24 stundir - 08.02.2008, Side 20

24 stundir - 08.02.2008, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Það er vetur í höfði mínu en eilíft vor í hjarta mínu. Victor Hugo A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, uppþvottavél og ljós í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! Á þessum degi árið 1958 varð Bobby Fischer yngsti alþjóðlegi stórmeistari í skáksögunni. Hann vantaði þá tvo mánuði í að vera fimmtán ára gamall. Skömmu síð- ar hætti hinn ungi skáksnillingur í skóla til að geta helgað sig skáklist- inni og varð þekktur fyrir djarfan sóknarstíl. Árið 1972 varð hann heimsmeistari í skák eftir að hafa sigrað Boris Spassky í einvígi ald- arinnar í Reykjavík. Fyrir vikið varð hann þjóðhetja í Bandaríkj- unum en það breyttist þegar hann fór til Júgóslavíu árið 1992 til að tefla við Boris Spassky og virti þannig að vettugi alþjóðlegar refsi- aðgerðir gegn Júgóslavíu. Banda- ríkjastjórn gaf út handtökuskipun á hendur honum. Fischer settist að í Japan og á Íslandi. Hann lést hér á landi í síðasta mánuði. Margar bækur hafa verið skrif- aðar um Fischer. Ein sú skemmti- legasta er Bobby Fischer Goes to War eftir David Edmonds og John Eidinow. Þar er saga heimsmeist- araeinvígisins í Reykjavík rakin á einstaklega lifandi hátt. Til stendur að gera kvikmynd eftir bókinni. MENNINGARMOLINN Fischer slær met „Það voru haldnir svipaðir tón- leikar fyrir tíu árum þegar 30 ár voru liðin frá því platan Sgt. Pep- per’s Lonely Hearts Club Band kom út. Síðan stóð til að halda tón- leika í fyrra á fjörutíu ára afmæli plötunnar en það gekk illa að koma öllu heim og saman. Núna ákváðum við svo að láta verða af þessu þótt það séu fjörutíu og eitt ár en ekki fjörutíu frá útkomu plöt- unnar,“ segir Jón Ólafsson sem er tónlistarstjóri á stórtónleikum sem haldnir verða í Laugardalshöll 22. mars. Þar verður hljómplatan Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band flutt í heild sinni af Rokksveit Jóns Ólafssonar og 40 hljóðfæraleikur- um úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um sönginn sjá nokkrir af þekkt- ustu söngvurum landsins: Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyjólfur Kristjánsson, Sigurjón Brink og KK. Miðasala á tónleikana er hafin á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is Stórmerkileg plata „Mér finnst Sgt. Pepper’s ekki merkilegri en aðrar Bítlaplötur, mér finnst hún hins vegar jafn stór- merkileg og þær. Revolver og White Album höfða ekki síður til mín. Tónlistin á þessari plötu hent- ar hins vegar vel til flutnings á stór- tónleikum með rokkhljómsveit og Sinfóníuhljómsveit, en það myndi sennilega ekki virka jafnvel með aðrar Bítlaplötur,“ segir Jón. Um þessa frægu plötu, sem er að margra dómi ein merkasta og áhrifamesta hljómplata allra tíma segir Jón: „Sgt. Pepper’s platan virkar eins og samfellt verk en það má deila um það hvort svo sé. Lög- in eru mjög ólík og ef svona plata kæmi út í dag mundu sumir segja að hún væri sundurleit því Bítlarn- ir leyfa sér að gera allt sem þeim dettur í hug, sem er auðvitað frá- bært. Þeir flytja til dæmis gamal- dags danstónlist í When I’m sixty four og fara svo yfir í níðþungt lag eftir George Harrison, Within you without you, sem er undir sterkum indverskum áhrifum. Ég held að fáir hefðu komist upp með þetta aðrir en þeir Bítlar. Uppáhaldslag mitt á plötunni er A Day in the Life. Það er fallegt lag sem Lennon syngur sérstaklega vel. Lokakaflinn er óvenjulegur og þar sprengir Sin- fóníuhljómsveitin allt utan af sér sem er mjög áhrifaríkt.“ Betri en fyrir tíu árum Jón segist fullviss um að tónleik- arnir muni takast vel. „Ef eitthvað er þá verða þessir tónleikar enn betri en þeir sem haldnir voru fyrir tíu árum. Sgt. Pepper’s tekur ekki nema fjörutíu mínútur í flutningi sem dugar ekki í tónleika þannig að við munum flytja fleiri Bítlalög, jafnvel lög sem fólk á ekki von á að heyra. Rokkhljómsveitin verður alltaf í forgrunni og mun keyra áfram kraftinn en Sinfóníuhljóm- sveitin bætir einhverju við fyrir skilningarvitin sem menn fá ekki með því að hlusta á plöturnar. Þar fer útsetjarinn á kostum og von- andi við hin líka.“ Tónlistarveisla í Laugardalshöll Í fótspor Bítlanna Í næsta mánuði verður hljómplatan Sgt. Pep- per’s Lonely Hearts Club Band flutt í heild sinni í Laugardalshöll af Rokk- sveit Jóns Ólafssonar og 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Um sönginn sjá nokkrir af þekktustu söngvurum landsins. Jón Ólafsson „Ef eitt- hvað er þá verða þess- ir tónleikar enn betri en þeir sem haldnir voru fyrir tíu árum.“ ➤ Sgt. Pepper’s Lonely HeartsClub Band er áttunda plata Bítlanna. ➤ Platan kom út 1. júní 1967 íBretlandi og 2. júní í Banda- ríkjunum. ➤ Tímaritið Rolling Stone valdiplötuna nýlega bestu hljóm- plötu allra tíma. PLATAN Árvakur/Golli Hinn heimsþekkti fiðluleikari Shlomo Mintz leikur allar 24 Caprísur Niccolo Paganinis á tónleikum í Grafarvogskirkju þann 9. febrúar 2008 í tilefni fimmtugsafmælis síns og verður það í fyrsta sinn sem þær hljóma í heild sinni á tón- leikum á Íslandi. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og eru miðar seldir á midi.is og við inn- ganginn. Miðaverð er kr. 4.000, en 2.500 fyrir tónlist- arnema. Afsláttarmiðar verða seldir við innganginn. Ókeyp- is er fyrir börn yngri en 12 ára. Shlomo Mintz er einn þekkt- asti fiðluleikari heims í dag. Hann stundaði nám m.a. hjá Isaac Stern og hóf einleik- araferil sinn 11 ára gamall með Fílharmóníusveitinni í Ísrael. Í tilefni fimmtugsafmælis síns síðastliðið haust ákvað hann að fara í tónleikaferð um heiminn með Caprísur Pag- aninis í farteskinu. Eru þessir tónleikar hans hér á Íslandi liður í þeirri för. Mintz í Graf- arvogskirkju AFMÆLI Í DAG Lana Turner leikkona, 1920 Edith Evans leikkona, 1888 Kate Chopin rithöfundur, 1850

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.