24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 20

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a En það er gjarnan þannig erlendis að afinn og amman kaupa barnaverndartrygginguna og gefa barnabörnunum. Golftryggingin er hins vegar tilvalin fyrir golfarann sem á allt. Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Búast má við að upp úr jólapökk- um einhverra landsmanna þessi jólin komi tryggingar. Slíkar jóla- gjafir verður meira að segja hægt að kaupa úti í búð. Sjóvá hefur haf- ið sölu á sérstökum pakkatrygging- um, barnavernd og golftrygging- um, sem verða meðal annars til sölu í apótekum og golfvöruversl- unum. Þessi leið í tryggingasölu hefur tíðkast erlendis í nokkurn tíma en Sjóvá ríður nú á vaðið með svona tilboð hér á landi. Sjóvá fetar nýjar brautir Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Sjóvá Líf, segir að fyrirtækið sé að feta nýjar brautir. „Við höfum séð þetta á Norðurlöndum og Bretlandi, en það eru markaðir sem við horfum mikið til. Þetta hefur gengið vel þar og því ákváðum við að reyna þetta hér heima.“ Aðalheiður segir að um sé að ræða fyrirfram tilbúna pakka sem henti öllum sem falla innan mark- hópanna. „Það er ekki verið að stilla iðgjald af eftir aldri eða öðr- um þáttum heldur er bara borgað fast iðgjald á mánuði, og það sama fyrir alla. Ekki skiptir heldur máli hvar fólk er tryggt, pakkarnir eru bara viðbót við þær tryggingar og skerða ekki aðrar tryggingar.“ Hægt að endurnýja gjöfina Barnaverndartryggingin kostar 899 krónur á mánuði en golftrygg- ingin kostar 825 krónur á mánuði. En rennur ekki gjöfin fljótlega út? Aðalheiður segir að um þessa trygg- ingapakka gildi hið sama og um aðr- ar tryggingar. „Tryggingin gildir í eitt ár og eftir það þarf að segja henni upp svo hún gildi ekki áfram. Það verður tryggingatakinn að gera sjálf- ur. Við sendum hins vegar tilkynn- ingu um að tryggingin sé að renna út á báða aðila svo að sá sem gefur gjöf- ina geti endurnýjað hana ef vilji er til,“ segir hún. Um barnaverndarpakkann gilda þær reglur að forráðamenn verða að staðfesta trygginguna með því að koma undirskrift sinni til trygginga- félagsins. „Það er auðvitað ekki sjálf- gefið að þetta séu gjafir, fólk getur auðvitað keypt þessar tryggingar handa sjálfu sér. Erlendis er það oft þannig að afinn og amman kaupa barnaverndartrygginguna og gefa barnabörnunum. Golftryggingin er tilvalin fyrir golfarann sem á allt.“ VEISTU MEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Trygging í jólapakkann Tryggingar hafa til þessa ekki verið á óskalistum jólabarna en nú verður kannski breyting þar á. Tryggingar í jólapakkann  Sjóvá setur tryggingar í sölu í apótekum og verslunum  Gjafa- vara að erlendri fyrirmynd  Tilbúnir, staðlaðir tryggingapakkar ➤ Í barnaverndarpakkanum erinnifalin örorkuvernd, áfalla- vernd, sjúkdómavernd, að- hlynningarvernd og útfar- arkostnaður. ➤ Í golftryggingunni er innifalinóhappatrygging, ábyrgð- artrygging, golfbún- aðartrygging og slysatrygg- ing. Auk þess fá golfarar sem fara holu í höggi 20.000 krón- ur í bónus. KÍKT Í PAKKANA MARKAÐURINN Í GÆR              !""#                               !"#      $ %        &  ' ()*  +#,   -         ./0   #"   " 1,  "2## 23      4, !"# "    5#  67 #*   &2896 +,  ( (   :   (        ;# ,         (*    !                                                                               : (   + (< = $ & >?@/0>? >A>B>A@> BA/>@A0@/ B/0@0>?B @?0@.A>BCA .?00CBB. @.A@@0D A@??>/AAA. B0.>@@AB/ @0.B/C@?> @.0?ADDD A/CCA>AD .?A@CA?0 AB../.