24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 17
Allianz Ísland hf. | Laugavegur 176 | 105 Reykjavík | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is | BYR er eigandi Allianz á Íslandi Eru þínir peningar að fuðra upp? Viðbótarlífeyrissparnaður - tryggir þína framtíð Hafðu samband við ráðgjafa Allianz. Þú ferð aldrei í mínus hjá Allianz! Ó! ·1 1 1 71 út til almennings. Ef til vill er það einmitt upplýs- ingagjöfin sem hefur farið úrskeiðis. Jón Hákon Magn- ússon, ráðgjafi í almannatengslum, telur það eitt helsta vandamál íslenskra fjármálastofnana og reyndar fleiri íslenskra stofnana að hafa ekki vandað sig við um- ræðuna. Þau leggi of lítið upp úr ímyndinni og kynn- ingu og haldi að ímynd skapi sig sjálf. Fjármálageirinn komi á eftir og umræðan snúist öll um að bregðast við sendingum, neikvæðri umræðu og gagnrýni og að slökkva elda. Það komi illa út. Mikilvægt sé að vera leið- andi í umræðu, jafnt og í þróun, framleiðslu og hverju öðru sem fyrirtæki tekur sé fyrir hendur. Fjármálageir- inn verði að taka faglegar á málum. Vont og þreytandi sé fyrir bankana að standa í því stríði sem það er að elta neikvæða og stjórnlausa umræðu. Neikvæð grein í Fin- ancial Times sé alvarlegt mál. Og Jón Hákon bætir við að fjölmiðlar hér dýpki varla umræðuna, þar inni skorti reynslu og þekkingu því fjölmiðlafólk sé ungt og á lág- um launum. Engan skyldi undra þótt fólk hrökkvi við þegar fréttir berast frá útlöndum um að íslensku fjármálastórveldin sem voru að kaupa upp heiminn, þyki einhvern veginn ómerkileg eins og sveitabankar við Miðjarðarhaf eða litlir írskir lánasjóðir. Og geti jafnvel farið á hausinn. Þeir sem voru svo óheppnir að opna fyrir útvarpið einn morguninn um miðja þessa viku fengu að heyra slíka spá og þar var Kaupþing sagt í sérstakri hættu. Ekki þarf að orðlengja að allt var borið til baka, eins og fréttir af uppsögnum innan bankanna. Óskandi er að frásagnir af efnahagslífinu verði skýrari og marktækari en þær hafa verið síðustu vikurnar. Til þess þarf margt að breytast, en fyrst og fremst mega þeir sem um er fjallað ekki skorast undan umræðunni og þeir verða að segja satt og rétt frá. beva@24stundir.is a Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur Auðvitað hrekkur fólk við þegar fréttir berast frá út- löndum um að íslensku fjár- málastórveldin sem voru að kaupa upp heiminn, þyki einhvern veginn ómerkileg, eins og sveitabankar við Miðjarðarhafið eða litlir írskir lánasjóð- ir. Og séu jafnvel að fara á hausinn. 24 stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 17 Sá trúnaður sem kjósendur sýndu okkur í Samfylkingunni sl. vor var af ýmsum ástæðum og væntingar jafn fjölbreytilegar og stuðningsfólkið var margt. Þar réði þó miklu hjá stórum hópi sú stefnu- breyting flokksins í umhverfismál- um sem varð við útgáfu hins ?Fagra Íslands? Samfylkingarinnar. Þó var það langsamlega stærsti hópurinn sem lagði höfuðáherslu á mikilvægi þess að fá landsstjórninni flokk sem legði höfuðáherslu á að auka jöfnuð í samfélaginu. Lykillinn að vel- gengni okkar í farsælu stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn verður því augljóslega að vel takist að upp- fylla væntingar um aukinn jöfnuð. Nú ræðst jöfnuður ekki af ríkis- stjórninni einni en hún þarf sann- arlega ekki að kvarta undan fram- lagi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar í þeim kjara- samningum sem nú hafa náðst. Þar á bæ hafa menn líka skynjað þá þungu kröfu