24 stundir


24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 34

24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Aðspurður um miklar launahækkanir innan sam- bandsins svaraði formaðurinn því til að þær væru eðlilegar miðað við aukinn starfsmannafjölda. Tíu störfuðu hjá KSÍ 2003 en fjórtán á síðasta ári. Útsölumarkaður er haf-inn hjá ítalska félaginuLi- vorno. Ekki á leikmönnum liðsins heldur liðinu sjálfu. Eigandinn vill selja og býður góðan afslátt enda Livorno eitt af þeim er fallið gætu niður um deild og þá helmingast virði liðsins hið minnsta. Hagfræðingar breskirhafa lagst yfir hug-myndir aðdáenda Liv- erpool sem vilja kaupa lið- ið af banda- rískum eig- endum þess. Þykir þeim sýnt að þó hug- myndin sé góð séu á henni nokkrir hnökrar. Til að mynda sá að fæstir aðdáendur eiga til 700 þúsund krónur á lager en það yrði, gróflega reiknað, lág- marksupphæðin á hvern mann til að endar næðu saman. Þá er aðalatriðið enn eftir, hvort Kanarnir vilji selja en fyrir ligg- ur að enginn áhugi er á því eins og sakir standa. Spánn er fyrirheitna landCristiano Ronaldo ogþar ætlar hann að spila áður en ferill- inn er allur. Þetta ítrekaði stjarnan við blaðamenn eft- ir tap Portúgals gegn Ítalíu í fyrrakvöld en ítrekaði að United ætti hjarta sitt nú um stundir enda nýbú- inn að skrifa undir samning sem gerir hann launahæsta knattspyrnumann Bretlands. Annar kappi, ekki síðri,hefur einnig ítrekaðóskir um að spila á Spáni fyrr en síðar. Didier Drogba segir áfangastað sinn vera AC Milan eða Barcelona og það fyrr en síðar. Hver veit nema hann verði skiptimynt náist samn- ingar um að Ronaldinho fari til Chelsea í sumar. Maður leiksins í stór-breyttu ensku lands-liði undir stjórn Fabio Capello var Joe Cole að mati flestra breskra dag- blaða. Stóð hann vakt sína afbragðsvel en flestir aðrir fé- lagar hans héngu í miðlungs- einkunn og í raun aðeins Wes Brown sem fékk falleinkunn fyrir sína frammistöðu. Þá fékk Noregur rassskell-ingu frá Wales í vináttu-leik. 3-0 tap kom mörg- um Norð- manninum á óvart en er já- kvætt fyrir landsliðsþjálf- ara Íslands sem getur lært af Wales áður en Ís- land mætir Noregi í und- ankeppni HM í haust. Samkvæmt nýbirtri ársskýrslu Knattspyrnu- sambands Íslands fyrir síðasta ár reyndust laun og launatengd gjöld á skrifstofu sambandsins alls vera 86,1 milljón króna og meðalfjöldi starfa 14. Það útleggst sem 6,2 milljónir króna á hvern mann sem þar starfar. Hefur launaliður sam- bandsins hækkað um tæplega helming á fimm árum en 2003 reyndust laun og gjöld þeim tengd til tíu starfsmanna nema 47,5 milljónum króna. Aðspurður um miklar launahækkanir innan sambandsins svaraði Geir Þorsteinsson formaður því til að þær væru eðlilegar miðað við aukinn starfsmannafjölda. „Þá er líka til þess að líta að svona tölur segja ekkert nema í samhengi við tekjur og útgjöld sambandsins á sama tíma enda hefur starfsemi Knattspyrnusambandsins tekið stökkbreytingum á þessum tíma sem vitnað er til.