24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Heimaræktun á grænmeti og
kryddjurtum verður sífellt vinsælli
hér á landi, enda margir sem kjósa
fersk og lífrænt ræktuð matvæli
umfram allt annað. En margir
kunna að reka sig á að það kostar
töluverða fyrirhöfn að rækta sitt
eigið grænmeti, hvort sem það er
gert úti á svölum eða inni í eld-
húsi ásamt því sem íslenska
skammdegið er afar óhagstætt
plöntum sem þurfa mikið ljós.
Auður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri heildverslunarinnar
Lifu ehf., hafði upplifað það
hversu tímafrekt og erfitt það get-
ur reynst að rækta eigið grænmeti,
ekki síst á veturna, þegar hún
rakst á sérstætt heimilistæki í
verslunarleiðangri í Bandaríkjun-
um fyrir tveimur árum. Um var
að ræða sjálfvirkt, jarðvegslaust
ræktunartæki til heimilisnota, en í
því er meðal annars hægt að rækta
kryddjurtir, salat og smærra græn-
meti á borð við chili-pipar og
kokteiltómata. „Ég skoðaði þetta
tæki, leist vel á og ákvað að skella
mér á eitt svoleiðis og drösla því
með mér heim. Síðan þá hef ég
ræktað alls kyns grænmeti og
kryddjurtir í mínu eigin eldhúsi
og nota það mjög mikið í mat-
seldina,“ segir hún. Þar sem tækið
var keypt í Bandaríkjunum þarf
hún að tengja það við straum-
breyti til að það virki, en nú hefur
hún fengið í hús sendingu af þess-
um tækjum sem eru sérstaklega
ætluð fyrir Evrópu og þurfa því
enga straumbreyta. „Ég sá um leið
að þetta væri eitthvað sem ætti er-
indi á íslenskan markað og byrjaði
því strax að vinna að því að flytja
þau inn. Fyrsta sendingin er nú
komin og fer í verslanirnar bráð-
lega,“ bætir hún við. Tækið er
þannig úr garði gert að á því er
lampi sem veitir plöntunum ljós
eftir þörfum og það sér sjálft um
að úða þær og næra. Það eina sem
eigandinn þarf að gera er að fylla
reglulega á vatnsgeyminn og setja
í það næringartöflur, en í hvert
skipti sem tími er kominn á meira
vatn eða næringu kviknar ljós á
tækinu og aðvarar þannig eigand-
ann. „Þannig er fyrirhöfnin ótrú-
lega lítil en vöxturinn á plöntun-
um mikill. Það er helst að ég hafi
ekki haft undan við að klippa af
fyrir matseldina,“ segir Auður að
lokum.
Heimaræktun á grænmeti og kryddjurtum auðvelduð til muna
Lítill sjálfvirkur
matjurtagarður
Senn kemur á markað hér
á landi sjálfvirkt, jarð-
vegslaust ræktunartæki
til heimilisnota, þar sem
hver og einn getur rækt-
að sínar eigin fersku
kryddjurtir, kokteiltóm-
ata, salat og fleira.
Það er heildverslunin Lifa
ehf. sem flytur tækið inn
til Íslands.
Matjurtagarður í eldhús-
inu Tryggir ferskt græn-
meti í matseldina.
➤ Heitir á frummálinu Aero-garden og fæst bráðum í
fyrsta skipti á Íslandi
➤ Lampinn yfir pottinum erstillanlegur og er því hægt að
hækka hann eftir vexti
plantnanna.
HEIMILISTÆKIÐ
Hér getur að líta svokallað húð-
flúrshús eða tattoo-house eftir
hinn þekkta ástralska arkitekt And-
rew Maynard. Þetta er viðbygging
við lítið fjögurra herbergja íbúðar-
húsnæði í Fitzroy North í Virginíu-
héraði í Ástralíu en nafnið á húsinu
kemur til vegna hins risastóra hvíta
trés sem hefur verið límt á gler-
veggi og glugga. Tilgangurinn með
trénu er ekki einungis fag-
urfræðilegur heldur veitir það íbú-
um hússins skjól fyrir forvitnum
augum nágranna og steikjandi
sumarsólinni.
