24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
„Við höfum verið að selja úr fyrir
allt upp undir hálfa milljón í jóla-
pakkana og það er alls ekkert eins-
dæmi,“ segir Andri Sævarsson hjá
Leonard. „Við seljum líka mikið af
hringum, armböndum og eyrna-
lokkum, svo eitthvað sé nefnt. Fólk
er mikið að koma hvað öðru á
óvart með slíkum gjöfum. Ég
myndi segja að það væri mikil traff-
ík í desember, meira en gengur og
gerist á öðrum tímum ársins,
þannig að það leynast skartgripir í
mörgum jólapökkum.“
Loðfeldir í jólapakkann
„Það er meira að gera hjá okkur
fyrir jólin en á öðrum tímum árs en
annars hefur það jafnast frá því
sem áður var og dreifist meira yfir
allt árið,“ segir Hildur Guðlaugs-
þess að skipta út gömlu græjunum
og margir nýta sér það tækifæri,
enda er mikið horft á sjónvarp yfir
hátíðarnar þannig að í raun er þetta
tilvalinn tími til þess að breyta til.
Við erum til dæmis að bjóða upp á
pakka þar sem fólk getur keypt
heilt heimabíósett, sjónvarp og
græjur með uppsetningu og
kennslu á allan búnaðinn ásamt
forritun á fjarstýringum og þess
háttar fyrir rúmar 349.000 krónur.“
Hrafnkell segir tengistöðvarnar frá
Bose einnig vera vinsæla jólagjöf.
„Þetta eru einstakar græjur sem
þess vegna er hægt að koma fyrir
úti í garði á góðviðrisdegi og hægt
er að njóta tónlistarinnar hvar sem
er í húsinu. Við höfum verið að
selja slíkar tengistöðvar á 49.900
krónur og síðan er önnur týpa á til-
boði hjá okkur á 39.900 krónur.“
24 stundir/Sverrir Vilhelmsson
Gjafir á hundruð þúsunda íslenskra króna ekkert einsdæmi
Dýrir loðfeldir, milljónaúr
og heimabíó í jólapakkann
➤ Talið er að jólaverslun á Ís-landi muni aukast um tæp
10% á milli ára.
➤ Mest er aukning í jólaversluná Íslandi miðað við hin Norð-
urlöndin.
➤ Mikil leikfangaverslun virðistætla að verða fyrir jólin en
eins hefur sala á íþrótta- og
rafmagnsvörum aukist.
JÓLAGJAFIRÍslendingar gerast kaup-
glaðir fyrir jólin og er
ekkert óalgengt að þeir
fjáðustu eyði hundruðum
þúsunda í jólagjafir
handa sínum nánustu.
Skartgripir, græjur og
dýrindis loðfeldir leynast
þá meðal annars í jóla-
pakkanum.
Jólagjafir Sumar kosta allt upp í
nokkur hundruð þúsund.
dóttir, verslunarstjóri hjá Eggerti
feldskera. „Sumir koma til okkar og
kaupa eitthvað til þess að koma
makanum á óvart en við höfum
lagt áherslu á að eiginmennirnir
leyfi konunum sínum að vera með í
valinu, ef hægt er. Þetta eru of dýr-
ar vörur til þess að vera ekki full-
komlega ánægður með. Þeir sem
ætla að gleðja konuna með loðfeldi
hafa þá til dæmis verið að fá hjá
okkur skinn sem þeir pakka inn og
svo getur konan komið og valið sér
feld.“ Hildur segir verðbilið vera
breitt. „Við erum til dæmis með
mokkajakka eða loðfóðraða jakka
frá 70.000 krónum og svo er þetta
alveg upp í mjög dýra loðfeldi. Það
selst auðvitað aldrei jafn mikið af
því allra dýrasta en það fer þó alltaf
eitthvað af þeim fyrir hver jól.“
Tugþúsunda græjur
„Heimabíóið er alltaf vinsælt í
jólapakkann,“ segir Hrafnkell
Pálmarsson, verslunarstjóri hjá
Sense. „Það virðist ýmist vera sam-
eiginleg ákvörðun að kaupa fyrir
heimilið eða keypt er til þess að
koma makanum á óvart, þannig að
það er allur gangur á því. Það má
segja að það sé meira að gera hjá
okkur fyrir jólin en venjulega, enda
er þetta tími þegar verslun eykst á
öllum vígstöðum. Fólk virðist ekki
setja það fyrir sig að kaupa stærri
pakka enda er þetta góður tími til
Nú er hægt að kaupa tilbúnar
fyllingar í jólakalkúnann með
ýmsu góðgæti í matvöruverslunum
og úrvalið hefur aldrei verið betra.
Hins vegar er sérlega auðvelt að út-
búa fyllingu og gaman að gefa
henni sérkenni og þróa jafnvel
uppskrift sem stórfjölskyldan held-
ur upp á. Stórskotalið matreiðslu-
manna í Bretlandi hefur sent frá
sér góðar uppskriftir að fyllingum
sem hægt er að taka mið af. Nigella
Lawson notar piparkökur í sína
fyllingu, Sophie Grigson notar
púrtvín, beikon og trönuber og
Gordon Ramsay notar furuhnetur
og salvíu.
Engrar nákvæmni er þörf þegar
kemur að því að útbúa fyllingu.
Bragðlaukarnir ráða og fyllinguna
skal smakka til. Hvort sem þú tek-
ur mið af óvenjulegri fyllingu Ni-
gellu Lawson, þar sem hún notast
við piparkökur, eða trönuberja- og
púrtvínsfyllingu Sophie Grigson,
þá getur þú valið úr því sem þér
hentar best og af því sem til er í
matvöruverslunum þá stundina;
ferskar kryddjurtir, uppáhaldsvínið
þitt, sítrónubörkur, furuhnetur,
heslihnetur, beikon, mandarínur,
apríkósur, epli og sveskjur eru til
að mynda meðal hráefna sem grípa
má í. Í piparkökufyllingu Nigellu
þarf smjör, matarepli, beikon, fínt
skorinn börk af 2 klementínum
(eða 1 appelsínu), 450 g af pip-
arkökum og 2 egg, og svo er krydd-
að til með pipar. Mælt er með því
að steikja fyllinguna sér áður en
henni er stungið (hálsmegin) í kal-
kúnann.
Piparkökur, mandarínur eða trönuber?
Notaðu hugmyndaauðgina
GJAFABRÉF OG ÚRVAL SKEMMTILEGRA
GJAFAPAKKA FYRIRJÓLIN:
Nýtt: Súkkulaðidekur
Dekrum við líkama og sál með yndislegum
súkkulaðimeðferðum:
Súkkulaðiandlitsbað, Súkkulaðifótsnyrting
Súkkulaðihandsnyrting
Súkkulaðilíkamsmeðferð
Súkkulaðivax
Tilboð
Þú kaupir súkkulaðiandlitsbað og -fótsnyrtingu og
færð handsnyrtingu í kaupbæti
Fríir prufutímar í Eurowave og sogæðanudd
Smiðjuvegi 1 - Sími 564 4858 - www.fyrirogeftir.is
Opið mán - fim 10 - 20 fös 10 - 18 og lau 10 - 18
Vantar þig ennþá
gjöfina hennar?
AÐEINS Í DESEMBER:
Ársátak með 60 % afslætti!
Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og
breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr.
K
R
A
FT
A
V
ER
K
Fæst hjá N1, veiðibúðum
og á www.veidikortid.is
Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum
Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni
Serblad 24 stunda
Heilsa
4.januar 2008