24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 2

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 2
„Ég held að það hljóti að vera farnar að renna tvær grímur á Orkuveituna að vera að kaupa þennan hlut á þessu verði í ljósi þess að Hafnarfjörður, Vogar og Grindavík eru að kippa öllum helstu mögulegu virkjunarkost- unum út úr Hitaveitunni. Það þýðir auðvitað að virði Hita- veitunnar er ekki á genginu sjö líkt og Hafnarfjörður er að selja hann á,“ segir Guðbrandur Ein- arsson, bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ, sem situr í stjórn HS. Hann segir því tilurð Suð- urlinda beinlínis rýra virði Hitaveitu Suðurnesja (HS). „Framtíðarvirkjunarkostir Hita- veitunnar, á Krýsuvíkursvæðinu og víðar, eru að fara inn í Suð- urlindir. Þeir geta þess vegna alveg búið til nýja Hitaveitu. Ef þeir geta gert það á Filipps- eyjum þá hljóta þeir að geta gert það í Hafn- arfirði. Það þarf einhver að svara því af hverju öll sveit- arfélögin hér á Suðurnesjum fóru út úr Hitaveitunni og hvaða trúnaðarbrestur hefur orðið milli aðila sem gerir það að verkum að sveitarfélögin yf- irgefa Hitaveituna eins og sökkvandi skip.“ Flúið frá sökkvandi skipi 2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam -1 Ankara 2 Barcelona 11 Berlín -2 Chicago 0 Dublin 5 Frankfurt 2 Glasgow 4 Halifax -7 Hamborg 1 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 1 London 5 Madrid 6 Mílanó 4 Montreal -14 München 1 New York -1 Nuuk 1 Orlando 7 Osló -8 Palma 22 París 0 Prag 2 Stokkhólmur -3 Þórshöfn 9 Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan til, 10-18 m/s með morgninum. Suðlægari um hádegi og víða rigning eða súld, en úr- komulítið á Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig síð- degis. VEÐRIÐ Í DAG 9 7 10 9 9 Suðlægar áttir Suðlæg átt, 8-13 m/s og súld eða rigning um landið sunnan- og vestanvert, en heldur hæg- ari og þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 7 10 9 9 Súld eða rigning syðra Landspítalinn hyggst ráðast í sex mánaða tilraunaverkefni um ritun sjúkraskráa utan sjúkrahússins. Verði árangurinn góður verður verkefnið boðið út. ,,Ástæðan er annars vegar skelfi- leg húsnæðisþrengsl og hins vegar viljum við kanna hvort við fáum þetta á skilvirkari hátt og á hag- kvæmari kjörum en ef við gerum þetta sjálf,“ segir Niels Christian Nielsen aðstoðarlækningaforstjóri sem bætir því við að sjálfstætt starf- andi sérfræðingar leiti til ritara sem starfa sjálfstætt um ritun sjúkra- skráa. Nú starfa á annað hundrað læknaritarar á Landspítalanum, að sögn Niels. ,,Ég geri ráð fyrir því að þeir sem missa vinnu hjá okkur verði ráðnir annars staðar ef til þess kemur. Það er ekki eins og menn hlaupi inn á næstu ráðningastofu og fái læknaritara með full réttindi.“ Niels segir að gerðar verði mjög strangar kröfur um öryggi varðandi ritun sjúkraskránna. ,,Það verða gerðar strangar kröfur um húsnæð- ið sem ritunin fer fram í. Við ætl- umst ekki til þess að þetta verði unnið við eldhúsborð hjá heima- vinnandi aðilum eða neitt þess hátt- ar. Við gerum einnig strangar tæknikröfur til tölvuvinnslunnar. Sá sem tekur þetta að sér verður að geta sýnt vottorð um að viðurkennt tölvufyrirtæki beri ábyrgð á örygg- inu.“ Læknar munu lesa inn í rafrænt upptökukerfi í gegnum tölvu eða síma, að því er Niels greinir frá. ,,Það verður engin pappírssjúkra- skrá á staðnum.“ ibs Sex mánaða tilraunaverkefni á vegum Landspítalans Sjúkraskrár ritaðar úti í bæ Hlutfall vanskila af útlánum inn- lánsstofnana lækkaði lítillega á milli annars og þriðja ársfjórð- ungs 2007, úr 0,6% í um 0,5%. Samkvæmt yfirliti Fjármálaeft- irlitsins hefur vanskilahlutfall ekki verið lægra frá árslokum 2000. Fjármálaeftirlitið bendir á að út- lánaaukningin á undanförnum misserum kunni að koma fram í auknum vanskilum síðar. Þá beri að hafa í huga að þátttaka inn- lánsstofnana í fasteignalánum frá og með seinni hluta ársins 2004 kunni að hafa haft áhrif á þróun vanskila. Vanskil fyrirtækja lækka einnig lítillega. Vanskilahlutfall fyr- irtækja er 0,4% samanborið við 0,5% í lok 2. ársfjórðungs 2007. Vanskil minnka