24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Mig langar til að … ... geta verið löt að loknum vinnudegi þegar börnin eru sofnuð enda eru letiköst eitt helsta áhuga- mál mitt. Í sjónvarpssófanum með Kellogg's Special K bliss og góða bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi? Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður og móðir Kellogg’s Special K kemur mér á sporið Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K. Það auðveldar mér líka að komast á sporið á ný eftir jólaboðin og áramótin. Með vel samsettum morgunmat hættir mér líka miklu síður til að detta í óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Eftir allt laufabrauðið og heimagerða konfektið mitt yfir jólin er líka frábært að eiga gómsæta Special K stöng að grípa til, þá þarf ég heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar. specialk.is F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 Flutningur þýfis úr landi, sem 24 stundir sögðu frá í gær að lögreglan hefði stöðvað, uppgötvaðist þegar rannsóknarlögreglumenn gerðu húsleit á heimili tveggja manna í Hafnarfirði eftir ábendingar um grunsamlegt hátterni íbúa þar. Í herbergi í húsinu fundust tveir kassar en í þeim var varningur sem öruggt er talið að sé þýfi. Á sama stað fannst einnig mjög mikið af verð- og merkimiðum sem búið var að fjarlægja af fatnaði. Ótrúverðugar skýringar Tveir íbúar voru handteknir en skýringar þeirra á innihaldi kass- anna þóttu lítt trúverðugar. Í her- berginu var einnig að finna upplýs- ingar um póstsendingu til útlanda. Strax var haft samband við bæði póst- og tollayfirvöld en við eftir- grennslan kom í ljós að tólf sams konar kassar voru á Keflavíkurflug- velli og biðu þess að verða fluttir um borð í flugvél. Lagt var hald á póstsendinguna en samtals vega kassarnir vel á annað hundrað kíló. Varningurinn samanstendur af fatnaði og snyrtivörum sem talið er vera úr innbroti í verslanir í Hafn- arfirði og Reykjavík. Samtals hafa fimm menn verið handteknir vegna málsins en fjórir hafa komið við sögu lögreglu áður, segir í fréttatilkynningu. aak Þýfið yfir 100 kíló Húsleit í Hafnarfirði eftir ábendingar um grunsamlegt hátt- erni íbúa Leitað hefur verið á norður- hluta Jótlands að 18 ára ís- lenskum pilti sem ekkert hef- ur spurst til frá því á sunnudag. Fjallað er um málið í fréttum dönsku sjónvarps- stöðvarinnar TV2 í dag og kemur þar fram að fjölskylda piltsins og vinir hafa leitað ásamt lögreglu. Pilturinn heitir Ívar Jörg- ensson og er búsettur í Havn- dal. Faðir hans, Jörgen Erl- ingsson, segir í fréttum TV2 að m.a. hafi verið leitað að Ív- ari í nágrenni Hobro en merki barst frá farsíma Ívars þaðan á mánudag. Bíll sem Ívar var í hefur fundist mannlaus. mbl.is Íslendings saknað Leit að pilti í Danmörku Í bókun, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Akraness í dag, er lýst furðu á því, að skýrsla stýrihóps um REI- málið svokallaða skuli birt op- inberlega í dag áður en allir eignaraðilar hafa fengið hana í hendur og fjallað um hana. „Svo virðist sem skýrsluhöf- undur telji að málefni REI sé einkamál borgarstjórnar Reykjavíkur. “ mbl.is REI – ekkert einkamál Akurnesingar furðu lostnir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Valgeiri Sigurðssyni var sagt upp húseigendatryggingu sinni eftir að ítrekað var brotist inn í húsnæði hans. Valgeir er eigandi hússins að Aðalgötu 2 á Siglufirði en hefur dvalið þar stopult undanfarin ár vegna vinnu. Á árunum 1994 til 2003 var brotist fimm sinnum inn í hús Valgeirs. Þar af var brotist fjór- um sinnum inn í húsið á árunum 2001 til 2003. Í fjórum tilfellum voru málin upplýst en innbrotið árið 2003 er óupplýst. Sagt upp vegna innbrota Valgeir segist alltaf hafa staðið í skilum með sín iðgjöld en hann var tryggður hjá VÍS. „Svo eftir að brotist var inn hjá mér í fimmta skipti þá fékk ég bara sent bréf frá VÍS þar sem mér var tjáð að trygg- ingunni minn hefði verið sagt upp. Ég hafði samband við trygginga- félagið en fékk enga lausn minna mála. Ég reyndi meira að segja ítrekað að fá fund með Finni Ing- ólfssyni sem var forstjóri þá en þær tilraunir báru engan árangur.“ Val- geir segist ekki skilja hvers vegna innbrot í húsið sitt valdi því að sér sé sagt upp tryggingu. „Málin voru öll upplýst nema eitt og ég hefði haldið að tryggingafélagið hefði getað gert endurkröfu á þá sem brutust þarna inn. Mér var ekki einu sinni boðið að greiða hærra iðgjald. Á endanum fór ég til Tryggingamiðstöðvarinnar og þar var mér mjög vel tekið.“ Ný löggjöf neytendavæn Pétur Már Jónsson, forstöðu- maður tjónaþjónustu VÍS, segir að uppsögnum sé afar sjaldan beitt. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um þetta tiltekna mál. Vátryggingalög- um var breytt árið 2006 og við það voru möguleikar tryggingafélaga til að segja upp tryggingum verulega þrengdir. Í eldri lögunum voru al- menn uppsagnarákvæði en í nú- gildandi lögum er skýrt tekið fram að mjög sérstakar ástæður þurfi að liggja fyrir uppsögn. Þær aðstæður þurfa að vera skýrt teknar fram í tryggingaskilmálum og því má segja að nýja löggjöfin sé mjög neytendavæn. Almennt séð þurfti mjög ítrekuð tjón til að trygging- um væri sagt upp fyrir lagabreyt- ingu og það var ekki gert nema að vel ígrunduðu máli.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is ➤ Í þeim tilfellum þar sem brot-ist var inn í hús Valgeirs og málin upplýst var alltaf um að ræða ólögráða ungmenni. ➤ Í fimmta skipti sem brotistvar inn í húsið var svo langt gengið að það var hreinlega gert gat á bakvegg hússins. INNBROT Húsið Ítrekuð innbrot í húsið að Aðalgötu 2 leiddu til þess að Valgeiri var sagt upp tryggingu sinni. Missti tryggingu vegna innbrota  Húseiganda var sagt upp tryggingu vegna þess hversu oft var brotist inn hjá honum  Skilur ekki hvers vegna ábyrgðin er hans Mynd/Steingrímur Kristinsson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.