24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 16
Róbert Trausti Árnason skrifar:
Þar sem öryggissamstarfið við
Bandaríkin rofnaði ekki árið 2006,
þarf Ísland hvorki að grípa til rót-
tækra ráðstafana í öryggismálum
né að móta nýja Evrópustefnu.
Spurningarnar nú eru um það,
hvernig á að framkvæma varn-
arsamninginn við núverandi að-
stæður. Það verður að sýna fram á
með hvaða hætti verður snúist til
Íslands og fyrir heimsviðskipti.
Ljóst er að Íslendingar sjálfir verða
hér eftir að vera virkari í eigin ör-
yggismálum en verið hefur og þá
ekki síst þegar kemur að innra ör-
yggi ríkisins og borgaranna og
verja þarf meiri fjármunum til
þessara verkefna.
Sérstök varnarmálastofnun í
höndunum á utanríkisráðuneytinu
er með öllu óþörf.
Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri
varna á landi, að unnt sé að fylgjast
náið með öllum siglingum við Ís-
land, með hvaða hætti haldið verð-
ur uppi loftvörnum á Ísland og að
tryggt sé öryggi allra þeirra sem
lenda í lífsháska á Íslandi eða í ná-
grenni við landið.
Því þarf að meta þýðingu þess út
frá öryggis- og varnarhagsmunum
Íslands að senn hafa aðflutnings-
leiðir sem liggja um íslenska efna-
hagslögsögu afgerandi þýðingu
fyrir orkuöryggi bandalagsþjóða
BRÉF TIL BLAÐSINS
16 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Hermann Þórðarson skrifar:
Í Fréttablaðinu 7. desember, áður í
Sjónvarpinu og síðar í öðrum fjöl-
miðlum fárast þjálfarar kvennaliða
Fram og Stjörnunnar yfir frammi-
stöðu dómara leiksins. Þeir
skammast út í HSÍ yfir lélegum
dómurum og hvernig pör eru valin
til að dæma leiki. Varla getur HSÍ
farið að gera út einhverja „Sher-
lokka“ til þess að kanna vináttu-
sambönd og annað milli dómara og
þjálfara í bransa þar sem allir
þekkja alla. Frekar ættu þjálfararnir
að skammast út í félögin sem
standa sig ekki í að mennta fleiri
þjálfara. Ég held að Stjarnan hafi
ekki tapað þessum leik vegna lé-
legra dómara heldur vegna lakari
frammistöðu í útileik á móti frá-
bæru spútnikliði deildarinnar í ár.
Af hverju tapaði Stjarnan fyrir FH?
Af hverju tapaði Stjarnan fyrir
Haukum? En reynslulitlir dómarar
verða frekar fyrir áhrifum frá ólát-
um þjálfara, áhorfenda og leik-
manna heldur en þeir sem reynslu-
meiri eru. Þetta er sálfræðilegt
atriði sem illa verður ráðið við. En
að ætla dómurum að vera hlut-
drægir af ásettu ráði er einfaldlega
rangt. Dómarar gera mistök, en það
gera líka þjálfarar og leikmenn og
miklu fleiri en dómararnir. Ég hef
sjálfur gert mig sekan um að gera
hróp að dómurum í hita leiksins og
skammast mín fyrir það. Dóm-
ararnir eru bestu vinir handboltans.
Án þeirra færu engir leikir fram.
Höfundur er fyrrv. formaður
handknattleiksdeildar Hauka.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hannað af helstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð
Lífsklukkan
Taktur góðrar hvíldarwww.lifsklukkan.is
Fyrir þig... Fyrir barnið þitt...
Vekur þig eðlilega með hægri
sólarupprás á morgnana
Hjálpar þér að slaka á á
kvöldin með hægu sólsetri
Allt að 30 mínútur af smáminnkandi
birtu róar barnið þitt og svæfir
Tvær sólsetursstillingar: að algeru
myrkri eða að næturlýsingu
Upplýsingar um útsölustaði í síma 577 1400 eða á www.l i fsklukkan.is
Tilvalin
jólagjöf!