Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið í dag 10-13 Vínbúðin opin 9-13 Gleðilegt nýtt ár Veðurstofan varar við stormi á Suður- og Vesturlandi í dag, gaml- ársdag, og einnig á Miðhálendinu. Vindur á að snúast í allhvassa suð- austanátt og slyddu eða rigningu en dálítil snjókoma verður norðan- og austanlands er líður á daginn. Suðvestan 18–23 m/sek og élja- gangur verður á Suður- og Vest- urlandi síðdegis í dag. Hiti verður í kringum frostmark. Slæmt veður var víða á landinu í gær og urðu nokkur óhöpp á Holtavörðuheiði. Fyrst varð þar árekstur um klukkan 11 og síðan varð aftanákeyrsla klukkan 13. Um klukkustund síðar valt tengi- vagn flutningabifreiðar. Var heið- in lokuð um kl. 21.15 vegna að- gerða. Þar var í gærkvöldi slæm færð og snjókoma. Þá varð út- afakstur við Skorholt rétt sunnan Fiskilækjar en ekki hlutust af telj- andi slys. UNGIR sem aldnir lögðu sitt af mörkum í brennusöfnun á Bakka- firði í gær en til stendur að kveikja í áramótabrennunni í kvöld eins og vera ber. Brennan er rétt fyrir ofan þorpið og stend- ur á svokölluðu Dagmálahrauni. Megineldsmaturinn er aflóga lyft- arabretti og annað timburkyns. Sérstök brennunefnd var skipuð og óskaði hún eftir brennusmiðum á brennustæðið klukkan 11 í gær. Safnað í áramótabrennu Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson Spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi í dag TVEIR karlmenn og ein kona voru í gær úrskurðuð í viku gæsluvarðhald eftir að tvö þeirra höfðu framvísað vegabréfum á Keflavíkurflugvelli sem tilheyra öðru fólki. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Bandaríkj- anna og var meintur fylgdarmaður þeirra einnig handtekinn. Karlmaðurinn og konan sem fram- vísuðu vegabréfunum eru frá Eþíópíu en vegabréfin sem þau voru með til- heyra sænskum ríkisborgurum sem svipar til þeirra í útliti. Hinn meinti fylgdarmaður er einnig ættaður frá Eþíópíu en hann er sænskur ríkis- borgari og var með sænskt vegabréf. Grunur leikur á að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Fólkið var handtekið á miðvikudag þegar það kom frá Osló en það var á leið til Baltimore í Bandaríkjunum. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að fólk sem reyni að villa á sér heimildir við ferðir á milli landa notist ýmist við fölsuð vegabréf, eða vegabréf sem til- heyra fólki sem líkist þeim. Þetta sé yfirleitt gert með skipulögðum hætti og glæpasamtök sanki að sér stolnum vegabréfum í þessum tilgangi. Tveir karlar og ein kona hand- tekin vegna smygls á fólki STUTTMYND sem Sigurjón Sig- hvatsson framleiðir er komin á lokaforvalslista fyrir næstu Ósk- arsverðlaunahátíð í flokki stutt- mynda. Myndin er á lista ásamt 11 öðrum myndum, sem valdar voru úr hundr- uðum stutt- mynda. Til- kynnt verður hvaða fimm myndir verða tilnefndar undir lok jan- úar á komandi ári. Myndin ber nafnið Everything In This Country Must og er gerð eftir smásögu írska rithöfundarins Col- um McCann en leikstjóri er annar ungur Íri, Gary McHendry. Myndin er 18 mínútur að lengd, var tekin upp í Belfast og fjallar um átökin milli Breta og Norður-Íra. Til viðbótar hefur önnur mynd sem Sigurjón framleiðir verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu Sun- dance-kvikmyndahátíð sem haldin er undir lok næsta mánaðar. Ber myndin nafnið Pretty Persuasion og er Evan Rachel Wood í aðal- hlutverki en hún vakti athygli fyrir leik sinn í raunsæju unglingamynd- inni Thirteen. /56 Stuttmynd í forval fyrir Óskarinn Kvikmyndaframleiðand- inn Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út mánudaginn 3. janúar. Yfir áramótin verður frétta- þjónusta á Fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður opið í dag, gamlársdag, milli kl. 9.00 og 12.00 og sunnudaginn 2. janúar frá kl. 13.00–20.00. Sími: 569 1100. Auglýsingadeild Morgun- blaðsins verður opin í dag, gamlársdag, kl. 9.00–12.00 og opnuð aftur mánudaginn 3. janúar kl. 8.00. Sími: 569 1111. Áskriftardeildin verður opin í dag, gamlársdag, frá kl. 6.00– 13.00. Lokað verður nýársdag en opið aftur mánudaginn 3. janúar kl. 6.00. Sími: 569 1122. Fasteignablaðið kemur næst út þriðjudaginn 