24 stundir - 19.12.2007, Qupperneq 4
Lögmenn leikfangaverslunarinnar Toys’R’Us hafa
sent bréf til Just4Kids og hótað aðgerðum ef verslunin
hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í
auglýsingum.
„Við látum þá ekki segja okkur hvað við eigum að
gera,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
Just4Kids. „Þeir koma frá Danmörku. Ég veit ekki
hvernig viðskiptahættirnir eru þar, en viðskiptahættir
á Íslandi væru litnir mjög alvarlegum augum ef menn
færu að setjast niður og tala saman eða stunda bréfa-
skriftir sín á milli.“
Samkvæmt upplýsingum frá Logos, lögmannaþjón-
ustu Toys’R’Us, eru upplýsingar sem Just4Kids hafa
gefið upp í auglýsingum ekki í öllum tilvikum réttar.
Frekari upplýsingar var ekki að fá frá Logos.
Elías Þór segir verðkannanir sýna að Just4Kids bjóði
upp á ódýrustu leikföngin. „Við erum búnir að lækka
verð um 50% á síðustu dögum og teljum okkur fylli-
lega geta staðið undir auglýsingunum,“ segir hann.
„Ég hef ekki orðið var við að þeir hafi hreyft sig í verði.
Það eina sem þeir gera er að reyna að fá lögbann á aug-
lýsingarnar okkar.“ atli@24stundir.is
Auglýsingar Just4Kids valda usla og leikfangastríðið heldur áfram
Toys’R’Us hóta aðgerðum
24 Stundir/Kristinn Ingvarsson
Hóta aðgerðum Forsvars-
menn Toys’R’Us eru ósáttir við
auglýsingar Just4Kids.
Vínbúðir ÁTVR verða bæði
lokaðar á Þorláksmessu og
daginn fyrir gamlársdag. Báða
dagana ber upp á sunnudag og
lögum samkvæmt er bannað
að hafa áfengisverslanir opnar
á sunnudögum.
Vínbúðirnar verða opnar til
klukkan 22 þann 22. desember
og fimmtudag til laugardags
milli jóla og nýárs verður opið
til klukkan 20. Þá verður opið á
aðfangadagsmorgun og gaml-
ársdagsmorgun. Nánari upp-
lýsingar um afgreiðslutíma má
finna á slóðinni vinbud.is.
Lög hindra vínsölu
Loka á Þorlák
4 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
Síðasta hefðbundna úthlutun Fjöl-
skylduhjálpar Íslands var í gær en
jólaúthlutun verður í dag og
fimmtudag fyrir þá sem sótt hafa
um hana. Jólaúthlutun er einnig
hafin hjá Mæðrastyrksnefndum
víða um land en í Reykjavík verð-
ur úthlutað í dag og á morgun til
þeirra sem sótt hafa um.
Hafi fólk af einhverjum ástæð-
um gleymt að sækja um hjá
Mæðrastyrksnefnd verður neyðar-
úthlutun næsta föstudagsmorgun
milli 10 og 12. Að sama skapi
verður neyðarvakt hjá Fjölskyldu-
hjálpinni en að sögn Ásgerðar
Flosadóttur, formanns Fjölskyldu-
hjálparinnar, fengu sjö fjölskyldur
neyðaraðstoð fyrir jólin í fyrra.
Forsvarsmenn Mæðrastyrks-
nefnda bæði í Reykjavík og Kópa-
vogi auk Fjölskylduhjálparinnar
segja æ fleiri þurfa á aðstoð að
halda og segir Ásgerður nokkur
dæmi um fólk sem sæki um hjálp í
fyrsta sinn. Hún nefnir dæmi af
sjö manna fjölskyldu þar sem karl-
inn vinnur við fiskvinnslu en kon-
an við umönnunarstörf. Þau sáu
ekki fram á að geta haldið jól.
Þúsundir fá aðstoð
Að sögn Ásgerðar hófst jólaút-
hlutun síðasta miðvikudag og þá
fengu um 180 fjölskyldur aðstoð
en í dag og á morgun fá um 400
fjölskyldur úthlutað mat til
jólanna.
Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykja-
víkur hófst jólaúthlutun í dag og
gerir Margrét K. Sigurðardóttir hjá
nefndinni ráð fyrir að hátt í 2000
fjölskyldur verði aðstoðaðar fyrir
þessi jól. Hún segir úthlutunina
hafa gengið mjög vel en talsverðan
undirbúning þarf til þess. „Við er-
um farin að kaupa mat því mat-
argjafirnar eru að verða búnar en
það verður nóg af mat fyrir alla,“
segir hún.
Matarpakkarnir eru afgreiddir
eftir fjölskyldustærð en í þeim eru
kjöt, kartöflur, baunir, rauðkál,
smjör, ostur, kaffi, gos, ís og sæl-
gæti. Auk þess er úthlutað jóla-
gjöfum sem safnast hafa frá al-
menningi.
Sáu ekki fram á
að geta haldið jól
Jólaúthlutun hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrks-
nefndum Æ fleiri þurfa á aðstoð að halda Úthlutun gengur vel
➤ Hangikjöt og hamborg-arhrygg, grænar baunir, maís-
baunir, súrar agúrkur, rauð-
kál, rauðrófur, kaffi, smjörlíki,
smyrju, sultu, sósur, ávexti,
grænmeti og laufabrauð.
➤ Gjafir til líknarfélaganna eruauk þess gefnar jafnóðum
áfram.
Í POKANUM MÁ FINNA:
24Stundir/Frikki
Nóg handa öllum Guðrún Björg Tóm-
asdóttir, Ágústa J Hardberg, Birna Árnadóttir
og Sigurfljóð Skúladóttir röðuðu í poka hjá
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í gær.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu verð að þessu sinni á
jólatertu frá Myllunni (brún með sultu og kremi) 300
g (hálf kaka). Verðmunur er verulegur og er hæsta
verð 49,8% hærra en það lægsta eða 114 krónur mun-
ur. Það vakti athygli hve fáar af þessum verslunum
selja þessa tertu í stærri einingu (600 g).
50% munur á jólatertunni
Jóhannes
Gunnarsson
NEYTENDAVAKTIN
Jólaterta frá Myllunni (brún m/ sultu og kremi) 300 gr.
Verslun Verð Verðmunur
Krónan 229
Nettó 234 2,2 %
Kjarval 298 30,1 %
10-11 298 30,1 %
Samkaup-Strax 339 48,0 %
Spar Bæjarlind 343 49,8 %
eymundsson.is
Allskonar
jólagjafi r
Útvarpsönd
Gerir baðferðina
skemmtilegri.
Töskur
Gerðar til að
ferðast. Margar
stærðir og gerðir.
Pennar
Vandaðir
og glæsilegir.
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
myrkviðir mannshugans
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Einhver magnaðasta
glæpasaga sem ég hef
lesið lengi ... sambland
af veruleika og
skáldskap og einhver
best skrifaða flétta í
þeim dúr sem ég hef
kynnst.
– Matthías Johannessen,
matthias.is