24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 63

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 63
24 stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 63 KONUKAKA ÁRSINS FRÁ SANDHOLT DÁSAMLEGA GÓÐ OG FÖGUR Ljúffengur möndlubotn með hindberja-, sítrónu- og vanillu-skyrmousse, hjúpuð með hindberjahlaupi og skreytt með hindberjamarengs og ferskum hindberjum. F ABRIKAN Jennifer Lopez og Marc Anthony eru sögð í skýjunum eftir að þau eignuðust tvíbura sína í fyrradag. ?Jennifer og Marc eru yfir sig ánægð. Algjörlega í skýjunum yf- ir þessu,? sagði Simon Fields, umboðsmaður Jennifer, í viðtali í gær. Fæðingin mun hafa átt sér stað á lúxus-spítalasvítu þar sem ekkert var til sparað og heill her af aðstoðarfólki til taks. Heim- ildir herma að parið hafi hug á að skíra börnin Max og Emme. hþ Í skýjunum eftir fæðinguna Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að hjartaknúsarinn George Clooney vilji ólmur eignast barn með kærustu sinni, Söruh Lar- son. Clooney hefur sem kunnugt er verið þekktastur fyrir ærsla- fullt piparsveinalíf síðustu árin, en hefur nú afráðið að venda kvæði sínu í kross og stofna fjöl- skyldu. hþ Clooney vill stofna fjölskyldu Ef marka má nýjasta afrek Amy Winehouse er lítið til í sögum þess efnis að hún sé edrú. Starfs- fólk Plaza hótelsins í London rak í rogastans eftir síðustu helgi, en þar hafði hún setið að sumbli með vini sínum og var aðkoman vægast sagt slæm. Allt var þakið sígarettustubbum og áfeng- isflöskum auk þess sem laga þurfti gólfið í herberginu. hþ Amy rústar hótelherbergi Að sögn Colins Firth fær hann ekki frið fyrir eldri konum. Leik- arinn, sem nú er 47 ára, segist ánægður með vinsældir sínar meðal eldri kvenna og líkar vel að eiga aðdáendur á sjötugsaldri. ?Ég veit um veika konu sem var bannað að horfa á myndir með mér á spítalanum af ótta við blóðþrýstinginn. Hún var 103 ára,? sagði Colin. hþ Með aðdáendur á sjötugsaldri Unnar Arnalds er partíspilari með mikla sér- stöðu því að auk gítars spilar hann líka á Havaí- hljóðfærið úkúlele. Hann heldur úti heimasíð- unni Dvergatuddinn á slóðinni www.raun- vis.hi.is/~uba/tuddinn/ sem er söngbók með gítar- og úkúlelegripum sem verður að teljast fengur fyrir alla partíspilara. Fjölbreytnin í laga- vali mikil, en þar eru Britney Spears, Bubbi og allt þar á milli. ?Ég byrjaði með þessa síðu árið 2000, og það var svona mest fyrir mig því ég var að æfa mig á gítar,? segir Unnar. ?Ég safnaði lögum með gít- argripum og ákvað að setja þau upp í bók- arformi sem hægt væri að prenta. Svo keypti ég mitt fyrsta úkúlele fyrir um ári og þá bættust úkúlelegripin við. Ég setti úkúlelegripin líka inn til að auglýsa það hljóðfæri því það eru allt of fáir sem hafa heyrt um það. Allir eiga nátt- úrulega að spila á úkúlele.? Áhuginn vaknaði þegar Unnar fékk að prófa hljóðfærið og fannst létt og skemmtilegt að spila á það. ?Það er miklu auðveldara að grípa í úkúlele en gítar. Það heyrist lægra í því, og svo eru bara fjórir strengir.? Þegar Unnar er spurð- ur hvort hann spili Bubba-lögin á úkúlele í partíum, segist hann meira gera það fyrir sjálfan sig. ?Úkúlele er fyrir lágstemmd partí, en þegar allir eru orðnir sjóðandi fullir þarf hávaða og þá er gítarinn nú betri.? Að lokum verður Unnar að svara því hvað í ósköpunum dvergatuddi sé. Þá kemur í ljós að ?Fleskmangarinn og dverga- tuddinn? hafi verið lag með hljómsveitinni Bag of Joys, en Unnar var einmitt í henni. heida@24stundir.is Gítar- og úkúlelegrip fyrir Eurovision-partíið Allir eiga að spila á úkúlele Árvakur/Sigurður Jökull Unnar Hér er hljómsveitin Bag of Joys á góðri stundu en Unnar spilaði á bassa og hljómborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.