24 stundir - 19.12.2007, Síða 2

24 stundir - 19.12.2007, Síða 2
„Ég held að það hljóti að vera farnar að renna tvær grímur á Orkuveituna að vera að kaupa þennan hlut á þessu verði í ljósi þess að Hafnarfjörður, Vogar og Grindavík eru að kippa öllum helstu mögulegu virkjunarkost- unum út úr Hitaveitunni. Það þýðir auðvitað að virði Hita- veitunnar er ekki á genginu sjö líkt og Hafnarfjörður er að selja hann á,“ segir Guðbrandur Ein- arsson, bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ, sem situr í stjórn HS. Hann segir því tilurð Suð- urlinda beinlínis rýra virði Hitaveitu Suðurnesja (HS). „Framtíðarvirkjunarkostir Hita- veitunnar, á Krýsuvíkursvæðinu og víðar, eru að fara inn í Suð- urlindir. Þeir geta þess vegna alveg búið til nýja Hitaveitu. Ef þeir geta gert það á Filipps- eyjum þá hljóta þeir að geta gert það í Hafn- arfirði. Það þarf einhver að svara því af hverju öll sveit- arfélögin hér á Suðurnesjum fóru út úr Hitaveitunni og hvaða trúnaðarbrestur hefur orðið milli aðila sem gerir það að verkum að sveitarfélögin yf- irgefa Hitaveituna eins og sökkvandi skip.“ Flúið frá sökkvandi skipi 2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam -1 Ankara 2 Barcelona 11 Berlín -2 Chicago 0 Dublin 5 Frankfurt 2 Glasgow 4 Halifax -7 Hamborg 1 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 1 London 5 Madrid 6 Mílanó 4 Montreal -14 München 1 New York -1 Nuuk 1 Orlando 7 Osló -8 Palma 22 París 0 Prag 2 Stokkhólmur -3 Þórshöfn 9 Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan til, 10-18 m/s með morgninum. Suðlægari um hádegi og víða rigning eða súld, en úr- komulítið á Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig síð- degis. VEÐRIÐ Í DAG 9 7 10 9 9 Suðlægar áttir Suðlæg átt, 8-13 m/s og súld eða rigning um landið sunnan- og vestanvert, en heldur hæg- ari og þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 7 10 9 9 Súld eða rigning syðra Landspítalinn hyggst ráðast í sex mánaða tilraunaverkefni um ritun sjúkraskráa utan sjúkrahússins. Verði árangurinn góður verður verkefnið boðið út. ,,Ástæðan er annars vegar skelfi- leg húsnæðisþrengsl og hins vegar viljum við kanna hvort við fáum þetta á skilvirkari hátt og á hag- kvæmari kjörum en ef við gerum þetta sjálf,“ segir Niels Christian Nielsen aðstoðarlækningaforstjóri sem bætir því við að sjálfstætt starf- andi sérfræðingar leiti til ritara sem starfa sjálfstætt um ritun sjúkra- skráa. Nú starfa á annað hundrað læknaritarar á Landspítalanum, að sögn Niels. ,,Ég geri ráð fyrir því að þeir sem missa vinnu hjá okkur verði ráðnir annars staðar ef til þess kemur. Það er ekki eins og menn hlaupi inn á næstu ráðningastofu og fái læknaritara með full réttindi.“ Niels segir að gerðar verði mjög strangar kröfur um öryggi varðandi ritun sjúkraskránna. ,,Það verða gerðar strangar kröfur um húsnæð- ið sem ritunin fer fram í. Við ætl- umst ekki til þess að þetta verði unnið við eldhúsborð hjá heima- vinnandi aðilum eða neitt þess hátt- ar. Við gerum einnig strangar tæknikröfur til tölvuvinnslunnar. Sá sem tekur þetta að sér verður að geta sýnt vottorð um að viðurkennt tölvufyrirtæki beri ábyrgð á örygg- inu.“ Læknar munu lesa inn í rafrænt upptökukerfi í gegnum tölvu eða síma, að því er Niels greinir frá. ,,Það verður engin pappírssjúkra- skrá á staðnum.“ ibs Sex mánaða tilraunaverkefni á vegum Landspítalans Sjúkraskrár ritaðar úti í bæ Hlutfall vanskila af útlánum inn- lánsstofnana lækkaði lítillega á milli annars og þriðja ársfjórð- ungs 2007, úr 0,6% í um 0,5%. Samkvæmt yfirliti Fjármálaeft- irlitsins hefur vanskilahlutfall ekki verið lægra frá árslokum 2000. Fjármálaeftirlitið bendir á að út- lánaaukningin á undanförnum misserum kunni að koma fram í auknum vanskilum síðar. Þá beri að hafa í huga að þátttaka inn- lánsstofnana í fasteignalánum frá og með seinni hluta ársins 2004 kunni að hafa haft áhrif á þróun vanskila. Vanskil fyrirtækja lækka einnig lítillega. Vanskilahlutfall fyr- irtækja er 0,4% samanborið við 0,5% í lok 2. ársfjórðungs 2007. Vanskil minnka