24 stundir - 08.02.2008, Side 38

24 stundir - 08.02.2008, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir í dag Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Óperusöngkonan Sigrún Pálmadóttir. UMRÆÐAN» ÍSLENSKUR AÐALL»  Rússlandsforseti er þekktur fyrir að vera júdókappi og vakti athygli í fyrra er hann lét mynda sig fáklæddan á veið- um. Ný rússnesk kvikmynd nefnist Koss - í trúnaði. Hún er sögð fjalla um ástmanninn Vladimír Pútín og kemur út á dvd-diski á Valentínusardag. »Meira í Morgunblaðinu Ástalíf Pútíns á hvíta tjaldið? Föstudagur 8. febrúar 2008 Hljómsveitin Celest- ine gefur út sína fyrstu plötu og leik- ur þyngsta rokk á Íslandi. TÓNLIST» Himneskt dauðarokk Fasteignagjöldin hækka og hækka Upplausn í Evrópumálum hjá ríkisstjórninni Mogginn leggur línur Atvinnuréttindi: fyrir suma eða alla? » Meira í Morgunblaðinu Það er meira í Mogganum  Þær svífa kappsfullar um svellið og um helgina ætla þær að keppa á Norðurlandamótinu í list- hlaupi á skautum. Listhlaup á skautum er ung íþrótt á Íslandi en ört vaxandi og íslensku kepp- endurnir hlakka til að spreyta sig á heimavelli á al- þjóðlegu stórmóti. » Meira í Morgunblaðinu Svellkaldar á stórmótið reykjavíkreykjavík  Saab 9-3 Twin Turbo kom skemmtilega á óvart í reynsluakstri.  Sá dýrasti og sá ódýrasti; þyngsti bíllinn og sá mest seldi - metbílar af öllum toga. » Meira í Morgunblaðinu Bílar 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ef Nintendo hefur selt yfir 10 milljónir leikja í gegnum Virtual Console þá hefur fyrirtækið hagnast um a.m.k. 50 milljónir dollara. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Forstjóri leikjarisans Nintendo, Sa- toru Iwata, ljóstraði því upp í ný- legu viðtali að í desember síðast- liðnum hefði Nintendo náð því marki að hafa selt yfir 10 milljónir leikja í gegnum Virtual Console Wii-leikjatölvurnar. Nintendo hef- ur hingað til lítið verið að básúna sölutölur fyrir Virtual Console en miðað við þessar sölutölur er þessi þjónusta að gera góða hluti hjá viðskiptavinum Nintendo. Ódýrir gamlir leikir Virtual Console, eða sýndar- leikjatölvan eins og hægt er að kalla það á íslensku, býður Nin- tendo Wii-eigendum upp á þann möguleika að kaupa gamla klass- íska tölvuleiki, sem flestir hafa ver- ið gefnir út af Nintendo, í gegnum netið og spila þá svo á Wii- tölvunni sinni. Verðlagningu á leikjunum í Virtual Console er stillt í hóf þar sem ódýrustu leik- irnir kosta í kringum fimm doll- ara. Græða á gömlu efni Ef Nintendo hefur selt yfir 10 milljónir leikja í gegnum Virtual Console þá hefur fyrirtækið hagn- ast um a.m.k. 50 milljónir dollara en sú tala er tvímælalaust mun hærri þar sem margir vinsælir gamlir leikir kosta meira en fimm dollara. Iwata sagði í tilefni af þessum merka áfanga að velgengni Virtual Console sýndi fram á að stafræn dreifing á efni væri gróðavænleg en tók þó fram að hann teldi hefð- bundna sölu verða mikilvæga hjá Nintendo næstu þrjú til fimm árin. Sótt í klassíkina Aukin aðsókn í gamla, klassíska tölvuleiki hefur verið greinileg enda merki um að leikjaspilarar séu ekki bara börn og unglingar. Uppkomnir einstaklingar eru nú orðnir stór partur af tölvu- leikjaheiminum. Því er ekki skrýtið að fólk vilji rifja upp gömul kynni við Mario, Zelda og fleiri góða. Klassíkin selst vel The