@@ /BC.0> AD?>C??D @0@B0CB C.?DDD ADBD@@0 0.00DDD .??D0?C@ ??@?>AB @@AB?@?>0 ' ' BCB@0DDD ' ' CEC0 0/ECD @DE.0 ABE/0 @AE/D .0E>0 @0E00 ?/CEDD ./EA0 A0ED0 0E>@ C>E/D AEC0 /E?0 @0DE0D A/0AEDD B?.EDD DEC? A?DEDD 0E.A C/E/D @.E@D CE0D ' ' .@B0EDD ' ' CECC 0>EDD @DE0D ABE?D @AE>D .0E?0 @0E>D ?>DEDD ./E.D A0EAD 0E>C C?E/D AEC> /E?> @0BEDD A/?CEDD BC0EDD DECC A?@EDD 0E.? C>E0D @.E>D CE0? B/E0D ' .@CDEDD ADEDD ' *   ( / @A 0B A0 A@. ? . ?. 0. .D A@ . @> @ @ @0 0 B / @ > / B> ' ' 0 ' ' F#   (#( A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> A?A@@DD> /A@@DD> @@?@DD> A?A@@DD> >A@@DD> @AA@DD> ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 2.592 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Atlantic Petrole eða um 1,64%. Bréf í Færeyjabanka hækkuðu um 1,11% og bréf í Össuri um 0,41%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í SPRON, 4,01%. Bréf í Exista lækk- uðu um 3,76% og bréf í Teymi um 2,04%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% og stóð í 6.306,28 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,29% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,69%. Breska FTSE- vísitalan stóð í stað og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,3%. Samið hefur verið við Vodafone um að fyrirtækið taki að sér verk- efni vegna síðari áfanga í upp- byggingu GSM-þjónustu á Ís- landi. Snýst það um uppbyggingu á þjónustu á völdum svæðum þar sem markaðslegar forsendur standa ekki undir rekstri slíks kerfis. Er samningsfjárhæðin 400 milljónir króna. mbl.is Samið við Vodafone um uppbyggingu á GSM-þjónustu Lyfjastofnun hefur veitt Lýsi leyfi til lyfjafram- leiðslu. Leyfið var veitt í tveimur áföngum en í júní var veitt GMP-leyfi til átöppunar og pökkunar taflna og hylkja í nýrri verksmiðju en fyrirtækið var með slíkt leyfi í eldri verksmiðju. GMP er skammstöfun fyrir Good Manufacturing Practice og nær bæði til stýringar á framleiðslu og gæðaeftirlits á lyfjum. Í október fékk fyrirtækið GMP-vottun sem nær til fram- leiðslu á hráefni til lyfjagerðar. Leyfisveitingin kemur í kjölfar nýrrar verksmiðju sem tekin var í notkun haustið 2005. „Þessi framleiðsluleyfi marka þáttaskil hjá fyrirtækinu og eru þau mjög mikilvæg í sókn þess á erlenda markaði en það byggir stóran hluta starfsemi sinnar á henni,“ segir í fréttatilkynningu. aak Lýsi fær leyfi til lyfjaframleiðslu Icelandair er í 17. sæti yfir þau evrópsku flugfélög sem standast tímaáætlun, en Icelandair gerir það í 68,5% tilfella. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes Traveler sem tók saman tölur yfir tíma- áætlun flugfélaga um allan heim árið 2006. Tékkneska flugfélagið CSA Czech er í efsta sæti í Evr- ópu, en það er á réttum tíma í 86,7% tilfella. Bandarísk og Asísk flugfélög standa sig hinsvegar betur á heimsvísu, ef marka má könnun Forbes. mbl.is. Icelandair með 68,5% stundvísi Svo virðist sem bankarnir hafi lokað fyrir lánveitingar vegna kvótakaupa í þorski vegna þess að verð er talið of hátt, að því er Vil- hjálmur Ólafsson hjá Viðskipta- húsinu sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Fram kemur á vef Fiskifrétta að iðulega hafi komist á samningar milli kaupenda og seljenda í haust um verð á var- anlegum heimildum en bank- arnir hafa sent þá til baka með þeim ummælum að þeir séu ekki lánshæfir. Verð á varanlegum heimildum er nú um 4.000 krón- ur á kíló fyrir óveiddan þorsk í aflamarkskerfinu og hefur það hækkað verulega frá upphafi árs. Engin lán til kvótakaupa Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.