24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 6

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 6
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Í sumum tilfellum fáum við send gögn og í öðrum ekki. Þess vegna höfum við ekki tæmandi yfirlit yfir þá sem eru í farbanni hér á landi,“ segir Jón Pétur Jónsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá landamæra- og útlendingadeild lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. 28 úrskurðaðir í farbann Samkvæmt upplýsingum frá Landamæraeftirlitinu hafa 28 ein- staklingar verið úrskurðaðir í far- bann hér á landi það sem af er ári. Þar af eru fjórtán enn í farbanni, en fimm einstaklingar hafa farið af landi brott í ár þrátt fyrir að vera í farbanni. Ekki fæst uppgefið þjóð- erni þeirra sem eru í farbanni né hvort fleiri séu grunaðir um að hafa virt farbannið að vettugi. Talið er að tveir Pólverjar, sem úrskurðaðir voru í farbann á dög- unum fyrir meinta aðild að nauðg- un á Selfossi, hafi flúið land. Þá er talið að einhverjir Litháanna níu sem úrskurðaðir voru í farbann í október í tengslum við þjófagengi hafi yfirgefið landið, en þrír þeirra voru stöðvaðir í Leifsstöð á dög- unum við að reyna að komast af landi brott. Grunur leikur á að flestir sem yf- irgefa landið í farbanni kaupi sér flugmiða undir öðru nafni. „Ef þú ferðast innan Schengen-svæðisins er það einungis flugfélagsins að sannreyna að sá sem framvísar far- miða sé rétti aðilinn,“ segir Jón Pétur. „Þá er ekki nauðsynlegt að framvísa vegabréfi heldur duga flest önnur skilríki.“ Trygging eða GPS Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir farbannsúrræðið afar veikt í sum- um tilfellum. „Þegar um er að ræða einstaklinga sem hér starfa tíma- bundið og eru ekki með nein var- anleg tengsl við landið, er farbann mjög veikt. Ég vil að dómarar nýti heimild í lögum og geri mönnum að greiða tryggingu eða þá að við komum fyrir staðsetningarbúnaði á viðkomandi,“ segir Jóhann. Farbann ekki alltaf tilkynnt  Landamæraeftirlitið hefur ekki tæmandi yfirlit yfir sakborninga í farbanni  Fimm einstaklingar í farbanni hafa flúið landið á árinu ➤ Á ferðalagi yfir innri landa-mæri Schengen-svæðisins er engin vegabréfaskylda. ➤ Í 10. grein reglugerðar um út-lendinga segir að flutnings- aðili skuli ganga úr skugga um að skráður farþegi sé sá sem hann segist vera. VEGABRÉFASKYLDA 24 stundir/Sverrir Vegabréfaeftirlit Landamæra- eftirlitið fær ekki alltaf upplýs- ingar frá dómstólum um farbönn. 6 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Milljónatjón hefur orðið á höf- uðborgarsvæðinu í óveðri und- anfarinna daga. Ljósaperur í götuljósum hafa sprungið, ljósa- staurar skekkst og jafnvel brotn- að og jólaskreyt- ingar fokið út í veður og vind. Viðgerðaflokkar hafa ekki haft undan og því ekki tekist að koma lýsingu alls staðar á, en unnið er eins hratt og hægt er við að skapa fullnægjandi ör- yggi með lýsingu. mbl.is Milljónatjón í óveðrinu Viðgerðaflokkar hafa ekki undan Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 200 þúsund króna sektar og svipti hann að auki ökuleyfi í 12 mánuði. Maðurinn ók undir áhrifum amfetamíns í sumar. Þegar maðurinn var stöðvaður fundust fíkniefni í bíl hans, bæði hass og amfetamín. Maðurinn hefur nokkurn sakaferil að baki. Á amfetamíni undir stýri 200.000 í sekt Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær tillögu iðnaðarráðherra um að stefnt verði að útboði sérleyfa til leitar, rann- sókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, norðaustur af Ís- landi. Fram kem- ur í fréttatilkynn- ingu frá iðnaðarráðuneyt- inu að miðað sé við að hægt verði að bjóða leyfin út 15. janúar 2009. Niðurstöður mælinga á svæðinu þykja gefa vísbendingar um að þar geti verið að finna bæði olíu og gas í vinn- anlegu magni. Engin trygging er þó fyrir því. mbl.is Olíuleit á Drekasvæðinu Sérleyfi boðin út Það er hann Bjartur, heimilis- kötturinn í Kattholti, sem tekur á móti öllum kisunum 60 sem koma þangað til dvalar um jól og áramót þegar eigendurnir bregða sér utan eða út á land. Og Bjartur tekur auðvitað einnig á móti heimilis- lausum köttum sem komið er með í Kattholt, hús Kattavinafélags Ís- lands á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru þar 70 óskilakettir sem verða í góðum höndum um jólin en alls er komið með um 500 til 600 óskila- ketti í Kattholt á hverju ári. Margir þeirra komst heim aftur og sumir eignast ný heimili. Fá rækjur á jólunum Sjálfur var Bjartur vegalaus í um tvö ár áður en hann fékk húsaskjól í Kattholti fyrir þremur árum, að sögn Sigríðar Heiðberg fram- kvæmdastjóra. „Við fréttum að hann hefði verið á þvælingi í Mos- fellsbænum í tvö ár. Hann var merktur en aldrei sóttur. Þetta er skemmtilegur og blíður köttur sem nú á heima hér. Hann er hér frammi hjá okkur í móttökunni og nýtur þess vegna jólaskrautsins hér í meiri mæli en hinir kettirnir sem eru sjaldnar hér frammi hjá okkur. Ég skreyti ekki mikið í sjálfri gæsl- unni fyrir jólin en allir kettirnir fá gott að borða í tilefni hátíðarinnar, rækjur og soðinn fisk.“ Allajafna fá kettirnir hágæða- þurrfóður, að því er Sigríður grein- ir frá. „Svona líknarfélag hefur ekki alltaf ráð á að kaupa rækjur og fisk. Við fáum þetta gefið og köttunum finnst þetta algjört sælgæti.“ Flestir kattanna 60 sem gista í Kattholti um jól og áramót koma í kringum 20. desember, að sögn Sigríðar. Sá sem dvelur lengst verð- ur þar í 42 daga. Sólarhringsgisting kostar 800 krónur. ingibjorg@24stundir.is Þegar húsbændurnir fara í jólaferð tekur Bjartur á móti kisum þeirra Örtröð í Kattholti um jólin Sama verð 600 kr. Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna á landflutningar.is fyrir alla jólapakka hvert á land sem er Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Hámarksþyngd 50 kg, hámarksstærð 0,14 m³ (t.d. 52x52x52 cm) SKÚTUVOGUR KJALARVOGUR SÆBRAUT B R Ú A R V O G U R K LE P P S M Ý R A R V E G U R H O LT A V E G U R Við erum hér BARKARVOGUR De se m be r 2 00 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.