lítillega Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Framtíðarvirkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja (HS) munu hverfa inn í Suðurlindir þegar fé- lagið verður formlega stofnað á morgun, 20. desember. Þá er Orkuveita Reykjavíkur (OR) að kaupa 95 prósent af hlut Hafnarfjarðar í HS á 2,5 milljörð- um króna meira en verðmat hans segir til um. Nýtingarrétturinn Suðurlinda Suðurlindum er ætlað að standa vörð um nýtingu á náttúruauð- lindum í landi þriggja sveitarfé- laga; Hafnarfjarðar, Voga og Grindavíkur. Innan bæjarmarka sveitarfélaganna þriggja eru fram- tíðarvirkjunarsvæði HS; Trölla- dyngja, Krýsuvík, Sandfell og öll frekari uppbygging í Svartsengi. Þar sem virkjunar- og nýtingar- réttindi eru lögbundin hjá sveit- arfélögum, ekki orkufyrirtækjum, er því ljóst að HS getur ekki aukið virkjunarumsvif sín án þess að semja um slíkt við Suðurlindir. Raungengi á hlut er 4,7 Samkvæmt verðmati sem Askar Capital vann fyrir Hafnarfjarðarbæ er raunvirði hlutar í HS talið vera 4,7. Þegar fyrrum stjórn OR, undir formennsku Hauks Leóssonar, gerði tilboð í hlut Hafnfirðinga í júlí síðastliðinum hljóðaði það upp á að sölugengið yrði 7,0. Bæj- arstjórn Hafnfirðinga gekk að því tilboði í gær og mun OR þurfa að greiða um 7,6 milljarða króna fyrir 14,65 prósent í HS. Virði hlutarins er 5,1 milljarður króna og Orku- veitan kaupir hann því á 2,5 millj- örðum króna meira en raunvirði. Verja hagsmuni sína Gunnar Svavarsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, segir að með stofnun Suðurlinda séu sveitar- félögin þrjú að verja hagsmuni sína. „Það má segja að Hitaveitan hafi hingað til gengið að því vísu að virkjun á auðlindum innan marka þessarra þriggja sveitarfé- laga væri alfarið hennar. En stofn- un Suðurlinda sýnir að þessi þrjú sveitarfélög horfa á málið í öðru ljósi. Þetta eru því vissulega ákveðnar breytingar fyrir Hitaveit- una.“ Hitaveitan einangruð  Allir helstu virkjunarkostir HS munu hverfa inn í Suðurlindir Trölladyngja er meðal þeirra virkjunarsvæða sem fara inn í Suð- urlindir. ➤ Hlutir í HS eru metnir á 4,7.OR kaupir 95 prósent af hlut Hafnarfjarðar á genginu 7,0. ➤ OR, sem er í meirihlutaeiguReykjavíkurborgar, greiðir því um 2,5 milljörðum króna meira fyrir hlutinn en hann er metinn á. KAUP OR Í HITAVEITUNNI Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Almannavörnum. Lögreglustjórinn á Sauð- árkróki hefur aðvarað bændur á svæðinu sem eiga land að ánni. Vegfarendur eru beðnir að hafa þetta í huga á ferðum sínum um svæðið. Flóð í vændum í Austari-Jökulsá Almannavarnir ríkisins Karlmaður frá Brasilíu var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, framvísaði fölsuðu ítölsku vega- bréfi hjá Þjóðskrá til að verða sér úti um íslenska kennitölu, en vega- bréfinu hafði maðurinn stolið óút- fylltu frá ítölskum stjórnvöldum. Þá stofnaði maðurinn banka- reikninga í Landsbankanum og hjá Glitni með því að framvísa falsaða vegabréfinu og íslensku kennitöl- unni. Maðurinn var loks stöðvaður við hefðbundið landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli þegar hann fram- vísaði vegabréfinu á leið úr landi. Maðurinn kom hingað til lands til reynslu sem knattspyrnumaður en hann játaði verknaðinn fyrir dómi. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur áður komist í kast við lög. aegir@24stundir.is Brasilískur maður í þriggja mánaða fangelsi Með falskt vegabréf SÍÐASTA BÓK BJÖRNS TH. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Í þessari margslungnu sögu frá Sturlungaöld segir frá systrum tveim, Þórum Guðmundsdætrum frá Þingvöllum og þungum örlögum þeirra, en Þóra yngri var móðir Gissurar jarls. Tær stíll og myndvísi á sviðsetningu atburða bregst Birni ekki í þessari bók fremur en í fyrri bókum hans. Í síðasta mánuði var sjúklingur lagður inn á Landspítala vegna lungnasýkingar. Rannsókn leiddi í ljós að hann var haldinn berklum. Um er að ræða 23 ára gamlan karlmann frá Litháen sem kom til Ís- lands í janúar 2007. Samkvæmt upplýsingum frá Litháen greindist hann með berkla þar í landi sumarið 2005. mbl.is Kom berklasmitaður til landsins

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.