4. jan- úar. Lesbókin kemur næst út laugardaginn 8. janúar og Tímaritið sunnudaginn 9. jan- úar. BREYTINGAR á gjaldskrá RARIK um áramótin leiða til þess að verð á rafhitun hækkar um 15–20%. Aðrir taxtar fyrirtækisins lækka og t.d. lækkar verð til stórnotenda um 5– 20%. Breyting- arnar má rekja til nýrra raforku- laga sem taka gildi um áramót. Flestöll orkufyr- irtækin breyta gjaldskrá sinni. Orkuveita Reykjavíkur mun tilkynna um gjaldskrárbreyt- ingar í janúar. Tryggvi Þór Haraldsson, rafveitu- stjóri RARIK, segir að miklar breyt- ingar verði á taxta RARIK. „Meðal- hækkun hjá okkur um áramótin er 3,5%. Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun í þéttbýli, en 7,9% hækkun í dreifbýli. Almennt má segja að gjald til rafhitanotenda muni hækka, en önnur gjöld í flestum tilvikum lækka. Gjald til heimilisnotenda í þéttbýli lækkar að meðaltali um 8% og til heimilisnotenda í dreifbýli um 2%. Gjald til rafhitanotenda bæði í dreif- býli og þéttbýli hækkar hins vegar á bilinu 15–20%.“ Ný gjaldskrá Orkubús Vestfjarða verður ekki tilbúin fyrr en í næstu viku. Verð á raf- hitun hækkar um 15–20%  Rafhitun/8 ÞRÍR alvarlegir augnbrunar urðu á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær, þar sem börn voru að leik með flug- elda og púður. Í öllum tilvikum voru það drengir sem slösuðust, sá yngsti 9 ára og elsti 16 ára, og hlutu þeir ýmist 2. gráðu bruna á augnlokum, yfir- borðsbruna í augum eða bruna á húð í andliti. Tveir eldri drengjanna voru lagðir inn á sjúkrahús en óljóst var hvort sá yngsti fengi að fara heim. Sá sem slasaðist mest er 15 ára og hlaut hann beinbrot í andliti af völd- um sprengikraftsins auk brunasára og var tvísýnt hve mikinn augnskaða hann hlyti. Áformað var að hann færi í aðgerð í gærkvöld. Kínverji sprakk í höndum eins drengjanna en hinir tveir voru að fikta með púður, og hafði annar þeirra sett það í flösku og hugðist búa til sprengju. Tvísýnt var í öllum tilvikum hvort drengirnir hlytu varanlegan skaða á sjón. Ábyrgð foreldranna María Soffía Gottfreðsdóttir, augn- læknir á Landspítala háskólasjúkra- húsi, vill að gefnu tilefni brýna fyrir foreldrum að vakta börn sín þegar flugeldar eru annars vegar. Séu flug- eldar teknir í sundur sé voðinn vís, eins og dæmin sanni. Þrátt fyrir slysin í gær hefur aukin notkun hlífðargleraugna um áramót dregið mjög úr tíðni slysa vegna skot- elda en gleraugun koma þó ekki í veg fyrir augnskaða af völdum alvarleg- ustu óhappanna, að sögn Maríu Soffíu. Hún segir að alvarlegustu slysin vegna notkunar flugelda verði þegar kröftugir skoteldar springa af stuttu færi framan í fólk, t.d. þegar verið er að bogra yfir flugeldi sem ekki hefur farið af stað eftir að kveikt var í hon- um. Í þeim tilvikum segir María að hlífðargleraugun nái einfaldlega ekki að veita vörn fyrir því gríðarmikla höggi sem verður. Hún segist þó að sjálfsögðu ekki vilja draga úr mikil- vægi þess að fólk noti hlífðargler- augu. Í seinni tíð hafi hins vegar fram- leiðsla á kröftugum flugeldum aukist en afleiðingar þess þegar slíkir skot- eldar springa framan í fólk geta verið mjög alvarlegar. Hlaut beinbrot í and- liti auk brunasára Þrír drengir brunnu alvarlega á augum af völdum flugelda ÁTTA starfsmenn SÍF, sem allir tengjast sölu á saltfiski og skreið, sögðu upp störfum á miðvikudag og hyggjast, við níunda mann sem áður hafði hætt hjá fyrirtækinu, stofna eigið fyrirtæki um sölu og útflutning á þessum afurðum. Er hér um að ræða marga, þó ekki alla, starfs- menn SÍF sem starfað hafa að sölu á saltfiski og skreið. Þeir sem Morg- unblaðið náði sambandi við innan hópsins í gær vildu ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir það gefa auga leið að fólk sem hefur gefið yfirlýsingu um að það ætli í samkeppni við SÍF muni ekki vinna hjá fyrirtækinu eftir það. „Við látum okkur þó hvergi bregða og höldum áfram því starfi sem við höf- um verið að vinna og hefur miðað mjög vel. En vissulega kom þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Jakob. Átta hætta hjá SÍF Stofna eigið fyr- irtæki um sölu á saltfiski og skreið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.