24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 4

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 4
Lögmenn leikfangaverslunarinnar Toys’R’Us hafa sent bréf til Just4Kids og hótað aðgerðum ef verslunin hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. „Við látum þá ekki segja okkur hvað við eigum að gera,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids. „Þeir koma frá Danmörku. Ég veit ekki hvernig viðskiptahættirnir eru þar, en viðskiptahættir á Íslandi væru litnir mjög alvarlegum augum ef menn færu að setjast niður og tala saman eða stunda bréfa- skriftir sín á milli.“ Samkvæmt upplýsingum frá Logos, lögmannaþjón- ustu Toys’R’Us, eru upplýsingar sem Just4Kids hafa gefið upp í auglýsingum ekki í öllum tilvikum réttar. Frekari upplýsingar var ekki að fá frá Logos. Elías Þór segir verðkannanir sýna að Just4Kids bjóði upp á ódýrustu leikföngin. „Við erum búnir að lækka verð um 50% á síðustu dögum og teljum okkur fylli- lega geta staðið undir auglýsingunum,“ segir hann. „Ég hef ekki orðið var við að þeir hafi hreyft sig í verði. Það eina sem þeir gera er að reyna að fá lögbann á aug- lýsingarnar okkar.“ atli@24stundir.is Auglýsingar Just4Kids valda usla og leikfangastríðið heldur áfram Toys’R’Us hóta aðgerðum 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Hóta aðgerðum Forsvars- menn Toys’R’Us eru ósáttir við auglýsingar Just4Kids. Vínbúðir ÁTVR verða bæði lokaðar á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag. Báða dagana ber upp á sunnudag og lögum samkvæmt er bannað að hafa áfengisverslanir opnar á sunnudögum. Vínbúðirnar verða opnar til klukkan 22 þann 22. desember og fimmtudag til laugardags milli jóla og nýárs verður opið til klukkan 20. Þá verður opið á aðfangadagsmorgun og gaml- ársdagsmorgun. Nánari upp- lýsingar um afgreiðslutíma má finna á slóðinni vinbud.is. Lög hindra vínsölu Loka á Þorlák 4 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Síðasta hefðbundna úthlutun Fjöl- skylduhjálpar Íslands var í gær en jólaúthlutun verður í dag og fimmtudag fyrir þá sem sótt hafa um hana. Jólaúthlutun er einnig hafin hjá Mæðrastyrksnefndum víða um land en í Reykjavík verð- ur úthlutað í dag og á morgun til þeirra sem sótt hafa um. Hafi fólk af einhverjum ástæð- um gleymt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd verður neyðar- úthlutun næsta föstudagsmorgun milli 10 og 12. Að sama skapi verður neyðarvakt hjá Fjölskyldu- hjálpinni en að sögn Ásgerðar Flosadóttur, formanns Fjölskyldu- hjálparinnar, fengu sjö fjölskyldur neyðaraðstoð fyrir jólin í fyrra. Forsvarsmenn Mæðrastyrks- nefnda bæði í Reykjavík og Kópa- vogi auk Fjölskylduhjálparinnar segja æ fleiri þurfa á aðstoð að halda og segir Ásgerður nokkur dæmi um fólk sem sæki um hjálp í fyrsta sinn. Hún nefnir dæmi af sjö manna fjölskyldu þar sem karl- inn vinnur við fiskvinnslu en kon- an við umönnunarstörf. Þau sáu ekki fram á að geta haldið jól. Þúsundir fá aðstoð Að sögn Ásgerðar hófst jólaút- hlutun síðasta miðvikudag og þá fengu um 180 fjölskyldur aðstoð en í dag og á morgun fá um 400 fjölskyldur úthlutað mat til jólanna. Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur hófst jólaúthlutun í dag og gerir Margrét K. Sigurðardóttir hjá nefndinni ráð fyrir að hátt í 2000 fjölskyldur verði aðstoðaðar fyrir þessi jól. Hún segir úthlutunina hafa gengið mjög vel en talsverðan undirbúning þarf til þess. „Við er- um farin að kaupa mat því mat- argjafirnar eru að verða búnar en það verður nóg af mat fyrir alla,“ segir hún. Matarpakkarnir eru afgreiddir eftir fjölskyldustærð en í þeim eru kjöt, kartöflur, baunir, rauðkál, smjör, ostur, kaffi, gos, ís og sæl- gæti. Auk þess er úthlutað jóla- gjöfum sem safnast hafa frá al- menningi. Sáu ekki fram á að geta haldið jól  Jólaúthlutun hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrks- nefndum  Æ fleiri þurfa á aðstoð að halda  Úthlutun gengur vel ➤ Hangikjöt og hamborg-arhrygg, grænar baunir, maís- baunir, súrar agúrkur, rauð- kál, rauðrófur, kaffi, smjörlíki, smyrju, sultu, sósur, ávexti, grænmeti og laufabrauð. ➤ Gjafir til líknarfélaganna eruauk þess gefnar jafnóðum áfram. Í POKANUM MÁ FINNA: 24Stundir/Frikki Nóg handa öllum Guðrún Björg Tóm- asdóttir, Ágústa J Hardberg, Birna Árnadóttir og Sigurfljóð Skúladóttir röðuðu í poka hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í gær. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð að þessu sinni á jólatertu frá Myllunni (brún með sultu og kremi) 300 g (hálf kaka). Verðmunur er verulegur og er hæsta verð 49,8% hærra en það lægsta eða 114 krónur mun- ur. Það vakti athygli hve fáar af þessum verslunum selja þessa tertu í stærri einingu (600 g). 50% munur á jólatertunni Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Jólaterta frá Myllunni (brún m/ sultu og kremi) 300 gr. Verslun Verð Verðmunur Krónan 229 Nettó 234 2,2 % Kjarval 298 30,1 % 10-11 298 30,1 % Samkaup-Strax 339 48,0 % Spar Bæjarlind 343 49,8 % eymundsson.is Allskonar jólagjafi r Útvarpsönd Gerir baðferðina skemmtilegri. Töskur Gerðar til að ferðast. Margar stærðir og gerðir. Pennar Vandaðir og glæsilegir. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is myrkviðir mannshugans SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Einhver magnaðasta glæpasaga sem ég hef lesið lengi ... sambland af veruleika og skáldskap og einhver best skrifaða flétta í þeim dúr sem ég hef kynnst. – Matthías Johannessen, matthias.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.