24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 54

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir „Skrítnar teljast fréttirnar af Egg- ert Magnússyni og West Ham. Menn veltu vöngum yfir auð- æfum þessa glaðbeitta manns, sem gerðu honum kleift að kaupa enskt úrvalsdeildarfélag. Núna kemur fram að hann hafi aldrei átt nema fimm prósent. Og hafi auk þess verið rekinn.“ Hlynur Þór Magnússon hlynur.eyjan.is „Líst mjög vel á framtak Bjarna Kristinssonar að berjast fyrir því að fá Starbucks hingað til Íslands. Það er löngu kominn tími til þess að við fáum kaffihúsakeðjuna hingað á klakann. Eflaust hafa þeir litið á markaðinn sem alltof lítinn. Það gerist oftast nær þegar útlendingar heyra um Ísland.“ Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is „Skata er ógeðsleg. Það er stað- reynd. Undanfarin ár hef ég skor- ið upp herör gegn þessari við- bjóðslegu hefð og held mitt eigið þorláksmessupartí, með hangi- kjöti, uppstúf, laufabrauði og grænum baunum. Það verður op- ið hús á Þorláksmessu og þar verður engin skata!“ Brynja Björk brynjabjork.blogspot.com BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ætlunin var klárlega ekki að vera með eitthvað athyglisvert fyrir pabbana þarna inni á milli,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Leikbæjar. Fangabúningur fyrir fullorðnar konur fór í sölu í versluninni í Smáralind, en á pakkningnum stóð „Sexy convict“ eða „Kyn- þokkafullur fangi“. Búningurinn var á sama stað og norna- og ofur- hetjubúningar á börn, en Elías Þór segir að um klaufaleg mistök hafi verið að ræða. „Málið er að við rákum Ótrú- legu búðina áður. Það hefur eitt- hvað skolast til af lager Ótrúlegu búðirnar á lager Leikbæjar,“ segir hann. „Einhver ekki nógu athugull starfsmaður hefur sett búninginn í Leikbæ. Þetta hefur verið eitthvað grín Ótrúlegu búðarinnar á sínum tíma.“ Ekki að breytast í fullorðinsbúð Elías lét fjarlægja búningana úr verslunum Leikbæjar þegar blaða- maður 24 stunda lét hann vita af þeim. Hann segist vera mjög hissa á starfsmanninum að hafa ekki tekið eftir búningnum. „Leikbær er ekki að breytast í leikfangabúð fyrir fullorðna,“ segir hann. „Þetta er afskaplega leið- inlegt og ég vona að við höfum ekki misboðið tilfinningum fólks með þessu.“ Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, vildi lítið tjá sig um málið og sagðist ekki hafa fengið mikið af kvörtunum um svipuð mál inn á borð til sín. Hún sagðist þó kannast við kvartanir á borð við þessar úr starfi sínu hjá Jafnréttisstofu sem hún gegndi áð- ur. „Mér er kunnugt um að það hafi komið sambæri- legar at- hugasemdir um verslanir,“ segir hún. „Oftast bregðast búðirnar vel við.“ Mistök starfsmanns urðu til þess að fullorðinsbúningur fór í sölu Kynþokkafullur fangi í dótabúð Sofandalegur starfs- maður gerði þau mistök að hengja búning fyrir konur í hlutverkaleik á snaga í Leikbæ. Fram- kvæmdastjórinn harmar mistökin og vonast til að hafa ekki sært neinn Mistök Búningurinn kynþokkafulli fór í sölu fyrir mistök. Athugið, að búningarnir á myndinni eru ætlaðir börnum. Umboðsmaður barna Hefur ekki fengið kvartanir. Ekki við hæfi Búningurinn er aug- ljóslega ekki fyrir börn. HEYRST HEFUR … Birkir Björns Halldórsson og félagar í hljómsveit- inni Forgotten Lores hafa lengi verið eitt öflugasta hipphopp-gengi landsins. 