24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 14

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Þrátt fyrir viðleitni til einkavæðingar undanfarin ár hefur ríkisbáknið þanizt út. 24 stundir birtu í gær fróðlegar upplýsingar um fjölgun rík- isstarfsmanna, úr svari Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra til þing- mannsins Ármanns Kr. Ólafssonar. Þar kemur í ljós að starfsmönnum rík- isins hefur fjölgað ívið hraðar en starfsfólki á almennum vinnumarkaði undanfarinn áratug. Ef áhrif af sameiningu stóru spítalanna undir hatti ríkisins eru undan- skilin fjölgaði ríkisstarfsmönnum á þessu tímabili um 20,5%. Á sama tíma var fjölgun á vinnumarkaðnum í heild 19,5%. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, bendir á það í 24 stundum í gær, að ríkisvæðingin éti þannig jafnóðum upp árangurinn af einkavæðingunni. Það er áhyggjuefni. Árangurinn af því að koma fyrirtækjum og stofn- unum úr eigu hins opinbera og í hendur einkaframtaksins hefur verið augljós og ríkisbankarnir eru þar skýrasta dæmið. Yfirleitt græða bæði starfsmennirnir og viðskiptavinirnir á einkavæðingu. Ný störf sem verða til hjá ríkinu eru hins vegar störf sem verða til á ósveigjanlegum vinnumarkaði með niðurnjörvuðu launakerfi og lágum launum. Þjónustan, sem viðkomandi stofnanir veita, er iðulega innt af hendi án þess að nokkur samkeppni sé fyrir hendi, sem kemur niður á hagsmunum neytenda. Enn er talsvert til af dæmum um ríkisrekstur, sem er einfaldlega óþarfi og tímaskekkja. Það á til dæmis við um verzlunarrekstur þess í Áfengis- og tóbaksverzluninni og Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Stóru tækifærin til að fækka ríkisstarfsmönnum og efla samkeppni liggja hins vegar í mennta- og heilbrigðiskerfinu, eins og Pétur Blöndal bendir á í blaðinu í gær. Þróun háskólakerfisins undanfarin ár sýnir hvaða árangri það getur skilað að gefa einkaframtakinu laus- an tauminn í almannaþjónustu. Einkareknir háskólar hafa veitt þeim ríkisreknu samkeppni, sem þeir hafa brugðizt myndarlega við. Hið opinbera greiðir áfram háskólanám að stærstum hluta og lánar fólki fyrir skólagjöldum þar sem þau eru innheimt. Fleiri njóta þjónustu háskólanna og allir fá betri þjónustu. Starfs- mennirnir eru ánægðari og betur haldnir. Sambærilegum árangri er hægt að ná í heilbrigð- iskerfinu, þar sem fjölgun ríkisstarfsmanna hefur ver- ið mest. Þar þarf að færa fleiri verkefni í hendur einka- framtaksins, þótt ríkið haldi áfram að greiða fyrir þjónustuna. Báknið burt SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ef skammdegið er að drepa menn úr þunglyndi ættu þeir að skoða jólalag Orkuveitu Reykjavíkur á YouTube. Það er frábært! Sjálfur hef ég ekki fengið snert af þunglyndi nema dagspart hér um árið þegar DV mældi Sam- fylkinguna í 11 prósentum. Síðan hefur það allt horft til betri vegar. Ég er kominn í hæðir 38% og í dag þekki ég ekki pólitíska dep- urð nema af afspurn innan úr Framsókn. […]Ég hef sannast sagna glott við fót síðan í gær að ég sá fréttirnar í sjónvarpinu um að Landsvirkjun hygðist nú feta í útrásarspor REI. Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur BLOGGARINN Jólalag OR Þó að Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra, hafi sagt í kvöldfréttum í gær að ekki væru háværar radd- ir uppi um einka- væðingu Lands- virkjunar getur hann ekki neitað því að þær eru til staðar, einkum innan Sjálfstæð- isflokksins. Það er enginn sam- hljómur í þeim efnum. Þeir eru til sem vilja stokka þessa hluti upp og hugsa hlutina með öðrum hætti. Það kristallast vel nú af ummælum Gísla Marteins Baldurssonar, for- manns borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið talað með þessum hætti í ræðu og riti víða ... Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is Einkavæðing Nú í vikunni bar það til tíðinda í heimi viðskiptanna að skipt var um forstjóra í Icelandair Group. Úr starf- inu fór maður sem hafði unnið um áratuga skeið í flug- bransanum og inn kom Björg- ólfur Jóhanns- son sem hefur aðallega reynslu úr sjávarútvegi og var síðast formaður LÍÚ og forstjóri stærsta fisksölufyrirtækisins, Icelandic Group. Það er ekki hægt að segja að hann skili góðu búi. Útvegsmenn hafa ver- ið að vola út sérstaka skatta- lækkun vegna slæmrar rekstrar- afkomu ... Sigurjón Þórðarson www.sigurjonth.blog.is Forstjóraskipti Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Enn og aftur er komin upp umræða um þjófnað í verslunum og allt starfsfólk í verslunargeiranum liggur undir grun. Við hjá VR furðum okkur á því að forsvarsmenn verslana rjúki upp til handa og fóta æ ofan í æ þegar þessi umræða fer af stað og þjófkenni starfsfólk sitt - saki það um að stela vörum fyrir milljónir króna á hverjum degi. Yfirlýsingar á við þær sem birtust hér í blaðinu í gær, um að þjófnaður starfsfólks á Íslandi sé með því mesta sem þekkist í Evrópu, eru alvar- legar. Er nema von að félagsmönnum VR sárni að þurfa að sitja undir slíku? Við höfum ítrekað fengið kvartanir frá starfsmönnum verslana sem hafa að ósekju legið undir ásökunum um þjófn- að. Hér er ég ekki að bera blak af þeim sem fara rænandi og ruplandi í verslunum á Íslandi. Þjófnaður er glæpur. En ég tel mikilvægt að fara varlega í að alhæfa á þann hátt sem ítrekað hefur verið gert þegar þjófnað í verslunum ber á góma. Starfsfólk í verslunum, rétt eins og allir aðrir, hefur metnað til að sinna sínu starfi vel og af trúmennsku. Væri ekki nær fyrir verslunareig- endur að fá starfsfólkið í lið með sér og vinna að því að koma í veg fyrir þjófnað? Við höfum lagt til í kjarasamningaviðræðum að tekið verði upp umbunarkerfi sem miði að því að draga úr rýrnun í verslun, sama hvaða nafni hún nefnist. Í umfjöllun í blaðinu hér í gær kom fram að kostnaður vegna búðahnupls nemi þremur milljörðum króna á ári. Segjum sem svo að við gætum, með sameiginlegu átaki vinnu- veitenda og starfsmanna, dregið úr þeim kostnaði um helming. Hvað mælir á móti því að starfsfólkið fái að njóta þess ávinnings til jafns á við versl- unareigendur? Hagsmunir versl- unareigenda og starfsmanna fara saman. Höfundur er formaður VR Allir liggja undir grun ÁLIT Gunnar Páll Pálsson gunnar@vr.is Bækur þýska rithöfundarins og tónlistarmannsins Alexöndru Kui eiga sér tryggan og sífellt stærri hóp aðdáenda, enda tekst henni að byggja upp dulmagnaða spennu án þess að fara troðnar slóðir. Bækur hennar ná stöðugt vaxandi útbreiðslu, því hér er sleginn nýr tónn bæði hvað varðar stíl og efnistök. www.skjaldborg.is Óvenjuleg og spennandi skáldsaga um glæp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.