“ Töluvert launaskrið hjá forystu knattspyrnumála á Íslandi Helmingshækkun hjá KSÍ Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Þótt það hljómi fjarstæðukennt er ekki loku fyrir það skotið að leikur í ensku úrvalsdeildinni fari fram á hinum íslenska Laugardalsvelli á næstu árum. Enska knattspyrnu- sambandið skoðar tillögur þess efnis að leika eina umferð úrvals- deildarinnar ensku erlendis frá og með árinu 2011. Fetar enska úrvalsdeildin þar með í spor flestra bandarískra íþrótta en vel þekkt er að þarlend félög úr körfunni, íshokkíi og hafnabolta spili kynningarleik er- lendis einu sinni á ári. Með gríð- arlegri fjölgun erlendra auðmanna í enska boltanum, ekki síst banda- rískra auðkýfinga, var aðeins tíma- spursmál hvenær slíkt skref yrði tekið enda löngu orðið ljóst að enska knattspyrnan þjónar ekki síst viðskiptatilgangi. Mikil eftirspurn er til að mynda eftir að fá ensk fé- lagslið til að spila æfingaleiki sína erlendis. Væntanlega getur Reykjavíkur- borg eða KSÍ ekki staðið undir miklum fjárfestingum til að fá leiki United eða Arsenal spilaða hér- lendis enda fyrst og fremst verið að líta til stórborga á borð við New York eða Tókýó en þó er ráð fyrir gert að hluti leikja hvers árs verði spilaður annars staðar en þar sem peningarnir eru hvað mestir. Reyndar er ráð fyrir gert að um- ræddir leikir fari fram í janúar ár hvert sem að sjálfsögðu útilokar Ís- land en ekki er loku fyrir það skot- ið að það breytist og leikið verði í upphafi deildarkeppninnar í ágúst. Keppnistímabilið mun lengjast við þetta úr 38 leikjum í 39 og sam- fara því er ólíklegt að leikmenn fái vetrarfrí yfir jólin eins og hefur ver- ið baráttumál margra um skeið. Óraunhæft kannski Hver veit þó nema minni spámenn úr enska boltanum mætist einn daginn á þjóðarleikvanginum. United á Laugar- dalsvellinum?  Heil umferð ensku úrvalsdeildarinnar mun líklega verða leikin erlendis frá árinu 2011  Borgir heimsins geta boðið í leikina ➤ Keppnistímabilið lengist úr38 leikjum í 39 talsins árlega. ➤ Toppliðin fimm geta ekkimæst innbyrðis á erlendri grund. ➤ Borgir heims geta boðið íhvern og einn leik. REGLURNAR 2011 Þá er það ljóst að stórstjarnan Shaquille O’Neal leikur með Phoenix Suns það sem eftir lifir þessarar leiktíðar og að líkindum það sem eftir lifir af hans ferli. Margir eru hlessa á þeirri ákvörðun forráða- manna Suns að kaupa kapp- ann enda verið mikið frá vegna bakmeiðsla en í Phoe- nix eru menn vissir um að koma megi kappanum í topp- form á ný. Bakmeiðsl hans voru reyndar fyrirsjáanleg enda gaurinn hávaxinn mjög og þungur alla tíð. Lokasprettur Leikmenn Detroit Red Wings í NHL-deildinni halda áfram að brenna andstæðinga sína til ösku leik eftir leik. Liðið er langefst í sinni deild með langhæsta vinningshlutfall í deildunum öllum með ein 86 stig að loknum 55 leikjum í vetur. Næsta lið á eftir er með 69 stig. Sérflokkur Samþykkt var með yfirgnæf- andi meirihluta félagsmanna hjá Kraftlyftingasambandi Ís- lands að stefna að aðild að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands en slíkt hefur mikið verið til umræðu lengi. Þykir það standa kraftlyfingamönn- um fyrir þrifum að vera ekki þar innandyra eins og flestöll íþróttafélög önnur á landinu. ÍSÍ heillar Kylfingurinn Ernie Els er far- inn að hafa meiri húmor fyrir sjálfum sér en áður var raun- in. Eftir að hafa misst niður klárt forskot sitt til Tiger Woods á Dubai Classic um helgina viðurkenndi S- Afríkumaðurinn að þó sárt hefði verið að klúðra málum hefði hann þó ekki enn framið sjálfsmorð. Ég lifi SKEYTIN INN TVÆR SEM SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ Þokkalegt útsýni! Heimsmeistarakeppnin í skíðastökki fór fram í japönsku borginni Sapporo um helgina.. Stebbi stóð á ströndu Og þar voru líka um síðustu helgi um þúsund keppendur í franska vélhjólarallinu Le Touquet.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.