24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24 stundir Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 © I n t e r I K E A Sy s t e m s B .V . 2 0 0 8 www.IKEA.is 30% afsláttur um helgina Koddar & sængur WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? VÍÐA UM HEIM Algarve 14 Amsterdam 11 Ankara 7 Barcelona 16 Berlín 11 Chicago -2 Dublin 11 Frankfurt 11 Glasgow 8 Halifax -2 Hamborg 11 Helsinki 6 Kaupmannahöfn 8 London 13 Madrid 18 Mílanó 12 Montreal -9 München 9 New York -2 Nuuk -13 Orlando 19 Osló 5 Palma 20 París 13 Prag 8 Stokkhólmur 8 Þórshöfn 5 Norðaustan 5-15 m/s, hvassast og slydda eða snjókoma suðaustanlands, en annars hægari breytileg átt og úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark við sjóinn sunnanlands, en frost 1 til 10 gráður annars staðar. VEÐRIÐ Í DAG -1 -1 -4 -3 1 Slydda eða snjókoma Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og stöku él, en bjartviðri austanlands. Frost 0 til 7 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 0 -1 -5 -4 0 Stöku él Ferðamaður sem kemur hingað til lands má hafa með sér þrjú kíló af matvörum og vörur fyrir að há- marki 46 þúsund krónur. ?Ég tel að það eigi að leita leiða til að hækka hámörkin svo þau endurspegli raunveruleikann, þ.e. hvað geti talist eðlilegt að ferða- maður hafi með sér til landsins án þess að hann sé að flytja inn vörur í ábataskyni,? segir Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra. ?Það er stefna Samfylkingarinn- ar að það séu almennt ekki hömlur á innflutningi til landsins og yfir- lýst markmið ríkisstjórnarinnar að þetta verði lagað. Allar reglur eiga að vera sanngjarnar og þessi há- mörk eru það ekki. Ég mun beita mér fyrir því innan ríkisstjórnar- innar að þeim verði breytt,? segir viðskiptaráðherra. Tollamál heyra undir fjármála- ráðuneytið en ekki náðist í fjár- málaráðherra vegna málsins. Böðv- ar Jónsson, aðstoðarmaður hans, segir að ekki liggi fyrir að gera breytingar á hámörkunum. ?Þetta er svo sem alltaf til skoðunar en síðan hámarkið var hækkað upp í 46 þúsund hefur verðgildi upp- hæðarinnar aukist umtalsvert vegna þess að krónan hefur styrkst. Það þarf að taka tillit til fleiri þátta en krónutölunnar,? segir Böðvar. Hjá tollstjóraembættinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að þrjú kílóin hefðu verið ákveðin fyrir mörgum árum. Upphæðin er endurskoðuð á nokkurra ára fresti. Viðskiptaráðherra telur tollafríðindin ekki í samræmi við veruleikann Vill að hámarkið hækki Hámörkin Viðskiptaráðherra beitir sér fyrir hækkun hámarkanna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hef- ur ákveðið að sitja áfram sem odd- viti borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins og taka sæti borgarstjóra eftir rúmt ár, skv. heimildum 24 stunda. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði að Vilhjálmur hefði sagt nánum samstarfsmönn- um sínum þetta og formlegrar til- kynningar væri að vænta. ?Ég hef ekkert fengið staðfest um þetta, hvorki formlega né óformlega,? segir Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri. Hann segist hafa hitt Vil- hjálm seinast á fimmtudag og þá hafi málið ekki verið rætt ?enda var í nógu að snúast í borgarráði. Hins vegar var ekkert fararsnið á Vil- hjálmi.? Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi kannaðist ekki við málið né aðrir borgarfulltrúar. þkþ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki Oddviti áfram og borgarstjóri eftir ár Evrópusambandið ákærði í dag kan- adíska álfélagið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, fyrir að brjóta sam- keppnislög. Í kærunni er fullyrt, að Alcan hafi neytt kaupendur að ál- bræðslutækni til að kaupa búnað, sem eitt af fyrirtækjum Alcan fram- leiðir. Formleg ákæra Evrópusam- bandsins af þessu tagi getur leitt til stjórnvaldssektar, sem nemur allt að 10% af árlegri veltu félags, sé það fundið sekt um samkeppnislagabrot. Alcan fær tækifæri til að bera fram munnlegar og skriflegar varnir fyr- ir framkvæmdastjórninni áður en niðurstaða fæst í málið. mbl.is ESB ákærir álfélagið Alcan Bræður, sem hafa verið í gæslu- varðhaldi undanfarnar vikur vegna fíkniefnamáls, eru nú laus- ir úr haldi. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Tveir aðrir menn voru einnig úr- skurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Talið er að hópurinn hafi staðið að innflutningi 5 kílóa af fíkni- efnum með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember í fyrra. mbl Sleppt úr gæsluvarðhaldi Eftir Guðbjörgu Sif Halldórsdóttur ?Það eru hundrað og ellefu manns á götunni, ? segir Sveinn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. Hann hefur nú lagt fram tillögu til félagsmálaráðuneytisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborg- ar auk heilbrigðisráðuneytisins og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þess efnis að stofnaður verði vinnuhópur sem hafi með mál geð- sjúkra fíkniefnaneytenda og ann- arra heimilislausra einstaklinga að gera. ?Í lögum er kveðið á um það að félagsmálaráðuneytið beri ábyrgð á þessum málaflokki, síðan er það á ábyrgð sveitarfélaganna að framfylgja þessari ábyrgð fyrir hönd ráðuneytisins. En þetta strandar á því að menn nái að koma sér saman um það hver skuli borga hvað.? Stofnanir taka ekki við öllum Stærstur hluti þeirra sem eru á götunni er geðsjúkur, en það er ekki einhlítt. Landspítalinn neitar jafnvel að taka við sumum þeirra því þeir séu svo erfiðir. Þannig er afeitrunardeild sem á að sinna þessum málaflokki sem neitar að taka við fólki sem er í neyslu, vegna þess að það er undir áhrifum. Síð- an er því vísað frá Vogi en þeir segj- ast ekki vera með aðstöðu til að annast geðsjúka. Okkur vantar markviss úrræði fyrir þetta allra veikasta fólk. Því er úthýst í dag. Afleiðingarnar eru þær að fólk verður veikara og ef ekkert er að gert lætur það lífið.? Hvað kostar að gera ekki neitt? Sveinn segir að þeir sem eigi sögu um fíkniefnaneyslu að baki séu látnir gjalda fyrir það þegar komi að úthlutun húsnæðis, þrátt fyrir að hafa fyrir löngu lagt neysl- una að baki. Hann leggur áherslu á það að heimilisleysi sé ávísun á geðveiki. Forvitnilegt sé að velta fyrir sér kostnaði þess að gera ekki neitt. ?Hvað kosta handahófs- kenndar innlagnir á spítala sem skila takmörkuðu, hvað kostar það lögreglu að vera stöðugt að elta þessa einstaklinga uppi? Hvað kostar það varðandi þau afbrot sem tengjast þessu að vissu marki og hvað kostar það heilbrigði að- standenda? Ég vil að þegar eitt kerfi skili einstaklingi af sér sé tryggt að næsta kerfi taki við, það gerist ekki í dag.? Heimilisleysi ávísun á geðsýki L52159111 manns á götunni L52159Flestir þeirra geðsjúkir L52159Ríki og borg karpa um hver skuli greiða reikning vegna lausnar málsins Njálsgata 74 Hér eru 8 pláss fyrir heimilislausa. ? Geðhjálp áætlar að 111 manns séu heimilislausir í dag. ? 1,5 milljarðar eyrnamerktir úrlausn húsnæðislausra næstu árin en menn koma sér ekki saman um framkvæmd hennar. 111 MANNS Á GÖTUNNI STUTT ? Leiðrétt Í blaðinu í gær var birt verðkönnun Neytendasamtak- anna á myndavél af gerðinni Ca- non EOS 400 D. Þessi myndavél er með skiptanlegri linsu. Neytenda- samtökin töldu sig hafa kannað að uppgefið verð væri í öllum til- vikum án linsu, en komið hefur í ljós að svo var ekki hjá öllum verslunum og því var verðsam- anburðurinn ekki réttur. Neytendasamtökin biðjast vel- virðingar á þessum mistökum. ? Leiðrétt Á baksíðu 24 stunda í gær víxluðust myndir af Ólafi M. Magnússyni í Mjólku og Sigurjóni Benediktssyni, formanni Tann- læknafélagsins. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri hefur ákveðið að greiða kennurum 23 þúsund kr. aukalega í þrjá mánuði frá og með næstu mán- aðamótum. Ann- að starfsfólk skólanna fær 16 þús- und kr. á sama tíma. ?Við erum að umbuna starfsfólki fyrir þá stað- festu og vilja sem það hefur sýnt í því að þjóna borgarbúum en það hefur verið undir gríðarlegu álagi vegna manneklu,? segir Ólafur. Hann segir ótímabært að segja til um hvort framhald verði á þessum greiðslum verði áfram mannekla í skólum á næsta skólaári. þkþ Kennarar fá 69 þúsund í viðbót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.