Legend of Zelda: Ocarina of Time er einn mest seldi leikurinn á Virtual Console. Virtual Console hjá Nintendo Wii slær í gegn Gamlir leikir seljast vel á Wii Stafræn sala á gömlum tölvuleikjum blómstrar sem aldrei fyrr. Nintendo hefur nú selt yfir 10 millj- ónir eintaka af gömlum leikjum í gegnum Virtual Console Wii-tölvurnar. ➤ Á meðal klassískra leikja áVirtual Console eru gamlir Mario-leikir og Zelda: Ocarina of Time. ➤ Suma leikina er hægt að spilameð Wii-stýripinnanum en aðra bara með Gamecube- eða Classic-stýripinnum. VIRTUAL CONSOLE Tölvuleikir viggo@24stundir.is Við fyrstu sýn virðist leikurinn Zack & Wiki: Quest for Barbaros Treasure vera lítið meira en barna- leikur þar sem bjartir litir og krútt- legar persónur eru alls ráðandi. En um leið og spilun leiksins hefst verður öllum ljóst að hér er á ferð- inni leikur sem er ekki einungis stórgóður heldur einnig mjög krefjandi. Zack & Wiki segir frá sjóræn- ingjasnáðanum Zack og félaga hans, gyllta flugapanum Wiki. Í einni af sínum fjölmörgu fjársjóðs- leitum finna félagarnir hauskúpu fornfrægs sjóræningja og hann heitir þeim félögum að ef þeir geti fundið alla líkamsparta hans þá muni hann verðlauna þeim það ríkulega. Það mun þó verða þeirra missir því undir allri þessari litaælu leynist stórgóður leikur sem býður upp á eina bestu notkun á Wii- fjarstýringunni sem þekkist og þar að auki krefjandi heilabrot. Helsti kostur Zack & Wiki er hversu vel leikurinn nýtir sér kosti stýripinna Wii tölvunnar. Mis- munandi hlutir krefjast þess að leikmaðurinn haldi á stýripinn- anum á mismunandi vegu og oft þarf maður að snúa stýripinnanum á alla vegu til að finna rétta notkun á hlutnum. Leikurinn krefst þess að gráu sellurnar séu vel virkar og eru sumar þrautir leiksins ansi erfiðar, en þó er hjálpin aldrei langt undan í formi vísbendinga frá tusku- dúkku með kristalkúlu. Helsti gallinn við Zack & Wiki er krúttlegt útlit hans. Leikurinn er eins og fyrr segir ótrúlega krútt- legur, líkt og regnbogi hafi ælt yfir skjáinn, og því munu harðkjarna- tölvuleikjaspilarar líklega afskrifa hann. Krúttlegri en hvolpur í tútú Grafík: 87% Ending: 89% Spilun: 92% Hljóð: 73% Zack & Wiki (Wii) NIÐURSTAÐA: 85% Í desember síðastliðnum til- kynnti leikjaframleiðandinn Electronics Arts að stórleikstjórinn Steven Spielberg væri kominn í samstarf með fyrirtækinu í þeim tilgangi að framleiða tölvuleiki fyr- ir Nintendo Wii-leikjatölvuna. Nú hefur hulunni verið svipt af fyrsta leiknum en hann hefur feng- ið nafnið Boom Blox og er vænt- anlegur á Bandaríkjamarkað í maí. Boom Blox er fjölskylduvænn þrautaleikur þar sem leikmenn reyna að leysa þrautir með því að hreyfa til kubba eða sprengja þá í loft upp. Fullgerður mun leikurinn skarta 30 furðulegum persónum, raun- verulegu þyngdarafli á hlutum í leikjaheiminum og rúmlega 300 borðum þar sem leikmenn geta reynt á gráu sellurnar. Þar að auki munu leikmenn geta hannað sín eigin borð og svo deilt þeim með vinum sínum í gegnum netið. Spielberg sagði við afhjúpun leiksins að hann hefði fyrst og fremst hugsað um börnin sín við hönnun leiksins. „Ég spila sjálfur mikið af tölvuleikjum og mig lang- aði að búa til leik sem ég gæti spil- að með krökkunum mínum.“ vij Spielberg-leikur afhjúpaður

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.