24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 38

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Maður ætti að gæta þess að kaupa ekki gjafa- kort með mjög stuttum gildistíma. Ef gildistím- inn er ekki nema þrír eða sex mánuðir eða eitthvað álíka getur maður einfaldlega farið eitthvað annað. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Gjafakort eru vinsælar jólagjafir enda fylgja þeim ótvírætt ýmsir kostir. Þeir sem fá gjafakort í jóla- pakkanum geta sjálfir valið þá vöru eða þjónustu sem þeim hugnast og minni hætta er á að þeir sitji uppi með gjöf sem þeim líkar ekki eða hafa ekki not fyrir. Gildistími of stuttur Mikilvægt er þó að fólk athugi hver gildistími kortanna er áður en það kaupir þau. „Maður ætti að gæta þess að kaupa ekki gjafakort með mjög stuttum gildistíma. Ef gildistíminn er ekki nema þrír eða sex mánuðir eða eitthvað álíka getur maður ein- faldlega farið eitthvað annað,“ seg- ir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins og starfsmaður Neytendasamtakanna. „Við viljum meina að gildistím- inn ætti að vera fjögur ár eins og fyrningarfrestur en ég veit um verslanir sem hafa engan gildis- tíma,“ segir Brynhildur. Lendir neðst í bunkanum „Að sama skapi hvetjum við fólk til að lúra ekki á inneignarbréfum og gjafakortum vegna þess að ef eitt- hvað kemur upp á, verslunin verður til dæmis gjaldþrota eða skiptir um eigendur, lendir þetta neðst í kröfu- bunkanum,“ segir hún. Brynhildur hvetur fólk til að ganga úr skugga um hvaða reglur gilda um skilarétt þegar það kaupir vörur fyrir jólin. Mál sem tengjast skilarétti og gjafabréfum koma iðu- lega á borð Neytendasamtakanna í byrjun janúar þegar útsölur hefjast. Gjafakort hafa bæði kosti og galla Ekki er ráðlegt að lúra á gjafakortum Gæta þarf að gildistíma gjafakorta þegar þau eru keypt. Ekki er ráðlegt að kaupa kort sem gilda í stuttan tíma. Engu að síð- ur er fólk hvatt til að nota kortin sem fyrst. Viðunandi gildistími Fólk ætti að athuga hver gildistími gjafakorta er áður en það kaupir þau. ➤ Gjafakort eru inneign fyr-ir vöru eða þjónustu af ýmsu tagi. ➤ Hægt er að fá gjafakort íeinstaka verslanir og fyr- irtæki en einnig eru gefin út kort á verslanir í sömu verslunarmiðstöð eða bæjarhluta. GJAFAKORT Díóðuljósaseríur nota ekki nema brotabrot af þeirri orku sem hefðbundnar perur gera og endast margfalt lengur að sögn Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Þær gætu því verið hentug lausn fyrir þá sem finnst gaman að skreyta en vilja halda raf- magnsreikningnum lágum í des- ember. Öruggari ljós Díóður eru bæði notaðar í inniseríur og útiseríur. „Það myndast enginn hiti af þessu inni. Hefðbundnar seríur mynda hita og þar með hættu þannig að þessar eru öruggari,“ segir hann. Díóðuljós hafa rutt sér til rúms á fleiri sviðum lýsingar á undanförnum árum. „Þetta byrj- aði í lituðu ljósunum, til dæmis í umferðarljósum og bílljósum. Þar eru menn náttúrlega að spá í endinguna. Maður þarf til dæm- is ekkert að spá í bílljós lengur. Þau endast lengur en bíllinn ef það eru díóður í þeim,“ segir hann. Sigurður spáir því að þegar fram líða stundir muni díóðuljós að miklu leyti taka við af hefð- bundnum ljósum. „Menn hafa verið í svolitlum vandræðum með hvíta ljósið en það er að leysast og aldrei að vita hvenær það koma hefðbundin perulíki með þessari lýsingu,“ segir hann. Afltoppur ræður virkj- anastærð Orkunotkun landsmanna nær hámarki um jólin. Sigurður Ingi bendir á að samhengi sé á milli hámarksnotkunarinnar (afl- toppsins) og stærð virkjana. „Afltoppurinn ræður í raun stærð virkjana. Hámarksnotk- unin hefur allt að segja. Þó að maður noti ekkert þess á milli þarf maður alltaf að geta fram- kallað þennan afltopp,“ segir Sigurður. Díóðuljós hagkvæmur kostur á jólum Orkusparandi jólaljós Ekki eru til neinar reglur um hve mörg eintök þurfi að vera til af vöru sem auglýst er á tilboðs- verði. Sé um mjög lítið magn að ræða þyrfti það þó að koma fram til að auglýsingin teldist ekki vill- andi samkvæmt upplýsingum á vef Neytendastofu. Meðan birgðir endast . . . Margir fá gjafir sem þeir telja sig ekki hafa not fyrir ef marka má niðurstöður nýrrar könn- unar á viðhorfum landsmanna til sóunar og endurvinnslu. 65% svarenda í könnuninni kannast við að hafa fengið gjöf sem þeir hafa ekki not fyrir. Jafnframt kannast þeir við að hafa ekki skipt henni af tillits- semi við gefandann. Svarendur telja að þeir gefi gjafir fyrir um 40 til 50 þúsund krónur á ári og kaupa karlar að meðaltali gjafir fyrir hærri upp- hæðir en konur. Þá leiðir könnunin enn fremur í ljós að fjórir af hverjum tíu hafa keypt dýrari gjöf en þeir vilja. Það á einkum við um yngri svarendur og þá sem hafa meiri menntun. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnunina og fór hún þannig fram að spurninga- listar voru sendir til 3.000 manns í mars á þessu ári. Svar- hlutfall var 1.198 eða um 40%. Kaupa dýrari gjafir en þeir vilja Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Bernhard ehf. er eini viðurkenndi innflutnings- og umboðsaðili á Fly-Racing búnaði á Íslandi HJÓLAÁHUGAFÓLKSINSJÓLAGJAFIR FULL BÚÐ AF FATNAÐI OG AUKAHLUTUM FRÁ FLY-RACING FYRIR DÖMUR OG HERRA Á ÖLLUM ALDRI, KRAKKA OG UNGLINGA VERÐ FRÁ KR. 3.900 VERÐ FRÁ KR. 9.900 VERÐ FRÁ KR. 15.900 VERÐ FRÁ KR. 3.900VERÐ FRÁ KR. 18.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.