24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Kaldlyndi kötturinn er eiginlega
verndarengillinn minn. Hann fer
fyrst á svið áður en ég byrja að spila á
hverjum einustu tónleikum.
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
heida@24stundir.is
Tim Ten Yen er nýstirni á hraðri
uppleið í heimalandi sínu, Bret-
landi. Hann spilar það sem hann
kýs að kalla karókípopp og kemur
fram vopnaður hljómborði og
reykvél. Honum fylgir líka ávallt
„Kaldlyndi kötturinn“ eða „The
Sinister Cat“ sem er nokkurs konar
verndari hljómsveitarinnar.
Pakkar kettinum fyrst
Tim gaf sér tíma til að svara
nokkrum spurningum um köttinn
og sig. „Kaldlyndi kötturinn er eig-
inlega verndarengillinn minn.
Hann fer fyrst á svið áður en ég
byrja að spila á hverjum einustu
tónleikum. Hann sest ofan á
hljómborðið og gefur frá sér ein-
hvers konar galdraáru sem leggst
yfir tónleikagesti.“
Hvað myndi gerast ef kötturinn
gleymdist heima?
„Ég hreinlega veit það ekki, ég
hef aldrei þurft að koma fram án
hans. Ætli ég myndi ekki bara af-
lýsa tónleikunum,“ segir Tim
hlægjandi. „Kötturinn fer alltaf
fyrst ofan í tösku, á undan hljóm-
borðunum og öllum græjunum.“
Tónlist fyrir japanska launþega
„Tónlistin sem ég spila end-
urspeglar svolítið lífsstíl hins týp-
íska japanska launþega,“ segir Tim
þegar hann er spurður út í tónlist-
arstefnuna. „Ég hef aldrei komið til
Japans en hef mikinn áhuga á jap-
önsku jakkafatamönnunum. Þeir
njóta mikillar virðingar og karókí-
tónlistin er samofin lífsstíl þeirra.
Ég kaus að fara þessa leið með tón-
listina og kötturinn er partur af
því. Hann bætir við hinu dul-
arfulla austræna andrúmslofti sem
ég þarf á að halda.“
Hljómsveitirnar Hellvar og Sexy
Jazz hita upp, en sú síðarnefnda
samanstendur af meðlimum Ber-
tel! og Sometime.
Boðið verður upp á eggjapúns
fyrir stundvísa til 22.00 en tónleik-
arnir hefjast þá. Aðgangseyrir er
1000 krónur en hægt er að nálgast
miða á midi.is.
Tim Ten Yen Mun áreið-
anlega stíga villtan dans
ásamt kaldlynda kett-
inum sínum.
Tim Ten Yen spilar á tónleikum á Organ á fimmtudag
Rafkötturinn
slær taktinn
Það er alltaf spennandi
þegar óvenjulegir tónlist-
armenn spila á Íslandi og
Tim Ten Yen fellur svo
sannarlega í þann flokk.
Hann spilar karókípopp
og kemur fram með ketti.
➤ Stofnaði hljómsveitina fyrirþremur árum, en var fyrsta
árið að yfirstíga sviðsskrekk.
➤ Bætti við rafketti sem hannkallar „The Sinister Cat“ til að
hafa einhvern með sér á svið-
inu.
TIM TEN YEN
Leikstjórinn Peter Jackson og
stjórnarformenn New Line Ci-
nema og MGM kvikmyndaveranna
tilkynntu með formlegum hætti í
gær að sættir hefðu náðst milli
Jacksons og New Line en deilur
hafa staðið milli þessara tveggja
aðila um hagnað af Lord of the
Rings-þríleiknum.
Við sama tækifæri var einnig til-
kynnt að Jackson og eiginkona
hans, Fran Walsh, myndu taka að
sér kvikmyndun hinnar geysi-
vinsælu bókar J.R.R. Tolkien, The
Hobbit, sem og fyrirhugaðrar
framhaldsmyndar hennar. Þetta
eru gleðitíðindi fyrir aðdáendur
ævintýraheims Tolkien en Jackson
og Walsh tókst einstaklega vel til
með gerð Hringadróttinssögu. vij
Sögulegar sættir
Snýr aftur til Miðgarðs Heitustu óskir aðdáenda Hringadróttinssögu hafa
ræst því Peter Jackson mun gera The Hobbit.
Jackson reynir við Hobbitann
Hljómsveitin múm fagnar
heimkomu sinni og vel heppnaðri
tónleikaferð á Organ í kvöld kl.
21:00. Á tónleikunum koma fram
múm (DJ set), Mr. Silla & Mon-
goose og fleiri óvæntir gestir.
Ókeypis er inn og skríplagos verð-
ur í boði fyrir gesti á meðan birgð-
ir endast. Múm mun ekki spila á
Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð
sína til Japans snemma á næsta ári,
þar sem hún spilar meðal annars á
þrennum tónleikum með Skakka-
manage. Í sumar lék sveitin á sér-
völdum tónlistarhátíðum víða um
Evrópu, til að mynda Primavera í
Barcelona, La Mar de Musicas í
Murcia, Villette Sonique í París,
Sync festival í Aþenu, Afisha í
Moskvu og nú síðast á hálfgerðum
leynitónleikum á Museum of Gar-
den History í London, þar sem
gestir voru dregnir úr hatti. Múm
hefur verið að kynna fjórðu hljóm-
plötu sína „Go Go Smear the Poi-
son Ivy“ sem er nýkomin út en
platan var öll tekin upp í skólum,
meðal annars í Tónlistarskólanum
á Ísafirði og í gömlum skóla á
eynni Nötö sem liggur á milli Sví-
þjóðar og Finnlands.
heida@24stundir.is
Skemmtikvöld múm á Organ