24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir sem gegnum árin hafa unnið í fisk- vinnslu,“ segir Hulda en hún segir það hverjir veljast til starfa byggjast á mati fyrirtækjanna sem ráða fólk í vinnu. Hulda segir enga rannsókn að baki þessari staðhæfingu, hún sé byggð á reynslu og þekkingu sinni. Hvatning mikilvæg Hjá Mími-símenntun eru nú um eitt þúsund manns í íslenskunámi, ýmist tengt vinnustöðum eða ekki. Þá segir Hulda boðið upp á mik- ið af starfstengdu námi. Það sé til að mynda mjög tengt umönnunar- störfum þar sem fólki er boðið upp á námskeið sem tengjast starfinu. „Fljótlega eftir að fólki verður ljóst að það ætlar að vera áfram í vinnunni býðst því að fara á fag- námskeið, en þau eru líka launa- tengd,“ segir Hulda. Þannig verður fólk færara í starfinu auk þess að fá aukið sjálfstraust. Hún segir fag- námskeiðin líka geta verið undan- fara frekara náms, til að mynda fé- lagsliðanáms sem er á framhaldsskólastigi en námið er á vinnutíma. „Við leggjum áherslu á að tengja saman fagkennsluna og íslensku- kennsluna. Stór hluti þeirra sem Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Nú er vaxandi samkeppni um er- lent starfsfólk. Nýjasta dæmið er breytt atvinnuástand í Póllandi sem eykur samkeppni um starfs- krafta Pólverja, en þeir eru 70% af erlendu vinnuafli á Íslandi. Ef þeir fara í miklum mæli og hratt þá hef- ur það neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið,“ segir Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-sí- menntunar, en hún hélt fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofu í vinnu- vernd í gær. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina: Missum ekki erlent starfsfólk úr landi – Gefum því tækifæri til menntunar og starfsþróunar. „Ástæðan fyrir því að ég kalla fyrirlesturinn þetta er sú að erlent starfsfólk er mikill mannauður og stuðlar að miklum hagvexti hér,“ segir Hulda. Útlendingar vinna einhæf störf Hulda segir þau störf sem út- lendingar vinna hérlendis einkenn- ast af því að þau krefjast lítillar sér- tækrar þekkingar, fela gjarnan í sér endurtekningu og einhæfni, krefj- ast ekki mikilla tjáskipta en reyna oft mikið á líkamlega getu. Þetta eru allt saman áhættuþættir varð- andi það að fá álagssjúkdóma. „Þetta þekkja þær íslensku konur starfa við umönnun eru útlending- ar en þar sem við kennum nám- skeiðin á íslensku veitum við því fólki stuðning varðandi íslenskuna sem þess þarfnast,“ segir Hulda. Hún segir mikla bót að aukinni fjárveitingu til íslenskukennslu frá menntamálaráðuneytinu. Hulda segir fólk sem hefur stutta skólagöngu og útlendinga þurfa mikla hvatningu til að sækja sér menntun. Það þurfi alltaf að fá fullan stuðning vinnuveitenda. Auðlind að utan  Mikilvægt að gefa erlendu starfsfólki tækifæri til starfsþróunar og menntunar Mannauður Hulda segir að íslenskt efnahagslíf eigi að reyna að halda í út- lendinga sem hingað koma.➤ Mímir heldur starfstengd íslenskunámskeið á vinnustöðum. ➤ Námskeiðin eru kennd ávinnutíma starfsfólksins. ➤ Fræðslusjóðir stéttarfélagaog menntamálaráðuneytið styrkja námskeiðin. ➤ Menntamálaráðuneytið styrkiríslenskukennslu fyrir útlend- inga um 200 milljónir á ári. ÍSLENSKUNÁM MARKAÐURINN Í GÆR ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi, fyrir 2.046 milljónir króna. Verslað var með bréf í Glitni fyrir 666 milljónir og bréf í Landsbanka fyrir rúmar 470 milljónir. ● Mesta hækkunin var á bréfum Alfesca hf., 1,38%. Bréf í Atorka Group hf. hækkuðu um 1,14%. ● Mesta lækkunin var á bréfum 365 hf., 2,47%. Bréf í Century Al- uminum lækkuðu um 2,31%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% í gær og stóð í 5024 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist lít- illega, um 0,1%. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 1,29%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,7% og þýska DAX-vísitalan um 1,4%.              !                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                                                  : -   0 -< = $ ' >?3@AB>C D5A?BB>D@ >AAD@BDB3 >5?43B>C4 A@@3DB@4D >CC4?4@ >??A>>4?