24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 1

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 1
Kötturinn Bjartur var vegalaus í tvö ár áður en hann fékk húsaskjól í Kattholti, að sögn framkvæmdastjórans þar, Sigríðar Heiðberg. Nú tekur Bjartur á móti öllum köttunum sem þangað koma og fá rækjur og soðinn fisk í tilefni hátíðarinnar. Samtals gista um 130 kettir í Kattholti um jólin. Bjartur tekur á móti gestum 24stundir/Brynjar Gauti Sextíu kettir gista í Kattholti um jólin og sjötíu eru þar í óskilum »6 24stundirmiðvikudagur19. desember 2007243. tölublað 3. árgangur Bubbi Morthens hefur sungið fyrir fanga á Litla-Hrauni á að- fangadag í 24 ár og engin breyt- ing verður á því nú. Síðan verður snæddur glæsilegur hátíð- arkvöldverður. Bubbi á Hrauninu JÓLIN»32 Halldóra Tryggvadóttir hjá Agli Skallagrímssyni segir að hver Ís- lendingur drekki um það bil sex- tán glös af malti og appelsíni í desember og hefur sú hefð staðið frá árinu 1954. 16 glös af jólaöli Í JÓLASKAPI»36 Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Ísland er dýrasta land í heimi. Þetta er nið- urstaða umfangsmestu rannsóknar á verðlagi og lífsgæðum sem gerð hefur verið. Rann- sóknin var gerð á vegum Alþjóðabankans og tók til 146 efnahagskerfa um allan heim. Eitt þúsund vöru- og þjónustuliðir voru teknir saman í körfu og verð hennar síðan borið sam- an milli landa. Bandaríkin voru sett sem við- miðun og verðlagsvísitala þar var ákveðin eitt hundrað stig. Ísland 54 prósentum dýrara en Bandaríkin Verðlagsvísitala á Íslandi er samkvæmt rann- sókninni 154 stig, töluvert hærri en vísitala næsta lands sem er Danmörk en verðlags- vísitala þar mælist 142 stig. Viðmiðunarlandið Bandaríkin er í tuttugasta sæti á listanum. Öll norrænu ríkin eru á topp tíu listanum yfir dýr- ustu lönd í heiminum. Skortur á samkeppni er orsakavaldurinn Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þessar niðurstöður ríma við fjölda annarra rannsókna sem hafi verið gerðar. „Skortur á samkeppni og fákeppnisumhverfi hér á landi er er helsti orsakavaldur þessa háa verðs.“ Ísland dýrast í heimi VERÐ Á ÍSLANDI Í HÆSTU HÆÐUM»8 FIMM DÝRUSTU LÖNDIN Ísland Danmörk Sviss Noregur Írland 154 142 140 137 127 Verðlag í Bandaríkjunum er sett sem viðmiðunargildi (=100)  Ísland er langdýrasta land í heimi samkvæmt rannsókn Alþjóðabankans  Öll norrænu ríkin á topp tíu  Fákeppni veldur, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Allir helstu virkjunarkostir Hita- veitu Suðurnesja munu hverfa inn í Suðurlindir þegar félagið verður formlega stofnað á morgun. Hitaveitan einangruð »2 Sænsk kona ætlaði að láta flúra nafn látins bróður síns á sig, en fékk í staðinn nafn húðflúrarans. Inni í teikningu af hjarta á maga konunnar átti, auk nafnsins, að standa: Þú munt alltaf verða í hjarta mínu. Konan hefur stefnt húð- flúrmeistaranum bíræfna fyrir dómstól og krefst skaðabóta. „Ég er í losti og miður mín,“ segir hún. Að auki fer hún fram á að hann greiði fyrir að- gerð til að losna við aðskota- nafnið. aij Vitlaust nafn á magann Búast má við að upp úr jólapökk- um einhverra landsmanna komi tryggingar en Sjóvá selur nú barna- tryggingar og golftryggingar í apó- tekum og verslunum að erlendri fyrirmynd. »20 Tryggingar í jólapakkann • or.is/jolaleikur – Taktu þátt! 5 dagar til jóla Bjúgnakrækir kemur í bæinn dekurdagur Brautarholti 20 105 Rvk Sími 561 5100 www.isf.isGjöfin hennar>> Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Barnahúsgögn Allt í barnaherbergið - sjón er sögu ríkari 9 7 10 9 9 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 120,74 ÚRVALSVÍSITALA 6.306 SALA % USD 63,18 0,10% GBP 127,53 0,20% DKK 12,20 0,29% JPY 0,55 0,14% EUR 91,05 0,27% 0,17 -0,16 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 20 50% munur á jólatertunni NEYTENDAVAKTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.