frá fólkinu í landinu að eftir launaskrið og kaupréttarsamn- inga síðustu ára þurfi að rétta hlut venjulegs fólks. Og forysta SA og ASÍ hefur með eftirtektarverðum hætti gert það að aðalatriði samn- inga, þó auðvitað megi alltaf um það deila hvort nógu langt sé geng- ið. Í upphafi viðræðna kynnti verka- lýðshreyfingin áherslur sínar í skattamálum. Þær voru ótvírætt hugsaðar með hag lág- og meðal- tekjufólks að leiðarljósi en sættu nokkurri gagnrýni á þeim forsend- um að þær flæktu skattkerfið og ykju svokölluð jaðaráhrif. Auðvitað olli það ákveðnum vonbrigðum að ríkisstjórnin var ekki tilbúin til við- ræðna þá en lýsti sig reiðubúna til að gera það síðar í ferlinu. Allt hefur sinn tíma. Það samkomulag um skattalækkanir sem náðist í lok kjarasamninganna milli ríkisstjórn- ar, atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar er til fyrirmyndar og áherslurnar mjög ánægjulegar þó auðvitað megi alltaf gera betur. Þar er í fyrsta lagi verið að verja mestu fé til að hækka persónuafslátt sérstak- lega á næstu þremur árum. Per- sónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun lengi og því hafa tekju- lægstu hóparnir í vaxandi mæli ver- ið að greiða skatta. Þetta á ekki bara við um launafólk heldur líka aldr- aða og öryrkja. Með því að hækka persónuafsláttinn er verið að tryggja venjulegu fólki sömu krónutölu í skattalækkunum og öðrum, án þess þó að flækja skattkerfið og því ber að fagna. Þá er ekki síður ánægjulegt að verið er að hækka umtalsvert skerðingarmörk bæði í barnabóta- kerfinu og í vaxtabótakerfinu, þann- ig að fleiri njóti þeirra. Í skýrslu sem við kölluðum eftir fyrir tveimur ár- um kom fram að á Íslandi eru um- talsvert fleiri börn sem alast upp við fátækt en á hinum Norðurlöndun- um, þó við stöndum sem betur fer vel gagnvart öðrum þjóðum. Af henni sést að frændur okkar á Norðurlöndunum skiptu tekjum ekki jafnar milli barnafjölskyldna, en skatta- og bótakerfi þeirra hjálp- uðu fleiri barnafjölskyldum yfir lág- tekjumörkin. Með því að leggja áherslu á barna-, húsaleigu- og vaxtabætur eigum við að geta gert svipaða hluti, þó við samningana nú sé bara stigið lítið skref í þessu. Þá eru fleiri jákvæðir þættir í skatta- lækkununum, m.a. lækkun til fyr- irtækja, afnám stimpilgjalda að hluta og hvatning til ungs fólks um sparnað. Fyrr í vetur voru kynnt mikilvæg skref í kjaramálum aldr- aðra og öryrkja sem Jóhanna Sig- urðardóttir, félags og trygginga- málaráðherra, hefur verið að útfæra. Þar er að finna kjarabætur sem eru hrein og klár mannréttindamál eins og afnám tenginga við tekjur maka. Þar með lýkur mannréttindabaráttu um að hver manneskja sé sjálfstæð- ur einstaklingur sem staðið hefur í á annan áratug. Þar eru líka stigin veigamikil skref í að hvetja lífeyr- isþega til atvinnuþátttöku og hætta að refsa fólki fyrir að bjarga sér. Þegar allt þetta er lagt saman held ég að óhætt sé að fullyrða að á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar hafi náðst mikilvægir áfangar í átt til þess að auka jöfnuð. En kjörtímabil er fjög- ur ár og betur má ef duga skal. Höfundur er alþingismaður Jafnaðarstjórn og mannréttindasigrar VIÐHORF a Helgi Hjörvar Auðvitað olli það ákveðnum vonbrigðum að rík- isstjórnin var ekki tilbúin til viðræðna þá en lýsti sig reiðubúna til að gera það síðar í ferlinu. Útfararþjónustan ehf. Stofnað1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Nýr Bæklingur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.