir og Herbert Benjamínsson skip- stjóri, Blómsturvöllum 12, Neskaupstað. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki að hrapa að ályktunum í mál- efnum er varða sameiginlegar eignir eða hvaðeina sem gert er í félagi við aðra. Þér hættir til þess að skjóta án þess að spyrja núna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Rifrildi og ágreiningur setja hugs- anlega svip á daginn og eyðileggja stemninguna. Er það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Slys á vinnustað eru hugsanleg í dag. Farðu varlega. Líklegt er að tölvu- kerfi hrynji og raftæki bili skyndi- lega. Vinnufélagarnir eru líka óvenju- viðkvæmir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu börnum þolinmæði, þau fara auðveldlega úr jafnvægi núna, alveg eins og þú. Vertu á varðbergi gegn slysum og hafðu góðar gætur á smá- fólkinu. Hið óvænta getur gerst. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rifrildi á heimili er líklegra en ekki í dag. Reyndu að láta ekki slá þig út af laginu. Tæki og tól gætu átt það til að bila þegar síst skyldi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Slysahætta er meiri en ella í dag. Farðu gætilega í umferðinni, hvort sem þú ert gangandi eða akandi. Gættu þess líka hvað þú lætur út úr þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Passaðu vel upp á fjárreiðurnar í dag. Hið óvænta hefur tekið völdin. Þú gætir unnið tiltekna fjárhæð, eða tap- að peningum. Varastu taumlausa eyðslu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að sýna sérstaka þolinmæði í samskiptum í dag. Þú missir auðveld- lega stjórn á þér um þessar mundir. Reiði gerir ekkert annað en að valda vanlíðan, líka hjá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Eirðarleysi og stefnuleysi gerir vart við sig í dag. Aðgerðir þínar gagnvart stjórnvöldum eða stórum stofnunum bera líka takmarkaðan árangur og valda þér gremju. Bíttu á jaxlinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki vera hissa þótt ótilgreindur vin- ur virðist árásargjarn í dag. Kannski telur viðkomandi að þú hafir móðgað sig. Lítill neisti getur auðveldlega orðið að miklu báli núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er alls ekki góður dagur til þess að eiga í viðræðum við yfirmanninn. Fólk virðist bæði geðstirt og óút- reiknanlegt núna og erfitt að reikna út í hvorn fótinn maður á að stíga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú tekur ekki við fyrirmælum frá neinum í dag. Þú finnur bæði til frels- is og sjálfstæðis og vilt leggja lín- urnar sjálfur, kæri fiskur. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert fagurkeri á mörgum sviðum og kannt að meta smekklegt umhverfi og fágaðan frágang. Þú nýtur bók- mennta, tónlistar og lista og ert alla jafna vel tilhöfð og virðuleg í fasi. Eiginleikarnir sem þú metur mest eru jafnvægi, stöðugleiki og fegurð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ánýju ári er vinsælt að vinna áramótaheitog er ekki ólíklegt að allmörg þeirrasnerti heilsu, mataræði, líkamsrækt ogreykingar. Á Lýðheilsustöð er unnið að verkefnum á sviði heilsueflingar og forvarna, þar sem áhersla er lögð á frelsi og ábyrgð til heil- brigðs lífs. Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýð- heilsustöðvar, segir áramótin gefa kjörið tækifæri til íhugunar og sjálfsskoðunar, bæði um fortíð og framtíð. „Að staldra við og íhuga sinn gang er hverjum manni hollt og nauðsynlegt,“ segir Anna. „Til að geta gefið af sér, hvort sem er í starfi eða leik, þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig en forsenda þess er að gefa sér tíma. Tíma til að vera með fjölskyldu og vinum, hreyfa sig, nærast vel og reglulega og eiga sér uppbyggileg áhugamál. Streitan og hraðinn er vaxandi og þá reynir enn frekar á að gleyma ekki sjálfum sér.“ Á hvaða málum er brýnt að taka á komandi ári? „Óhófleg þyngdaraukning, streita, þunglyndi og neysla ávanabindandi efna eru samspil mjög margra þátta og þarf þjóðfélagslega samstöðu til að leysa úr slíkum málum. Næringarmál barna og ungmenna má stórbæta en þar er einn af áhættu- þáttunum ofneysla sykurs og sætra afurða. Börn þurfa einnig meiri tíma með fullorðnum sem hlúa að þeim og veita þeim viðeigandi aðhald og aðstoð við að fóta sig í uppvextinum, þannig að þau séu öruggari og hamingjusamari. Slíkt dregur aftur úr líkum á notkun ávanabindandi efna. Mögu- leikar til ánægjulegrar hreyfingar þurfa að verða hluti af daglegu lífi okkar allra, hvort sem við er- um í skóla, starfi eða heima við. Aukin hreyfing eflir andann og er því bæði ákjósanleg líkams- og geðrækt. Reykingar hafa verið að minnka, sem er fagnaðarefni, en betur má ef duga skal og eru reykingamenn hvattir til að endurskoða afstöðu sína til eigin reykinga og að leita sér aðstoðar vilji þeir nota þessi tímamót til að hætta að reykja eða búa sig undir það.