@ D?@C>4>@>@ CA?C@?D5A C?C53@?? D@B5ACAA DD44ADC4A 3DBC4?? B43BA4? 4355??? C?@@A>?? ? >3ACCA@ D4@AB4A@ , C>35@>4 >4A3 , , , AA355??? , , AEB@ C3EB? >DEDD BE@@ >AEA? D@E@? D5E>5 A33E?? D@E?? BDE@? 5EA> >DE>A 5E3? B3EB? >E5A 4E4> D?CE5? >5@?E?? CDBE?? >E?C >35E?? 3E>> , , , CD>5E?? , , @E?? CCE?? >DE3? BEB? >AEA5 DBE>5 D5E3? A35E?? D@E>5 B3EC? 5EA4 >DED5 5E33 BCE?? >E5B 4E45 D?AE5? >5B@E?? CCCE?? >E?5 >34E?? 3E>5 DDE@? , @E5? CD5?E?? BEB? 4E?? /   - >> >@ 3A 3C @D B >C >DB A5 >> >3 CA D D 4 @ , 3 @ , @ > , , , 4 , , F#   -#- DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ DDDD??@ D>DD??@ DDDD??@ DDDD??@ >BDD??@ DDDD??@ >BDD??@ >@DD??@ 4>DD??A DD@D??A DDDD??@ D5>D??@ >C>D??@ Hagnaður Sláturfélags Suður- lands nam 132,7 milljónum króna á síðasta ári en árið 2006 nam hagnaður fyrirtækisins 23,4 mö. Tekjur fyrirtækisins námu tæpum 5,5 milljörðum í fyrra og eigið fé var 1,6 milljarðar. Heild- areignir Sláturfélagsins voru 4,5 milljarður í lok ársins og eig- infjárhlutfall 36%. þkþ Hagnaður SS 133 milljónir Á síðasta ári nam halli á vöru- skiptum við útlönd 87,9 millj- ónum en árið 2006 nam hann 155,7 mö. Því fer nærri að vöru- skiptahallinn hafi helmingast á milli ára. Greiningardeild Glitnis telur þó halla síðasta árs teljast umtalsverðan en hann skýrist að einhverju leyti af því að útflutn- ingur á áli hefur aukist hægt. þkþ Vöruskiptahall- inn helmingast FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Aukin samkeppni er um starfskrafta Pólverja, sem eru 70% af erlendum starfsmönnum. Ef þeir fara í miklum mæli og hratt þá skaðar það íslenska hagkerfið. Skuldatryggingarálag banka hef- ur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Talsmenn íslensku bank- anna hafa barmað sér yfir því hversu hátt það sé, og sagt að það endurspegli frekar fáfræði og for- dóma erlendra fjárfesta gagnvart íslenska fjármálakerfinu en raun- verulega stöðu bankanna. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, lýsti því yfir nýlega að brýnasta hagsmunamál íslenskra fjármálafyrirtækja væri að lækka skuldatryggingarálagið. Enda hefur það allt að þrefaldast á rétt um ári og veldur þeim gríðarlegum kostn- aði við lántökur. hlynur@24stundir.is Skuldatryggingarálag íslenskra banka hefur allt að þrefaldast á rétt rúmu ári Í hverju er skuldatryggingarálag bankanna fólgið? 1 Trygging Skuldatryggingarálag má hugsa sem verð á tryggingu fyrir því að lán sem fyr- irtæki tekur verði greitt til baka. Hvaða banki sem er getur gefið út skuldatryggingu, en verð hennar ákvarðast af eftirspurn, framboði og væntingum á markaði þar sem tryggingarnar ganga kaupum og sölum. „Fjárfestar fjárfesta á skuldatryggingamarkaði á grundvelli vænt- inga um hvort álagið muni hækka eða lækka,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Grein- ingar Glitnis. „Ef fjárfestir kaupir álag og það hækkar getur hann selt það og hagnast á því.“ Áhætta Þegar fyrirtæki tekur lán á alþjóð- legum fjármálamarkaði miðast lánskjörin sem því bjóðast við almenna vexti á markaðnum, að viðbættu álaginu Þannig hefur lánastofnun, sem bætir tryggingarálagi við lán sem hún veit- ir, keypt sér tryggingu gegn því að fyrirtæki eða banki sem hún lánar lendi í greiðsluvandræð- um. „Álagið á að endurspegla þá áhættu sem í lánum til þessara aðila felst, út frá líkum á því hvort þeir geti staðið við skuldbindingar sínar á þeim tíma sem álagið tekur til,“ segir Ingólfur. 2 3 Hröð hækkun Skuldatryggingarálag ís- lensku bankanna er eftirfarandi: Kaupþing 653 punktar, Glitnir 608 punktar og Lands- bankinn 371 punktur. Það þýðir að taki Kaup- þing lán hækkar höfuðstóll lánsins um vaxta- prósentu lánsins að viðbættum 6,53%. Álagið hefur eins og áður sagði hækkað hratt undanfarið. Þannig var t.d. skuldatrygg- ingarálag Kaupings um 300 punktar um ára- mótin 2006/2007, álag Glitnis um 200 punktar og álag Landsbankans um 120 punktar. mættu mátaðu upplifðu Verslun Rauðarárstígur 14 sími 551 5477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.