24 stundir - 08.02.2008, Side 18

24 stundir - 08.02.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þetta er ekki ráðgjöf heldur vinna með stjórnendum sem fer oftast fram innan fyrirtækja þeirra og er tengd markmiðum og daglegum störfum stjórnendanna. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Í þeim mikla hraða sem er í ís- lensku viðskiptalífi í dag er gott að hafa einhvern hlutlausan aðila sér við hlið sem hefur það eina hlut- verk að láta þig vaxa,“ segir Guð- rún Högnadóttir, þróunarstjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Guðrún og faðir hennar Högni Óskarsson bjóða upp á svokallaða stjórnendaþjálfun þar sem stjórn- endum fyrirtækja er boðið upp á einstaklingsmiðaða þjálfun. Þau segja vaxandi ásókn vera í þjálf- unina og þeim sem starfa í stjórn- endaþjálfun á Íslandi fjölga ört. Þetta er ekki ráðgjöf heldur vinna með stjórnendum sem fer oftast fram innan fyrirtækja þeirra og er tengd markmiðum og dag- legum störfum stjórnendanna,“ segir Högni. Líkt og einkaþjálfun Þau feðgin segjast hitta hvern stjórnanda í þjálfun að jafnaði einu sinni til þrisvar í mánuði í klukkutíma í senn, en þjálfunin taki frá nokkrum mánuðum og allt upp í ár. „Þetta eru því alls engar augnablikslausnir,“ segir Högni. „Í raun má líkja þessu við einka- þjálfun íþróttamanna,“ segir Guð- rún. „Stjórnendur koma með sín mál inn á borð til mín. Og það sem ég býð þeim upp á er tóm til að hugsa upphátt, ramma utan um samtalið og öflugar spurningar.“ Dóttirin vakti áhugann Bakgrunnur feðginanna er nokkuð ólíkur, en Högni er geð- læknir og rekur geðlæknastofu auk þess sem hann sinnir stjórnenda- þjálfuninni. Guðrún er hins vegar menntuð í heilbrigðishagfræði og sérfræðingur í stjórnun. „Stjórnendaþjálfun á margt skylt með samtalsmeðferð í geð- lækningum og sálarfræði,“ segir Högni. Hann segist fyrst hafa feng- ið áhuga á stjórnendaþjálfun er hann heyrði dóttur sína tala um fagið. Saman fyrir tilviljun „Mér fannst stjórnendaþjálfun hljóma mjög áhugaverð og ákvað að kynna mér málið nánar. Það var svo eiginlega fyrir tilviljun að við feðginin skráðum okkur á sama námskeiðið í London fyrir þremur árum. Það þótti náttúrlega dálítið sérkennilegt, þegar við vorum að kynna okkur á námskeiðinu, að við værum feðgin,“ segir Högni. Hann segir nálgun þeirra ekki vera ólíka þótt bakgrunnurinn sé það og Guðrún tekur undir með honum: „Við komum að þessu sitt hvorum megin og úr okkar ólíku faggreinum. Hann er geðlæknir og þekkir mannshugann vel, en ég kem að þessu úr rekstrarumhverf- inu og frá heimi atvinnulífsins.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stund- ir.is Feðgin þjálfa stjórnendur  Geðlæknir og heilsuhagfræðingur með stjórnendur í einkaþjálfun Stjórnendaþjálfarar Guðrún Högnadóttir og Högni Óskarsson segjast hjálpa stjórn- endum að vaxa. ➤ Feðginin Guðrún Högnadóttirog Högni Óskarsson reka fyr- irtækið ExecutiveCoaching.is, og bjóða upp á stjórn- endaþjálfun. ➤ Guðrún er sérfræðingur viðviðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, en Högni er geð- læknir. STJÓRNENDAÞJÁLFUN Árvakur/Frikki MARKAÐURINN Í GÆR ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 3.218 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Bakkavör eða um 1,33%. Bréf í Icelandic Group, Nýherja og P/F Atlantic Petroleum stóðu í stað. ● Mesta lækkunin var á bréfum í 365, 6,77%. Bréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis lækkuðu um 3,72% og bréf í Flögu um 3,45%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,68% og stóð í 5.067,83 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,65% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 2,08%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 2,6% og þýska DAX-vísitalan um 1,7%.             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                                : -   0 -< = $ ' 5>3?@AA@ B5B3CC4?@ C45B343AB C@BC@?>BD 4ADDA5BD3 B55?35D? >3?>53A5 33AC4DB3A@ B4?>?>C@5D @AD>3@@ A4CBBA@3 >A4CB?@C? BDAA@?>>D @?35B5A BBC@>3DD 3CBDDDDD >?BB> 344@>5@ , @A>5DD , B5BB B@>DDDD , , 53B>5DDD , , @EA> >5EC5 BCEDD AE54 B?EDD 3BECD C4E35 @CBEDD C?E@5 AAECD 5E45 BCE?C 5E35 ACEDD BE@? 4E3? B?3E5D B>5DEDD >35EDD BED@ B3BEDD 3E3D C3ECD , , 35DDEDD , , @EA5 >5E@5 BCEBD AE5A B?EB5 3BE>5 C4E55 @C3EDD C?E?D BDDEDD 5E@D BCEAD 5E3? ACEAD BE@A 4E>3 B?4EDD B>?5EDD >>5EDD BED? B35EDD 3E3> C3E5D , , 35>DEDD AE5D 4E5D /   - B> CB >B >4 >@ @ ? B3D ?@ C >3 >? CA 3 B3 5 B B5 , 3 , B C , , 5 , , F#   -#- @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? @CCDD? 5CCDD? @CCDD? 4CCDD? >CCDD? @CCDD? 4BCCDD@ CC?CDD@ @CCDD? C5BCDD? B>BCDD? Þvottavél verð frá kr.: 104.500 vi lb or ga @ ce n tr u m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 149.285 104.500 1400sn/mín/5 kg Þvottavél W1714 179.600 134.700 1400sn/mín/6 kg Þurrkari T7644C 142.144 99.500 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Með eða án hjóla Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.