“ Hvað er framundan hjá Lýðheilsustöð? „Framtíðarverkefni Lýðheilsustöðvar eru mörg, flókin og spennandi. Í samvinnu við nokkur sveitarfélög erum við hefja verkefnið „Allt hefur áhrif – einkum við sjálf“, sem hefur það markmið að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Í byrjun næsta árs gefum við út fræðslubækling með ýms- um staðreyndum um áfengi auk þess að kynna niðurstöður könnunar á áfengisneyslu meðal Ís- lendinga. Við viljum efla samstarf við mennta- stofnanir varðandi fræðslu og fræðsluefni á sviði tóbaks-, áfengis- og vímuvarna. Þá munum við hvetja til þess að veitingahús verði reyklaus svo réttur starfsmanna til reyklauss vinnustaðar verði virtur. Við hlökkum til að starfa með ykkur að því að efla heilbrigði og líðan okkar allra.“ Lýðheilsa | Mikilvæg áramótaheit bæði fyrir landsmenn og Lýðheilsustöð Mataræði, hreyfing og reykingar  Anna Elísabet Ólafs- dóttir er fædd á Blönduósi 2. júlí 1961. Hún nam matvæla- og næringarfræði og hefur lokið MBA-prófi í við- skiptafræði. Anna hefur m.a. starfað hjá Actavis og Rann- sóknastofnun fiskiðn- aðarins og rak sitt eigið fyrirtæki á sviði nær- ingarráðgjafar til fjölda ára, en var ráðin for- stjóri Lýðheilsustöðvar árið 2003. Anna er gift Viðari Viðarssyni, framkvæmda- stjóra EJS, og eiga þau þrjá syni. Perlubrúðkaup | Í dag, 31. desember, eiga 30 ára hjúskaparafmæli hjónin Jón Sigurðsson og Rósa Skarphéð- insdóttir, til heimilis á Prestastíg 6, Reykjavík. Þau bjuggu áður á Breiða- bliki 7 í Neskaupstað. Flugeldasýning. Norður ♠D82 ♥– ♦Á876543 ♣ÁKD Vestur Austur ♠7653 ♠94 ♥K8762 ♥10543 ♦DG109 ♦K2 ♣– ♣65432 Suður ♠ÁKG10 ♥ÁDG9 ♦– ♣G10987 Suður spilar sjö spaða og fær út tíguldrottningu. Hver er vinnings- leiðin? (Þessi þraut er á opnu borði, en það þýðir að lesandinn getur skoðað allar hendur án þess að fá samviskubit.) Lausn: Tígulásinn fer upp og hjarta- níu er hent heima. Spaða er spilað heim og þaðan hjartadrottningu. Ef vestur lætur lítið hjarta, fer lauf úr borði! Hjartagosinn er svo stunginn, spaðadrottning yfirtekin, öll trompin tekin og laufum hent úr borði. Stíflan í lauflitnum er nú horfin og leiðin greið fyrir G10987. Gott að austur skyldi eiga sexuna hæsta í laufi, en ekki sjöuna! Smáflugeldasýning í tilefni dagsins. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ARNALDUR Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Reykholtskirkju á sunnudaginn, 2. jan., kl. 16. Þar mun Arnaldur leika verk frá Spáni og Argentínu eftir tón- skáldin Luys de Narvae, Fernando Sor, Isaac Albéniz, Hector Ayala og Carlos Guastavino. Arnaldur hefur haldið tónleika víða um heim, í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Hann leggur mikla rækt við kammertónlist og hefur m.a. komið fram með Brodsky kvartettinum, Strengjakvartett Barcelona, Kristni Sigmundssyni og Kammersveit Reykjavíkur. Arnaldur hefur búið í Barcelona frá 1984 og er að- stoðarskólastjóri Luthier-tónlistarskólans. Þá hefur hann haldið gítarnámskeið víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Nýársgítartónleikar í Reykholtskirkju Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund kl. 23.30. Nýársfagnaður kl. 1 eftir miðnætti á vegum Kirkju unga fólksins. Hið árlega áramótaskaup sýnt. Gleðilega hátíð. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum um- slög og frímerki af jólapóstinum. Þau eru seld til ágóða fyrir kristniboðs- og hjálparstarf í Afríku. Móttaka er við sölubás Kristniboðssambandsins á 2. hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Ak- ureyri, svo og í sumum kirkjum. Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Félags- og þjón- ustumiðstöðin Bólstaðarhlíð 43 óskar öllum gleðilegs árs og friðar. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstu- daga í Laugarneskirkju, safnaðarheim- ilinu kl. 20. Allir velkomnir. Tekið er vel á móti nýliðum. Norðurbrún 1 | Við óskum íbúum og gestum gleðilegs árs og þökkum liðið ár. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is.Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Morgunblaðið/GolliReykholtskirkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.