lítillega Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Framtíðarvirkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja (HS) munu hverfa inn í Suðurlindir þegar fé- lagið verður formlega stofnað á morgun, 20. desember. Þá er Orkuveita Reykjavíkur (OR) að kaupa 95 prósent af hlut Hafnarfjarðar í HS á 2,5 milljörð- um króna meira en verðmat hans segir til um. Nýtingarrétturinn Suðurlinda Suðurlindum er ætlað að standa vörð um nýtingu á náttúruauð- lindum í landi þriggja sveitarfé- laga; Hafnarfjarðar, Voga og Grindavíkur. Innan bæjarmarka sveitarfélaganna þriggja eru fram- tíðarvirkjunarsvæði HS; Trölla- dyngja, Krýsuvík, Sandfell og öll frekari uppbygging í Svartsengi. Þar sem virkjunar- og nýtingar- réttindi eru lögbundin hjá sveit- arfélögum, ekki orkufyrirtækjum, er því ljóst að HS getur ekki aukið virkjunarumsvif sín án þess að semja um slíkt við Suðurlindir. Raungengi á hlut er 4,7 Samkvæmt verðmati sem Askar Capital vann fyrir Hafnarfjarðarbæ er raunvirði hlutar í HS talið vera 4,7. Þegar fyrrum stjórn OR, undir formennsku Hauks Leóssonar, gerði tilboð í hlut Hafnfirðinga í júlí síðastliðinum hljóðaði það upp á að sölugengið yrði 7,0. Bæj- arstjórn Hafnfirðinga gekk að því tilboði í gær og mun OR þurfa að greiða um 7,6 milljarða króna fyrir 14,65 prósent í HS. Virði hlutarins er 5,1 milljarður króna og Orku- veitan kaupir hann því á 2,5 millj- örðum króna meira en raunvirði. Verja hagsmuni sína Gunnar Svavarsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, segir að með stofnun Suðurlinda séu sveitar- félögin þrjú að verja hagsmuni sína. „Það má segja að Hitaveitan hafi hingað til gengið að því vísu að virkjun á auðlindum innan marka þessarra þriggja sveitarfé- laga væri alfarið hennar. En stofn- un Suðurlinda sýnir að þessi þrjú sveitarfélög horfa á málið í öðru ljósi. Þetta eru því vissulega ákveðnar breytingar fyrir Hitaveit- una.“ Hitaveitan einangruð  Allir helstu virkjunarkostir HS munu hverfa inn í Suðurlindir Trölladyngja er meðal þeirra virkjunarsvæða sem fara inn í Suð- urlindir. ➤ Hlutir í HS eru metnir á 4,7.OR kaupir 95 prósent af hlut Hafnarfjarðar á genginu 7,0. ➤ OR, sem er í meirihlutaeiguReykjavíkurborgar, greiðir því um 2,5 milljörðum króna meira fyrir hlutinn en hann er metinn á. KAUP OR Í HITAVEITUNNI Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Almannavörnum. Lögreglustjórinn á Sauð- árkróki hefur aðvarað bændur á svæðinu sem eiga land að ánni. Vegfarendur eru beðnir að hafa þetta í huga á ferðum sínum um svæðið. Flóð í vændum í Austari-Jökulsá Almannavarnir ríkisins Karlmaður frá Brasilíu var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, framvísaði fölsuðu ítölsku vega- bréfi hjá Þjóðskrá til að verða sér úti um íslenska kennitölu, en vega- bréfinu hafði maðurinn stolið óút- fylltu frá ítölskum stjórnvöldum. Þá stofnaði maðurinn banka- reikninga í Landsbankanum og hjá Glitni með því að framvísa falsaða vegabréfinu og íslensku kennitöl- unni. Maðurinn var loks stöðvaður við hefðbundið landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli þegar hann fram- vísaði vegabréfinu á leið úr landi. Maðurinn kom hingað til lands til reynslu sem knattspyrnumaður en hann játaði verknaðinn fyrir dómi. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur áður komist í kast við lög. aegir@24stundir.is Brasilískur maður í þriggja mánaða fangelsi Með falskt vegabréf SÍÐASTA BÓK BJÖRNS TH. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Í þessari margslungnu sögu frá Sturlungaöld segir frá systrum tveim, Þórum Guðmundsdætrum frá Þingvöllum og þungum örlögum þeirra, en Þóra yngri var móðir Gissurar jarls. Tær stíll og myndvísi á sviðsetningu atburða bregst Birni ekki í þessari bók fremur en í fyrri bókum hans. Í síðasta mánuði var sjúklingur lagður inn á Landspítala vegna lungnasýkingar. Rannsókn leiddi í ljós að hann var haldinn berklum. Um er að ræða 23 ára gamlan karlmann frá Litháen sem kom til Ís- lands í janúar 2007. Samkvæmt upplýsingum frá Litháen greindist hann með berkla þar í landi sumarið 2005. mbl.is Kom berklasmitaður til landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.