24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Hönnuðirnir McCollough og Hernandez kynntu hausttískuna 2008 fyrir tískuhús Proenzu Schouler á sýningu 4. febrúar síð- astliðinn. Sýningin vakti mikla lukku og þá sérstaklega hugvits- samleg og litfögur útkoma hönn- uðanna sem fengu hugmyndir sín- ar að teikningum á bílferðalagi þar sem þeir drápu tímann við að brjóta saman pappírsskutlur. Súpervíðar glamúrbuxur Á sýningunni mátti líta dásam- legar og þægilegar súpervíðar bux- ur er minntu á Katherine Hepburn og eiturharðar kvenhetjur kvik- mynda fjórða áratugarins. Snið á jökkum og kokkteilkjólum minntu á pappírsskutlur, brotin sveifluðust fram og aftur en efnin þó mjúk silkiefni. Litir vöktu sérstaka hrifningu Samsetning litanna er hrífandi og jafnvel erfitt að nefna litina er félagarnir notuðu réttum nöfnum. Sokkabuxur í bláum, grænum, fjólurauðum og dempuðum gul- um litum og rúskinnsskór í öllum mögulegum skærum litum. Jakkar voru í hlutlausum litum með glamúryfirbragði. Djúpgrænn, dökkur litur vakti mikla athygli, skærir dökkbláir litir, mjúkir gráir, nóg af glitrandi efni í buxum og fjaðurskrauti til að brjóta upp móderníska hönnunina. Hér á landi bíðum við enn eftir víðum glamúrbuxum þótt helst megi líta í Nakta apann eftir víðum buxum. Sokkabuxur í öllum litum fást í Top Shop og Sock Shop og ef til vill má finna notaða herrasmók- ingjakka í Spútnik. Framúrstefnulegar film noir-gellur í lit Pappírsskutlur úr silki Skærir rúskinnsskór Dökkgræni liturinn vakti mikla lukku og kemur vel út með skærum skónum. Eiturharðar í lit Stíll er minnir á Katherine Hepburn ef hún væri söguhetja í 1001 nótt. Grænir rúskinns- skór Fást í Kron, skóbúð. Víðar buxur úr H&M Þessar eru glansandi, metalgráar. Það getur verið erfitt að finna hentugan klæðnað í þeim vetrar- hörkum og snjóþunga sem hafa verið allsráðandi undanfarna daga, en til þess að verða ekki kuldanum að bráð er best að vera vel klæddur og almennilega skóaður án þess að það sé á kostnað tískunnar. Góð úlpa Hlý og góð úlpa er skyldueign í svona veðri. Hermannagrænar eða svartar úlpur, síðar og rykktar í mittið, geta verið mjög smart og halda góðum hita á líkamanum. Þykk peysa Stór og góð prjónapeysa er ekki aðeins nauðsynleg á Íslandi heldur er einnig mög flott að vera í stórri peysu við þröngar gallabuxur eða þykkar leggings. Góðir skór Það er hálfvonlaust að klæðast háum hælum í miklum snjó og því er um að gera að verða sér úti um hlýja og góða skó, helst há flat- botna stígvél svo að snjór berist ekki upp undir buxnaskálmarnar. Leðurhanskar Loðfóðraðir leðurhanskar eru ekki aðeins smart heldur einnig hlýir. Það þýðir ekkert að vera með kalda putta úti í vetrinum á meðan skaf- ið er af bílnum. Stór trefill Treflar eru nauðsynlegir á veturna og stóra, breiða trefla er gott að eiga í klassískum litum eins og svörtum, hvítum og brúnum. Þeg- ar kuldinn sækir að er hægt að vefja þeim um sig og á sumrin er hægt að nota þá sem sjöl. Góð taska Það þurfa allar konur að eiga góða tösku sem hægt er að koma öllu sem nauðsynlegt er að nota dags daglega fyrir í. Það þýðir ekkert að vera með fullt fangið á meðan ark- að er í gegnum snjóinn. Nauðsynlegt að eiga góðar flíkur Að klæðast vel í vetrarkuldanum Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is GEL OG ETHANOL ELDSTÆÐI BYLTING Í SVEFNLAUSNUM SPRENGIÚTSALA EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM 20-50% AFSLÁTTUR VAXTALAUS LÁN Í 6 MÁNUÐI Lokadagur útsölunnar er 10. febrúar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.