24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 22

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Ef ekkert skrýtið hefur gerst þá hefur dagurinn ekki verið neitt sérstakur. John A. Wheeler Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is „Eftir að ég gerði bókina Íslend- ingar langaði mig til að halda áfram að ferðast um landið og tala við fólk. Fljótlega vaknaði hugmyndin um að gera bók um trú manna á huldu- fólk,“ segir Unnur Jökulsdóttir, höf- undur bókarinnar Hefurðu séð huldufólk? sem Mál og menning gefur út. „Þegar ég ferðaðist um landið og talaði við fólk vegna bók- arinnar Íslendingar fannst mér at- hyglisvert hversu margir töluðu um huldufólk eins og ættingja sína eða kunningja. Fyrir þeim var huldufólk jafn raunverulegt fólk og það sem við köllum lifandi. Mér fannst for- vitnilegt að fara annan hring um landið og einbeita mér að þessu efni. Ég hef áhuga á skyggnigáfu og kall- aði til Hildi Hákonardóttur, guð- móður verksins. Hún er mjög næm kona og fróð um ýmsa þætti tilver- unnar, bæði hérna og að handan. Hún leiðbeindi mér hvað ég ætti að spyrja um og hvernig ætti að nálgast efnið. Svo fór ég af stað og verkið tók tvö og hálft ár. Ég varð margs vísari.“ Nýbúar í álfheimum Í bók Unnar eru 25 viðmælendur víðs vegar að. „Sumir lýsa huldu- fólki eða alls konar álfum og eru í daglegu samneyti við einhver slík öfl. Aðrir segja mér gamlar sögur, kannski úr ætt þeirra eða staðnum sem þeir búa á. Í Skáleyjum gerðust til dæmis dramatískir atburðir á síð- ustu öld, sem sumir vildu kenna hefndum huldukonu, en hreyft hafði verið við steini sem talið var að hún byggi í.“ Þegar Unnur er spurð hvort hún trúi á tilvist huldufólks svarar hún: „Ég trúði á huldufólk áður en ég fór að skrifa þessa bók. Ég ólst upp hjá ömmu minni sem bar mikla virð- ingu fyrir huldufólki og við reynd- um oft að sjá það á gamlárskvöld. Mér finnst tilveran miklu skemmti- legri ef við trúum á eitthvað meira en það sem við sjáum og finnum. Ég hef setið andspænis mjög mörgum sem segjast hafa séð huldufólk. Ég finn að þetta fólk er að segja satt og rétt frá. Það kom mér á óvart hversu fólk var reiðubúið að tala um huldufólk og segja frá reynslu sinni. Það kom mér líka á óvart að þetta fólk lýsir hlutum sem ekki er getið um í þjóðsögunum. Ég ræddi við Gísla Sigurðsson á Árnastofnun og hann sagði mér að vera ekki for- dómafull gagnvart því sem fólk er að sjá í dag. Auðvitað væru nýbúar í álfheimum rétt eins og í landinu.“ Huldufólk og álfar Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hver munurinn sé á huldufólki og álfum. Unnur er spurð að því hver munurinn sé. „Helgi Hall- grímsson er mjög virtur líffræðing- ur á Egilsstöðum en hann trúir á huldufólk þótt hann hafi ekki séð það. Hann skilgreinir muninn á huldufólki og álfum og segir að huldufólk sé ein tegund álfa,“ segir Unnur. Unnur Jökulsdóttir „Mér finnst tilveran miklu skemmtilegri ef við trúum á eitthvað meira en það sem við sjáum og finnum.“ Unnur Jökulsdóttir sendir frá sér óvenjulega bók Í félagsskap huldufólks ➤ Unnur Jökulsdóttir sendiásamt Þorbirni Magnússyni frá sér ferðabækurnar Kjölfar kríunnar (1989) og Kría siglir um Suðurhöf (1993). ➤ Hún hefur skrifað eina barna-bók, Eyjadís (2003). ➤ Bókin Íslendingar (2004)fjallar um líf og lífsviðhorf fólks í öllum landshlutum. KONAN„Ég hef setið andspænis mjög mörgum sem segj- ast hafa séð huldufólk. Ég finn að þetta fólk er að segja satt og rétt frá,“ segir Unnur Jökulsdóttir sem hefur skrifað bók um huldufólk. 24stundir/RAX Á þessum degi árið 1915 fæddist söngstjarnan Edith Piaf. Þótt fjölmargar bækur hafi verið skrifaðar um hana er enn margt á huldu um líf hennar. Þessi lágvaxna kona (147 sentimetrar) var uppgötv- uð árið 1935 af eiganda næturklúbbs. Hann gaf henni nafnið spörfuglinn og sagði henni að klæðast svörtu. Piaf naut lítillar hamingju í einkalífi. Stóra ástin í lífi hennar var hnefaleikakappinn Marcel Cerdan sem lést í flugslysi árið 1949 þegar hann var á leið til New York að hitta hana. Cerdan var kvæntur maður og ást- arsamband þeirra Piaf vakti mikla athygli fjölmiðla. Piaf gekk tvisvar í hjónaband. Seinni eiginmaður hennar var tuttugu árum yngri en hún. Þau giftust ár- ið 1962 og ári síðar lést Piaf úr krabbameini í lifur. Fyrr á þessu ári var frumsýnd kvikmynd um ævi Pi- af og þar fer Marion Cotillard með hlutverk hennar. Piaf er minnst sem mestu söngkonu Frakklands. Spörfuglinn fæðist MENNINGARMOLINN Bóksalar völdu bestu bækur ársins á dögunum. Skáldsaga ársins er að þeirra mati, og margra annarra, Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Bókin hlaut 60 stig í kosningu. Harðskafi Arnaldar Indriðasonar lenti í öðru sæti með 56 stig og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Bald- ursdóttur hlaut einu stigi minna, 55 stig. Þessar þrjár bækur höfðu yfirburði yfir aðrar því Aska Yrsu Sigurð- ardóttur sem lenti í fjórða sæti fékk 25 stig. Kalman þykir bestur Bóksalar völdu Bíbí eft- ir Vigdísi Grímsdóttur bestu ævisög- una og hún vann með yf- irburðum, hlaut 63 stig, en bókin í öðru sæti, Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson, fékk 23 stig. Snert hörpu mína, ævi- saga Davíðs Stefánssonar, fékk 20 stig. Þrjár bækur fengu sex- tán stig: ÞÞ í Fátæktarlandi, Postulín og Elías Mar – Nýr penni í nýju lýðveldi. Þúsund bjartar sólir eftir Kha- lad Hosseini vann kosningu um bestu þýddu skáldsöguna með gríðarlegum yfirburðum. Gælur, fælur og þvælur var valin besta íslenska barnabók- in og Harry Potter og dauða- djásnin var svo vitanlega valin besta þýdda barnabókin. Besta ljóðabókin þótti Blót- gælur Kristínar Þóru Tóm- asdóttur. Bíbí með yfirburði AFMÆLI Í DAG Leonid Brezhnev Sovétleiðtogi, 1906 eymundsson.is Mikið úrval af erlendum bókum Modern Art 1900-1945 5.995 kr. Making Money 2.995 kr. The Mephisto Club 1.295 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.