24 stundir


24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 39

24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 39
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 39 12 ára skólastrákur í Michigan lenti illa í því á dögunum þegar PSP-leikjatölvan hans sprakk í buxnavasa hans í miðri kennslu- stund. Stráksi var fluttur á spítala með annars stigs brunasár á fót- leggnum en hann var fljótur að jafna sig og var mættur aftur í skólann samdægurs. Sony hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um atvikið en það er hámark kaldhæðninnar að leikurinn sem var í tölvunni var Burnout. vij Sjóðandi heit PSP-leikjatölva Yfirvöld í Þýskalandi hafa nú krafist þess að farsímafyrirtækið Nokia endurgreiði rúmlega 41 milljónar evra fjárstyrk sem fyr- irtækið fékk á árunum 1998-1999 vegna verksmiðju farsímarisans í Bochum. Nokia hefur nú lokað þeirri verksmiðju og byggt aðra nýja í Rúmeníu og græðir þar á tá og fingri. vij Vilja peningana aftur frá Nokia Í nýrri skýrslu Electronic Soft- ware Ratings Board, sem sér um að aldursflokka tölvuleiki fyrir Bandaríkjamarkað, kemur fram að grófum ofbeldisleikjum sem eru ætlaðir fyrir 17 ára og eldri hefur fækkað verulega. Af þeim 1,563 leikjum sem ESRB flokkaði á árinu 2007 töldust einungis sex prósent þeirra grófir ofbeldis- leikir og fengu M-stimpil. vij Leikjaofbeldið er á undanhaldi Fyrr í vikunni fór að bera á sögu- sögnum þess efnis að leikurinn Duke Nukem Forever, sem hefur verið í framleiðslu frá árinu 1997, væri loks tilbúinn og yrði gefinn út fyrir árslok. Nú hefur George Broussard, forstjóri 3D Realms sem er að gera leikinn, sagt að þessar sögur séu bara bull og vit- leysa og leikurinn verði gefinn út þegar hann er tilbúinn. vij Vitleysan heldur áfram hjá Duke Samkvæmt nýrri skýrslu fyrirtækisins Sym- antec þá hefur Evrópa tekið við krúnu Ameríku sem sú heimsálfa sem sendir frá sér hvað mest af ruslpósti, eða spam eins og það kallast ytra. Symantec, sem er hugbúnaðar- og hönnunar- fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í hönn- un vírus- og ruslpóstsvarna, sendir reglulega frá sér skýrslu þar sem finna má alls konar upplýs- ingar um ruslpóstinn. Evrópubúar hafa síðastliðna þrjá mánuði ver- ið að sækja í sig veðrið hvað ruslpóstssendingar varðar. Í nóvember á síðasta ári áttu 46 prósent alls ruslpósts rætur sínar að rekja til N-Ameríku en um 31 prósent kom frá Evrópu. Nú er staðan hins vegar orðin sú að 44 prósent alls ruslpósts koma frá Evrópu en Ameríka er með rétt rúm 35 prósent. Ruslpósturinn fer vaxandi Ruslpóstssendingar um heiminn allan hafa aukist gríðarlega og segir Symantec að 78,5 pró- sent alls tölvupósts sem sendur er í heiminum séu ruslpóstur. Allar heimsálfur hafa aukið þess- ar óvelkomnu póstsendingar en Evrópa er þar alveg í sérflokki. Þessi miklu pólskipti í ruslpóstssendingum vilja forsvarsmenn Symantec meina að sé hægt að rekja til aukinnar útbreiðslu háhraðanetteng- inga í Evrópu. „Þessi gríðarlega aukning á rusl- pósti í Evrópu er hægt að setja í samhengi við lista þar sem löndum er raðað eftir fjölda há- hraðanettenginga á hverja 100 íbúa en þar eru átta Evrópulönd í efstu tíu sætunum,“ stóð enn- fremur í skýrslu Symantec. viggo@24stundir.is Óhugnanleg þróun í netsamskiptum Evrópubúar senda mest af ruslpósti Mynd/Getty Images Yfirflæðandi rusl Sendingar á rusltölvupósti aukast umtalsvert með Evrópu í fararbroddi.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.