Húðflúrshúsið hefur vakið at-
hygli víða um veröld enda sam-
einar það ýmsa kosti. Í fyrsta lagi er
það ákaflega óvenjulegt við fyrstu
sýn ásamt því sem húðflúrið sjálft,
hvíta tréð, er ákaflega nýtískulegt. Í
öðru lagi er það mjög stílhreint í
anda mínimalismans og í þriðja
lagi var það hannað með hag-
kvæmni og sparnað að leiðarljósi,
enda mjög einfaldar útlínur á því
og byggingarefnið tiltölulega ódýrt.
Eins og fyrr segir er það húð-
flúrið sjálft sem gegnir lykilhlut-
verki í þessu húsi vegna hinna
margþættu hlutverka þess. Víða
um heim má sjá stórar og smáar
skrifstofubyggingar þar sem gler er
helsta byggingarefnið, en eðlilega
er minna um að íbúðarhúsnæði sé
þannig byggt vegna friðhelgi einka-
lífsins sem flestum er afar kært.
Þarna hefur arkitektinum þó tekist
að finna stílhreina lausn sem býður
upp á möguleika á gleríbúð-
arhúsum fyrir einstaklinga og fjöl-
skyldur.
Hvort svona húðflúrshús henta
vel íslenskum aðstæðum eður ei
skal ósagt látið en þó er í fljótu
bragði ekki margt sem mælir gegn
því, en helst þá kannski bjartar
sumarnætur.
Hús með húðflúri í Ástralíu
Glerviðbygging við íbúðarhúsnæði
Furuilmur er að margra mati
ómissandi í stofunni um jólin og
geta þeir hinir sömu því sjaldnast
hugsað sér annað en að fá sér lif-
andi jólatré um hver jól. Slíku tré
fylgir hins vegar gjarnan töluverð
fyrirhöfn, enda hrynja furunálar af
þeim niður á gólf ásamt því sem
þau þarf að vökva og svo þarf að
losna við þau út úr húsi eftir hátíð-
arnar. Hið sama er ekki að segja
um gervijólatrén. Vissulega fylgja
þeim ákveðnir ókostir, eins og til
dæmis ilmleysið, en kostir þeirra
eru þó ótvíræðir. Gervijólatrén strá
ekki nálum á gólfið og þurfa ekki
vatn til þess að haldast græn. Svo er
einfalt að setja þau beint aftur inn í
geymslu eftir hátíðarnar og láta
þau standa þar fram á næstu jól.
Gervijólatré ekki svo galinn kostur
Fara ekki „úr nálum“
Græn allt árið Gervi-
jólatrjám fylgir ekki
sóðaskapur.
Jólasýning Handverks og hönn-
unar var opnuð 8. desember síð-
astliðinn en henni lýkur á Þor-
láksmessu og fer því hver að
verða síðastur að kíkja á al-
íslenska hönnun í elsta húsi
Reykjavíkur við Aðalstræti 10.
Þetta er í áttunda sinn sem Hand-
verk og hönnun heldur jólasýn-
ingu, en það voru Margrét Jóns-
dóttir leirlistakona og Oddrún
Halldóra Magnúsdóttir skart-
gripahönnuður sem sáu um upp-
setningu á sýningunni. Alls sýnir
51 íslenskur hönnuður á sýning-
unni.
Jólasýningu
lýkur senn
LÍFSSTÍLLHEIMILI
heimili@24stundir.is a
Þannig er fyrirhöfnin ótrúlega lítil
en vöxturinn á plöntunum mikill.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
• Auðvelda þér að
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
Verð frá 98.000 krónum