24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 10
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Norðmaður ginnti ungar stúlkur
til að senda sér nektarmyndir yfir
netið, undir því yfirskini að hann
væri ljósmyndari hjá frægu tíma-
riti. Myndirnar rak á fjörur kan-
adísku lögreglunnar, sem lét koll-
ega sína hjá alþjóðalögreglunni
Interpol vita af málinu.
Þóttist vera tískuljósmyndari
Maðurinn hafði samband við
stúlkurnar, sem eru níu og tíu ára,
á vinsælli spjallsíðu fyrir börn. Þar
sagðist hann starfa sem ljósmynd-
ari hjá frægu tímariti og spurði
hvort stúlkurnar hefðu hug á að
vinna sér inn pening með því að
gerast fyrirsætur. Þegar stúlkurnar
játuðu því spjallaði maðurinn við
þær undir nýju nafni, undir því yf-
irskini að hann væri umboðsmað-
ur.
Í gervi umboðsmannsins sagðist
maðurinn þurfa myndir af þeim.
Bað hann stúlkurnar að taka nekt-
armyndir hvor af annarri, sem
hann sagði að skiptu mjög miklu
máli til að hægt væri að sjá hvers
konar föt myndu passa þeim.
Stúlkurnar tóku myndirnar og
sendu manninum. Kanadíska lög-
reglan komst svo á snoðir um
myndirnar í tengslum við rann-
sóknir sínar á heimasíðum sem
innihalda barnaklám.
Dylst á bak við ólæst net
Fyrsta skrefið í rannsókn norsku
lögreglunnar var að fara yfir tölvu-
póstsamskipti stúlknanna og
mannsins. Með því að rekja IP-töl-
ur var hægt að finna hvar mað-
urinn hafði tengst netinu. Í ljós
kom að hann hafði nýtt sér ólæst
þráðlaus net víðsvegar um Ósló án
vitneskju eigenda þeirra.
Lögreglan hefur því fátt annað í
höndunum en nafnið sem maður-
inn gaf upp í tölvubréfunum.
Herma heimildir Aftenposten að
lögreglan sé vonlítil að til mannsins
náist.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Níu og tíu ára á
nektarmyndum
Var boðið að sitja fyrir á tískumyndum í frægu tímariti Hvorki
finnst tangur né tetur af manninum sem tældi þær
➤ Heimasíður með ögranditískumyndum af stúlkum, oft-
ast á aldrinum 8 til 14 ára,
geta hylmt yfir glæpsamlegri
starfsemi.
➤ Interpol segir að oftast sé umað ræða stúlkur úr fyrrver-
andi austantjaldslöndum,
sem lofað sé gulli og grænum
skógum sem fyrirsætur á
Vesturlöndum.
KLÁMHUNDAR
Nordic-Photo/AFP
Ginntar Fullorðinn maður sat fyrir
ungum norskum stúlkum í því skyni
að ná af þeim nektarmyndum.
Í gær hófust kosningar um leið-
toga Afríska þjóðarráðsins ANC,
stjórnarflokks Suður-Afríku. Er
sigur í leiðtogakjörinu talinn vera
ávísun á forsetasæti í kosningum
árið 2009.
Valið stendur á milli tveggja
manna – forsetans Thabo Mbeki
og mótframbjóðandans Jacob
Zuma, sem talið er að bera muni
sigur úr býtum.
Báðir umdeildir
Tvö ár eru síðan Schabir Shaik,
fjármálaráðgjafi Zuma, var fund-
inn sekur um fjársvik og spillingu.
Í framhaldi af því vék Mbeki Zuma
úr stöðu varaforseta, sem leiddi til
þess klofnings í flokknum sem
brotist hefur út í aðdraganda leið-
togakjörsins. Enn er ekki ljóst
hvort Zuma verður kærður fyrir
fjármálamisferli.
Forsetinn Mbeki hefur legið
undir ámæli fyrir íhaldssemi í
tengslum við alnæmisfaraldurinn
og afstöðu sína í málefnum grann-
ríkisins Simbabve. aij
Afríska þjóðarráðið í Suður-Afríku
Kosið um forseta-
frambjóðanda
Nordic-Photo/AFP
Stuðningsmenn Halda mynd Jacob
Zuma á lofti í Polokwane í Suður-Afríku.
10 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
George Bush
Bandaríkjaforseti
segist fagna því
að Rússar hafi af-
hent Írönum 80
tonn af auðguðu
úrani. Segir Bush þetta gera áætl-
anir íranskra stjórnvalda um
auðgun úrans óþarfar.
Reuters-fréttastofan hefur eftir
háttsettum írönskum stjórnmála-
manni að samningurinn við
Rússa hafi engin áhrif á áform Ír-
ana. Segir hann landið þurfa úran
til að knýja fleiri kjarnorkuver, en
erlend stjórnvöld óttast að efnið
verði notað í kjarnavopn. aij
Íran fær rúss-
neskt úran
Tyrkneskir hermenn fóru inn í
norðurhluta Íraks í gær. Abdul-
lah Gul, forseti Tyrklands, hefur
sagt að hann muni gera hvað
hann geti til að sigrast á upp-
reisnarmönnum Verkamanna-
flokks Kúrda, sem eiga sér bæki-
stöðvar á mörkum Tyrklands og
Íraks. aij
Tyrkir í Írak
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Fyrir jólin
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Gæðaryksugur frá Siemens.
Virkilega þrífandi hrífandi.
Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn.
Er ekki upplagt
að fá sér ný ljós
fyrir jólin?
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Opið frá kl. 10 - 22
• Pelskápur
• Rúskinnskápur
• Ullarkápur
• Leðurkápur
• Úlpur
• Ullarsjöl
• Hanskar og húfur
Mörk inni 6, sími 588 5518 .
Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna,
ömmuna og langömmuna