24 stundum barst nýlega tölvupóstur frá FL í tilefni af árlegum jólatónleikum sveitarinnar á Barnum. Blaðamenn 24 stunda veltu fyrir sér hvort þekkt fjármálafyrirtæki, sem þurfti nýlega að hagræða, væri að halda tónleikana, enda stóð að pósturinn væri frá FL Group. afb Meistari Mugison hefur ástæðu til að fagna þessa dagana en nýjasta breiðskífa hans Mugiboogie hefur selst í meira en 5000 eintökum. Mugison er vænt- anlegur í höfuðborgina fyrir jól, en dagana 22. og 23. ætlar hann að setja upp sérstaka Múgíbúð þar sem hann föndrar diska og selur þeim sem vilja. Þá hefur systir hans lofað að hita kakó fyrir vegfar- endur og loks ætlar Mugison að taka lagið. afb Ólafur Ragnar, Georg Hallfreðarson og félagar í Næturvaktinni ná nýjum hæðum þessa dagana í sölu á mynddiskum, en Jón Gunnar Geirdal hjá Senu er vongóður um að 17.000 diskar seljist fyrir jól. Nú heyrist að árangurinn hafi peppað stemn- inguna upp í hæstu hæðir hjá Pétri Jóhanni, Ragn- ari Bragasyni, Jóni Gnarr og Jóhanni Ævari, sem sitja nú sveittir og skrifa Dagvaktina. afb Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 2 4 9 8 1 7 3 7 3 8 1 5 6 2 4 9 4 9 1 2 7 3 5 6 8 1 7 3 8 6 2 4 9 5 6 4 9 3 1 5 7 8 2 2 8 5 7 4 9 3 1 6 3 1 6 5 8 4 9 2 7 8 2 4 9 3 7 6 5 1 9 5 7 6 2 1 8 3 4 Borðaðu ritgerðina og ég sé um að tala. 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei, ég er nokkuð viss um að fá hana í jólagjöf. Jæja Magnús, ertu búinn að kaupa Íslenska knattspyrnu 2007? Magnús Páll Gunnarsson, framherji Breiðabliks í knatt- spyrnu, fær ekki skráð á sig mark gegn FH í sumar í bókinni Íslensk knattspyrna 2007, þó svo að KSÍ hafi skráð markið á hann. Magnús fékk afhentan bronsskóinn í fyrradag. „Síðan hefur ekkert með mig að gera. Þetta er eitthvert grín,“ segir Jón Gnarr um Myspace-síðu sem nýverið sett upp í hans nafni. Á síðunni hafa aðdáendur sent Jóni skilaboð og þakkað honum fyrir leiksigra sína. Jón hefur brugðið sér í allra kvikinda líki í gegnum tíðina, nú síðast í gervi Georgs Hallfreðarsonar í Næt- urvaktinni. Myspace-vinir „Jóns“ eru sérstaklega ánægðir með þætt- ina. „Mér finnst leiðinlegast að það er verið að plata fólk þarna,“ segir Jón. „Fólk er að skrifa þarna inn og heldur að það sé ég. Um leið og maður ferð að meiða fólk eða hræða það er það hætt að vera fyndið.“ Missir ekki svefn Jón segist þó ekki missa svefn yf- ir gervisíðunni og vill ekki blanda sér í svona „lélegan húmor“. „Ég er vakandi fyrir góðum húmor,“ segir Jón og bætir við að hann telji hrekkjalóminn Vífil Atlason á Akranesi vera upprennandi snill- ing. „Hann er að herma eftir en er ekki að meiða neinn eða láta ein- hverjum líða eins og hann sé skít- ugur eða heimskur,“ segir Jón. „Það er svo fallegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því. Ég hef gert það sjálfur. Þegar ég er á netinu er ég Kim Jong il, einræðisherra Norð- ur-Kóreu, og hef staðið í sam- skiptum við fólk sem hann. En Kim er vondur maður, það má al- veg. Ég er ekki vondur maður og mér finnst ekki fallegt að plata fólk í mínu nafni, en ég skipti mér ekk- ert af því.“ atli@24stundir.is Myspace-síða í nafni Jóns Gnarr á Netinu „Síðan hefur ekkert með mig að gera“ Er ekki á Myspace Einhver óprúttinn aðili hefur sett upp síðu í nafni Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.