Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 54

Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARI Sigvaldason hefur samkvæmt fréttatilkynningu þvælst um með myndavél á öxl frá tvítugsaldri. Ljós- myndir hans sýna þetta vel, en sýn- ing hans sem nú stendur yfir í Gerðu- bergi í Breiðholti er auðug af mannlegum augnablikum, birtir glögglega vökult auga og samúð ljós- myndarans með myndefni sínu. Myndirnar eru augnabliksmyndir, oftar en ekki teknar án vitundar þeirra sem myndaðir eru, a.m.k. þar til eftir á. Þær eru frá árunum 1988 til 2004 og frá mörgum löndum, fjöl- margar frá austantjaldslöndum. Nú eru augnabliksmyndir af þessum toga svo sem ekkert nýnæmi og því varla hægt að segja að Ari sé sérlega frumlegur en honum tekst þó að vera persónulegur sem er vel af sér vikið. Hann hefur lag á því að nálgast á stundum nöturlegt myndefni, fátækt, eymd eða mannlega niðurlægingu með virðingu og jafnvel húmor. Nálgun hans er einatt auðskilin, myndirnar segja sjálfar sína sögu og ekkert þarf nema auga og hjarta áhorfandans til að skilja þær, skoða og geyma í huga sér. Því Ari segir margar sögur, augnablik á ævi fjöl- margra einstaklinga víða um heim birtast og hverfa jafnskjótt, mann- eskjan og margvíslegt umhverfi og menning birtast á litríkan hátt. Þetta er fín sýning hjá Ara og myndir hans ná að miðla öllu sem ljósmyndarinn ætlar þeim. Oftar en ekki held ég samt að myndirnar hefðu notið sín betur án myndatexta, eða opnari texta, stundum virðist manni óþarfi að þvinga myndefnið inn í þann húm- or sem Ari ætlar því. Áhorfandinn skilur þetta allt saman, án texta. Sjálf hefði ég haft meiri áhuga á að fá að vita t.d. á hvaða stað og stund mynd- irnar voru teknar. Að mínu mati hefði það gefið sýningu Ara aukið listrænt gildi, því textarnir bera eilít- inn keim af meintri fyndni mynda- texta misgóðra tímarita, gæði mynd- anna sjálfra eru mun meiri en að þær eigi slíkt skilið. Ljósmyndir Ara bera hæfileikum hans og næmu auga fyrir margbreytileika mannlegrar tilveru flott vitni og því er engin ástæða til að setja ljós sitt undir mæliker. Margbreytileiki mannlegrar tilveru MYNDLIST Gerðuberg Til 9. janúar. Opið virka daga frá kl. 11–19, 13–17 um helgar. Fólk með augum Ara. Ljósmyndir, Ari Sigvaldason. Eitt verkanna á ljósmyndasýningu Ara Sigvaldasonar í Gerðubergi. Ragna Sigurðardóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Í LOK 80. sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi í gær afhenti þjóðleik- hússtjóri, Stefán Baldursson, þrem- ur listamönnum leikhússins heið- ursstyrki úr svokölluðum Egner- sjóði. Styrkinn hlutu að þessu sinni þrír leikarar, sem reyndar taka allir þátt í sýningunni á Dýrunum í Hálsa- skógi, þeir Atli Rafn Sigurðarson (Lilli klifurmús), Pálmi Gestsson (Hérastubbur bakari) og Þröstur Leó Gunnarsson (Mikki refur). Sjóðurinn var stofnaður á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins árið 1975 en þá heimsótti norski barnaleikrita- höfundurinn, Thorbjörn Egner, leikhúsið og gaf því höfundarlaun sín til þess að koma á fót sjóði sem verðlauna skyldi leikhúsfólk og efla samskipti og kynningu milli Íslend- inga og Norðmanna á leiklistarsvið- inu. Þetta er í ellefta skipti sem út- hlutað er úr sjóðnum en alls hafa 20 einstaklingar hlotið þennan styrk. Í stjórn Egner-sjóðsins eru Stef- án Baldursson þjóðleikhússtjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Sigurður Sigurjónsson leikari. Úthlutað úr Egner-sjóðnum Fréttasíminn 904 1100 Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt Starfsfólk Borgarleikhússins sendir landsmönnum öllum BESTU ÓSKIR UM HEILLARÍKT KOMANDI ÁR um leið og það ÞAKKAR 140.000 GESTUM FYRIR KOMUNA í Borgarleikhúsið á síðasta leikári. MIÐASALAN ER LOKUÐ Á GAMLÁRSDAG OG NÝÁRSDAG Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Sun. 2/1 uppselt, lau. 8/1 uppselt,sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 örfá sæti laus, lau. 22/1 örfá sæti laus, ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, nokkur sæti laus, fim. 20/1. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner sun. 9/1 kl. 14:00,nokkur sæti laus, sun 16/1 kl. 14:00. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco fös. 7/1, lau. 15/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. GLEÐILEGT NÝTT ÁR SJÁUMST Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU! ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið www.loftkastalinn.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart 02.01 kl 14 Aukas. UPPSELT 02.01 kl 20 4. kortas. UPPSELT 06.01 kl 20 5. kortas. UPPSELT 08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT 09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti 13.01 kl 20 Örfá sæti 15.01 kl 20 Örfá sæti 16.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – NOKKUR SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.